NT - 03.07.1984, Page 4
Þriðjudagur 3. júlí 1984 4
Hræðumst ekki aðför mennta-
málaráðherra að samtökunum
64
félagsgjalda af háskólanemum
staðfestan fyrir dómstólum
(málið höfðaði Kjartan Gunn-
arsson, nú framkvæmdastjóri).
Stjórn SÍNE hræðist ekki að-
för menntamálaráðherra að
fjárhagslegum grundvelli sam-
takanna í kjölfar mótmæla
námsmanna vegna kjaraskerð-
inga ráðherrans. Stjórnin treyst-
ir því að námsmenn erlendis
bregðist þannig við að þeir fylki
sér um samtök sín. Hinsvegar
gera menn sér fulla grein fyrir
því að reglugerðarbreytingin
dregur úr starfsþrótti samtak-
anna þegar til lengri tíma er
litið.
SÍNE vinnur mikið starf við
hagsmunamál námsmanna er-
lendis. Undanfarin tvö ár hefur
blaðið Sæmundur verið gefið út
í dagblaðsbroti, yfirleitt 16
síður, fimm sinnum hvorn
vetur. Sambandið á fulltrúa í
stjórn Lánasjóðs og fer mikið af
tíma hans og starfsmanns SÍNE
til að sinna málefnum einstak-
linga í sjóðnum. Sambandið,
hefur staðið fyrir námsráðgjöf
til þeirra sem hyggja á nám
erlendis, og er sá þáttur í starfi
SÍNE tilkominn vegna slóða-
skapar og áhugaleysis mennta-
málaráðuneytisins sem að réttu
ætti að sjá um þau mál eða veita
öflugan stuðning þeim sem það
gera.
Stjórn SINE er kosin í bréf-
legri allsherjaratkvæðagreiðslu
á svokölluðum vorfundum, þar
sem einnig eru greidd atkvæði
um lagabreytingar, ályktanir og
tillögur af ýmsu tagi.
Stjórn SÍNE ítrekar mótmæli
sín við aðför menntamálaráð-
lierra að samtökunum og skorar
á ráðherra að skoða betur hug
sinn og ráðgjafa sinna í þessu
máli.
í lok júní 1984.
i-—
■ Stjórn Sambands íslenskra
námsmanna erlendis mótmælir
þeirri breytingu menntamála-
ráðherra á reglugerð um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna sem
aihemur rétt SINE til að innheimta
félagsgjöld af öllum lánþegum
erlendis. Sambandið mun berj-
ast fyrir þvi að aðildarmál komist
aftur í það horf sem þau hafa
verið í frá tímum Vilhjálms
Hjálmarssonar í menntamála-
ráöuneytinu.
Samtök starfsstétta á íslandi
eru með þeim hætti að allir sem
hafa aðalatvinnu á starfssviði
félags eru í félaginu. Þetta var
mikið baráttumál á upphafsár-
um verkalýðshreyfingarinnar.
Samfélag okkar er nú þannig að
nám er meginstarfi stórs hluta
þjóðarinnar í mörg ár og verður
ekki séð að samtök námsmanna
eigi að vera nein undantekning
frá meginreglum um aðild að
hagsmunasamtökum. Allar til-
vísanir til umhyggju fyrir félaga-
frelsi eru hjóm eitt, - nema
ríkisstjórnin láti kné fylgja kviði
og afnemi skyldubundna aðild
manna að samtökum innan
ASÍ, BSRB og svo framvegis,
og afnemi í leiðinni skyldu-
bundna aðild að sjúkrasamlagi,
skylduframlög til trygginga og
skylduskatt til trúfélaga svo
dæmi séu nefnd. Stjórn SÍNE
minnir á að öflugustu náms-
mannasamtök í landinu, Stúd-
entaráð Háskóla íslands, hafa
fengið rétt sinn til innheimtu
Hér er bannað að veiða
Bann við humarveiðum
í Háfadjúpi
■ Undanfarnar tvær vikur hefur humarslóð í
Háfadjúpi verið lokuð vegna mjög hás hlutfalls
smáhumars í afla. Nýlegar mælingar sýna að
ástandið á svæðinu hefur ekkert' skánað og
hlutfall smáhumars (undir 7 cm halalengd) mæld-
ist að jafnaði um 60%.
Með hliðsjón af ofangreindu hefur ráðuneytið
með reglugerð bannað humarveiðar til loka
humarvertíðar á svæði sem afmarkast af línum
milli eftirgreindra punkta:
1.63°23’30”N 19°58’53”V
2.63°21’49”N 19°48’05”V
3.63°14’32”N 19°55’16”V
4.63°16’23”N 20°06’03”V
Sjávarútvegsráðuneytið
Bann við togveiðum við
Hrollaugseyjar
■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglu-
gerð um bann við togveiðum við Hrollaugseyjar.
