NT - 11.05.1984, Blaðsíða 12

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 12
IU Föstudagur 11. maí 1984 12 Útvarp föstudag kl. 21.35: Endurtekið fram haldsleikrit ■ Sl. laugardag hóf göngu sína í hljóðvarpi nýtt fram- haldsleikrit, „Hinn mannlegi þáttur“ eftirGraham Greene. ■ Graham Greene Graham Greene nýtur mikilla vinsælda fjölmargra, sem gjarna vildu fylgjast með þessu leikriti hans. En vegna ýmissa óviðráðanlegra að- stæðna eiga kannski ekki ailir aðdáendur hans þess kost að hlusta á framhaldsleikrit á' hverju laugardagssíðdegi. ■ Þessir útvarpshlustendur geta glaðst yfir því, að ekki er látið við það sitja að senda út þætt- ina á þessum eina tíma, heldur eru þeir endurteknir næsta fjöstudagskvöld. Fyrsti þáttur „Hins mann- lega þáttar“ verður því endur- tekinn í kvöld föstudagskvöld kl. 21.35. Annar þáttur verður svo á sínum stað í dagskránni á morgun kl. 16.20. ■ Hussein Jórdaníukonung- ur reynir að finna lausn á máli Palestínuaraba ■ Eanes fyrsti kjörni forseti lýðveldisins í Portúgal Sjónvarp föstudag kl. 21.25: Utvarp föstudag kl. 23.15: Fréttaþættir f rá Portúgal, Jórdaníu og Frakklandi í stað Kastljóss Kvöldgestir ■ Á sínum stað í dagskrá útvarpsins í kvöld eru gestimir hans Jónasar Jónassonar, sem landsmönnum þykir svo gott að fá í heimsókn rétt fyrir háttinn. Gestir Jónasar að þessu sinni eru Norðlendingar, þau Málmfríður Sigurðardóttir, Jaðri og Skúli Ágústsson, eig- andi Bílaleigu Akureyrar. Jónas Jónasson. ■ Kastljós-þættirnir, sem oft koma blóði landsmanna á hreyfingu í skammdeginu, hafa nú sungið sitt síðasta að sinni, eins og skammdegið. í stað þess verða á dagskrá sjónvarpsins í kvöld þrjár stuttar, breskar fréttamyndir undir þáttarnafninu Af er- lendum vettvangi. Einar Sig- urðsson, fréttamaður, þýðandi og þulur eins þáttarins, skýrði okkur frá efni þeirra. Einn þátturinn fjallar um Portúgal og er gerður í tilefni þess, að í aprílmánuði voru 10 ár liðin frá byltingunni þar. Hún fjailar sem sagt um Port- úgal á þessum vegi lýðræðisins og ætti að vekja áhuga þeirra fjölmörgu íslendinga, sem nú eru farnir að venja komur sínar til Portúgal. Þýðandi og þulur er Ögmundur Jónasson. Annar þáttur fjallar um Jórdaníu og er lausleg úttekt á stöðu Jórdana í Mið-Austur- löndum, þar sem þeir gegna lykilhlutverki vegna þess að 60% af íbúunum eru Palestínuarabar, sem margir telja sig með réttu eiga heima í palestínsku ríki, og tilraunir Husseins konungs til að finna einhverja lausn á þessum Pal- estínumálum, hugsanlega með stofnun einhvers sambandsrík- is með Jórdönum. Þýðandi og þulur þessarar myndar er Bogi Ágústsson. Þriðji þátturinn fjallar svo um erfiðleika Francois Mitt- errands Frakklandsforseta, en það eru 3 ár síðan hann kom til valda í Frakklandi og hann er nú óvinsæiasti forsetinn í sögu fimmta lýðveldisins. Það er stefna hans í efnahagsmál- um, sem kannski veldur mestu um óánægjuna. Hann breytti út af því, sem hann ætlaði sér í upphafi, hann ætlaði, öfugt við alla aðra í Evrópu, að þenja sig út úr kreppunni í staðinn fyrir að skera niður, en hefur orðið að kúvenda og fara út í niðurskurð eins og allir hinir og hefur egnt gegn sér verkalýðsfélög og fleiri. Þátt- urinn fjallar um vandræði hans og átökin á vinnumarkaðnum í vetur, segir Einar okkur. Þýðandi og þulur þáttarins um Frakkland er Einar Sig- urðsson. Útvarp föstudag kl. 10.45 Skemmtileg minningar- grein í þættinum „Það er svo margt að minnast á“ ■ Á dagskrá hljóðvarps í dag, föstudag, kl. 10.45 er þátturinn „Það er svo margt að minnast á“ í umsjá Torfa Jóns- sonar. Torfi Jónsson tjáði okkur, að efni þáttarins að þessu sinni væri grein, sem birst hefði í Þjóðviljanum 1973 og væri eft- ir Sverri Kristjánsson, sagn- fræðing. Greinin bar yfirskrift- ina Karítas Skarphéðinsdóttir, gömul minning. „Þetta er mest um kosning- arnar 1946, þegar nýsköpunar- stjómin var að syngja sitt síð- asta vers og Sverrir fór í framboð á vegum Sósíalista- flokksins í Gullbringu- og Kjósasýslu, ásamt þeim heið- ursmönnum Ólafi Thors, Guð- mundi í Guðmundssyni og Þórarni Þórarinssyni. Ég ætla að reyna að koma þessu fyrir á þessum 30 mínútum, sem mér eru ætlaðar, en það verður sennilega hraðlestur," segir Torfi. Hver var Karítas Skarphéð- insdóttir, spyrjum við og Torfi svarar spurningunni: „Karítas var öllum óþekkt og þessi grein er skrifuð mörgum árum síðar ■ Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingar skrifaði skemmti- lega minningargrein í Þjóðvilj- ann 1973 en þeir atburðir gerðust, sem þar er sagt frá, eða þegar Karítas lést. Karítas var á einum fundinum og sá eini, sem lét til sín heyra á fundum frambjóðendanna, að því er Sverrir segir. Þeir héldu 11 ■ Torfi Jónsson sér um þátt- inn „Það er svo margt að minnast á“ fundi og það var aðeins á þessum eina fundi, sem hátt- virtir kjósendur létu eitthvað til sín heyra. Karítas gerði þetta mjög skemmtilega og Sverrir segir mjög skemmti- lega frá þessu." Rás 2 föstudag EEEHEE3 Átaklítil