NT


NT - 02.09.1984, Side 10

NT - 02.09.1984, Side 10
la,- Sunnudagur 2. september 1984 Réttvísin gegn Brynjólfi. nefndar, sem hefði það hlut- verk að framkvæma óhlut- dræga rannsókn Krossanes- málsins. Atvinnumálaráðherra brást ókvæða við og lýsti yfir, við góð'ar undirtektir annarra þingmanna landsstjórnarinn- ar, að ef slík tillaga yrði samþykkt, myndi stjórnin segja af sér. Þegar gengið var til atkvæða um tillöguna, var hún svo felld með 14 at- kvæðum gegn 14. Vegna þess- ara málaloka birtust í Alþýðu- blaðinu margar harðorðar ár- ásir á stjórnina og Jón Magnús- son, og einmitt um svipað leyti birtist ritdómur Brynjólfs Bjarnasonar um „Bréf til Láru“ í blaðinu. Óákveðin og ópersónuleg hugtök Málið gegn Brynjólfi var byggt á veikum forsendum eins og hann bendir sjálfur á í upphafi varnar sinnar. Hann tekur upp umræddan kafla úr greininni og spyr: „Er nú sagt í þessari grein, „að guð sé ekki annað en hégómagjarn og öf- undsjúkur harðstjóri og óþokki?" Þeir, sem kunna að lesa, ættu að sjá fljótlega að svo er ekki, heldur þvert á móti. Hugsunin er þessi: Sam- kvæmt túlkun ýmsra kenni- manna á eiginleikum guðs og guðshugmyndinni, er það aug- ljóst, að g’uð er ekki annað en hégómagjarn o.s.frv. Prátt fyr- ir þetta er hægt að fá menn til að elska og virða þessa afkára- legu guðshugmynd. Fáviskan, einfeldnin, siðferðissljóleikinn og blind trúgirni á yfirboðar- ana eiga sér svona djúpar rætur. ...Pað, sem verndað er í grein hegningarlaganna, er ekki annað en trúarlærdómar og guðsdýrkun trúarfélaga eða trúarbragðastofnana. ... I grein minni er engan veginn ráðist á trúarlærdóma eða dogmur hinna opinberu trúarbragða eða nokkurs trúarfélags, held- ur hitt, hvernig þeir oft og einatt eru útskýrðir. Pað er heldur ekki sveigt að guðs- dýrkun nokkurs trúarfélags." Brynjólfur fer fleiri orðum um þá ákveðnu guðshugmynd sem um er að ræða, og segir ennfremur: „Ég vil endurtaka að með ummælum mínum var ekki átt við guðshugmynd, guðsdýrkun eða trúarlærdóma nokkurs sérstaks trúarfélags, heldur yfirleitt við afskræmda guðshugmynd, notaða í þjón- ustu ills málefnis. Og það ligg- ur í augum uppi, að það getur ekki verið tilgangur laganna, að vernda hin eða þessi óákveð- in, ópersónuleg og abstrakt hugtök. Jafnvel þó að ég hefði ráðist á guðsdýrkun einhvers trúar- bragðafélags á íslandi, myndu ummæli mín ekki br jóta í bága við 157. grein hegningarlag- anna. Ummæli mín voru hvorki gys né smán, heldur álvarleg árás.“ Forlög og frjálst val Fyrsta orðið í umræðunum er óneitanlega Pórbergs Þórð- arsonar sern enginn þorði að sækja til saka fyrir guðlast. í „Bréfi til Láru“ segir Þórberg- ur: „Drottinn allsherjar situr uppi á himinbungunni og stjórnar þaðan heiminum svona með höppum og glöpp- um (sbr. samsullið forlög og frjást val). Hann er fávís, veiklundaður og hefnigjarn. Hann setur mönnum lögmál til að breyta eftir, sem hann hefir margbrotið sjálfur. Hann græt- ur yfir syndum, sem hann hefir sjálfur komið inn í heiminn. Hann refsar fyrir afbrot sem hann er sjálfur orsök í. Hann hefir sérstök trúarbrögð. Þessi