NT - 16.08.1984, Blaðsíða 20

NT - 16.08.1984, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 16. ágúst 1984 20 Útlönd Japanir taka þátt í geim- ævintýri Bandaríkjanna ■ Nú bendir flest til þess að Japanir taki þátt í tilraunum Bandaríkjamanna til að koma upp mannaðri geimstöð á komandi áratug. Japanir hafa haft formlega samvinnu við Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, frá því árið 1978 og þeir hafa sýnt mikinn áhuga á hugmyndum Bandaríkja- manna um að þróa geimiðnað með þátttöku einkafyrirtækja. Þátttaka Japana í uppbygg- ingu geimstöðvar yrði líklega fólgin í því að þeir hönnuðu rannsóknastofu sem hægt væri að tengja geimstöðinni. Rann- sóknastofan yrði notuð til til- rauna með framleiðslu á margs- konar efnum sem hugsanlega mætti síðar framleiða með hagnaði úti í geimnum. Einka- fyrirtæki og aðrir aðilar gætu líka leigt rannsóknastofuna. Nú þegar hefur verið bent á ýmis efni sem hagkvæmt geti verið að framleiða úti í geimn- um við því sem næst algjört þyngdarleysi. Meðal þeirra má nefna ýmis lyf, kristalla fyrir rafeindaiðnaðinn sem yrðu not- aðir í nýjar örfljótar undratölv- ur, nýjar og sterkari tegundir af léttmálmum og Ijósleiðslur úr tærasta gleri. Japanir vilja gjarnan vera með í þessari þróun framtíðar- innar í geimnum og þeir sjá fyrir sér ótal nýrra viðskiptamögu- leika í því sambandi. En þá verða þeir líka að kosta nokkru til. Ef þeir ákveða að taka þátt í uppbyggingu bandarísku geimstöðvarinnar verða þeir að greiða a.m.k. 1,3 milljarða Bandaríkjadali fram til ársins 1992. Mörg japönsk stórfyrir- tæki telja samt að þrátt fyrir þennan mikla kostnað verði Japanir að snúa sér af fullri alvöru að því að þróa geimvís- indi og geimiðnað ef þeir ætla ekki að dragast aftur úr öðrum stórþjóðum. Japanka risafyrir- tækið Mitsubishi hefur þannig í samvinnu við sjö önnur stórfyr- irtæki þrýst á japönsku ríkis- stjórnina að stórauka framlög til þróunar á geimiðnaði. Það er einnig vitað að Nagas- one, forsætisráðherra Japans, er ekki síður hrifinn af geimvís- indum en Reagan forseti Bandaríkjanna. Það má því heita næsta öruggt að Japanir skrifi fljótlega undir formlegt samkomulag við Bandaríkja- menn um samvinnu við bygg- ingu geimstöðvar. En á sama tíma er líka jafnvíst að Japanir munu halda áfram með eigin geimferðaáætlun þótt hún sé ekki eins stór í sniðum og geim- ferðaáætlanir Bandaríkja- manna eða Sovétmanna. ■ Japönsk eldflaug í skotstöðu. Geimferðaáætlun þeirra er langt á eftir Bandaríkjamanna og Sovétmanna en þeir hafa stóra drauma um þátttöku í geimiðnaði framtíðarinnar. ■ Á FUNDI pólska þingsins 21. júlí síðastl. var samþykkt að sleppa úr fangelsi og veita sakaruppgjöf 652 pólitískum föngum í tilefni af því, að liðin voru 40 ár síðan kommúnistar hófust til valda í Póllandi. Daginn eftir eða 22. júlí flutti Tikhonov forsætisráð- herra Sovétríkjanna ræðu á pólska þinginu i filefni af áð- urnefndu afmæli. Hann sneiddi alveg hjá því að minn- ast nokkuð á sakaruppgjöfina. Fjölmiðlar í Moskvu sögðu ítarlega frá heimsókn Tikho- novs til Póllands og ræðu hans á þingfundinum. Það var hins vegar ekki fyrr en þremur dögum eftir sakaruppgjöfina, sem rússneskir útvarpshlust- endur og blaðalesendur fengu fréttir af henni. Þetta þykir benda til, að stjórnarvöld í Kreml hafi ekki verið neitt yfir sig hrifin af sakaruppgjöfinni né viljað leggja beina blessun sína yfir hana. Þau hafi hins vegar talið, að Jaruzelski, sem nú ræður mestu í Póllandi, yrði að fá að ráða, og ekki þýddi því annað en að sætta sig við orðinn hlut. hafa hvatt til byltingar, en það var látið falla niður, þegar þeir voru látnir lausir. Sakaruppgjöfin varskilorðs- bundin. Brjóti þessir menn eitthvað af sér fyrir 31. des- ember 1986 fellur hún niður. VAFALÍTIÐ hefur það valdið Jaruzelski og félögum hans verulegum heilabrotum áður en þeir ákváðu sakarupp- gjöfina. Niðurstaðan hefur orðið sú, að hún yrði heppileg- asta lausnin þar sem hún myndi mælast vel fyrir bæði heima fyrir og erlendis. Það hefði valdið stjórninni vaxandi erfiðleikum, ef þessir menn hefðu verið áfram í haldi, án þess að mál þeirra væru tekin fyrir og þeir