NT


NT - 02.09.1984, Síða 16

NT - 02.09.1984, Síða 16
llt Rýnt í tilveruna ■ Allir vita, eða ættu að vita, að það er óhagganleg stað- reynd, að traustasta undirstaða góðs þjóðfélags var, er og verður um ókomin ár, heil- brigð og ánægð fjölskylda. Og hornsteinn að samlyndri og streitulausri fjölskyldu er góð húsmóðir. Frá öllum þeim, sem búa við heilbrigt fjölskyldulíf og hrærast innanum hamingju- sama fjölskyldu stafar jafnvægi og um leið innri gleði, og slíkt hefur áhrif á umhverfi þeirra utan veggja fjölskyldunnar. Sem sagt í öllum samskiptum þeirra við meðbræður, hvort sem er karl- eða kvenkyns, í gamni eða alvöru lífsins. Þetta liggur í augum uppi og þegar við íhugum þessa góðu staðreynd af hreinskilni, þá kemur greinilega í Ijós, hve ábyrgðarmikið og um leið stór- kostlegt hið annasama starf húsmóðurinnar hlýtur að vera. Já, heimavinnandi húsmóðir, vegna þess að við erum alltaf að sjá það betur og betur, hve mikil spenna getur ríkt á heim- ilum, þar sem húsmóðirin er ekki til staðar nema á kvöldin og rétt yfir blánóttina. Nú mætti ætla, miðað við mikilvægi heimilishaldsins, að allt væri gert til þess að létta húsmóðurinni hið ábyrgða- mikla starf sitt, en því er aldeilis ekki þannig varið. Nú á tímum er allt gert og reynt til þess að draga konur út af heimilunum. Akaflega há- værar raddir eru uppi um jafn- rétti og breyttan tíðaranda og þeim konum sem njóta þess að yera heima og sjá lífsfyllingu í því að sinna fjölskyldunni, er allt gert til ama. Mikið er barist fyrir kvenréttindum, en í þeirri baráttu virðist heima- vinnandi húsmóðirin og henn- ar réttindi ekki vera inni í myndinni. Þegar sem mest var rætt og fjallað um hina „hagsýnu húsmóður“, önduðu flestar heimavinnandi húsmæður léttar. Nú var þeirra tími kominn. Tími stuðnings og skilnings á starfi þeirra og mikilvægi þess innanum og fyr- ir fjölskylduna..Þær urðu fyrir vonbrigðum. Loks, þegar heimavinnandi húsmóðir gerði sér stórar vonir um að fá leiðréttingu á sjúkra- dagpeningum sínum og skattaálagningu hjónanna, þá heyrði hún ekki neitt. Hvað þá um lækkun vöruverðs, sér- staklega á nauðsynlegum mat- vörum? Þessi mál virðast vera algjört „tabú“.. Én viti menn, í staðinn fyrir að huga að réttindum hinnar hagsýnu húsmóður, urðu kröfurnar um fleiri dagheimili sífellt hærri. Er ekki einhvert öfugstreymi á ferðinni meðal okkar? Heimavinnandi húsmóðir kærir sig ekki um dagheimili. Hún lætur sér leikvöll með pössun nægja og í hámarki leikskóla. Hún vill og getur ekki séð af börnum sínum allan daginn. Þar af leiðandi liggur í aug- um uppi, að aukin réttindi húsmóðurinnar og um leið færri dagheimili spara þjóðfé- laginu stórar upphæðir. Þegar ekið er niður Banka- stræti, auðvitað sitjandi í góðu gluggasæti í strætó, (vegna þess að heimavinnandi hús- móðir með fjölskyldu og eina fyrirvinnu telur sig ekki hafa efni á því að eiga og reka bifreið) blasir Torgið við í öllum sínum þokka.. Þar er mjög svo líflegt á góðviðrisdegi og væri hægt að segja og skrifa langar sögur, bæði fallegar og miður góðar um þennan fræga stað sem Torgið og göngugatan eru nú orðin. En þó að Torgið með sínu fjölbreytta mannlífi blasi við mér út um gluggann í strætó, þá er það samt annar