NT - 16.08.1984, Side 8
Þórhallur Ágústsson
bóndi Langhúsum Fljótsdal
Fæddur 14. september 1901.
Dáinn 25. júní 1984
Þann 25. júní síðastliðinn lést
á sjúkrahúsinu Egilsstöðum
Þórhalldur Ágústsson bóndi
Langhúsum, liðlega 83 ára.
Jarðarför hans fór fram frá
Valþjófsstaðakirkju þriðjudag-
inn 3. júlí á einum heitasta degi
sumarsins að viðstöddu fjöl-
menni.
Þórhallur var fæddur á Lang-
húsum 14.9.1901. Foreldrar
hans voru hjónin ísak Ágúst
Jónsson og Vilhelmína Eiríks-
dóttir frá Ormalóni N-Þing-
eyjarsýslu. Þau búa á Langhús-
um frá 1897 til 1909. En þá
missir Vilhelmína mann sinn
frá fjórum ungum börnum
þeirra hjóna. En þau voru:
Þorhallur sem hér er minnst,
Jón Beck bílstjóri Reykjavík,
Soffía húsfr. Þuríðarstöðum
Fljótsdal, lést 1944, og Her-
mann skrifstofumaður um ára-
tuga skeið hjá K.H.B. Reyðar-
firði.
Það hefur verið mikill dugn-
aður í Vilhelmínu að halda
áfram búskap á Langhúsum
með svo ung börn, en hún kom
börnunum vel til manns, og
hafa þau reynst dugmiklir þjóð-
félagsþegnar.
Eins og fyrr er gefið ólst
Þórhallur upp hjá móður sinni
á Langhúsum og hefur vafalaust
farið ungur að taka til hendinni
við heimilisverkin. Vandvirkni
og snyrtimennska hafa eflaust
verið honum meðfædd og bar
Langhúsaheimilið þess glögg
merki. Þórhallur hlaut ekki aðra
menntun en tilskilda barna-
fræðslu fyrir fermingu.
Árið 1930 giftist Þórhallur
heitkonu sinni Iðunni Þorsteins-
dóttur frá Klúku og taka þau við
búi á Langhúsum. Þau eignuð-
ust níu börn talin í aldursröð:
Ágúst bóndi Langhúsum, Þor-
steinn starfsm. Reyðarfirði, Re-
bekka búst. Langhúsum, Ingi-
björg hfr. Arnaldsstöðum, Sig-
urður, Soffía hfr. Selfossi, Ósk-
ar í Reykjavík, Bragi á Eskifirði
og Ragnhildur á Langhúsum.
Þessum stóra barnahóp komu
þau upp án allra fjölskyldubóta.
Sigurður ólst upp hjá ömmu
sinni í Klúku og móðursystkin-
um sínum, er þar bóndi nú.
Ég kynntist Þórhalli lítið fyrr
en ég flutti að Flögu. Þar gisti
hann hjá okkur á haustin þegar
hann var að reka lömbin sín til
slátrunar til Reyðarfjarðar. Þór-
hallur var alltaf snyrtilegur til
fara og sama snyrtimennska var
á reiðtygjum hans og farangri.
Þessi hægi og prúði maður virtist
mér við fyrstu kynni hlédrægur,
en við nánari kynni var hnn
skemmtilegur og sagði vel frá,
var greindur og stálminnugur.
Þórhallur var listaskrifari svo
orð fór af. Ég hef heyrt talað um
bréf sem hann skrifaði Þorsteini
Jónssyni kaupfélagsstjóra á
Reyðarfirði. Þorsteinn áað hafa
sagt að það væri fallegasta og
best skrifaða bréf sem hann
hefði fengið, og haft það gjarn-
an til sýnis.
Þórhallur var um langt árabil
fulltrúi á aðalfundum K.H.B.
Þar sem annarsstaðar var sama
prúðmennskan, hann fylgdist
vel með og tók sína afstöðu til
mála.
Ég sótti oft rekstra á haustin
norður í Fljótsdal, og þá í
Víðivallarétt. En eitt haust fór
ég upp á Múlarétt, en hún var
stutt frá Langhúsum. Á réttinni
var fjölmenni og var Þórhallur
réttarstjóri. Eftir að við Þórhall-
ur höfðum heilsast, segir hann
strax: Nú kemur þú heim með
mér og færð þér kaffisopa.
Hann bað einn nágranna sinn
að sjá um réttarstjórn, tók síðan
hest og við riðum heim. Ég
veitti sérstaklega athygli útihús-
um sem stóðu þarna á renni-
sléttu túni, veggir allir hlaðnir
úr torfi og grjóti og svo vel
gerðir að þeir litu út eins og
hefluð fjöl, hvergi var rusl eða
óþarfa hlutir. Sama var þegar
komið var heim að íbúðarhúsi,
sem var steinhús. Þórhallur
bauð mér að ganga í bæinn, þar
var Iðunn kona hans og börn,
voru þau vel klædd og allt vel
um gengið. Yfir kaffinu ræddu
þau hjónin við mig og fræddu.
