NT - 16.08.1984, Síða 11
Fimmtudagur 16. ágúst 1984 11
■ Veröa örlög kynslóðarinnar, sem sótti Kinkstónieikana í Austurbæjarbíói um árið, að verða eilíft vandamál. Á unglingsárum
þóttu þau óstýrlát og nú er því spáð að þegar þau komast á gamalsaldur verði iðnríkin að springa af ellilífeyrisþegum.
streymiskerfi getur haft áhrif á
sparnað. Þeir sem greiða til
gegnumstreymissjóða gera sér
grein fyrir að þeir munu trú-
lega fá nokkra viðbót á eftir-
laun í styrk frá börnum sínum.
Þeir muni því reyna að leggja
fyrir til þess að láta börnum
sínum eftir sem einskonar
endurgreiðslu fyrir styrkinn.
Aðgerðir stjórnvalda til þess
að stýra sparnaði fólks og setja
reglur um arf munu ekki hafa
áhrif heldur einungis leiða til
nýrra aðferða en útkoman
verður sú sama.
Hagnýtar rannsóknir hafa
meira beinst að því að finna
sparnaðaráhrif opinberra líf-
eyrissjóða samanborið við
einkasjóði. Martin Feldstein
formaður ráðgjafanefndar Re-
agans forseta um efnahagsmál
(reyndar mun hann segja af sér
Mynd no: 2
innan skamms) hefur fram-
kvæmt nokkrar rannsóknir og
benda niðurstöður þeirra til
þess að einkaneysla hafi aukist
og sparnaður minnkað þegar
Bandaríkin tóku upp opinbert
eftirlaunakerfi. Nýrri hag-
fræðirannsóknir hafa ekki leitt
til þeirrar niðurstöðu að opin-
ber eftirlaunakerfi dragi úr
sparnaði.
Hver sem niðurstaðan verð-
ur í þessari deilu er ljóst að
þörfin til þess að sjá vaxandi
fjölda lífeyrisþega fyrir lífeyri
ógnar efnahagslegri fram-
vindu. Ef það verður ekki
vegna minni sparnaðar þá
vegna minni hvata til vinnu:
Hinir háu skattar sem spáð er
að leggja þurfi á til þess að
standa straum af lífeyriskerf-
unum munu leiða til þess að
atvinnuleysisbætur verða
hærra hlutfall af tekjum eftir
skatta og því mun verða meiri
freisting til þess að skrá sig
atvinnulausan án þess að það
sé í raun nauðsynlegt. Þetta er
vítahringur: æ færri vinnandi
menn, æ fleiri lífeyrisþegar og
meira álag á félagslega aðstoð.
Þá er viðbúið að hærra skatt-
hlutfall muni leiða til aukinnar
„svartrar" atvinnustarfsemi og
þannig enn auka áþján og
byrðar þeirrar atvinnustarf-
semi sem eftir er.
Hinn ört vaxandi kostnaður
við lífeyriskerfin er samt að-
eins toppurinn á ísjakanum.
Jafnframt breyttri aldursskini-
ingu í iðnríkjunum virðist gæia
hneigðar til aukinna útgjalda
til félagsmála.
Skuldadagar
Þótt unnt væri að fá stjórn-
Eftirlaunabyrðin
Hlutfall þeirra sem fá eftirlaun á móti þeim /
sem greiða til lífeyriskerfanna. 7
Bandarikin
Spá
g°.
%
70
60
$o
Ýo
30
2qx
lO
—i-----1----1----1---»---------1--------»----»-------------.—
l<no T-5 So 35 90 95 2,000 os 10 IS 20 25 30
Ekki er allsstaðar um að ræða sömu hópa. Til dæmis eru opinberir
starfsmenn ekki taldir í Vestur-Þýskalandi, en öllum skipt eftir aldri og
miðað við 19-64 ára og 65 ára og eldri í Bandaríkjunum.
málamenn til að hugsa þrjátíu
ár fram í tímann eru ráðin til
að draga úr kostnaði við eftir-
laun takmörkuð og sársauka-
full í framkvæmd. Ólíklegt er
að horfið verði frá gegnum-
streymiskerfum til sjóðsjöfn-
unarkerfa og enn ólíklegra að
það takist. Reynsla Japana
sýnir okkur að jafnvel hagsýn
stjórnvöld munu eyða ávinn-
ingnum. Hætt er við að í
öðrum löndum yrði freistingin
til þess að nota digra sjóði til
aukinnar eyðslu of sterk til að
standast hana. Hinir raunveru-
legu kostir eru því einungis:
minni eyðsla eða hærri skatta-
tekur.
Stjórnvöld gætu aukið skatt-
tekjur sínar með því að hækka
skatta en mörgum finnst að
núverandi skattheimta virki
nú þegar hamlandi á efnahags-
lífið. Hægt væri að draga úr
lífeyrisgreiðslum ef sambandið
milli vaxandi tekna og eftir-
launa væri rofið en eftirlaun
þess í stað tengd verðlagsvísi-
tölu því verðlag hækkar hægar
en laun þegar til lengri tíma er
litið.