annað hvort sýknaðir eða dæmdir. Kirkjan lagði mikla áherslu á, að þeir yrðu látnir lausir. Sama gerði páfastóllinn. Opinber málaferli hefðu get- að orðið stjórninni þung í skauti, því að vel hefði verið fylgst með þeim og sakargiftir þótt hæpnar í mörgum tilfell- um. Kirkjan hefði staðið með þeim ákærðu og veitt þeim Frá atkvæðagreiðslu í pólska þinginu. Jaruzelski sést neðst í horninu til hægri Jaruzelski hefur styrkt sig en óvíst að það haldist lengi Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar MiklarkröfurSamstöðugætu skapað nýjan vanda Pólska stjórnin hefur nú staðið við það að sleppa 652 pólitískum föngum lausum. í hópi þeirra cru þeir ellefu leiðtogar Samstöðu eða óháðu verkalýðshreyfingarinnar, sem voru fangelsaðir í desember 1981, þegar herlög voru sett. Flestir þeirra, sem voru látnir lausir, eru fylgismenn Sam- stöðu og höfðu verið fangels- aðir vegna þess, að þeir höfðu látið það í ljós á þann hátt, sem ekki samrýndist fyrirmælum stjórnarvalda. Þá hefur einnig verið sleppt úr haldi hinum fjóru leiðtogum KOR eða varnarsveitar verka- lýðsfélaganna, sem hafði verið stofnuð áður en Samstaða kom til sögunnar. Þekktastur þess- ara fjórmenninga er Jacek Kuron, sem hóf fyrir nokkrum árum að gagnrýna stjórnar- völdin opinberlega og færðist þá gagnrýni mjög f aukana eftir að Samstaða kom til sög- unnar. Mál hafði verið höfðað gegn þeim fjórmenningum fyrir að aðstoð eftir megni. Þá hefðu málaferlin orðið mikið frétta- efni erlendra fjölmiðla. Afmæli kommúnistastjórn- arinnar var því tilvalið tækifæri til að losna úr þeirri klípu, sem málaferlin hefðu getað orðið stjórninni. Sumir fréttaskýrendur telja, að það muni hafa haft áhrif á stjórnina, að sakaruppgjöfin gæti leitt til þess, að Banda- ríkjastjórn dragi úr þeim við- skiptaþvingunum, sem hún greip til á sínum tíma til að mótmæla setningu herlaganna. Hún lét sér það ekki nægja, að herlögin voru felld úr gildi á síðasta ári, heldur setti það einnig að skilyrði, að fangar yrðu látnir lausir. Þessu skilyrði hefur nú verið fullnægt og Reagan forseti hef- ur þegar dregið verulega úr þvingunum. Þegar herlög voru afnumin í fyrra var pólskum fiskiskipum aftur veitt leyfi til veiða innan bandarískrar fisk- veiðilögsögu. Nú hefur pólska flugfélagið aftur fengið leyfi til ■ Jacek Kuron. lendingar í Bandaríkjunum. Loks hefur Bandaríkjastjórn gefið í skyn, að hún muni hætta andstöðu gegn því, að Pólland fái aðild að Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum, en hún myndi auðvelda Pólverjum að leysa erlend skuldamál sín. Þótt hinar efnahagslegu þvinganir, sem Bandaríkin hafa beitt, væru Pólverjum talsvert þungbærar, bættu þær stöðu stjórnarinnar á vissan hátt pólitískt. Hún gat kennt Bandaríkjastjórn um hina efnahagslegu erfiðleika að verulegu leyti. Sú réttlæting hverfur úr sögunni, þegar þvingunaraðgerðirnar falla niður. EINS og er stendur Jaruzel- ski vafalítið betur eftir náðan- irnar en áður. Spurningin er hins vegar sú, hversu lengi það helst. Margir þeirra leiðtoga Samstöðu, sem nú hefur verið sleppt úr haldi, segja að meira þurfi að fylgja á eftir og ekki síst það að leyfa aftur starfsemi Samstöðu. Leck Walesa hefur tekið í þann streng. Walesa og Gwiazda, sem var í haldi, hafa nýlega hist og rætt um þessi mál. Gwiazda var varaformaður Samstöðu, en hafði keppt við Walesa um formannsstöðuna og beðið ósigur í kosningu milli þeirra. Hann þótti þá kröfuharðari en Walesa í skiptum við stjórnar- völd. Gwiazda sagði eftir að hann var látinn laus, að núverandi stjórn Póllands væri skynsam- asta stjórn sem verið hafi í Póllandi í 40 ár. Fréttaskýr- endur eru ekki sammála um hvernig beri að túlka þessi orð. Pólska stjórnin hefur heitið þeim leiðtogum Samstöðu, sem fara huldu höfði(náðun. Meðal þeirra, sem enn hafa ekki þegið þetta, er Bujak, sem ýmsir telja að geti orðið leiðtogi Samstöðu, ef starfsemi hennar verður leyfð. Meðan ekki næst samkomu- lag milli stjórnarvalda og leið- toga Samstöðu, getur innan- landsfriðurinn verið ótryggur í Póllandi. Eins og er virðist þó staða Jaruzelskis hafa styrkst.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.