En tíminn leið fljótt og skyldan
kallaði Þórhall til réttarstjórnar
og ég að sækja rekstur og vildi
síður láta samferðarmenn mína
bíða.
Þórhallur missti konu sína
1966. Bjó hann áfram með
börnum sínum og síðustu árin
eftir að heilsan fór að bila dvaldi
hann í skjóli þeirra. Ég þakka
Þórhalli góð kynni og sendi
börnum hans, bræðrum og
öðrum vandamönnum samúð-
arkveðjur.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Blessuð sé minning Þórhalls
á Langhúsum.
Stefán Bjarnason
Flögu.
AUGLYSENDUR ATHUGŒ)
Fylgirit NT um
byggingariðnað kemur út
4. viku í ágúst.
Auglýsingar sem birtast eiga
í blaðinu þurfa að
hafa borist auglýsingadeild NT
í síðasta lagi föstudaginn 17. ágúst.
Símarnir eru 18300 - 687648 - 686300
Fimmtudagur 16. ágúst 1984 8
Síðbúin umsögn
um gítartónleika
■ Hinn 24. júlí hélt Arnaldur
Arnarson gítarleikari tónleika í
Norræna húsinu, og endurtók
þá tveimur dögum síðar í Menn-
ingarmiðstöðinni við Gerðu-
berg. Arnaldur hefur búið á
Spáni undanfarið, við nám og
störf, en upphaflega skólun sína
í gítarleik fékk hann hjá Gunn-
ari Jónssyni í Tónskóla Sigur-
sveins og síðar í Manchester.
Nú er hann sem sagt róinn á
spænsku miðin. Arnaldur hefur
alloft haldið tónleika á liðnum
árum, þ.á. m. tvisvar í Norræna
húsinu. Enginn hefur efast um
hæfileika hans og gáfur, en
stundum voru áhöld um að
hann væri nógu iðinn við að æfa
sig. Meðal annars þess yegna
var áhugavert að heyra hvernig
honum farnaðist nú eftir tónlist-
artörn á Spáni. Og niðurstaðan
var almennt sú, að vel hefði
tekist til, og að Arnaldur sé
mjög vaxandi gítarleikari að
kunnáttu og öryggi.
Efnisskráin spannaði þrjú
mismunandi skeið: Fimm verk
eftir John Dowland (1563-1626)
voru fulltrúar barokk-tímabils-
ins, Nocturnal eftir Benjamin
Britten (1913-1976) hins nýja
breska skóla (en verkið er ti-
leinkað brautryðjandanum og
snillingnum Dowland), og loks
tvö verk úr spænska heiminum,
Cavatina eftir Alexandre
Tansman (f. 1897) og Þrjú
spænsk stykki eftir Joaquin Ro-
drigo (f. 1902). Sjálfum fannst
mér tónlist Dowlands bera af,
falleg og tær eins og mörg hin
bestu verk þessa tímabils. Arn-
aldur spilaði nú á 10 strengja
gítar, eins og Frakkinn Pierre
Laneau sem hér kom í apríl til
að kynna Eric Satie, en hvað
sem olli tókst flutningurinn lak-
ast á þessu verki. Hin verkin
þrjú flutti hann prýðisvel, en þó
bezt það sem mér þótti síst,
Cavatinu Tansmans. Og loks
spilaði hann nokkur aukalög,
bráðvel.
Klassískur gítar, eins og
hljóðfæri Arnalds Arnarsonar
og tónlist þess nefnist, á tal-
sverðu fylgi að fagna hér á
landi, svo sem góð aðsókn að
gítartónleikum sýnir. En jafn-
framt verður hinu ekki neitað,
að rútubíla- og barnaheimilagít-
ar, eins og sama hljóðfæri í
höndum viðvaninga nefnist, er
háskalega algengt. Og mætti ég
leggja orð í belg í þeirri
menningar- og skólamálaum-
ræðu sem fram fer hér á landi
þessi misserin, vildi ég stinga
upp á því, að til að hljóta
réttindi fóstra á barnaheimilum
þurfi hvorki stúdentspróf né
háskólamenntun, heldur stað-
góða undirstöðukunnáttu í æðri
hljóðfæraleik, t.d. klassískum
gítar. Röksemdina fyrir þessu
er að finna í tilraunum atferlis-
fræðinga sem hafa sýnt, svo
ekki verður um villst, að „lengi
býr að fyrstu gerð“: Þeir sem
byrja æviferil sínn með lélegri
tóníist og aulavísum fá „slæmt
start í lífshlaupinu", svo notað
sé fimleikamannamál um tón-
listar og bókmenntauppeldi.
13.8. Sigurður Steinþórsson
Plötupunktar...plötupunktar...plötupunktar...