staður, sem ætíð stingur í augu mér og vekur í hvert skipti furðu mína og forvitnilegan áhuga. Þessi eftirtektarverði stáður er útitaflið, sem hefur örugg- lega flutt frægð okkar út um allar jarðir. Ég var einmitt stödd niðri í Lækjargötu, ásamt öðrum góðum vegfarendum, í dumb- úngsveðri, en þó ekki rigningu, þegar framkvæmdirnar að þessu stóra og síðar umdeilda mannvirki sem útitaflið er, hófust. Alveg upp úr þurru var stórri og hávaðasamri ýtu ekið upp að fallegu grænu brekkunni við Bankastræti og það skipti engum togum, að hin óhugn- aniega skófla hennar tók til við að tæta grænu brekkuna í sundur. Og fljótlega varð brekkan að einu stóru flagi og minnkaði óðum, eftir því sem moldarhrúgan á vörubíl nokkrum er var kominn á staðinn, stækkaði. Eins og eðlilegt var við þess- ar aðstæður, stönsuðu vegfar- endur og ég í Lækjargötunni og störðu furðu lostnir á þessar aðfarir. Það leið ekki á löngu þar til við stungum saman nefjum og hinar furðulegustu getgátur komu á kreik og hver og einn lét hugmyndaflug sitt varðandi þennan mokstur leika um Lækjargötuna. Fjölmargar tilgátur sáu dagsins ljós, eins og að nú væri verið að leggja drög að litlu vinalegu torgi, eða koma upp einhverri gróðurvin, svona í hjarta borgarinnar, með mörg- um bekkjum, vegna þess að bekkirnir á Austurvelli eru ávallt þéttskipaðir á góðviðris- dögum og þá komast færri að en vilja. Einnig var því haldið fram, að þarna mundi stór og glæsilegur gosbrunnur líta dagsins ljós. Þannig flugu hugmyndirnar fram og aftur, þar til einn vegfarandinn tók á sig rögg, gekk yfir götuna til þess að fá glöggar upplýsingar, en viti menn, stjórnandi ýtunnar vissi ekkert um málið. Átti bara að koma brekkunni fyrir kattar- nef.. Þegar svo upplýstist, dögum seinna, að verið væri að leggja útitafl ásamt tilheyr- andi í stað brekkunnar grænu, setti marga hljóða og sýndist sitt hverjum. Ég óskaði þess strax, að veðurguðirnir yrðu okkur hlið- hollir á hverju sumri, því ís- lendingar eru skákþjóð mikii og það væri mjög leiðinlegt að geta ekki notað þetta stórkost- lega tafl vegna rigninga. Einnig lék ég mér við þá hugsun, hve glæsilegt það væri, ef næsta heimsmeistaraeinvígi í skák yrði haldið á útitaflinu í Bak- arabrekkunni. Annað eins hef- ur hvergi átt sér stað í veröld- inni. Þó gæti ef til vill komið babb í bátinn, vegna þess að tafl- mennirnir eru svo stórir, að það væri mjög svo auðvelt að fela væna sprengju í einum þeirra. Merkið okkar talar sinu mdli SAMVINNU TRYGGINGAR Sunnudagur 2. september 1984 16 Páll Eiríksson geðlæknir svarar spurningum lesenda Hann þolir ekki son minn Herra Páll Eiríksson. Ég veit ekki hvort þetta mál sem mig langar til að bera undir þig er beinlínis geðrænt vandamál. En það er þó persónulegt vandamál og ég veit ekki hvar skilin eru þarna á milli. En eíþetta passar ekki í þennan eínis- dálk, þá vona ég að mér verði sagt það. Svo er mál með vexti aðég á einn dreng, sem nú er orðinn íjórtán ára gamall. Ég átti hann þegar ég var átján ára og var ein með hann til 25 ára aldurs. Þá kynntist ég manni sem er íarmaður og er tveimur árum yngri en ég. Hann er nú þrítugur, en ég 32 ára. Vandamálið er bara það að þegar maðurinn erheima, þá kemur þeim