NT - 03.07.1984, Qupperneq 12
Þriðjudagur 3. júlí 1984 1 2
■ Fjárbændur framleiða ull
og gærur. Þær vörur hafa tæp-
ast verið ofborgaðar undanfar-
in ár. Árið 1982 fengu flestir
bændur rúmar seytján krónur
fyrir hvert kg. af kjöti. Fram-
leiðsluráð ákvað þá að sleppa
því að leggja þann kostnað á
gærur. Því ef það hefði verið
gert fengu bændur ekkert fyrir
gærurnar. Það kunnu þeir vit-
anlega ekki við og létu því
kjötið bera kostnaðinn. Árið
1983, er gert ráð fyrir að bænd-
ur fái kr. 38.73 fyrir hvert kg.
af fyrsta flokks gærum af
dilkum. Meðaltal sennilega
nálægt kr. 35.00. Þá var kostn-
aður á kg. af kjöti ca. 30 pr.
kg. Ef hliðstæður kostnaður
hefði verið tekinn af gærum
sem tæplega er sanngjarnt
hefði hlutur bónda orðið 5-8
kr. pr. kg. Eigi er auðvelt að
fullyrða hvað hægt er að selja
góðar íslenskar dilkagærur.
Innlendar verksmiðjur hafa
keypt megnið af þeim. Úrkast-
ið hefur verið flutt út. Þó
eitthvað hafi flotið með af
sæmilegum gærurn. Það gefur
auga leið að minni áhersla og
lakari aðstaða er til að reka
áróður fyrir sérgæðum ís-
lenskra gæra, þegar búið er að
taka það besta úr þeim.
Ullarverksmiðjurnar Gefj-
un og Álafoss hafa keypt mciri
hluta þeirrar ullar sem fram-
leidd er hér á landi. Látið
hefur verið af því að íslenska
ullin hefði verðmæt sér-
einkenni og efast ég ekki um
að svo sé. Ullarverð til bænda
var 1982 kr. 38 fyrir I. flokk,
en 1983 kr. 58, samkvæmt
ákvörðun sexmannanefndar
og fleiri. Meðalverð sennilega
2-3 krónum lægra vegna þess
að annar og þriðji flokkur voru
verðlitlir. Arið 1983 eru keypt
til landsins samkvæmt hag-
skýrslum 1458,5 tonn af ull frá
Nýja-Sjálandi fyrir 126,8 millj-
ónir eða á kr. 87 kr. pr. kg.,
þess ber að gæta að 675 tonn af
þessari ull voru keypt fyrir
maílok eða áður en gengið var
lækkað í maí. Miðað við nú-
verandi gengi hefði verðið ver-
ið um eða yfir kr. 100 pr. kg. í
janúar og febrúar 1984 eru
seld til Bretlands 77 tonn af ull
fyrir kr. 70 pr. kg. og 28,8 tonn
til Þýskalands fyrir kr. 87 pr.
kg. Þessi ull hlýtur að vera frá
árinu 1983. Þetta er fob verð
og ullin seld fyrir gengislækk-
anir 1983, þannig að miðað við
gengið nú, hefur ullin verið um
eða yfir kr. 100 pr. kg. komið
til þessara landa. Ríkið hefur
greitt verulegan hluta af ullinni
til bænda í nokkur ár. Um og
eftir síðastliðin áramót námu
þær greiðslur kr. 40 pr. kg. og
er það ullin frá 1983 sem
þannig er greidd niður. Hlið-
stættframlag munhafakomið
■ Þeir sem andvígir eru breyttu skipulagi benda gjarnan á að Sláturfélag Suðurlands greiði engu meira fyrir kjöt og gærur en önnur félög.
Hugleiðing um leiðir til að landsbyggðin eyðist eigi meira en orðið er:
VIÐSKIPTAMAL
eftir Björn Pálsson Löngumýri 2.
frá ríkinu fyrir árið 1982 eða
kr. 28 pr. kg.