tónlist og spjall um hitt og kemur fólki í ■ Mitterand Frakklandsfor- seti er manna óvinsælastur um þessar mundir. föstudagsskap ■ Á dagskrá Rásar 2 í dag, föstudag, kl. 17.00 hefst þáttur Helga Más Barðasonar, í föstudagsskapi. Þessi þáttur hefur verið vikulega á dagskrá Rásar 2 síðan í mars, svo að hann er tiltölulega ungur. Helgi Már segir okkur frá tilhögun þáttarins með eftirfar- andi orðum: „Ég reyni að spila músík, sem ég held að geti verið við hæfi flestra, frekar afslapp- andi, eitthvað sem rennur inn um annað eyrað og út um hitt, úr öllum áttum, ótrúlegustu áttum, og frá ýmsum tímum. ■ Helgi Már Barðason kem- ur öllum í föstudagsskap Stundum tek ég eitthvert efni, sem ég spjalla um og reyni að tengja músíkina því. Stundum tek ég líka smáspjall við þá, sem ég ímynda mér að séu að hlusta.“ Helgi undirbýr yfirleitt ekki þáttinn með löngum fyrirvara, heldur segir hann efnið nánast fæðast um leið og það fer út á öldur ljósvakans. Oft rabbar hann um eitthvað, sem tengist helginni framundan. En meg- informið á þáttunum er sem sagt átakalítil tónlist og spjall um hitt og þetta inn á milli. íslensk hljómsveit í Skonrokki ■ Sýnt verður myndband með hljómsveitinni Oxsmá í Skonrokki í kvöld. Föstudagur 11. maí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Lefkflmi. 7.55 Daalegt mál. Endurt. þáttur Marö- ar Arnasonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fróttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Gyöa Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Vökunætur“ eftir Eyjólf Guð- mundsson Klemenz Jónsson les (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10Veðurfregnir.For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Það er svo margt að minn-: ast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15Tónleikar 11.35 Heimaslóð. Ábendingar um ferðaleiðir. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar; seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (22). 14.30 MiðdegistónleikarTékkneska filharmóníusveitin leikur „Hádeg- isnornina", forleik eftir Antomn Dvorák; Zdenék Chalabala stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Ei- riksdóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. 15.30 Tiikynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir 16.20 Síðdegistónleikar Finharm- óníusveitin í fsrael leikur „Hebr- idseyjar", forleik eftir Felix Mend- elssohn; Leonard Bernstein stj. / Anne-Sopie Mutter, Antonio Men- eses og Fílharmóníusveitin í Berl- fn leika Konsert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit í a-moll op. 102 eftir Johannes Brahms; Herbert von Karajan stj. 17.10 Síðdeglsvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Vlð stokkinn Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig- urðardóttir 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Þáttur af Þórði í Börmum og ættmennum hans eftir Jón Kr. Guðmundsson á Skáldsstöðum. Þorbjörn Sigurðs- son les. b. Skólakór Kársnes- og Þinghólsskóla syngur Stjórn- andi: Þórunn Björnsdóttir. c. „Við fjöllin blá“ Elín Guðjónsdóttir les Ijóð eftir Guðrúnu Auðunsdóttur. 21.10 Hljómskálamúsik Guðmund- ur Gilsson kynnir. 21.35 Framhaldsleikrit: „Hinn mannlegi þáttur“ eftir Graham Greene Endurteklnn 1. þáttur: „Hver er gagnnjósnarinn?" Leik- gerð: Bernd Lau. Þýðandi: Ingi- björg Þ. Stephensen. Leikstjóri: Árni Ibsen. Leikendur: Helgi Skúla- son, Jóhann Sigurðarson, Arnar Jónsson, Valdemar Helgason, Þorsteinn Gunnarsson, Ævar R. Kvaran, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Þorgrímur Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Herdís Þorvaldsdóttir, ValurGísla- son, Sólveig Pálsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson. Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Djassþáttur Umsjónarmaður Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.15 Kvöidgestir - Þáttur Jónasar Jónssonar 23.50 Fréttir. Dagskrárlok 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00 Föstudagur 11. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Óiafsson. 14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir og Arnþrúður Karlsdóttir. 16.00-17.00 Jazzþáttur Stjórnandi:, Vernharður Linnet. 17.00-18.00 í föstudagsskapi Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2 Stjórnandi: Ólafur Þórðarson. (Rásir 1 og 2 samtengdar með veðurfregnum kl. 01.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land.) Át Föstudagur 11. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjóm- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Pósthólfið Stjómendur: Valdís Gunnarsdóttir og Amþrúður Karlsdóttir. 16.00-17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.00-18.00 í föstudagsskapi Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2 Stjórnandi: Ólafur Þórðarson. (Rásir 1 og 2 samtengdar með veðurfregnum kl. 01.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt iand).

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.