NT - 29.06.1984, Qupperneq 13
Föstudagur 29. júní 1984 13
■ Hún leit undan þessi dama þegar
Ijósmyndari teygði linsuopið út um
bílgluggann og smellti af. En reið-
skjótanum þótti þessi leikur mann-
anna engu skipta og samþykkti alveg
að skeiða við hlið arftaka síns, bílsins.
mót í Pétursey í Mýrdal og því
meiningin að reka stóðið í haga
þangað.
Petta var hópur sem áði við rétt
undir fjöllunum, ekki langt frá Selja-
landi. Sumirsvoldið rykaðir í morgun
en annars allir hressir, voru þær
upplýsingar sem NT fékk. Aðrir
höfðu á orði að þetta hefði nú ekki átt
að leka í pressuna, og gert var gott úr
öllu saman.
„Það voru ekki nema 30 manns
með núna en undanfarin ár hefur
verið heldur fjölmennara. Sumir ætla
ríðandi austur í Hornafjörð á sunnu-
dag og komu því ekki með núna“,.
sagði einn reiðmannanna. „Samt ætl-
ar núi þessi hérna og kannski ein-
hverjir fleiri með í þá för þannig að
það er ekki langt hlé hjá þeim. Já
hestarnir hér, þeir eru líklega um 100
talsins“. „Nei 120“ gall í öðrum og sú
tala var samþykkt. Með í ferð var
auðvitað trússbíll, Víbon árgerð
1952, gamall og traustur og fullur af
kaffi sem gott var að komast í þegar
rigningin buldi.
■ „Ég fer þetta nú á hverju vori og
svo náttúrlega í sumarferð. Þetta er
nú ekki nema þrír dagar fyrir okkur,
en fimm fyrir Mýrdælingana," segirt
Jón Kjerúlf í Holti undir Eyjafjöllum.
Nálagast nú áttrætt og er vel ern
karlinn. Heimildir NT segja að undir
Eyjafjöllum sé hann af öllum kallaður
afi, þó að sá gamli sé ættaður austan
af Héraði og hafi að eigin sögn aðeins
átt heima hér fyrir sunnan í fáein ár.
TRAUST og
VÖNDUÐ HÚS
Otæmandi möguleikar
Einingahús okkar er hægt að fá á
öllum mögulegum byggingastigum,
allt frá því að vera fokheld til þess að
vera fullbúin.
Þau er hægt að fiytja hvert á land sem
er. Engin tvö einingahús eru eins.
Til þess eru málmöguleikarnir of
margir.
Verð og greiðslukjör
Beðið er eftir lánum Húsnæðisstofn-
unar, sem nú eru um 650.000 fyrir 2-4
manna fjölsk.
Húsið sem sýnt er hér að ofan gæti
kostað um kr. 2.900.000,- Já, með lóð
í R.vík, innréttingum og lögnum.
Greiðslukjör eru ávallt samnings-
atriði.
Sláið á þráðinn til okkar eða verið
velkomin á Selfoss, að skoða fullbúin
hús frá okkur.
Getum enn afgreitt hús fyrir áramót
gSAMTAK:
Uhuseiningar
SIMI: 99-2333
AUSTURVEGI 38
800 SELFOSSI
ALMENN MÁLMSMÍÐI
VÉLA- OG BIFREIÐA-
VIÐGERÐIR
SMURSTÖÐ OG
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR
PÍPU- OG RAFLAGNIR
GERUM TILBOÐ í ALLA
ALMENNA MÁLMSMÍÐI
RAFAFL /STÁLAFL
SÍMI 99-6088
Gnúpverjahreppi.
FRAMLEIDSLU■
SAMVINNUFÉLAG
IDNADARMANNA