NT - 14.11.1984, Blaðsíða 1

NT - 14.11.1984, Blaðsíða 1
Kröfugerð kennaranna sprengir launaskalann ■ Samkvæmt nýgerðri kröfugerð Kennarasambands íslands ættu skóiastjórar auðvelt með að sprengja launaskala opinberra starfsmanna. í kröfugerðinni er gert ráð fyrir að launaflokkar skólastjóra séu frá 32. flokki til 35. flokks, eftir uppsöfn- uðum stigafjölda, en hæsti launa- flokkur BSRB er 36. flokkur. Skólastjóri með 571 stig eða meira lendir þannig í 35. flokk. Hafi skóla- stjórinn í ofanálag umsjón með heima- vist með 100 nemendum eða fleiri, bætast 5 launaflokkar á iaun hans. Þannig yrði viðkomandi kominn fjór- um floíckum yfir núverandi launa- kerfi. Þá er einnig getið um það í kröfu- gerðinni að skólastjórar njóti sömu starfsaldurshækkana og kennarai; hækka þar laun skóiastjóra einnig. Eins og áður hefur komið fram í fréttum gera kennarar þá kröfu að byrjunarlaun grunnskólakennara verði samkvæmt 25. flokki 2. þrepi. Þetta er tíu flokka hækkun miðað við launakerfi kennara í dag. Gengið var frá kröfugerðinni á sunnudag, en áður hafði verið kosið í samninganefnd kennarasambands- ins. Þar voru felldir þrír vanir samn- ingamenn kennara, þeir Guðmundur Árnason, framkvæmdastjóri Kennara- sambands íslands, Haukur Helgason, skólastjóri og Gísli Baldvinsson, formaður Kennarafélags íslands. Hertar reglur um flugvélahávaða í Bandaríkjunum: Flugleiðum veitt und- anþága í síðustu viku Hljóðdeyfar í þoturnar eftir mitt næsta ár ■ Flugleiðir munu fá undanþágu frá nýjum regl- um um hávaðamengun flugvéla, sem ganga eiga í gildi í Bandaríkjunum um næstu áramót. Hans G. Andersen sendiherra ís- lands í Washington stað- festi þetta í samtali við NT í gær. „Undanþágan er ekki formlega komin ennþá, en það er búist við henni þá og þegar. Það tekur dálítinn Flugumferðarmál í Noregi: 4 vikið úr starf i ■ Fjórum flugumferðar- stjórum hefur verið vikið úr starfi í Noregi meðan rannsólui stendur yfir á meintum mis- tökum við flugumferðarstjórn þann 25. október sl. þar sem sáralitlu munaði að Boeing 727 þota frá Flugleiðum lenti í árekstri við SAS-þotu. Rannsóknin beinist að tveim atvikum. Annars vegar að at- burðinum á Fornebu flugvelli fyrir utan Osló þar sem Flug- leiðavélin átti hlut að máli og hins vegar að svipuðu atviki á Sola flugvelli hjá Stavangri. Því hefur verið haldið fram í blaðaskrifum í Noregi að vél Flugleiða hafi verið yfirhlaðin og lent út af leið en nú hefur verið staðfest að hleðsla hennar var undir hámarki og einungis 114 farþegar með vélinni, en hún getur tekið alls 131 farþega. Flugstjóri á Boeing 727 vélinni var Bragi Norðdal og verður skýrsla hans vegna þessa máls send til Noregs í dag. tíma að ganga frá forms- atriðum, eftir að búið er að taka prinsippákvörðun- ina,“ sagði Hans G. Ander- sen. Sigurður Helgason stjórnar- formaður Flugleiða sagði í sam- tali við NT í gær, að ákvörðunin um að veita undanþáguna hefði verið tekin í síðustu viku og Flugleiðir ættu von á því, að hún yrði formlega afgreidd á næstunni. Það eru flugmálayfir- völd og samgönguráðuneyti Bandaríkjanna, sem veita þessa undanþágu. Undanþágan er háð því skil- yrði, að settir verði hljóðdeyfar á hreyfla vélanna, sem notaðar eru í Ameríkufluginu og sagði Sigurður, að þeir yrðu settir upp einhvern tíma eftir mitt næsta ár. Afgreiðslufresturinn á þeim væri langur. Samningar um kaup á hljóðdeyfunum eru langt komnir og verða þeir undirritaðir einhvern næstu daga. Að minnsta kosti tvær af þremur Ameríkuflugvélum Flugleiða munu fá þennan nýja búnað. Sigurður sagði, að