Þetta er í samræmi við þá
skoðun að eftirlaun skuli í
raun einungis tryggja afkomu
en ekki vera í hlutfalli við
almennan kaupmátt. Þetta
tekur hins vegar ekkert tillit til
þess að fátækt í hinum ríku
iðnaðarlöndum er mestan part
„hlutfallsleg“ - fólk er fátækt
miðað við aðra en ekki vegna
þess að það hafi ekki til hnífs
og skeiðar. Breyting á viðmið-
unarvísitölu eftirlauna mundi
leiða til vaxandi tekjumunar í
þjóðfélaginu. Líklegt er að
mörg lönd muni þess í stað
reyna að takmarka eftirlaun
við „þörf“ hvernig sem hún
yrði skilgreind, fremur en það
eitt að viðkomandi hafi náð
eftirlaunaaldri.
Bæði í Bandaríkjunum og
Japan eru uppi raddir sem
telja að hækkun eftirlaunaald-
urs (en hann er 60 ár í Japan
og 65 ár í Bandaríkjunum) sé
skynsamlegasta leiðin til þess
að leysa vandann. í Evrópu er
hins vegar, þótt merkilegt megi
virðast, reynt að lækka eftir-
launaaldur til þess að draga úr
atvinnuleysi.
Lönd sem það gera munu
ekki draga svo mjög úr at-
vinnuleysi. Þau munu hins veg-
ar gera hina aðvífandi eftir-
launakreppu erfiðari viðfangs.
Grein þessi er þýdd úr The Economist
fyrir tilstuðlan Sambands almennra líf-
eyrissjóða.
Málsvari frjálslyndis,:
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)
og Þórárinn Þór^rinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúli 15, Reykjavík. Sími:
686300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 686387 og 686306.
Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um
helgar.
Áskrift 275 kr.
rnr
JIVT
Setnihg og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent hf.
r
Dagur í lífi
hins atvinnulausa
■ í Vestur-Evrópu einni ganga nú tuttugu milljónir
vinnufærra manna atvinnulausar. Það er sannmæli
flestra, sem hafa kynnst því, að atvinnuleysið sé
mesta böl, sem glímt er við í löndum Vestur-Evrópu
um þessar mundir. Það brjóti fólk niður andlega og
líkamlega. Ekkert verkefni sé því mikilvægara en að
tryggja fulla atvinnu.
Islendingar hafa notið þeirrar hamingju undanfar-
in 15 ár, að vera lausir við atvinnuleysi. Nú blasir hins
vegar sú hætta við að þetta geti brugðist. Þýðingar-
mestu atvinnuvegirnir, eins og sjávarútvegur og
fiskvinnsla, búa við mikla rekstrarerfiðleika og
horfur eru dökkar framundan, m.a. vegna þrengri og
lakari markaða. Hrynji þessar atvinnugreinar meira
eða minna fylgir allt á eftir. Þá gæti orðið stórfellt
atvinnuleysi með öllum þeim hörmungum, sem því
fylgir.
I Þjóðviljanum í gær er brugðið upp mynd af degi
í lífi atvinnuleysingja, sem byggð er á rannsókn
írskra félagsfræðinga. Hún sýnir vel hvernig atvinnu-
leysið getur brotið menn niður líkamlega og andlega.
Hún er dagskýrsla eins atvinnuleysingja, sem rann-
sóknin náði til og hljóðar á þessa leið:
„9.00 Fór á fætur.
9.30 Fór á vinnumiðlunarskrifstofuna. Fékk mér
göngutúr.
10.00 Kom heim, fór í gönguferð með yngsta
barninu.
11.00 Kom heim. Fékk mér te og las blaðið.
11.30 Settist á stól og góndi út í loftið. Það var
skrúfað frá útvarpinu.
12.00 Enn sat ég á stól og glápti út í loftið. Útvarpið
í gangi.
12.30 Kveikti á sjónvarpinu og horfði á það.
13.00 Fékk mér hádegismat.
13.30 Fór á veðmálaskrifstofuna. Hitti vini mína og
kjaftaði við þá.
14.00 Enn var ég að tala við vini mína á veðmálaskrif-
stofunni.
14.30 Fór heim. Leysti krossgátu. Gaf börnunum te
þegar þau komu heim úr skólanum.
15.00 Hlustaði á kassettur, horfði á konuna í
leikfimi.
15.30 Horfði á sjónvarp.
16.00 Reyndi að gera við reiðhjól stráksins.
17.30 Máltíð.
18.00 Horfði á sjónvarpið.
18.30 Hjálpaði krökkunum aðbúasigundir skólann.
19.00 Horfði á sjónvarp.
20.30 Fékk mér eina kollu á kránni.
21.30 Spilaði við krakkana áður en þau fóru að sofa.
22.00 Horfði á sjónvarp.
22.30 Strauk konunni um lærið. Ekkert gerðist.
23.00 Samtgerðisteitthvað. Slökkti ásjónvarpinu.“
Greinarhöfundur Þjóðviljans (Árni Bergmann)
fylgir þessari dagskýrslu eftir með þessum orðum:
„Breskur gálgahúmor felur að nokkru leyti þá
örvæntingu sem tengist slíku lífi - en þar er af meiru
en nógu að taka. Flestir hafa verið aldir upp við það,
að þeir séu það sem þeir starfa, og þegar starfið er
af þeim tekið finnst þeim að með öllu sé svipt fótum
undan tilveru þeirra.“
Þetta er áreiðanlega ekki ofmælt. í þeim viðræðum
stjórnarvalda og aðila vinnumarkaðarins, sem eru
framundan, verður það að vega langmest að tryggja
atvinnuöryggið. Það sjónarmið verður að móta þær
ráðstafanir og kjarasamninga, sem fjallað verður
um.