JON ANDERSON og Van-
gilis áttu árangursríkt sam-
starf í eina tíð og nú hefur
rjóminn af því verið gefinn út
á „Best of“ safnplötu af Poly-
dor. Meðal laga eru „l’ll Find
My Way Home“, „I Hear
You Now“ og „State Of Inde-
pendence", sem Donna
Summer gerði seinna frægt.
Litlar líkur eru á því að þeir
félagar taki upp þráðinn að
nýju, Jón er aftur kominn á
skrið með Yes og frést hefur
að Polydor hafi nýlega vísað
á bug nýjustu sólóplötu Van-
gilis...
THE HINDLE PICKETS er
hljómsveit verkfallsmanna í
Hindle Gears í Bradford í
Englandi sem starfað hefur í
15 mánuði til að standa undir
verkfallsaðgerðum. Þeir hafa
þrykkt á plast sinni útgáfu af
Woody Guthrie laginu, „Part
Of The Union“ og gefa það
út á eigin merki, Catch 22....
CHRIS NORMAN sem í
eina tíð söng með Smokie
gefur út aðra sólóplötu sína
um þessar mundir og mun
hún bera heitið „My Girl
And Me“. Útgefandi er
RCA...
THE TIME, fúnkgrúppan
sem kemur fram í mynd
Prince „Purple Rain“ gefur
út þriðju plötu sína hjá WEA
þessa dagana og ber hún
heitið „Ice Cream Castle"...
BRUCE FOXTON er ný-
kominn með litla plötu, gefna
út hjá Arista sem heitir SOS
(My Imagination)" Á hinni
hliðinni tekur hann gamla
Chicago lagið „25 Or 6 To 4“
og Temptations lagið „Get
Ready“ á sinn hátt...
GARY MOORE er nýlega
kominn úr hljómleikaferð um
Bandaríkin og spilar á risa-
rokki við Donington kastala
í Englandi. Nýlega kom lítil
skífa með honum á 10
Records, sem ber heitið
„Emty Rooms“ og er mikill
bárujárnsóður...
DAVE EDMUNDS er kom-
inn með litla plötu, „Some-
thing About You“ heitir hún
og gefin út á Arista. Lagið er
samið af Holland Dozier Hol-
land og upptökustjóri var Jeff
Lynne. Stór plata er væntan-
leg með Edmunds síðar í
sumar...
JOE JACKSON, Donald
Fagen, Dr. John, Todd
Rundgren og Peter Framton
eru meðal þeirra iistamanna
sem leika á minningarplötu
um Thelonious Monk, sem
bera á heitið „Thats The Way
I Feel Now“ og verður gefin
út af A&M mjög á næst-
unni....
DR. JOHN hefur gert það
gott á hljómleikum í
Englandi í sumar og væntan-
leg er á markaðinn safnplata
með kappanum. Eru lögin
tekin af plötunum “In The
Right Place“ og „Destively
Bonnaroo" sem Atlantic gaf
út á sínum tíma. Það er
útgáfufyrirtækið Edsel sem
gefur út...
DON SNOV, sem í eina tíð
lék á hljómborð í Squeeze,
hefur stofnað sína eigin
hljómsveit, Catch og hefur
hún gert samning við Stiff um
að gefa út litla plötu, „25
Years“ sem þegar hefur náð
miklum vinsældum í Þýska-
landi...
DEEP PURPLE eru nú að
taka upp plötu og er hljóm-
sveitin eins skipuð og á „In
Rock“, með Ian Gillan, Rit-
chie Blackmore, Roger
Glover, Ian Paice og Jon
Lord í aðalhlutverkum. Hef-
ur rignt yfir þá tilboðum frá
hljómplötuútgefendum og
ættu þeir ekki að vera í
neinum vandræðum með að
koma skífunni út...
AC/DC undirstrika þátttöku
sína í risarokkinu við Don-
ington kastala 18. ágúst með
því að gefa út litla plötu,
„Nervous Shakedown“. Hin
hliðin er „læf“ útgáfa af klass-
íska laginu þeirra. „Rock
And Roil Aint Pollution". 12
tommu platan inniheldur að
auki lögin „Sin City“ og „This
House Is On Fire“.
SONS OF THE SOUL
CLAN er nafnið á plötu þar
sem Simon Le Bon, Tony
Hadley, Boy George, Nick
Heyward, Marc Almond og
Pete Shelley gera garðinn
frægan. Plata þessierinnblás-
in af „Soul Clan“ plötu
Atlantic sem býður uppá
stjörnur eins og Wilson Pikett
og Don Covay, meðal
annarra. Á þessari nýju plötu
eru teknir fyrir gamlir stand-
ardar frá sjötta og sjöunda
áratugnum og vonir standa til
að hægt verði að fá The
Tompson Twins og Wham til
að slást í hópinn. Platan á að
koma út hjá Small Wonder
útgáfunni seinna á þessu
ári...