kostnaður við hljóðdeyfana lægi ekki fyrir endanlega, en ljóst væri, að þetta væri mikið fyrirtæki. Flugleiðir eru eitt allmargra flugfélaga, sem munu fá undan- þágu frá hávaðareglunum nýju, og sagði Sigurður Helgason, að í þessum hópi væru mörg félög, sem fljúga frá Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Ný útvarpslög: Kýld í gegn fyrirjól? ■ Menntamálanefnd er um það bil að Ijúka um- fjöllun um útvarpslaga- frumvarpið og má búast við að það verði lagt fyrir neðri deild til áframhald- andi umræðu í næstu viku. Sjálfstæðismenn í nefndinni munu hafa lagt áherslu á að málinu væri hraðað og var farið að ósk þeirra. Mest vinna hefur farið í að samræma frum- varpið fjarskiptalögum og undirbúa nauðsynlegar breytingar á þeim. Hafa margir komið þar við sögu. Komi frumvarpið til af- greiðslu í neðri deild má búastvið að það verði sam- þykkt þar eftir einhverja umræðu ogsíðan vísaðtil efri deildar til frekari um- fjöllunar. Samþykki efri aeild það án frekari breyt- inga er það orðið að lögum og einkarekstur ríkisút- varpsins horfinn. Frumvarpið gerir ráð fyrir sjö manna útvarps- réttarnefnd cr úthluti leyfum til útvarpsreksturs en ekki er tekið fram hversu margir á sama svæði gætu rekið útvarps- stöð samtímis. Efnahagsrádstafanirnar: Verða skattalækk- anirnar grafnar? ■ Olíugeymir í eigu Olíufélagsins er hér aftan í báti á siglingu til Hvalfjarðar í gær. NT-mynd: Sverrir Olíugeymar á siglingu ■ Heldur óvenjulegur far- kostur var á siglingu undan ströndum Reykjavíkur um hádegisbilið í gær. Þar var á ferðinni annar tveggja olíu- geyma, sem Olíufélagið h.f. keypti síðastliðið vor af sölu- nefnd varnarliðseigna, og var verið að draga hann upp í Hvalfjörð. Fyrri geymirinn var dreginn frá Suðurnesjum upp í Hvalfjörð á sunnudag. Olíugeymarnir tveir eru 2400 og 1600 rúmmetrar að stærð og að sögn Vilhjálms Jónssonar forstjóra Olíufél- agsins verða þeir geymdir í birgðastöð fyrirtækisins í Hval- firði í vetur. Ákvörðun um IIIIIIiIUIIIII'IUIiW'WIiUHÉII nýtingu þeirra hefur hins vegar ekki veriðtekinenn. Olíugeym- arnir stóðu innan girðingar á Keflavíkurflugvelli, rétt ofan við byggðina í Njarðvík. Beðið var með að flytja þá, þar til girðingin hafði verið tekin niður og færð, og var það gert nýlega. ■ Stjórnarflokkarnir munu hafa viðrað þá hugmynd að fresta, draga úr eða fella niður með öllu skattalækkanir upp á 600 milljónir króna, sem fyrir- hugaðar voru á næsta ári, sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um NT. Þetta er liður í þeim efnahags- ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin er að velta fyrir sér þessa dag- ana. Telja menn, að ríkissjóður geti ekki mætt auknum launa- greiðslum vegna nýgerðra kjarasamninga öðru vísi en með því að hætta við skattalækkan- irnar, sem áttu að vera liður í því að fella niður í áföngum tekjuskatt af almennum launum. Viðræður stjórnarflokkanna um efnahagsaðgerðir ganga fremur hægt og er jafnvel búist við því, að ekki dragi til stórtíð- inda fyrr en í næsta mánuði, að afloknu ASÍ þingi og atkvæða- greiðsluASÍ um kjarasamning- ana. Gengislækkun er eina að- gerðin, sem ljóst er að ríkis- stjórnin mun beita sér fyrir en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvenær hún verð- ur framkvæmd. Á meðan er gengi krónunnar látið síga. Þá hafa stjórnarflokkamir reifað hugmyndir um hliðarráðstafanir vegna gengislækkunar til að vernda kjör hinna verst settu í þjóðfélaginu. Islenskt lambakjöt m völlinn - s/á baksíðu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.