NT


NT - 02.09.1984, Side 8

NT - 02.09.1984, Side 8
Sunnudagur 2. september 1984 8 franski leiðsögumaðurinn Annars var þessi hópur dálítið fíoland Assier ■ ísland er ferðamannaland, alltént býður landið upp á óþrjótandi möguleika fyrir ferðamenn, sem streyma til landsins ýmist á eigin vegum eða í hópum á vegum ferða- skrifstofa. íslenskar ferðaskrif- stofur keppast við að selja ferðamönnum landið hvort sem við kunnum að gera okkur mat úr því eða ekki. Þær bjóða upp á margar tegundir hóp- og einstaklingsferða, allt eftir óskum og þörfum hvers og eins. Sumir vilja hótelferðir, aðrir fjallaferðir og enn aðrir koma hingað á eigin vegum og kaupa sér ef til vill dags- eða helgarferðir. En hver eru kynni þessa fólks af landinu? Eru þau bundin við útsýnið út um bíl- gluggann, eða er gert eitthvað meira fyrir þetta fólk? Allar ferðaskrifstofur bjóða upp á hópferðir með leiðsögu- mönnum og eru þeir eins konar tengiliðir milli ferðamanna og landsins. Þetta er fólk sem talar reiprennandi erlendar tungur og býr yfír sérstakri þekkingu á landi og þjóð. Sér- staklega er hið síðarnefnda sett á oddinn og ef vel á að vera þarf leiðsögumaðurinn að geta svarað öllum spumingum ferða- manna um land og þjóð. Marg- ir reka því upp stór augu þegar þeir heyra að ungur franskur maður sem einungis hefur dvalið hér á landi í 3 ár skuli starfa sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn á íslandi og það sem meira er, hann býr yfír meiri þekkingu um land og þjóð en margur mörlandinn. Hann heitir Roland Assier og býr með íslenskri unnustu sinni vestur á Nýlendugötu í Rcykjavik. Við gerðum hús- rask hjá þeim skötuhjúum og spurðum Roland hvernig stæði á veru hans hér. Bjó í tjaldi og vann í fiski „Ég kom hingað fyrst í níu vikna sumarfrí árið 1978. Þá ferðaðist ég um landið á bíl, ég skoðaði mikið og fór víða. landið töfraði mig og ég ákvað að koma hingað aftur og sú varð raunin. Ég kom aftur sumarið 1981 og þá var ég staðráðinn í að setjast hér að í einhvern tíma. Ég ætlaði mér að læra málið og kynnast land- inu meira og betur en ég gerði 78. Já, ég kom um sumarið ’81 og það sem eftir lifði sumars vann ég í fiski hjá Bæjarút- gerðinni og bjó í tjaldi í Laug- ardal. Það var mikil og sérstök lífsreynsla að vinna í fiski. Ég lærði ekki stakt orð í íslensku þann tíma og íslendingarnir gáfu ekkert færi á sér. Þarna unnu nokkrir aðrir útlendingar og við neyddumst til að halda hópinn. Ekki gat ég búið til frambúðar þarna á tjaldstæð- inu, litla tjaldið mitt var orðið hriplekt og állt blautt. Ég fór því og fékk inni á Hernum í stóru sjö manna herbergi. Þar bjó ég í fjórar vikur og var þeirri stundu fegnastur er ég komst inn á stúdentagarða, en ég hafði skráð mig í íslensku fyrir útlendinga. Námið gekk mjög vel, en ég þurfti að leggja hart að mér, ætli ég hafi ekki lært eina 50 tíma á viku fyrir utan þann tíma sem ég var í skólanum. íslenskan var algjör kínverska fyrir mig, það er að segja orðaforðinn. Ég kom mér upp kerfi og lærði utanað 45-50 orð á dag. Hins vegar er margt í íslensku málfræðinni áþekkt þeirri frönsku. Fyrstu þrír mánuðirnir voru nokkuð erfiðir, en svo kom þetta allt. Ef fólk ætlar sér að læra eitthvert mál þá þarf það að vera í landinu þar sem málið er talað. Það er ekki nóg að vera með orðabók í sínu heimalandi, maður verður að læra hugsunarhátt' og líferni fólksins sem talar málið, og það tekur aðeins lengri tíma en utanbókarlærdómurinn. Ég var þarna í tvo vetur í íslensku fyrir útlendinga og lauk þar B.A. prófi. Seinni veturinn var ég líka í íslensku fyrir íslendinga og þá var ég búinn að ná ágætum tökum á málinu. Sumarið ’83 fór ég mínar fyrstu ferðir sem leiðsögumað- ur á vegum íslenskrar ferða- skrifsofu. Sumarið áður hafði ég leiðbeint og aðstoðað franska kvikmyndagerðamenn sem voru hér að vinna að heimildamynd um ísland. Þessi niynd er ekki venjuleg landkynningarmynd, þar er ekki nein fræðsla um land og þjóð, heldur er myndin látin tala og vekja forvitni um landið. Þessi mynd verður frumsýnd í Frakklandi nú í haust. Erffitt að skilja Frakkana En það var sem sagt sumarið ’83 sem ég fór mína fyrstu ferð á vegum íslenskrar ferðaskrif- stofu. Það voru tvær hálfsmán- aða tjaldferðir á vegum B.S.