Hagstætt verð
Ég veit eigi nákvæmlega
hvað þeir aðilar fá sem safna
ullinni saman fyrir verksmiðj-
urnar en tæplega eru það stórar
fjárhæðir. Annars gætu verk-
smiðjurnar sparað sér þann
kostnað að mestu með því að
senda vörubíla heim til bænd-
anna til að taka ullina og
greiða um leið ákveðinn hluta
andvirðisins. Hvað sem því
líður þá er það ljóst að verk-
smiðjurnar fá íslensku ullina
fyrir skaplegt verð, eða fyrir
aðeins lítinn hluta þess verðs
sem þeir greiða fyrir ull frá
Nýja-Sjálandi. Bændur munu
„Það gefur auga leið að
minni áhersla og lakari að-
staða er til að reka áróður
fyrir sérgæðum íslenskra
vara, þegar búið er að taka
það besta úr þeim.“
hinsvegar eigi hafa fengið
hærra verð fyrir ullina en hægt
var að selja hana fyrir erlendis
ef vel hefði verið að sölunni
staðið og sennilega eigi
jafnhátt. Hagnist verksmiðj-
urnar á því að flytja inn ull frá
Nýja-Sjálandi fyrir kr. 100
hvert kg. hljóta þær að græða
verulega á því að fá íslenska
ull fyrir ca. Zs af því verði. Ég
hef eigi haft aðstöðu til að
kynnast viðskiptamálum verk-
smiðjanna, en einhverjar for-
sendur hljóta að vera fyrir því
að þær kaupa svona mikla ull
frá Nýja-Sjálandi. Vel má vera
að þörf hafi verið á þessum
ríkisframlögum til ullarkaupa.
Stjórn peningamála og alls
konar aukaskattar hafa valdið
því að erfitt hefur verið að láta
fyrirtæki sem flytja út iðnaðar-
vörur bera sig. Ég er eigi með
þessum línum að gera lítið úr
þeirri miklu vinnu sem innt
hefur verið af hendi við að
byggja upp ullar- og skinnaiðn-
að hér á landi, hinsvegar vil ég
benda á að það sem varið er til
ullarkaupa fyrir ullarverk-
smiðjur á eigi að telja eða færa
sem bein eða óbein framlög til
bænda eða til útflutningsupp-
bóta. Þetta eru framlög til
útflutningsiðnaðarins og þann-
ig eiga þessi framlög að færast.
Að sjálfsögðu ber ríkisvaldinu
að fylgjast með hvernig með
slík fjárframlög er farið. Hitt
þurfa allir að gera sér Ijóst að
verði þannig á málum haldið
að bændur verði að flytja út
verulegan hluta af ull og
gærum, þá njóta erlendir aðilar
þeirra sérstæðu kosta sem þess-
ar vörur eru taldar hafa. Bænd-
ur mega heldur ekki gleyma
því að það skiptir máli hvernig
með ullina er farið. Allir þurfa
að gera kröfur til sjálfs sín.
Nær ógerlegt er fyrir ýmsa
bændur að ná öllu fé sínu til að
rýja það að vorinu, en til bóta
er þá að rýja ærnar tímanlega
að haustinu. Unga féð er ef til
vill rétt að rýja að vetrinum en
tæplega það eldra. Margir
fengu slæma reynslu af því að
rýja að vetrinum vorið 1979 og
hinsvegar vil ég benda
á að það sem varið er til
ullarkaupa fyrir ullarverk-
smiðjur á eigi að telja eða
færa sem bein eða óbein
framlóg til bænda eða til
útflutningsbóta.11
grein
1983. Sennilegaerfjárhagslega
óhagkvæmt fyrir þá sem geta
og vilja beita fé að vetrinum að
vetrarrýja. Féð þarf meira
fóður. Máli skiptir að loftræst-
ing sé góð í fjárhúsum til þess
að hús haldist þurr og senni-
lega er gert of lítið af því að
láta fé ligga við opið. Sé það
gert verður féð hraustara og
ullin hreinni.
Afurðasölufélög bænda
Bændur í Ástralíu hafa mik-
ið af Merinofé og nær eingöngu
vegna ullarinnar. Þeir fá mikla
ull af hverri kind og hentar
ullin vel í vandaðan klæðnað.
íslensk stúlka var þar á ferða-
lagi s.l. vetur til að kynna sér
landbúnaðarmál. Haftvareftir
henni í Morgunblaðinu að
bændur þar fengju kr. 100 pr.
kg. fyrir ullina. Sú ull hlýtur að
kosta kr. 120 pr. kg. komin til
Evrópu. í Nýja-Sjálandi eru
önnur fjárkyn enda er þar lögð
meiri áhersla á kjötfram-
leiðslu. Ekki get ég sagt um
hvort okkar ull er jafnverðmæt
og Merinoullin, það fer senni-
lega nokkuð eftir því hvernig
að hlutunum er staðið.
