NT - 03.07.1984, Side 26
t i 4'% 4 % 'I
Þriðjudaguf 3. júlí 1984'
■ Hér er mikið stokkið í leik Árvakurs og Víkverja og hefur enginn betur. Víkverji hafði hinsvegar betur í leiknum.M-mvnd ah
Mikið um mörk
í 4. deildinni
■ Það var mörgum knöttum
sparkað í 4. deiltl um helgina
að venju og urðu úrslit á alla
vegu. Sumir unnu stórt aðrir
lítið og enn aðrir töpuðu.
Lítum þá á úrslit leikja helgar-
innar:
A-riðill
Drengur-Haukar 1-1
Hafnir-Ármann 0-5
Víkverji-Árvakur 1-0
Afturelding-Augnablik 2-0
Haukarnir töpuðu dýr-
mætum stigum í baráttunni við
Ármenninga í riðlinum.
Leikurinn hófst seint vegna
þess að hluta af dómaratríói
vantaði. Páll Poulsen náði for-
ystu fyrir Hauka en Óskar Þór
Ólafsson sá um að jafna fyrir
Drengina. Einum leikmanni
Hauka var vikið af leikvelli.
Ármenningar unnu stórt í
Höfnum og eru nú efstir í
riðlinum. Mörk þeirra gerðu
Þráinn Ásmundsson 2, Jóhann
Tómasson, Pétur Christiansen
og eitt markið var sjálfsmark.
Víkverjar stóðu uppi sem
sigurvegarar í jöfnum leik.
Mark þeirra var frekar skraut-
legt, Þröstur Sigurðsson skaut
að marki af um 30 m færi og
boltinn skoppaði í slána og inn.
Afturelding vann sanngjarn-
an sigur á Augnabliki úr Kópa-
vogi með tveimur mörkum
Hafþórs Kristjánssonar. Sigur-
inn hefði getað orðið stærri en
Aftureldingarmenn fóru illa
með færi.
Staðan í A-riðli:
Ármann 7 6 10 17-4 19
Haukar 7 4 2 1 16-9 14
Víkverji 7 4 12 11-5 13
Augnablik 7 3 13 13-12 10
Afturelding 7 3 0 4 8-10 9
Árvakur 7 2 14 6-7 7
Hafnir 7 115 5-14 4
Drengur 7 115 8-.19 4
B-riðill
Hildibrandur-Stokkseyri 5-2
Hveragerði-Drangur 8-0
Eyfellingur-Þór Þ 1-4
Mikið skorað í þessum riðli.
Hildibrandar úr Eyjum voru
sterkari í uppgjöri toppliðanna
og sigruðu Stokkseyringa. Sig-
urður Friðriksson kom heima-
mönnum í 1-0 og Sigurbjörn
Óskarsson bætti við marki
áður en Steinþór Einarsson,
hinn snjalli leikmaður af
Stokkseyri, minnkaði muninn
í 2-1. Kári Vigfússon gerði svo
þriðja mark Hildibrands en
Sólmundur Kristinsson minnk-
aði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu.
Það voru svo Eyjaputtarnir
sem áttu síðustu orðin og
skoruðu Böðvar Bergþórsson
og Sigurbjörn sitt markið hvor.
Hvergerðingar voru í bana-
stuði og jöfnuðu Drangsmenn
við jörðu. Árni Svavarsson og
Helgi Þorvaldsson gerðu báðir
þrennu og þeir Ólafur Rann-
versson og Guðlaugur Stefáns-
son bættu við mörkum. Hver-
gerðingar voru sérlega sterkir
í síðari hálfleik.
Þorlákshafnar Þórarar unnu
góðan sigur á vængbrotnu liði
Eyfellinga (sláttur hafinn undir
Eyjafjöllunum). Mörk Þórsara
gerðu Ármann Einarsson 2,
Guðmundur Gunnarsson og
Einar Haraldsson en fyrir
heimamenn skoraði Bergþór
Sveinsson.
Staðan í B-riðli
Hildibrandur 6 4 2 0 19-7 14
Stokkseyri 6 4 0 2 19-12 12
Léttir 6 3 2 1 16-7 11
Þór l> 6 3 12 16-10 10
Eyfcllingur 6 2 13 12-14 7
Hveragerði 6 2 0 4 15-19 6
Drangur 6 0 0 6 2-30 0
C-riðill
Stefnir-Grótta 2-4
Einn leikur í þessum riðli.
Gróttukarlar gerðu góða ferð
vestur og sigruðu með mörkum
Sverris Sverrissonar sem gerði
2 og Sveinn og Bjarni Sigurðs-
son gerðu sitt hvor. Fyrir
Stefni skoruðu Olafur Magn-
ússon og Hörður Antonsson.