Samkvæmt reglugerð þessari eru togveiðar bann-
aðar á tímabilinu 1. júlí til 1. september 1984 á
svæði milli lína, sem dregnar eru réttvísandi 150°
frá eftirgreindum punktum:
a) 64°10’8 N 15°42’6 V
b) 64°05’0 N 16°05’0 V
Að utan markast svæðið af línu sem dregin er
9 sjómílur frá grunnlínu sbr. reglugerð nr.
299/1975.
Bann þetta er sett í því skyni að vernda síld sem
hrygnir á þessum slóðum.
Sjávarútvegsráðuneytið
Hótel Saga:
Vestur-
bæjar-
kvöld
■ Ákveðið hefur verið
að halda svokölluð „Vest-
urbæjarkvöld" í Átthaga-
salnum að Hótel Sögu í
sumar. Það eru forráða-
menn Gildis h.f. sem
standa fyrir nýbreytni
þessari en Gildir h.f. ann-
ast rekstur veitinga á Hó-
tel Sögu. „Vesturbæjar-
kvöldin“ verða haldin á
fimmtudagskvöldum frá
kl. 10-01 og verður hið
fyrsta næsta fimmtudags-
kvöld.
Boðið verður upp á
lifandi tónlist sem leikin
verður af þeim Magnúsi
Kjartanssyni, Vilhjálmi
Guðjónssyni og Finnboga
Kjartanssyni. Á borðum
verða ostar af ýmsum
gerðum auk annarra al-
mennra veitinga.
Hádegisverðarfundur
Fyrirlesari:
Efni:
Fundarstaður:
Lord Bauer
„Market order and
state planning in eco-
nomic development."
Veitingahúsið Þingholt,
miðvikudaginn 4. júlí,
kl. 12.15 — 13.45.
Þátttaka tilkynnist í síma 25544.
Félag viöskiptafræöinga og hagfræöinga.
Breiðdalsvík:
Slitlag,
sími og
- færeyskur fótbolti
Frá frcttaritara NT á Breiðdalsvík, Jóhönnu Cuðmunds-
dóttur
■ Á miðvikudaginn var lagt bundið
slitlag á 3 heilar götur hér á Breiödalsvík
og að hluta til á eina í viðbót. Lagningar-
flokkur frá Akureyri sá um þetta verk, en
flokkur þessi ferðast um Austurland um
þessar mundir og leggur slitlag á ýmsum
stöðum.
Eldri bryggjan hér stórskemmdist í
óveðri í vetur og er nú hafin viðgerð á
henni.
Sláttur er nú um það bil að hefjast hér
í sveitinni og munu nokkrir bændur þegar
byrjaðir.
Nú er verið að leggja sjálfvirkan síma
á alla bæi hér í sveitinni og má segja að
tími hafi verið til kominn því það var orðið
tímaspursmál hvenær gamla loftlínan færi
niður.
Knattspyrnufélagið Styrmur frá Hval-
vík í Færeyjum er í keppnisferðalagi á
Austurlandi og lék fyrsta leik sinn hér á
Staðarborgarvelli á fimmtudaginn við
heimalið okkar, Hrafnkel Freysgoða.
Svo fóru leikar að Styrmur vann með
fimm mörkum gegn tveimur mörkum
heimamanna.
íslensk
sendinefnd
til Rúmeníu
■ Dagana 20.-27. þ.m. var
sendinefnd frá Alþingi í
Rúmeníu í boði Rúmeníuþings.
I nefndinni voru forseti samein-
aðs Alþingis Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, formaður nefnd-
arinnar, forseti efri deildar
Salóme Þorkelsdóttir, forseti
neðri deildar Ingvar Gíslason,
formaður Alþýðubandalagsins
Svavar Gestsson og varafor-
maður Alþýöuflokksins
Magnús H. Magnússon.
Sendinefndin átti ýtarlegar
viðræður við forseta landsins,
Nocolae Ceausescu, forseta
þingsins Nicolae Giosan og
utanríkisráðherra Stefan
Andrei. Það var rætt um mál, er
bæði varða samskipti landanna
og ýmis alþjóðamál svo sem
vandamál þróunarlandanna,
hernaðarátökin í Austur-
löndum nær, en þó einkum og
sér í lagi friðar- og afvopnun-
armál með sérstöku tilliti til
eldflauga Atlantshafsbanda-
lagsins og Varsjárbandalagsins
í Evrópu.
Sendinefndin átti auk þess
viðræður við ýmsa fleiri fyrir-
menn, svo sem ráðherra utan-
ríkisviðskipta.