syni mínum mjög illa saman. Ég held að ég geti sagt að þeir þoh ekki hvor annan. Við búum ííbúð sem er aðeins þrjú herbergi og það gerir þetta enn eríið- ara. Þegar maðurinn er heima vU hann hafa aUa sína hentisemi og skemmta sér og slappa af og þá er alveg ómögulegt fyrir son minn að vera heima. Hann er því farinn að hverfa heilu næt- urnar og er þá hjá einhverj- um kunningjum sínum. Hvað á ég að gera? Við erum ekki gift og maðurínn minn segist ekki vilja hafa son minn, þótt við keyptum stærrí íbúð, sem ég held þó að verði ekki á næstunni. Þar að auki er maðurínn að hugsa um að skipta um vinnu og koma í land og þá verður þetta enn erfiðara. Áhyggjufull. Þetta er auðvitað þitt líf en sonur þinn á líka rétt á því að vel sé búið að honum Kæra „áhyggjufull." Þú ert að velta því fyrir þéi hvort þetta bréf þitt eigí nokkuð erindi í þennan dálk og vil ég svara því strax að mér finnst ekki vera vafi á því, að þér líður illa andlega og því fyllsta ástæða til þess að taka þetta upp á þessum vettvangi. Ekki veit ég hvort það hjálpar þér nokkuð en ég vil samt segja þér að ástandi svipuðu því sem þú lýsir í bréfi þínu hef ég oft heyrt lýst áður. Ekki veit ég nákvæmlega um samspilið milli sonar þíns og sambýlismanns, eða hvert hlutverk þitt er í þessu samspili, en greinilegt er, að ykkur hefur ekki tekist að finna hagkvæma lausn á þessu vandamáli. Sonur þinn hafði þig út af fyrir sig fyrstu 7 árin og er því ósköp eðlilegt að hann eigi erfitt með að sætta sig við að þurfa að deila þér með öðrum nema vel sé á spilun- um haldið. Þú segir, að þegar maðurinn sé heima, vilji hann hafa alla sína henti- semi til að skemmta sér og slappa af og þá sé alveg ómögulegt fyrir son þinn að vera heima. Af bréfi þínu má ráða, að sambýlismanni þínum hafi ekki tekist að nú trausti son- ar þíns og það virðist heldur ekki bera mikið á virðingu hans fyrir syni þínum. Meira að segja segist hann ekki vilja hafa son þinn þótt þið keyptuð ykkur stærri íbúð saman. Ekki veit ég hvað hann hefur ætlað sér að gera við son þinn i því tilviki. Eins og þú lýsir sambýlismanni þín- um í þessu bréfi, verð ég að segja að ég fór að hugsa hvað þú eiginlega hefðir út úr þessu sambandi. Eg sé ekki af bréfinu að það sé af miklu jákvæðu að taka í samband- inu en það bjóði fyrst og fremst upp á vandamál fyrir samband þitt og sonar þíns. Ég er ansi hræddur um að flestar mæður hefðu fyrir löngu verið buíiar að gefa samband sem þetta upp á bátinn en vafalaust er það margt sem þú ekki minnist á í þessu bréfi. Þetta er auðvitað þitt líf, en sonur þinn á líka íullan rétt á að að honum sé vel búið. Ef þér ekki tekst að finna lausn á þessu vanda- máli hjálparlaust, mundi ég ráðleggja þér að leita aðstoð- ar þeirra aðila sem fást við slík vandamál, sjá síðasta svar mitt til „Konu í Breið- holtinu. Með bestu kveðjum, Páll Eiríksson, geðlæknir. LIFAjVDI BLAÐ! Heimilið '84 32 á heimilissýningunni. Ibásnum gefstgestum sýningarinnar tækifæri til aö fylgjast meö fjarrita Reuterskýra I sífellu frá nýjustu fréttum utan úrheimi. Og nýir áskrifendur, sem aö sjálfsögöu njóta sérstakra kynningarkjara, taka þátt í lukkuleiknum í lukkuhjólinu.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.