NT - 03.07.1984, Page 6

NT - 03.07.1984, Page 6
Jónsmessunótt fyrir vestan. Brennivín í guðsgrænni náttúrunni. - Það er ekkert eins hressandi. Þriðjudagur 3. júlí 1984 6 Fréttir ■ Þorstcinn Egilsson formaður FÍSNar, námsmannafélagsins, afhendir Maríu Þorleifsdóttur fararsjóðinn. Aðrir á myndinni eru Finnur Gunnlaugsson, Elva Ágústsdóttir og Helga Einarsdóttir. ■ Að ræða málin er nauðsynlegt krydd í tilverunni. Hér er Guðrún Stefánsdóttir á tali við tvo norska pilta. ■ Hún hefur víst löngum blundað í íslendingnum útþráin og margir munu þeir orðnir sem leitað hafa út fyrir landsteinana til að afla sér þekkingar og menntunar, kynnast er- lendum þjóðum og siðum og safna í sarpinn dýr- mætri reynslu til ókom- inna ára. Og þótt enginn námsmaðurinn í útlöndum verði feitur af lánunum hennar Ragnhildar og margur hver sé uggandi um sinn hag, þá eru þeir einnig til sem Ijúka sínu námi og búast til heimferð- ar, oft eftir margra ára dvöl erlcndis. íslenskir námsmenn í Oslo halda í heiðri ára- langa hefð sem skapast hefur þar í borg og kveðja ,á viðeigandi hátt þá sem halda heim. Eru samkom- ur þessar í nokkuð föstu formi, en jafnan er safnast saman við Sognsvatn í ■ Það væsti ekki um landann í Osló á dögunum þegar íslenskir námsmenn héldu kveðjuhóf fyrir þá sem lokið hafa námi og eru á leiðinni heim í krcppusönginn. útjaðri Oslóborgar á fögr- um vordegi, með grillmeti og annað viðbit og síðan eyða menn saman einni dagstund við mat og drykk, ræðuhöld og annað spaug. Þeir sem á heimleið eru fá gjafir frá stúdenta- félaginu, FÍSN, og á síð- ustu árum hafa þær aðal- lega verið í líki eðalvína en á árum áður en náms- lánin urðu verðtryggð og kyngimögnuð í verðbólg- unni, brá víst fyrir ein- hverju sterkara. Þetta eru hinar skemmtilegustu samkundur enda hópurinn oftast samrýmdur eftir náin kynni, þó viss eftirsjá sé í þeim sem heim halda. Þessar myndir, sem eru frá kveðjufundi náms- manna í Osló í vor, þurfa vart frekari skýringa við. Veðrið var gott, sól skein í heiði og hægt var að fá sér sundsprett í vatninu, þótt ekki væri kominn júnímánuður.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.