NT


NT - 02.09.1984, Síða 22

NT - 02.09.1984, Síða 22
Sunnudagur 2. september 1984 22 ■ Vorið kom scint til Rómar og sumarið var næstum tveim- ur mánuðum á eftir áætlun. Hvort Rússarnir standa á hak við þessar tafir eða sameinað huglægt átak (slendinga hefur hrint einhverjum lægðum suður á bóginn er ekki vitíið. Þjóðarsál ítala vill hafa hlut- ina á hreinu, þeir vilja geta bent á eina fasta ástæðu fyrir þeim. Að veðurfar í heiminum er að breytast cr alltof yfir- gripsmikið og laust í reipunum til að þeir séu reiðubúnir að taka það gilt. Leitin að ástæðu fyrir síðbúnu vori fer því cnn fram, en er um þaö bil að daga uppi í sumarhitunum. Sennilega er það vorhretinu að þakka hversu fáliðaðar pöddur eru í ár. Egg, lirfur og púpur hafa frosið í hel um það leyti sem baunaplöntur systur minnar féllu fyrir ótímabærum stormi. Þetta veldur því að það er næstum hvergi kóngulóar- vefi að sjá. Þessir iðnu vefarar hafa alltaf tjaldaö yfir öll stór- merki Rómar, spunniö milli rimla, súlna, lágmynda, há- mynda og höggmynda, búið í öllum hornum og átt dægur- heimili í þrepinu í strætó. Við fyrstu sýn virðist Rómarborg því hreinni en áður. Það er blekking, Róm er auðvitað skítugri en nokkru sinni fyrr. Á þeim þremur árum sem liðin eru síðan ég sá hana síðast hafa bæst við þriggja ára birgö- ir af drullu og drasli. ítalinn lætur allt detta þar sem hann stendur. Umbúðir, kókdósir, vatnsflöskur, dagblöð, matarafganga og sorp. Meðal-ítalinn, hann Nino, segir að það sé ferða- mannaplágan sem subbi út landið fagra. Það getur verið að ferðamennirnir læri af heimamönnum, en ég hefi nú njósnað í kringum nokkur Inis- vagnastæði og þeir vagnar sem varpa sorpinu út að aftan um leið og þeir gefa í í áttina að næstu menningarverðmætum eru með ítölsku númeri. En það eru til nokkrir ítalir, sennilega svona einn og hálfur í hverri borg, sem koma auga á að það er ekki sjálfsagt og eölilegt að ganga um cins og lifandi mykjudreifari. Þetta fólk samcinast öðru hvcrju og heldur uppi áróðri í sjónvarpi og á veggspjöldum fyrir hrein- um, fögrum borgum. Árangur- inn er lítt sýnilegur, en maður reynir að ímynda sér að án baráttunnar hefði ástandið verið verra. Það hefur sennilega verið þessi hreinlcgi hópur fólks sem ákvað að snyrta fornminjarnar fyrir nokkrum árum. Þeir tjölduðu utan um eina merka 2000 ára súlu og byrjuöu að skrúbba. Og þegar Italir gera eitthvað, þá gera þeir það vandlega. Þeir skrúbbuðu áletrunina af súlunni. Miðja vegu verksins uppgötvuðu þeir að eitthvað vantaði. Var þá tekið umhugsunarhlé og það hlé stendur cnnþá og svo gerin og súlan í tjaldi sínu. Enjtað er annað í hreinlætis- ' enjum Itala sem hefur breyst. Þvert ofan í útbreiddar skoðanir norðurlandabúa, þá fara velflestir ítala í bað dag- lega og margir oft á dag. Það er, þeirsem búa við nægt vatn. Á suð-austurströndinni er að- eins farið í bað á veturna, því vatnsleiðslan sem Rómverjar lögðu og viðbótarleiðslan sem Mússolíni skellti upp, duga ekki lengur til yfir sumartím- ann. Á sumrin fara íbúar þess svæðis í könnu. En í 30-40 stiga hita dugir eitt bað skammt. Það er þess vegna sem þetta óorð hefur komist á þjóðina. Nú hefur það gerst að Nino og Nina hata uppgötvað