NT - 29.06.1984, Page 7
■ . Lítil og „kósí“, er rétta lýsingin á þessum húsum Mosfells sem hægt er að fá leigð næturlangt
fyrir litlar 1580 krónur.
Á vinnuborði í kjallaranum
rákumst við á Óskar Jónsson í
óðaönn við að sníða svamp í
axlaböndljaldborgarbakpoka.
Þá lá og þarna frammi svefn-
poki með múmísniðinu og bú-
inn þeirri nýbreytni að hægt er
að loka koddastæðinu aftur
eins og hettu á úlpu. Uppi sátu
svo saumakonurnar á kafi í
tjaldsaumi og máttu ekki einu
sinni vera að því að líta upp
þegar NT mann bar að.
Innflutningurinn hefur
höggvið stór skörð
Á leiðinni niður í kjallara
göngum við í gegnum verslun
Mosfells, sem er eins og Einar
sjálfur orðar það skranbúð þar
sem hægt er að fá ótrúlegustu
hluti. Hvort sem það eru kaffi-
síur. postulínsvasar eða
blómapottar, öllu skipulega
uppraðað á sinn stað. Ög svo
öll framleiðsla saumastofunn-
ar.
„Innflutningurinn hefur
höggvið stór skörð í framleiðsl-
una og samkeppnin er mjög
hörð núna. Því fer fjarri að við
höfurn getað fullnýtt fram-
leiðslugetuna síðan hann var
gefinnfrjáls. Það er alveg sama
í hverju það er. Fyrir nokkrum
árum voru til dæmis þessir
gulu vinnuvettlingar nær ein-
ráðir á markaðinum og fram-
leiddir af nokkrum aðilum hér
á landi. Nú býðst svo margt
annað og meira að segja þessir
gulu eru fluttir inn. Það sama
er uppi í tjöldunum og yfirleitt
öllu,“ segir Einar og dregur
ekki upp of glæsta mynd af
stöðu íslensks iðnaðar.
Til varnar í þessu stríði við
erlenda vinnuvettlinga festu
þeir félagar kaup á sjálfvirkri
prjónavél fyrir vettlinga þar
sem ekki þarf annað en að
tengja hnotuna við kambana
og setja í gang. Síðan detta
vettlingarnir út úr vélinni og er
þá ekkert eftir nema að falda
stroffið. Og að sjálfsögðu er
garnið íslenskunnið nylon
blandað íslensku ullarbandi.
Vindhíf - segl á skíðin!
Rúsínan í pylsuendanum í
framleiðslu með Tjaldborgar-
merkinu, sem alls ekki verður
öll talin hér, er vindhíf. íslensk
uppfinning sem fram til þess
að Tjaldborg hóf þessa fram-
leiðslu á síðasta vetri var til í
heimasaumi hjá nokkrum ein-
En á veturna, hvað er gert
við húsið þegar ferðamanna-
vertíðinni lýkur?
„Það bara bíður yfir vetur-
inn eftir næsta sumri,“ segir
Einar og með það látum við
lokið kaflanum um ferðamálin
og víkjum að iðnaðinum.
■ Garnið inn á kambana og vettlingarnir hrannast upp. Keypt
til að verjast harðnandi samkeppni við innflutninginn.
staklingum. Fyrirbærið er
nokkurskonar fallhlffarpoki
sem skíðamaður heldur tyrir
framan sig og lætur vindinn
síðan draga sig áfram. Með
stjórnun á lengd bandanna sem
tengja skíðamanninn við seglið
má nýta hvort sem er með eða
hliðarvind og komast á tölu-
verða ferð. „En menn þurfa að
vera nokkuð færir skíðamenn
til þess að þetta komi þeim að
gagni“, segir Óskar Jónsson
sem á síðastliðnum vetri fór 14
kílómetra leið um reginfjöll á
„farartækinu."
■ Saumað á fullu, - og engin stund aflögu fyrir eitt NT bros.
i
i
Meitillinn hf.
Þorlákshöfn
Sími 99-3700
Fiskvinnsla
Útgerð
Veitingastaður
FOSSNESTI