NT - 14.11.1984, Blaðsíða 6

NT - 14.11.1984, Blaðsíða 6
Vettvangur Miðvikudagur 14. nóvember 1984 6 Dr. Eysteinn Sigurðsson ritstjóri: Þing Alþjóðasam- vinnusambandsins - Fyrri grein - ■ Alþjóðasamvinnusam- bandið (ICA, International Co-operative Alliance) hélt 28. þing sitt í Hamborg dagana 15.-18. október. Þarna er um að ræða alheimssamtök sam- vinnumanna, sem samband ísl. samvinnufélaga á aðild að fyrir hönd íslensku samvinnuhreyf- ingarinnar. Ég hef rekið mig á það að um þessi samtök og það mikla starf, sem þar er unnið, hefur verið hljóðara hér heima en e.t.v. væri æskilegt. Ég hef að vísu þegar birt frásögn af þessu þingi í fréttabréfi Sam- bands ísl. samvinnufélaga, Sambandsfréttum, en mér þykir þó ekki úr vegi að koma þessu efni einnig á framfæri í fjölmiðli sem fer víðar. Les- endur Sambandsfrétta bið ég að virða það á betri veg að ég nota hér efni sem þeir hafa þegar séð að stærstum hluta. Fyrir mér vakir hins vcgar að koma frásögn af alþjóðastarfi samvinnumanna á framfæri við fleiri samvinnumenn en þá eina sem fá fréttabréfið. Þessi þing ICA eru haldin fjórða hvert ár, og var hið síðasta í Moskvu 1980. Þar að auki kernur svo árlega saman fjölmenn miðstjórn (Central Committee) sem skipuð er full- trúum allra aðildarsambanda. í ICA eru nú 165 samvinnu- sambönd í 70 löndum, auk átta fjölþjóðasamtaka samvinnu- félaga. Frá síðasta þingi hafa samvinnufélög á Spáni bæst í hópinn eftir alllanga fjarveru. í aðildarsamböndunum eru samtals 366 milljónir félags- manna. Þingið í Hamborgsátu um 850 manns, fulltrúar og gestir. Af hálfu Sambandsins sátu þingið þeir Erlendur Ein- arsson forstjóri og Valur Arn- þórsson stjórnarformaður. Við þingsetninguna flutti ávarp borgarstjóri Hamborg- ar, Claus von Dohnany, og bauð hann fulltrúa og gesti velkomna til borgarinnar. Einnig ávarpaði þingið Oswald Paulig, formaður vestur-þýska samvinnusambandsins. í ávarpi sínu rifjaði hann upp sögu samvinnufyrirtækja í báð- um hlutum Þýskalands og not- aði hann þetta tækifæri til að senda samvinnumönnum í þýska alþýðulýðveldinu kveðju frá samvinnumönnum í þýska sambandslýðveldinu. Forseti ICA, Roger Kerinec, minnti m.a. á það í setningar- ræðu sinni að ICA ætti 90 ára afmæli á næsta ári. Það var stofnað í London 1895 og hafði þar aðsetur þar til fyrir tveimur árum. Nýir menn við stjórn- vðlinn Þessa þings verður trúlega minnst fyrir þá sök að þar kom fram að aftur er að koma full festa í starfsemi ICA eftir nokkurn umbrotatíma síðustu árin. Jafnframt eru komnir nýir menn þar við stjórnvölinn í embættum forseta, tveggja varaforseta og framkvæmda- stjóra. Frá síðasta þingi hafa orðið talsvert tíð skipti á fram- kvæmdastjórum hjá ICA. Vor- ið 1981 lét dr. S.K. Saxena af því starfi eftir langan og farsæl- an feril. Til bráðabirgða tók þá við R.P.B. Davies frá Bret- landi, en haustið 1981 tók við A.E. Saenger frá Sviss. Hann gegndi starfinu í tvö ár, en hætti seint á síðasta ári. Á þeim tíma, síðla árs 1982, flutti ICA aðalstöðvar sínar frá London til Genf, og jafn- framt var starfsliði fæickað mikið af fjárhagsástæðum. Þetta tvennt dró skiljanlega mikið úr allri starfsemi ICA. Þegar Saenger hætti tók frönsk kona, Francoise Baulier, við starfi hans til bráðabirgða. Framkvæmdastjórastarfið var auglýst, og nú hefur verið ráð- inn í það Bandaríkjamaður, Robert L. Beasley. Hinn nýi framkvæmdastjóri ICA, Robert L. Beasley, kom til starfa hjá Farmland Indu- stries, stærsta samvinnufélagi í Bandaríkjunum, árið 1957. Hann varð varaformaður framkvæmdastjórnar þess 1981, hefur einnig setið í 14 ár í stjórn bandaríska samvinnu- sambandsins CLUSA (Co-op- erative League of the USA), og þar af verið formaður þess í fjögur ár. Þá hefur hann setið í miðstjórn ICA frá 1975. í upphafi þingsins í Ham- borg skýrði forseti ICA, Roger Kerinec frá Frakklandi, svo frá að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs, og hið sama gerði annar varaforseti