NT - 11.05.1984, Blaðsíða 26

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 26
Tf V wt, i i Föstudagur 11. maí 1984 26 Meistara- keppni KSÍ ■ Meistarakcppni KSÍ veröur háð á Melavellin- um í Reykjavík laugardag- inn 12. maí, kl. 14.00. Keppendur eru íslands- meistarar íA og ÍBV, sem lék úrslitaleikinn í Bikar- keppni KSÍ 1983 viö bik- armeistara íA. Aður hafði verið ákveð- ið að leikurinn færi fram á Kópavogsvelli, en hann er ekki orðinn leikhæfur vegna gróðurskemmda og því var brugðið á þetta ráð. Hjalti og Kári til Frederiks- stad ■ Ákveðið hefur verið að þeir Hjalti Árnason, KR og Kári Elísson, ÍBA fari á Evrópumeistara- mótið í kraftlyftingum, sem haldið verður um næstu helgi í Frederikstad Noregi. Kári keppir í 67,5 kilógramma flokki, en Hjalti keppir í 125 kfl- ógramma flokki. Vormót ÍR ■ Frjálsíþróttamenn eru nú að byrja kcppnistíma- bilið og er fyrsta stóra mótið Vormót ÍR sem verður haldið miðviku- daginn 16. maí kl. 18.30 í Laugardal. Keppt verður í eftirtöld- um greinum: Karlar: 100 m hl„ 110 m grhl., 3000 m hlaup til minningar um Jón Kaldal, hástökk og spjótkast. Konur: 200 m hl„ 1500 m hl„ langstökk og kringlu- kast. Einnig verður keppt í 800 m hl. drengja og 100 m hl. meyja. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til Guðmundar Þórarinsson- ar í síma 81701 eða Haf- steins Óskarssonar Mos- gerði 23, 108 Reykjavík, s. 33970 í síðasta lagi 14. maí.Frjálsíþróttadeild ÍR. 3áNM í Boccia ■ Norðurlandamót í boccia verður haldið í Noregi 12.-13. maí n.k. Ákveðið hefur verið að þrír íslendingar taki þátt í mótinu. Þeir eru: Sigurður Björnsson, ÍFR, Björn Magnússon ÍFA og Tryggvi Haraldsson ÍFA. Munu þeir allir keppa bæði í einstaklings- og sveitakeppni. Er þetta í fyrsta skipti sem ísland sendir lið í keppni á Norðurlandamót í boccia. Spennandi verður að fylgj- ast með árangri íslensku keppendanna. Ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir standi sig með miklum sóma. Það sýndu tilþrif þeirra á dögunum. Valursigraði ■ Valsmenn sigruðu Víkinga 2-0 á Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu í gærkvöld. Valsmenn eiga nú góða möguleika á sigri í mótinu, þeir leika gegn Ármenningum á mánu- dag. Czerwinsky ekki til Vestmannaeyja - Gunnar Einarsson nú efstur á óskalista Þórara. ■ „Við fengum ákveðið svar frá Póllandi í fyrrakvöld. Janus Czerwinsky á ekki heimangengt frá Póllandi og verður því ekki þjálfari 1. deildarliðs okkar næsta keppnistímabii“, sagði Friðbjörn Valtýsson formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við NT í gær. Czerwinsky er rektor í íþróttaháskóla í heimalandi sínu og vegna þrýstings um að halda því starfi áfram, hefur hann gefið Vestmannaeyjingum neikvætt svar um þjálfun 1. deildarliðs Þór næsta keppnis- tímabil. „Vjð munum snúa okkur að innanlandsmarkaðnum úr því sem komið er. Það eru margir snjallir þjálfarar á lausu sem stendur og til þeirra munum við leita“ sagði Friðbjörn. Eyjamenn munu hafa mikinn áhuga á Gunnari Einarssyni og hafa þegar sett sig í samband við hann. Ekki eru þeir einir um það því nokkur 1. deildarfélög hafa þegar rætt við Gunnar unt þjálfun næsta vetur. Innanfélagsmót fatlaðra í Reykjavík: Hafdís sigraði tvöfalt ■ Íþróttasíðunni hafa borist úrslit á innanfélagsmótum íþróttafélags fatlaðra í Reykja- vík 1984. Upplagt er að birta þau hér og nú: LYFTINGAR: stig 1. Reynir Kristófersson, 79.2 2. Baldur Guðnason, 61.2 3. Sigurkarl Fjólar Ólafsson, 43.2 BORÐTENNIS: Konur sitjandi: 1. Elsa Stefánsdóttir, 2. Guðný Guðnadóttir, Karlar sitjandi: 1. Viðar H, Guðnason, 2. Pétur Jónsson, 3. Gestur Guðjónsson. Konur standandi: 1. Hafdís Ágeirsdóttir, 2. Helga Bergmann, 3. Kristín Halldórsdóttir. Karlar standandi: 1. Sævar Guðjónsson, 2. Haukur Gunnarsson. OPINN FLOKKUR: 1. Hafdís Ásgeirsdóttir, 2. Sævar Guðjónsson, 3. Stefán H. Garðarsson. BOGFIMI: 1. Elísabeth Vilhjálmsson, 2. Daníel Helgason, 3. Helgi Harðarson. BOCCIA: Standandi flokkur: 1. Helga Bergmann, 2. Haukur Gunnarsson, 3. Katrín Guðjónsdóttir. Sitjandi flokkur: 1. Sigurður Björnsson, 2. Birna Hallgrimsdóttir, 3. Siggeir Gunnarsson. SVEITAKEPPNI: Sveit 1. Helga Bergmann, Haukur Gunnarsson, Hjalti Eiðsson. Sveit 2. Sigurður Björnsson, Siggeir Gunnarsson, Lárus Ingi Guðmundsson. Sveit 3. Katrín Guðjónsdóttir, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Mar- grét E. Stefánsdóttir. Athyglisverð frammistaða Tottenham ■ Frammistaða Totten- ham liðsins gegn Ander- lecht í fyrrakvöld í Brussel, er liðin léku fyrri leik sinn í úrslitum UEFA- keppninnar, er frábær ef tekið er með í reikninginn hve marga lykilmenn liðs- ins vatnaði. Nægir að nefna Ossie Ardiles og Glenn Hoddle. Auk þess lék 1 liðið erfiða deildar- leiki bæði á síðasta laugar- dag og á mánudaginn. Fyrir leikinn var reikn- að með auðveldum sigri Anderlecht. Liðið hefur skorað miklu fleiri mörk en nokkuð annað belgískt lið á keppnistímabilinu, gert 74 mörk í 32 leikjum. Bakverðirnir Danny Thomas og Chris Hughton áttu frábæran leik í fyrra- kvöld og Enzo Scifo, hið 18 ára undrabarn, Ander- lecht, sást ekki í leiknum. Útlitið er því bjart hjá Tottenham Hotspur. Heitir stólarnir þar! ■ Það eru 14 lið í grísku fyrstu deildinni. Og hvað haldiði? Það er búið að reka 13 framkvæmda- stjóra á keppnistímabil- inu!!! Breitner „snuðrari" ■ Paul Breitner, leik- maðurinn heimsfrægi, er núna á launum hjá Ein- tracht Breunschweig í V- Þýskalandi og hefur það hlutverk að finna efnilega leikmenn fyrir Braun- schweig. Staðan í Reykjavíkur- mótinu Fram ... 6411 12-4 12 KR..... 6 3 2 1 15-11 10 Valur ... 5 3 2 0 9-4 10 Fylkir ... 5 2 0 3 9-16 6 Þróttur ..5 1 2 2 4-2 5 yíkingur .6 1 2 3 7-10 4 Ármann .5 0 1 4 4-13 1 Boston vann New York ■ Einn leikur var í átta liða úrslitum bandaríska körfuboltans í fyrrakvöld. Boston Celtics unnu New York Nicks 119-99, í hörkuleik. Á tímabili log- aði allt í slagsmálum á veliinum ogleikurinn tafð- ist af þeim sökum. Stigahæstu menn í úr- slitakeppninni til þessa eru: Bernard King í New York Nicks hefur skorað 319 stig, að meðaltali 35,4 stig í leik. Adrían Dantley í Utah Jazz hefur skorað 285 stig, 31,7 að meðaltali. Davis í Phoenix Suns hef- ur skorað 243 stig, 27 stig að meðaltali. Larry Bird í Boston Celtics hefur skor- að 203 stig, 25,4 að meðal- tali og í flmmta sæti er Blackman í Dallas Maver- icks með 214 stig alls, eða 23,8 að meðaltali.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.