trúarbrögð hefir hann gefið sinni útvöldu þjóð í bók þeirri, sem Biblía heitir. Þá, sem trúa Biblíunni, gerir hann að stríðs- generölum á himnum. Van- trúarmenn og heiðingja gerir hann að leikfangi djöfla úti í yztu myrkrum. Honum er meinilla við rússneska bylt- ingamenn og bolsivíka. En sjálfur fer hann eldi og felli- byljum um blómleg héruð og drekkir heilum þjóðflokkum í djúpum hafsins." Það þarf góðan vilja til að misskilja ummæli sem fjalla um trúmálaádeiluna í „Bréfi til Láru“. En þegar viljinn dregur hálft hlass og broguð lagagrein afganginn, er greini- lega hægt að koma ýmsu til leiðar. Málamyndadómur Það er mál manna að íslensk réttvísi hafi heldur betur misst niðrum sig í málinu gegn Bryn- jólfi Bjarnasyni. Fyrir siðasak- ir var hann dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fang- elsi og til að greiða málskostn- að. í dómnum segir að ljóst sé að með ummælum sínum ráð- ist hann að guðshugtaki ís- lensku þjóðkirkjunnar og skuli því sitja í steininum í mánuð. En með því að ákærði hafi útskýrt að með hinum um- stefndu orðum hafi hann að- eins verið að skýra frá trúmála- ádeilu í bók þeirri sem grein hans eigi að vera ritdómur um, sé dómurinn skilorðsbundinn. Brynjólfur áfrýjaði ekki dómnum. Hann taldi slíkan málamyndadóm ekki þess verðan að eyða tíma, fé og fyrirhöfn til að áfrýja honum. Dómurinn var hinsvegar not- aður gegn honum, meðal ann- ars til að bægja honum frá kennslu í náttúrufræði við Menntaskólann. Enda ljóst, að dæmdur guðlastari getur ekki kennt náttúrufræði svo nokkuð lag sé á...? Eins og títt er um dæmda guðlastara hefur Brynjólfur seinna fengið uppreisn æru. Sem kunnugt er varð hann menntamálaráðherra 1944, og var alþingismaður í mörg ár. Það var haft fyrir satt að Ólafur Thors hafi ekki þorað að fela honum kirkjumálaráðuneytið, sem þó hefði verið vel við hæfi. Til þess kom nú raunar ekki, því Brynjólfur óskaði sjálfur að vera laus við það, og að sá kaleikur væri tekinn frá sér. Menn hafa tilhneigingu til að segja um atburði eins og þennan, að þetta hafi verið öðruvísi í gamla daga, svona nokkuð geti ekki gerst í dag. Brynjólfur segir sjálfur að til að skilja þennan dóm verði maður að hafa í huga pólitískt ástand á íslandi á þessum árum. En hvernig pólitískt ást- and er þá á tslandi í dag, úr því að sagan getur endurtekið sig? Eða hvers eðlis er nýaf- staðið „Spegilsmál"? ■ „Ég veit nú ekki hvað ég get sagt um þetta núna“, sagði Brynjólfur Bjarnason þegar blaðamaður vildi fá hann til að segja eitthvað um málið. „Ég skrifaði mína vörn þegar þetta gerðist, og hef í raun og veru litlu við hana að bæta. Það er erfitt að segja frá þessu núna, án þess þá að gera grein fyrir því pólitíska ástandi sem var á Islandi á þessunt árum. Þetta var allt annar heimur en við búum í núna, og fólk á kannski erfitt með að gera sér grein fyrir því. Það.voru margir sem höfðu á orði að þetta væri einhvers- konar hefndarráðstöfun. Al- þýðublaðið hafði gengið vask- lega fram í Krossanesmálinu og andstæðingar þess vildu koma á það höggi. Greinin birtist í Alþýðublaðinu og þess vegna