Staðan
ÍR 7 6 0 1 39-7 18
Bolungarvík 7 4 0 2 13-11 15
Grótta 6 3 0 3 12-14 9
ReynirHn 7 2 14 13-15 7
Leiknir 6 2 13 10-22 7
Grundarfj. 6 2 0 4 11-19 6
Stcfnir 5 1 0 4 5-16 3
D-riðill
Hvð't-Svarfdælir 1-4
Geislinn-Svarfdælir 0-2
Góð helgi hjá Svarfdælum
og sex stig í pokann. í leiknum
gegn Hvöt skoruðu þeir Ingvar
Jóhannsson. Kristján Vigfús-
son og Arnar Snorrason og eitt
markanna var sjálfsmark. Fyr-
ir Hvatarmenn skoraði Hrafn
Valgarðsson.
í leiknum gegn Geislanum
voru heimamenn ekki verri
aðilinn en urðu samt að horfa
á eftir stigunum. Mörkin gerðu
Ingvar og Kristján.
Staðan í D-riðli
Reynir 4 3 1 0 16-3 10
Svarfdælir 4 2 11 11-10 7
Geislinn 3 1 0 2 3-5 3
Skytturnar 3 1 0 2 8-9 3
Hvöt 4 1 0 3 4-15 3
E-riðill
Árroðinn-Æskan fr.
Tjörnes-Vaskur 2-0
Mjög erfiðlega gekk að ná í
forráðamenn Tjörnes og hafð-
ist alls ekki uppá hverjir
skoruðu fyrir Tjörnesinga.
Þetta var þó uppgjör topplið-
anna í riðlinum og því mikið
um að vera.
Staðan í E-riðli
Vaskur 4 3 0 111-7 9
Tjörnes 4 3 0 1 8-2 9
Vorboðinn 4 112 8-8 4
Árroðinn 3 1114-5 4
Æskan 3 0 0 2 2-11 0
F-riðill
Leiknir-Höttur 5-1
Egill-Hrafnkell 1-0
Súlan-Sindri 2-1
Uppgjör toppliðanna í riðl-
inum og Leiknismenn höfðu
betur, Víði á Þjóðviljanum til
mikillar gleði. Leiknir var
sterkari allan leikinn og mörk
þeirra gerðu Jón Ingi Tómas-
son 2, Svanur Kárason, Jón
Jónasson og Gunnar Guð-
mundsson. Fyrir Hött skoraði
Jón Jónsson.
Egill vann nauman sigur á
Breiðdælingum og gerði Birkir
Jónsson markið.
Súlan saltaði Sindramenn og
eru Hornfirðingar nú á niður-
leið eftir góða byrjun. Mörk
Súlunnar gerðu Helgi Jensson
og Ársæll Hafsteinsson en ekki
tókst að hafa uppá marka-
skorara Sindra.
Staðan í F-riðli
Leiknir F 8 6 2 0 25-3 20
Súlan 8 5 12 18-11 16
Höttur 8 4 2 2 17-13 14
Neisti 7 4 0 3 22-13 12
Sindri 8 3 2 3 13-17 11
UMFB 7 2 0 5 9-19 6
Hrafnkell 8 2 0 6 8-23 6
Egill rauði 8 116 8-21 4
Kvenna
lið til
Ítalíu
■ Unglingalandslið
kvenna í handknattleik fer
til Ítalíu 3. júlí í 10 daga
keppnisferð. Komið verð-
ur heim 12. júlí.
Ferðin er farin til að
undirbúa stúlkurnar fyrir
erfið verkefni á komandi
keppnistímabili.
Upphaflega stóð til að
unglingalandslið karla færi
til Ítalíu en sú ferð hefur
verið felld út vegna undir-
búnings A-landsliðsins fyr-
ir OL-leikana. Piltarnir
fara þess í stað út í keppnis-
ferð á liausti komanda.
Unglingalandsliðið sem
fer til Italíu er þannig
skipað:
Halla Geirsdóttir, Fylki markv.
Fjóla Þórisdóttir Stjarnan markv.
Þorgerdur K. Gunnarsd. ÍR
Kristín Arnþórsdóttir ÍR
Anna Ólafsdóttir FH
Arndís Aradóttir FH
Arndís Heiöa Einarsd. FH
Björk Hauksdóttir Haukar
Anna M. GuðjónsdóttirStjarnan
Inga Lára Þórisdóttir Víkingur
Valdís Birgisdóttir Víkingur
Hanna H. Leifsdóttir Fram
Sigurbjörg Sigþórsd. KR
Arnheiður Bergsteinsd. Fylki
Þjálfari er: Viðar Símon-
arson. Liðstjóri er: Björg
Guðmundsdóttir. Farar-
stjóri: Helga H. Magnús-
dóttir.
