NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 03.07.1984, Qupperneq 16

NT - 03.07.1984, Qupperneq 16
Þriðjudagur 3. júlí 1984 16 ■ Hassplöntur og þrír pokar með amfetamíni. Pokinn lengst t.v. innihélt kókaín. Efnin voru gerð upptæk í nóv. s.l. ■ Amfetamín og hassolía sem lagt var hald á í Eyrarfossmálinu í maí s.l. M Á vana* og fíkniefnamál hafa talsvert verið til umræðu í NT að undanförnu, enda virðist sem íslendingar standi nú frammi fyrir þeim ógnvænlega vágesti sem lagt hefur undir sig hinn vestræna heim á fáum árum. Vágestur þessi er erfiður viðureignar því hann felur sig, læðist aftan að þeim er síst mega við því og bíður við hvert fótmál veiklyndrar æsku og olnbogabarna þjóðfélagsins. íslendingar hafa fram til þessa álitið sína afskekktu eyju á hjara veraldar nokkuð hólpna gegn þessum óboðna gesti þó framsýnir menn hafi reyndar varað við þeim hætt- urn sem steðjað gætu að ís- lenskri æsku. Og víst er um það að þeir spádómar hafi ræst. Viðtöl við fíkniefnaneyt- endur níunda áratugarins varpa bláköldu ljósi á líf og hugsunarhátt Reykjavíkur- unglinganna sem í sí-vaxandi mæli ánetjast eiturefnum af ýmsu tagi. Lítið er spurt um eftirverkanir og þær hrikalegu afleiðingar sem slíkt hefur í för með sér eins og dæmin sanna, enda ekki mikil dómgreind sem virðist liggja að baki háskalegu fikti barna og-ung- linga við kjólfald dauðans. Við eigum von á mikium dauðsfillum á næstu árum, því þetta sprautu- tímabil hófst ekki fyrr en í janúar. Það var eins og skyndilega hefðu all- ar flóðgáttir opnast og fólk fór að vaða í æðarn- ar á sér. Dauðinn ekki það versta: „Dauðinn er ekki það versta“, sagði einn viðmæl- enda NT og má það til sanns vegar færa. Á sjúkrahúsum borgarinnar finnast tilfelli þar sem lífið framundan virðist ekki bera annað í skauti sér en kvalræði og angist og „með hverjum einum þjást ótal aðrir“, sagði einn viðmælenda NT. Þeirra þjáningum lýkur ekki þó endi. sé bundinn á þjáningar hinna eiginlegu fórn- arlamba eitursins. Dauðsföll af völdum eitur- efna og ofnotkunar lyfja eru yfirleitt skráð sem sjálfsvíg, enda örðugt um vik að færa sönnur á hvernig sltk dauðsföll gætu annars borið að höndum. Ef gluggað er í skýrslur land- læknisembættisins kemur í Ijós, að sjálfsvíg voru tuttugu og átta á síðasta ári eða 11,8 á hverja hundrað þúsund íbúa og hafa ekki verið meiri í áratug. Hafa ber í huga að íslendingar eru fámenn þjóð, svo sveiflurnar milli ára virðast ekki vera miklar - en það munar um hvert mannslífið. Þá er það ekki minna áhyggjuefni að vart varð 25% aukningar á innlögnum á Borg- arspítalann á síðasta ári vegna sjálfsvígstilrauna og hjá drengjum nítján ára og yngri hefur tíðni sjálfsvíga aukist á síðustu árum samkvæmt upp- lýsingum landlæknisembættis- ins. Að sögn Ólafs Ólafssonar, landslæknis, þá er aukning sjálfsvíga ekki talin ýkja marktæk þar eð um fá tilfelli er að ræða. Ólafur sagði hinsveg- ar að geðveiklun eða ofneysla áfengis eða lyfja' haldist oft í hendur við sjálfsmorðstíðni. Ólafur bcnti einnig á, að