var gripið til hennar. Ég hafði ekki skrifað fullt nafn undir, bara stafina mína, svo Hallbjörn Halldórsson, sem þá var ritstjóri Alþýðublaðs- ins, var fyrst í forsvari. Ég tel ekki nokkurn vafa á því, að þessu var fyrst og fremst beint gegn honum og blaðinu. Ég var ekki það þekktur þá, að þeim þætti taka því að ráðast á mig. Énþetta vorumínirstafir, og ég kannaðist við að hafa skrifað greinina, svo þetta lenti bara á mér. Nú var margt skrifað á þessum tíma sem kannski var ekki síður ástæða til að kæra, til dæmis ýmis ummæli Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness. Það má benda á, eins og ég sagði í formála að kverinu, að það er ansi erfitt að dæma í svona máli. Dómurinn var ákaflega skrítinn og rökstuðn- ingur hans furðulegur. Dómar- inn sagði að það væri augljóst að ég væri þarna að vega að kenningum kirkjunnar, að þetta væri sem sagt árás á starfsemi hennar. Svo koma málsbæturnar, og þær voru að ég hafi haldið því fram að ég hafi alls ekki átt við kenningar kirkjunnar. Hvernig gátu það verið málsbætur? Ég er dæmd- Fyrst og fremst beint gegn Alþýðublaðinu ■ „Dómurinn var ákaflega skrítinn og rök- stuðningur hans furðulegur“, sagði Brynjólfur Bjarnason frv. menntamálaráðherra. Brynjólf- ur var ákærður og dæmdur fyrír guðlast árið 1925, vegna rítdóms sem hann skrifaði í Alþýðu- blaðið um „Bréf til Láru“ eftir Þórberg Þórðar- SOIl. NT-mynd: Róbcrt. ■ Jóhannes Jóhannesson var bæjarfógeti í Reykjavik 1925. Hann dæmdi Brynjólf í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi á þeim for- sendum að þó það væri augljóst að hann hefði átt við kenningar kirkjunnar, hefði hann haldið fram að svo væri ekki. ur fyrir að ráðast að kenning- um kirkjunnar, hvernig gátu þá verið málsbætur að víkja sér undan því, ef svo var? Með vörninni sýndi ég í raun og veru fram á að það voru engar forsendur fyrir málshöfðun. Ég bjó lengi í sama húsi og Lárus Jóhannes- son lögfræðingur, hann var sonur dómarans, og varð síðar hæstaréttardómari og alþing- ismaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í mörg ár. Ég sýndi honum vörnina, og honum fannst hún mjög góð. Hann sagði, að ég hefði þarna fært fullgild rök fyrir því að málshöfðunin væri ekki á rökum reist. En dómar- inn var í þeirri aðstöðu að hann gat ekki kveðið upp sýkn- unardóm. Þetta var mála- myndadómur og mér fannst ekki taka því að áfrýja honum, enda hefði það sjálfsagt farið á sama veg. Hæstiréttur hefði ekki heldur getað kveðið upp sýknunardóm, eins og ástandið var. En þetta var notað gegn mér, það vissi ég vel, þótt það væri aldrei gert opinberlega. Ég var atvinnulaus, þegar þetta gerðist, en hafði von um að fá kennslustarf í náttúru- fræði við Menntaskólann í Reykjavík. En það varð ekki af því vegna þessa máls. Mér gekk yfirleitt illa að fá vinnu eftir þetta, og var seinna rek- inn frá starfi við skóla fyrir pólitískar sakir. Jónas frá Hriflu beitti sér fyrir milkum pólitískum hreinsunum í skólakerfinu um þessar mundir. Og þá kom sér líka vel að hafa þennan dóm að vitna til því til sönnunar, að skólarn- ir mættu ekki