í flestum eða öllum löndum
nema íslandi eru afurðasölu-
félög bænda sjálfstæð fyrirtæki
með sérstaka framkvæmda-
■ Björn Pálsson á Löngu
mýri.
stjóra. Ég er og hef verið
þeirrar skoðunar að þannig
ætti það að vera hér á landi
nema hjá þeim félögum sem
hafa of lítið afurðamagn til
þess að það sé nægilegt verk-
efni fyrir einn til tvo menn að
„Stjóm peningamála og
alls konar aukaskattar hafa
valdið því að erfitt hefur ver-
iðaðláta fyrirtæki sem flytja
út iðnaðarvórur bera sig.“
Kanínurækt vaxandi búgrein
Eftir Magnús Magnússon Birkihlíð, Reykholtssveit
Angórakanínurækt er
sú búgrein sem hvaö nýj-
ust er hér á landi en þó er
fólk fljótt að sýna þessu
athygli. Frá því að fyrsta
kanínuræktarfélagið var
stofnað hafa 217 manns
gengið í það og þó nokkuð
fleiri keypt sér dýr, en eru
þó ekki í félaginu. Nú eru
angórakanínur, eða loð-
kanínur, orðnar á milli
1.000 og 2.000 í landinu og
fjölgar þeim ört, enda við-
koma hjá þessu dýrum ör.
Eitt hefur þó vakið at-
hygli meðal kanínubænda
en það er að ekki virðist
nokkur ráðunautur vera
yfir þessari búgrein eins og
í öðrum aukabúgreinum.
Eins má það furðu sæta
hvað ráðamenn í íslensk-
um landbúnaði eru sein-
ir að taka við sér varðandi
þessa búgrein. Nú virðist
sem mörgum bændum sé
ýtt út í aðrar búgreinar svo
sem refarækt og fleira, þó
að fullyrða megi að það
séu ólíkt vandasamari og
áhættumeiri búgreinar.
Hér á landi eru nú
staddir Þjóðverjar sem eru
á ferðalagi um landið og
kynna sér íslenska kanínu-
rækt, en eru þó aðallega
að miðla íslendingum af
kunnáttu sinni. Þessir
pjóðverjar eru viður-
kenndir bændur í heima-
landi sínu fyrir að hafa
náð góðum árangri við
angórukanínurækt. Munu
þetta vera sömu menn og
seldu íslendingum fyrstu
kanínurnar fyrir nokkrum
árum. Á hringferð þessara
manna um landið eru auk
þess með í ferð þeir
Hlöðver Diðriksson í
Hildisey og Jón Eiríksson
í Vorsabæ, en þeir eru
helstu frumkvöðlar ís-
lenskrar kanínuræktar og
jafnframt innflytjendur.
Frá þeim tveimur eru flest-
ar kanínur í landinu
komnar. Fyrirhugað er,
jafnhliða námskeiðum
þessum sem haldin veröa
um land allt, að stofna
kanínuræktarfélög í að
minnsta kosti hverjum
landshluta. Eru allir þeir
sem þegar eru orðnir kan-
ínubændur, eða hafa
áhuga á þessum málum
hvattir til að ganga í þessi
félög jafnóðum og þau
verða stofnuð. Mun það
verða auglýst með góðum
fyrirvara.
Eitt slíkt félag verður til
dæmis stofnað á Hvann-
eyri í Borgarfirði 11. júlí
næstkomandi. Munu
þýsku bændurnir verða
þar þann sama dag. Nú
þegar hafa á milli 15 og 20
manns gengið í Kanínu-
félag Suðurlands í Borgar-
firði einum, en K.R.Á.S.
hefur verið eina félagið
sinnar tegundar á landinu
hingað til. Miðað við
höfðatölu bænda í Borgar-
firði má sjá að kanínu-
bændur eru þegar stórt
hlutfall af þeim fjölda.
Hætta á offramleiðslu
kanínuullar er ekki fyrir-
sjáanleg hérlendis næstu
áratugina og það eitt ætti
að gefa þessari búgrein
stóran plús.