sums- staðar virðist sem tíðni sjálfs- víga haldist í hendur við at- vinnuleysi eða efnahags- kreppu. Á tímabilinu '66-11 var sjálfsmorðstíðni með mesta móti síðan athuganir hófust en um þær mundir voru vissir erfiðleikar í þjóðarbú- skapnum og atvinnuleysi. Blaðamaður hefur jafnframt sterkan grun um að einmitt á því sama tímabili hafi fíkni- efnanotkun ungs fólks verið með mesta móti fram til þess tíma. / vetur opnuðust allar flóðgáttir. Nú gæti einhver hugsað sem svo, að hér væri einungis unr að ræða fíkniefni sem viðgeng- ist hafa í áraraðir eins og kannabisefni, róandi lyf og rokgjörn efni á borð við lím, þynni og bensín. Svo er þó ekki. Vissulega eru fyrrgreind efni enn í fullri notkun, og er Á einu ári verður þetta fólk gjörsamiega ómeð- höndlanlegt. Við hófum orðið að gefast upp við að meðhóndla bráð- myndarlega krakka, því þau eru orðin alveg glötuð, bæði andlega og líkamlega. Það er ekk- ert hægt fyrir þau gera. Ávana- og fíkniefni: það áhyggjuefni út af fyrir sig þó annað bættist ekki ofan á. Nú mun svo komið að mun hættulegri efni hafa bæst á listann og ganga nú í Reykja- vík í sama mæli og fyrrgreindu efnin. Er þá einkum átt við amfetamín, kókaín aðviðbætt- um geðlyfjum ýmiskonar og jafnvel heróíni. „Við eigum von á miklum dauðsföllum á næstu árum, því þetta spraututímabil bófst ekki fyrr en í janúar á þessu ári", sagði Helgi Kristbjarnar- son, læknir á geðdeild Land- spítalans, í samtali vió NT. „Það var eins og skyndilega hefðu allar flóðgáttir opnast og fólk fór að vaða í æðarnar á sér. Við sáum sáralítið af þessu fyrir áramót nema þá hjá einhverju fólki sem kom er- lendis frá. En að þetta væri iðkað hérlendis vissum við ekki fyrr en á þessu ári“, sagði Helgi ennfremur. „Sjálfur hef ég enn ekki séð að það hafi orðið dauðsföll af völdum fíkniefnanna beint, en þess er ekki langt að bíða. Hinsvegar hefur fólk fyrirfarið sér og mjög alvarlegar tilraunir til sjálfvígs hafa verið gerðar af sjúklingum sem eru mjög háðir þessunt efnum. En hérna er fólk sem maður hefur á tilfinn- ingunni að geti ekki átt mjög Iangt eftir. Ég er hér með kornungar stelpur, afburða- nemendur og íþróttafólk sem hefur farið í þessar sprautur, í algjöru fikti, virðist vera. Á einu ári verður þetta fólk alveg gjörsamlega ómeðhöndlan- legt. Við höfum orðið að gefast upp við að meðhöndla hérna bráðmyndarlega unglinga, vegna þess að þau eru orðin alveg glötuð, bæði andlega og líkamlega. Það er ekkert hægt fyrir þau að gera." Aðspurður sagði Helgi að fólk sprautaði sig aðallega með amfetamíni og hvítu dufti sem það sjálft vissi ekki hvað væri. Helgi sagðist jafnframt álíta mjög líklegt að heróínið gengi hér- lendis. „Yfirleitt er morfínefn- um blandað saman við amfeta- mínið og þannig sett á ntarkað- inn", sagði hann að lokum. Yfirvöld áhugalaus Óneitanlega vakna ýmsar spurningar um afstöðu og að- gerðir af hálfu yfirvalda, við Dauðsföll af völdum lyfja frá 1977 til 1982 (Ársskýrslur rannsóknastofnunar í lyfjafræði)

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.