NT - 03.07.1984, Side 3
la— —
__
Innbrotið í kirkju Óháða safnaðarins:
Þriðjudagur 3. júlí 1984 3
Stálu 130 bikurum en
guggnuðu á kaleiknum
■ Sigurður Hafliðason meðhjálpari í kirkju Óháða safnaðarins
með silfurbikar af sömu gerð og þeir sem stolið var. Á altarinu við
hlið hans má sjá kaleikinn, könnuna og aðra gripi sem forsjónin barg
úr höndum kirkjuþjófanna.
- sluppum með skrekkinn,
segir safnaðarpresturinn
■ „Hér er um tilfinnanlegt
tjón að ræða en það má þó segja
að við höfum sloppið með
skrekkinn. Á gólfinu lá silfur-
kaleikurinn og silfurkanna sem
hvoru tveggja eru mjög
verðmæt. Þeir hafa skilið þetta
tvennt eftir þarna og því er eins
og styggð hafi komið að þeim.
Nú eða þá að í kirkjuþjófum
felist sá vottur af samvisku að
þegar að kaleiknum kom hafi
þeir guggnað“, sagði Baldur
Kristjánsson prestur Óháða
safnaðarins í samtali við NT í
gær.
Eins og kunnugt er var
brotist inn í kirkjuna og safnað-
arheimilið við Háteigsveg nú
um helgina. Þjófarnir höfðu á
brott með sér 130 litla silfurbik-
ara sem notaðir eru við altaris-
göngur. Þá brutu þeir upp læst-
an skjalaskáp sem hafði að
geyma kirkjubækur og önnur
skjöl en ekkert af því virðist
hafa freistað þjófanna.
Söinu nótt var brotist inn í
nærliggjandi íbúð og stolið það-
an skartgripum, sem að sögn
lögreglu hafa verið töluvert
verðmætir. Bæði innbrotin eru
óupplýst.
Austur-Skaftfellingar í vígahug
■ Innflutningur stórra
torfærubifreiða erlendra ferða-
manna verði bannaður, hópar
erlendra ferðamanna hafi ís-
lenska fararstjóra, tollgæsla í
fjórðungnum verði efld og ráðn-
ir að henni sérmenntaðir menn,
komið verði á hreyfanlegri land-
vörslu er meðal atriða sem
sýslufundur Austur-Skaftafells-
sýslu beinir til stjórnvalda. Með
hreyfanlegri landvörslu er átt
við það að bifreiðar mannaðar
lögreglumanni og náttúrufræð-
ingi fari um viðkvæm svæði og
staði, þar sem vænta má ráns-
manna í varplöndum, og
náttúrugripi er að finna. Annars
fagnar fundurinn þeirri þróun
sem orðið hefur í bættri um-
gengni ferðamanna almennt.
■ Skjalaskápur kirkjunnar sem brotinn var upp með slaghamri
sem geymdur var í kirkjunni. NT-myndír Ámí Bjama
Gerðu samanburð á veggjum annara
einingahúsa, fáir standast hann,
MJÖG FÁIR
1. Gifsplata
2. Plastfólía
3. Klæðning 34 mm
Þetta hús fyrir aðeins 1700 þús.
komið á byggingarstað.
Innifalið í verði EOK 132 er:
Undirstykki og efri veggtenging, útveggir án lausrar
einangrunar (70 mm) gluggar og útidyr, milliveggir,
sperrur c/c 1200,1 “ klæðning á yfirþak, þakpappi, lektur,
þakflísar, gisin klæðning c/c 300 ásamt 9 mm loftplötum
fyrir undirþak, panell fyrir klæðningu á þakskeggi, vind-
skeiðar, plötuáfellur ásamt vatnsbrettum, loftlúga með
stiga, gólf- og loftlistar, gluggakistur með festingum,
naglar fyrir samsetningu og hvítur múrsteinn ásamt
hleðsluefni.
>4NEBXHUS
;adurínn
Hafnarstræti 20
sími 26933
J.L. byggingavörur bjóða kaupendum
ANEBY HUSA sérstök greiðslukjör á sínum
vörum.
KALMAR-innréttingar bjóða allar innrétting-
ar í húsið á sérstökum vildarkjörum
Yfir 50 gerðir húsa og þú getur ráðið miklu
við gerð þíns húss.
ANEBY HÚS eru viðurkennd af ísl. bygg-
ingayfirvöldum.
Afgreiðslufrestur er 3-10 vikur.
4. Trégrind
5. Steinull 95 mm
6. Asfaltpappi
7. Loffrúm
8. Tjörupappi
9. Múrsteinn