Í. í þessum ferðum voru ein- göngu Frakkar og það var dálítið skrítið að umgangast þá þegar ntaður var búinn að lifa og hugsa sem íslendingur í tvö ár. Þetta voru frekar ódýrar ferðir og þetta hefði getað orðið ágætt frí fyrir þetta fólk, en það var í einhverju stressi allan tímann, það gat aldrei slappað af og notið þess að vera í fríi. Við vorum líka óheppin með veður, en leiðin- legt veður hefur aldrei úrslita- áhrif á það hvort ferð er góð eða slæm. Eflaust hef ég líka gert mistök, verið of persónu- legur þegar ég var að segja frá, hver veit. Ég fann líka fyrir því að fólkið í þessari ferð var einhvernveginn óöruggt og treysti mér ekki nógu vel. Þeim hefur sennilega þótt það var- hugavert þegar samlandi Íæirra var að segja þeim frá slandi og íslensku þjóðlífi, að minnsta kosti fannst mér eins og þau legðu svona mátulega mikinn trúnað á það sem ég var að segja. En þetta var óneitanlega mikil og góð starfsreynsla og það skrítnasta við þetta var að ég var orðinn það mikill íslendingur í mér að ég átti stundum í erfiðleikum með að skilja landa mína. sérstakur. Þetta voru allt kenn- arar sem voru vanir að stjórna og segja sjáfir frá. Núna voru þeir komnir hinurn megin við borðið, ef svo má að orði komast. Sumum þeirra fannst erfitt að sitja og hlusta. Þessir erfiðleikar hvöttu mig til þess að taka þátt í leiðsögumanna- námskeiði Ferðamálaráðs vet- urinn ’83-’84. Samhliða því var ég í íslenskunni upp í háskóla. Leiðsögu- mannanámskeið Leiðsögumannanámskeiðið var miklu tímafrekara en nám- ið í Háskólanum. Það stóð í einn vetur og efni fyrir miss- erisins var almennur fróð- leikur um ísland. Þar var kennd almenn ferðaþjónusta, náttúrufræði, saga, menning, allt um íslenskt nútúmasamfé- lag og svo auðvitað skyndi- hjálp. í desember varsvoskrif- legt próf og til þess að geta haldið áfram þurfti að ná 6.5 í meðaleinkunn, svo maður þurfti að kunna þetta nokkuð vel. Á seinna misserinu fórum við í svæðafræðslu. Þá varhver sýsla landsins tekin fyrir og fjallað var um athyglisverða staði. Auk þess lærðum við allt um atvinnuvegi og sérkenni staðanna. Einnig þurftum við að lesa 30-40 þjóðsögur og valda kafla úr einum 10 Islend- ingasögum og nokkrar skáld- sögur. Auðvitað las ég námsefnið allt á íslensku og sumum þess- ara fræða hafði ég aldrei kynnst áður. Tökum jarðfræðina sem dæmi. Ég lærði hana á íslensku og náði þá öllum hugtökum og tækniorðum, en ég þurfti að fletta þeim öllum upp til þess að fá franska þýðingu hugtak- anna. Þetta námskeið tók allan minn frítíma og meira en það, en ég sé ekki eftir því. Þetta var gott námskeið og þarna var miðlað miklum fróðleik. Ef eitthvað er, þá var fróðleikur- inn of mikill ef miðað er við eins vetrar nám. Ég finn það mjög vel núna. að ég bý yfir meiri vitneskju um land og þjóð heldur en margir íslend- ingar. Ferðamannahóparnir sem hingað koma eru misjafnir, en ég held að það séu ekki til góðir eða vondir hópar. Að- stæðurnar ráða svo miklu þarna unt, og svo eru líka til einstaklingar sem ekki passa saman. Það er hægt að skipta fólki í tvennt eftir aldri. Eldra fólkið veit oftast eitthvað um landið. Það hefur oftar mikinn tíma og getur þess vegna lesið sér eitthvað til áður en það kemur hingað. Yngra fólkið veit minna ög er því miður ekki alltaf með réttan útbúnað með sér. Fararstjórinn verður oft og tíðum að útbúa regnkáp- ur úr plastpokum fyrir hóp manna sem heldur að aldrei rigni þegar það á frí. En að vísu er aldrei hægt að fullyrða neitt um fók í heild, en þetta vill nú oft vera svona. Hér vil ég vera Svo spyrja ferðamennirnir endalaust og alltaf verður leiðsögumaðurinn að svara, og ef ég veit ekki svarið þá viður- „Maður veröur að vera