hafa slíka menn í þjónustu sinni til að uppfræða æskulýðinn, heldur ekki um náttúrufræði. Ég veit ekki mikið um málið gegn Úlfari. Ég var erlendis, þegar þetta gerðist, og ég hef ekki séð Spegilinn. En mér hefur dottið í hug, að það væru einhverjir, sem vildu koma höggi á hann vegna bókarinn- ar, sem hann skrifaði um Frí- múrara. Þegar menn blaka eitthvað við Frímúrurum, þá virðast þeir oftast kunna ráð til þess að láta það koma þeim í koll á einhvern hátt“. 1U Aðgerðir lögreglunnar tókust ákaflega vel og samstillmg hmna ýmsu þátta í kerfinu reyndist full- komin. Aö vísu var héraðeins um æfingu að ræða, oessi blaðdrusla Spegilsins stóð auðvitað engan veginn undir sér, hvorki sem klám, meiðyrði né a mennilegt lögbrot einu sinni. Ekki frekar en nugslys það sem Almannavarnir sviðsettu á Kefla- víkurflugvelli í vetur svo dæmi sé nefnt. Það var auðvitað ekki ekta flugslys, varla nokkur maðui svo mikið sem lést. En það sem sklpti mestu máli varað hér varhæai *ýreyna við eðlilegar aðstæður skoðanavarnar- ■' Iandmu- Og Þa& reyndist virka vel, svo ei bakkaSt Vaskle9n fram9öngu lögreglunnar fyrirað Við megum ekki gleyma því að jafnvel hér á landt kynnu að koma upp í framtíðinni raunveruleg rit- vandamál. Það eralls ekki óhugsandi að hérkynnu að spretta upp rithöfundar eins og Stefan Zweig, Thomas Mann, Solsénitsyn, Vaclav Havel eða BreytenBreytenbach, svo einhverjir séu nefndir. , F? emrÞessa velheppnuðu æfingu vitum við að i lslindl.verður hægt að taka málin föstum tökum. Þvi fylgir mikll öryggiskennd fyrir hinn almenna Af baksíðu „Samvisku þjóðarinnar“. ■ Þann 30. maí 1983 var 2. tölublað „Spegilsins" gert upptækt, samkvæmt fyrir- skipun ríkissaksóknara, Þórð- ar Björnssonar. Hald var lagt á allt upplag blaðsins, prentgögn, dreifilista og inn- heimtuplögg, með almennu lögregluútboði um allt land. I samtali við „Tímann" daginn eftir, sagði ríkissaksóknari að auk þess sem grunur léki á að efni blaðsins varðaði við lög um klám og ærumeiðingar, væri nú verið að athuga hvort útgáfan bryti ekki í bága við lög um prentrétt, en í blaðinu væri hvergi að finna nafn ábyrgðarmanns. Þriðja júní, áður en formleg kæra hafði verið lögð fram, kom svo út 1. árgangur, 1. tölublað „Samvisku þjóðarinn- ar“, útgefandi og ábyrgðar- maður: Úlfar Þormóðsson. Á forsíðu blaðsins stendur: „Fyrr má nú vera! Loksins þegar kom arminilegt blað reif lögg- an út allt upplagið. Og ekkert eftir handa okkur óbreyttum. Þó mun hægt að fá blað þetta, Spegilinn, á svörtum en það er ekki fyrir hvíta menn að standa í þeim andskota. Leyniblaða- salar og blaðaleigur græða á hæl og hnakka. Neðanjarðar- hagkerfið þrútnar, bólgnar og belgist út. Þetta er óþolandi. Samviska þjóðarinnar býður að úr þessu sé bætt. Hér gefur því að líta allt efni Spegilsins á mannsæmandi kjörum. Óbreyttir geta að sjálfsögðu ekki vænst þess að fá’ða í lit og á fínasta pappír fyrr en ríkissaksóknari er bú- inn að lesa öll eintökin. Þó mun með eftirgangsmunum vera hægt að fá að kíkja í blað hjá honum ef menn hringja heim til hans á kvöldin. (Vin- samlegast ekki hringja