úðabrúsann. Á aðeins þremur árum hefur loft- mengun af beinum manna- völdum í neðanjarðarlestum og strætó minnkað áþefan- lega. Er nú aðeins 10% hætta á að lenda undir handarkrika sem hefur 100% andlátstíðni í för méð sér fyrir þann scm undir stendur. Þessar stór- felldu framfarir hafa hnikað Ítalíu nær siðmenningunni, en samt verður sagt enn um tíð að vestræn menning endi við Alp- ana. Eitt einkenna hins vestræna heims er hárlausir kvenbúk- ar. En þrátt fyrir að auglýs- ingastirnin í ekki þróttminni auglýsingum en það, að þær hafa komið svitalyktareyðin- um inn á hvert heimili í land- inu, séu öll snoðuð í handar- krikanum, þá hafa venjulegar alvörukonur ekki tekið það upp eftir þeim. Þær spranga enn um með myndarlega brúska í ermalausu kjólunum. Þetta þykir nauðrökuðum norðurlandabúanum ógeð- fellt. Hártoppurinn í handar- krikanum er upphaflega ætlað- ur sem tæki til að halda í svitalyktina, sem fyrir ekki all- mörgum milljónum ára þótti mjög kynæsandi. Hún þykir það ekki lengur, við erum svo úrkynjuð. En móður náttúru er ekki kunnugt um þessa smekksbreytingu, þannig að ef brúskurinn er fjarlægður þá svitnar manneskjan meira til að halda réttu magni af kyn- töfrum. Það er því kostur frernur en ókostur að láta allan hárvöxt vera á sínum stað á þessari breiddargráðu. Þessi stakkaskipti í manna- lykt varð ég vör við strax á fyrsta degi í Róm. En það leið heil vika áður en annað þróun- arstökk náði athygli minni. ítalskir karlmenn hafa löngu náð heimsfrægð fyrir að vera sífellt með báðar hendur í fjölskyldufjársjóðnum. Kvað svo rammt að þessum kæk þeirra að gallabuxur voru alltaf hvítslitnar yfir skrefinu þótt þær væru enn dökkbláar alls staðar annars staðar. Þessi þjóðaríþrótt háði þeim nokk- uð við aðra íþrótt, reykingarn- ar. Svo var það dag einn er ég var á ferð með systur minni, virðulegri miðaldra húsfrú sem hefur búið á annan áratug hér í Róm, að íveg fyrir okkur skaust maður með aðra hönd á gerseminni. „Hva,“ varð mér á orði, „hann hélt bara í hann með annarri hendinni." „Já,“ svaraði systir, „þeir eru að hætta þessu líka.“ „Þú segir nokkuð, ég er að fatta að ég hef ekki séð neinn með hann í höndunum fram að þessu." „Nei,“ stundi systir, „þetta er aukin lausung. Þeir eru ekki eins kynferðislega aðþrengdir og þeir voru." „Nú," sagði ég, „ég hélt að það hefði loksins runnið upp fyrir þeim að hann er fastur í annan endann." Þannig hefur siðferðileg afturför valdið þeirri framför, að karlmennirnir hér eru að verða eins og karlmenn ann- ars staðar. Aður hafði maður/ kona á tilfinningunni að 10 af hverjum 9 karlmönnum væri nauðgari í leit að skjólgóðu tré og fórnarlambi. Þetta þrúg- andi ofsóknarbrjálæði er að hverfa úr andrúmsloftinu og fas fólks er breytt. En þessar aftur- og framfarir koma samt út í mínus, því jafnframt því að þeir fóru að treysta því að hann tylldi á óskaddaður án þess að þeir bæru hann um í gullstól beggja handa, þá fór þeim aftur í reykingum. Fram að þessu höfðu aðeins franskar fisksölukellingar staðið þeim framar í að reykja án þess að snerta sígarettuna með hönd- unum. Sem mótvægi koma allir verðlaunapeningarnir af 01- ympíuleikunum. Þar hefur fjarvera austantjaldsríkjanna reist við margt þjóðarstoltið og ítalir standa á blístri af ánægju. 