dálítill sjarmur. kenni ég það frekar en að segja eitthvað sem ekki stenst. Fólk hefur mikinn áhuga á íslensku nútímasamfélagi og margir halda að hér sé algert drauma- samfélag. Leiðsögumaðurinn þarf að vera við öllu búinn því fólk spyr jafnvel um sjálfs- morðsaðferðir íslendinga, um skilnaði, siðgæði og þar fram eftir götunum. Einniger mikið spurt um það hvernig íslend- ingar taki útlendingum og hvernig það sé fyrir útlendinga að vera hér. Oft er þessum spurningum beint persónulega til mín og þá svara ég af eigin reynslu, sem er alveg prýðileg. Þegar ég kom hingað í fyrsta skipti þekkti ég engan, en ég komst smám saman inn í þetta samfélag. Ég var búinn að vera hér í 18 mánuði þegar ég kynntist henni Helgu sambýlis- konu minni. Ég veit um nokk- ur hjónabönd þar sem útlendi makinn er hér vegna óska þess íslenska, en þegar útlendingar koma hingað fyrst með íslensk- um mökum sínum verða þeir háðir þeim í samskiptum sín- um við innfædda. Hingað kom ég af áhuga, það dró mig enginn hingað, hérerégoghér vil ég vera. Þarf að vera sjarmur Það er oft skrítið og stór- skemmtilegt samband sem skapast á milli leiðsögumanns- ins og ferðamannanna. Ferða- mennirnir eiga nánast leið- sögumanninn og hann þarf að vera tiltækur allan tímann. I einni ferðinni í sumar var mik- ið um gamalt fólk, sérstaklega einhleypar konur um sextugt. Og í þessu starfi eins og reynd- ar öllum félagslegum störfum þarf maður að vera dálítill sjarmur. Þá á ég alls ekki við að maður reyni við gömlu konurnar, heldur verður mað- ur að kynnast þeim öllum og vera sjarmerandi og lifandi í starfinu. Maður verður að endurgjalda tilfinningar þessa fólks. Það er dálítið erfitt að lýsa þessu, en fólkinu verður oft mjög hlýtt til leiðsögu- mannsins. Þetta kemur dálítið inn á hlutverk leiðsögumannsins, sem er mjög stórt í svona ferðum. Oft og tíðum getur hann ráðið því hvort ferð er góð eða slæm. Fólk kaupir ferð og innifalið í þeim kaup- um er leiðbeiningar leiðsögu- manns. Síðan er það leiðsögu- mannsins að vinna sín verk og fólk kærir sig ekki um að kaupa „gallaða vöru“. Öllum er nauðsyn á fríi til að geta slappað af og þá á leiðsögu- maðurinn að sjá til þess. Ef fríðið, sem oft er hápunktur hvers árs, mistekst eitthvað þá getur illa farið því oft er heilt ár í næsta frí. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á herðum leiðsögumannsins og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því að góður og menntað- ur fararstjóri getur verið ein besta auglýsing sem ferðaskrif- stofan og reyndar landið sjálft getur fengið. Það er allt of mikið um að þekkingarlitlir og NT-mynd: Róbert. mállitlir leiðsögumenn fari með erlendum hópum, því miður. Ef ferð er illa skipulögð og veðrið óhagstætt getur góð- ur fararstjóri oft bjargað miklu. En góð skipulagning og frábært veður geta aldrei bjargað lélegum leiðsögu- manni. Við þurfum nefnilega að vera við öllu búnir. Einu sinni var ég með hóp sem hafði verið einstaklega óheppinn með veður. Við vorum á leið til Akureyrar og ég sagði þeim að þar væri alltaf sól og hiti og bætti því við að þar væri ís- lenska Rívieran. Allir urðu mjög ánægðir og til Akureyrar komum við að kvöldlagi, en þegar fólkið vaknaði um morg- uninn var kominn fimm sentí- metra jafnfallinn snjór. Mig langaði mest til þess að hlaupa burt og fela mig. Já það getur ýmislegt komið upp á í svona ferðum og góður fararstjóri getur bjargað mörgu, en núm- er eitt, tvö og þrjú er góður andi og gott samstarf milli leiðsögumannsins og bílstjór- ans. Auðvitað á maður ekki að fullyrða neitt um íslenska veðurfarið. Það hefur meira að segja komið fyrir að leið- sögumanninum hafi verið kennt um vont veður, en það skiptir mestu máli að vera jákvæður og segja þetta dæmi- gert íslenskt veður, sól í augna- blikinu, rigning og þoka eftir hálftíma, uppstytta um kvöld- matarleytið og snjókoma þeg- ar líða tekur á kvöldið." -ÞGG.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.