meðan Tommi og Jenni eru á skjánum.)" Eins og þessi inngangur bendir til er að finna í „Sam- visku þjóðarinnar" allt efni Spegilsins bannaða. Þar að auki er í blaðinu opna þar sem Spegilsmenn játa vankunnáttu sína í ærumeiðingum og getu- leysi sínu til krassandi klámút- gáfu. Lögreglan brá við skjótt og gerði Samvisku þjóðarinnar auk prentgagna upptæka, að eigin frumkvæði. Um það bil mánuði eftir að löghald var lagt á Spegilinn, gaf saksóknari loks út kæru á hendur útgefanda. Og sjá, kært var fyrir brot á prent- lögum, fyrir klám, en æru- meiðingaákæran var gufuð upp, og í hennar stað komin ákæra um guðlast. „Snör handtök, fljótir fætur“ Við löghaldið á Speglinum sýndu ríkissaksóknari og hans menn af sér þvílíka eljusemi og dugnað að ljóst var að hér var um alvarlegt mál að ræða. Um þær aðgerðir segir Úlfar Þormóðsson í „Bréfi til Þórðar frænda“: „Með Spegilinn gilti ekki þessi hægagangsregla sem not- uð var við rannsóknina á ólög- legum frímúraradrykkjuskap. Þá var dagskipunin: Snör handtök, fljótir fætur. Ég sé fyrir mér lögreglulið landsins á fleygi ferð; í þéttbýli blússa lögreglubílarnir um og stoppa við hverja sjoppu, inn í þær strunsa fagurlimaðir lög- reglumenn og hirða það sem til er af þessu fordæmda blaði. Úti í dreifbýlinu eru sýslumenn og hreppstjórar á þönum. Hvergi má sleppa úr sölustað; það verður að forða því að þjóðin komist í þetta siðspill- andi rit. Aldrei fyrr hefur verið skipulögð og framkvæmd svo viðamikil aðgerð vegna eins máls á vegum sameinaðrar lög- reglu landsmanna. Hugsaðu þér hvað þetta er fáránlegt: Viðamesta lögreglu- aðgerð íslandssögunnar er að gera upptækt blað, og að þínu frumkvæði; blað sem þú hafðir ekki einu sinni lesið... Kollegi minn í glæpnum, Hjörleifur Sveinbjörnsson, var eltur uppi út um allan bæ, a.m.k. í þrígang, og í eitt skipti hirtur í sjoppu. Áður hafði lögreglan a.m.k. kynnt sig á fjórum stöðum og gefið upp það eitt erindi að hún væri að leita að Hjörleifi. Hjörtur Cyrusson dreifing- armeistari var að dreifa blað- inu um Suðurnesin þennan dag. Um kvöldið var hann ekki kominn heim til sín, og þá léstu setja lögregluvörð við heimili hans sem varði alla nóttina. En þar sem hann kom ekki heim, heldur lagðist í synd, þá tókuð þið hann til yfirheyrslu á skurðdeild Landspítalans morguninn eftir, þar sem hann var að bíða eftir að leggjast undir hnífinn." „Brotáprent- lögum“ Brotið á prentlögunum var, að í blaðhaus Spegilsins var ekki minnst á hver væri ábyrgðarmaðurblaðsins. Sjálf- sagt má réttlæta þá ákæru, en hvers vegna var þá ekki brugð- ið við og hald lagt á Tímann, Þjóðviljann, Morgunblaðið og DV? Þau blöð gáfu heldur ekki upp hver væri ábyrgðar- maður. Meðal játninga Speg- ilsmanna í „Samvisku þjóðar- innar“ er eftirfarandi klausa: „Við játum það í auðmýkt, að við litum of stórt á okkur. Þar sem almennilegu blöðin hafa engan ábyrgðarmann skráðan héldum við í drambsemi að um okkur giltu sömu lög. En dramb er falli næst.“ „Og Spegillinn varð fyrir valinu“ „Enda sagði hann undarlega

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.