1 af hverjum 4 milljónum ítala hefur áhyggjur En ítalir eiga annað met sem þeir flíka ekki eins glatt og gullpeningunum frá Los Ang- eles. Þeir eru komnir vel yfir 40 ríkisstjórnir á 40 árum og gera fáar þjóðir betur. Þrátt fyrir þessa öru endurnýjun og sístreymi óþreyttra manna í stjórn er Ítalía á hausnum. Þetta kemur ferðamanninum frá öreiga íslandi, þar scm ekkert vex nema kindur og kartöflur, annarlega fyrir sjónir. Þeir moka fiskinum upp úr hafinu og selja hann úr landi í dósum og meira að segja ísland fær öðru hverju skrifað- an túnfisk hjá þeim. Þeir dæla upp olíu og rækta úti á veturna það sem við kreistum út úr gróðurhúsum. Ekki þurfa þeir að bruðla í kyndingu og ekki tekur virkjun hverasvæðisins þeirra mikinn toll. Og þótt landið sé ekki allt einn-Eden- garður, þá hafa þeir ákveðna tekjulind á fæti sem skilar sér alveg af sjálfu sér og þarf ekkert að hafa fyrir að afla. Það eru ferðamennirnir. Það er af þeim sem einn af hverjum fjórum milljónum ítala hefur áhyggjur. Ferða- menn hafa streymt til Ítalíu öldum saman. Áð vísu komu sumir til að ræna og rupla, en löngu áður en Tjæreborg fann upp ferðalögin voru fagurker- ar, listamenn, náttúruunnend- ur og berklasjúklingar farnir að þyrpast til landsins fagra. Þetta hefur gert það að verkum að Nino lítur á ferðamanninn sem sjálfsagðan árvissan við- burð og fífl og féþúfu. Nino sýnir ferðamanninum fyrirlitningu sína á ýrnsa vegu. Hann ákvað að lagfæringar á einu fegursta gallerfi í Róm, Villa Borghese, skyldu fara fram í sumar. Hann hefði get- að framkvæmt þær í fyrravetur eða næsta vetur, en hann lok- aði safninu í allt sumar. Það er líka Nino sem stendur fyrir því að söfn ráða ekki fólk til afleys- inga, heldur loka vegna sumar- leyfa yfir aðalferðamannatím- ann. Ef Nino kemst ekki með puttana í sumarleyfin, þá lokar hann vegna hreingerninga. Smásmuguháttur hans er endalaus, hann hefur orðið uppvís að því að loka almenn- ingsklósettum af sömu ástæð- um. Það var líka hann sem stóð fyrir því að það var haldin tískusýning á Spænsku tröpp- unum eitt kvöldið. Ég átti leið hjá fyrri hluta dags og þá var búið að loka tröppunum með pöllum, girða fyrir götuna að hálfu og var verið að setja upp Ijóskastara. Við öxl mér stóðu Ámmríkanar sem voru að byggja Róm á knöppum tíma og ég heyrði vonbrigði þeirra: „Þetta er dagurinn sem við höfðum í Spænsku tröppurnar. Getum við breytt dagskránni þannig að við komumst hingað aftur?“ Það er þetta sem öðru hverju gengur fram af 1/4.000.000 Itala. Hann fer í blöðin og spyr: Getum við ætlast til þess að ferðamennirnir haldi áfram að koma ef þetta eru móttök- urnar sem þeir fá? Og svarið er: Ferðamaður- inn kemur samt, því hann veit ekki um þetta fyrirfram. En hann veit þaö þegar hann hefur verið hér einu sinni. Og hann segir frá því þegar hann kemur heim. Fyrir utan að enginn sér Róm í einni ferð og það væri kannski æskilegt að féþúfan væri fáanleg til að koma aftur og skila meiri þjóð- artekjum í falleraðan ríkis- kassa erfingja Rómarveldis. En Nino hefur fleiri frá- hrindandi kæki en þann að

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.