Ennfremur fara utan
með liðinu tveir dómarar,
sem dæma munu í keppn-
inni á Ítalíu. Þeir eru:
Gunnar Kjartansson og
Rögnvald Erlingsson.
Keppt verður í
TERAMO á Ítalíu í al-
þjóðlegu móti. Þátttöku-
liðin verða 300 frá 41 þjóð.
Það má því ætla að þátttak-
endur verði alls um 3500
einstaklingar.
Meðal þátttökuþjóða
eru:
Frá Afríku: Alsír, Gabon, Lí-
býa, Senegal, Túnis, Kamenin og
Egyptaland.
Frá Ameríku: Columbía, Brasi-
lía, Canada.
Frá Asíu: Indland, Japan, Lí-
banon, Kínverska Tapei, Rauða
Kína, Saudi-Arabía, Kuwait og
Sýrland.
Frá Evrópu: Belgía, Búlgaría,
Danmörk, Þýskaland, Finnland,
Frakkland, Grikkland, Ítalía,
Júgóslavía, Noregur, Austurríki,
Pólland, Portúgal, Svíþjóð, Sviss,
Spánn, Tékkóslóvakía, Kýpur,
Furstadæmið Monakó og ísland.
í TERAMO fara þátt-
takendur í gegnum borgina
í skrúðgöngu í upphafi
móts, þar sem margir munu
skarta þjóðbúningum eða
einkennum sinna þjóð-
landa. Skipuleggjendur
keppninnar leggja mikla
áherslu á að hver þjóð
kynni land sitt sem best og
hafa farið fram á að kapp-
liðin komi með kynningar-
kvikmyndir og Ijósmyndir
frá þjóðlífi og af landi sínu.
Sett verður upp sérstök
landkynningarsýning í
tengslum við keppnina.
Það er því gott tækifæri
fyrir íslensk landkynning-
arfyrirtæki og útflytjendur
að nota sér þessa ferð ís-
lensku stúlknanna sem best
í þessu skyni.
Þess má geta að stúlk-
urnar munu sjálfar annast
fjármögnun ferðarinnar
með sölu á happdrættis-
miðum og kökubasar. Enn-
fremur binda þær vonir við
að innflytjendur ítalskra
vara sem og útflutningsað-
ilar styðji við bakið á þeim.
Coca-Cola mót
á Akureyri
■ Sverrir Þorvaldsson varð
sigurvegari í opna Coca-Cola
golfmótinu sem haldió var hjá
íslandsmótið 1. deild - 9. umferð
NT-LIÐ UMFERDARINNAR
Grímur Sæmundsen
Val (2)
Bjarni Sigurðsson
ÍA (5)
Rúnar Georgsson
ÍBK (1)
Sigurður Halldórsson
ÍA (2)
Þorstcinn Þorsteinsson
Fram (1)
Guðbjörn Tryggvason
ÍA (2)
Guðmundur Torfason
Fram (2)
Sigurður Björgvinsson
ÍBK (1)
Ragnar Margeirsson
ÍBK (4)
Andri Marteinsson
Víkingi (2)
Heimir Karlsson
Víkingi (4)
Golfklúbbi Akureyrar um
helgina. Leiknar voru 36 holur
með og án forgjafar og lék
Sverrir á 159 höggum. í öðru
til þriðja sæti urðu Jón Þór
Gunnarsson og Sigurður H.
Ringsted á 162 höggum og
vann Jón aukakeppni þeirra á
milli. Með forgjöf urðu efst og
jöfn þau Jónína Pálsdóttir og
Sverrir og vann Jónína auka-
keppni þeirra. Bæði léku á 143
höggum nettó. í þriðja sæti var
Jóhann Pétur Andersen á ,144
höggum. Verksmiðjan Vífilfell
- Coca-Cola - umboðið á
Islandi gaf öll verðlaun og
voru þau hin glæsilegustu. Nær
allir verðlaunahafar á mótinu
voru frá Golfklúbbi Akureyr-
ar. Veitt voru mörg aukaverð-
laun og aðalverðlaunin voru
hin glæsilegustu.
■ Þetta eru sigurvegarar á Þjóðhátíðarmóti í hjólreiðum sem
haldið var 16. júní sl. á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur.
Hjólaðir voru 4 kílómetrar, og keppt í tveimur flokkum,
almenningsflokki og keppnisflokki. Sigurvegari í keppnisflokki
varð Einar Jóhannsson, Elvar Erlingsson varð annar og Jónas
Sverrisson þriöji. 1 almenningsflokki sigraði Kristinn Kristinsson,
Helgi Garðarsson varð annar og Baldur Grétarsson varð þriðji.