þess, Peder Söiland frá Noregi. Hinn varaforsetinn, A. Smirn- ov frá Sovétríkjunum, hafði látið af því starfi fyrr á þessu ári, er hann hvarf frá störfum hjá sovéska samvinnusam- bandinu Centrosoyus. Þeir Kerinec og Söiland voru báðir kosnir til þessara starfa á mið- stjórnarfundi ICA í Stokk- hólmi 1975. Hafa þeir báðir sett mikinn svip á alla starfsemi ICA allt frá þeim tíma og stýrt málefnum þess af röggsemi. Forsetakjör Þetta þýddi hins vegar að kjósa varð forseta og báða varaforsetana, sem gert var á ■ Lars Marcus, nýkjörinn forseti ICA. sérstökum fundi í miðstjórn ICA að kvöldi eins þingdags- ins. Forseti var kjörinn Lars Marcus frá Svíþjóð, og vara- forsetar þeir Yvon Daneau frá Kanada og Michael Trunov frá Sovétríkjunum. Lars Marcus er vel þekktur meðal samvinnumanna. Hann er varaformaðurframkvæmda- stjórnar sænska samvinnu- sambandsins KF og jafnframt framkvæmdastjóri fræðslu- og upplýsingadeildar þess. Hann hefur setið í miðstjórn ICA frá 1975 og í framkvæmda- nefnd þess frá 1980, auk þess sem hann hefur gegnt fleiri trúnaðarstörfum fyrir sam- vinnumenn í Svíþjóð og á alþjóðavettvangi. Báðir nýju varaforsetarnir eru einnig þaulreyndir sam- vinnumenn. Svo vildi til að öðrum þeirra, Yvon Daneau, hafði verið falið að leggja fyrir Hamborgarþingið álitsgerð um starf ICA fyrir næstu þrjú árin, og hinum, Michael Trunov, að leggja þar fram greinargerð um helstu vandamál mann- kynsins í dag og möguleika ■ Robert L. Beasley, nýráð- inn framkvmdastjóri ICA. samvinnufélaganna til að vinna að úrbótum á þeim. Báðir höfðu þeir framsögu á þinginu fyrir rækilegum skýrslum, sem þeir lögðu þar fram hvor um sinnmálaflokk. Þessarskýrslur báðar tvær báru þess glöggt vitni að þeir hafa hvor um sig greinargóða yfirsýn um allt sem snertir alþjóðastarf sam- vinnumanna. Þetta á ekki síst við þá þætti sem varða aðstoð við þróunarlöndin, en þau mál hafa eins og ýmsuni mun kunn- ugt verið eitt þýðingarmesta verkefni ICA á liðnum ára- tugum. Má því vænta þess að málum ICA sé vel fyrir komið í höndum þessara nýju stjórn- enda allra. Starfsnefndirnar Á vegum ICA eru starfandi allmargar starfsnefndir sér- fróðra fulltrúa, og fjallar hver um sig um afmörkuð málefni á sviði samvinnuhreyfingarinn- ar. Hafa þessar nefndir ekki síst beitt sér á sviði þróunarað- stoðar og komið þar að góðu gagni. Helstu nefndirnar fjalla um landbúnaðarmál, fiskimál, Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður: Aratugur hinna glötuðu tækifæra ■ Brennimark ranglætisins var ekki sviðið í ásýnd íslensks samlélags fyrst í tíð núv. ríkisstjórnar. Aðgerðir hennar hafa hins vegar afhjúpað óaðlaðandi ásýnd þess brenglaða verðbólguþjóðfé- lags, scm festist í sessi á s.l. hálfum öðrum áratug. Á þessu tímabili hafa þrír stjórnmálaflokkar farið með völdin lengst af: Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur. Þjóðmálaforysta þessara flokka hefur brugðist. „Hverjum í hag?“ Á þessu tímabili átti sér stað látlaus tekjutilfærsla frá laun- þegum og hinurn efnaminni, til fámennrar, nýríkrar stéttar stóreignamanna. Verðbólgan er í eðli sínu „gróðamyndunar- aðferð" braskara. Neikvæðir vextir og hriplekt skattakerfi ýttu enn frekar undir stöðuga tekju- og eignatilfærslu, frá hinum mörgu, til fámennrar forréttindastéttar. Lán urðu að óafturkræfum styrkjum að verulegu leyti. Ódýrir pening- ar ýttu undir linnulausa eftir- spurn eftir lánsfé. Sparifjáreig- endur - hinir rosknu í þjóðfélag- inu - voru miskunnarlaust arð- rændir. Peningarnir leituðu í stríðum straumum til þeirra, sem í skjóli atvinnurekstrar og pólitískrar „verndar" nutu sérstakrar fyrirgreiðslu póli- tískt skipaðrar bankastjórnar og „kommissara" kerfisflokk- anna í lánasjóðum. Þegar vextir eru neikvæðir hefst kapphlaup um að tryggja verðgildi þeirra í eignum, sem halda verðgildi sínu. Við slíkar aðstæður er enginn hlutlægur mælikvarði á arðsemi fjárfest- ingar. Allt borgar sig, út frá sjónarmiði skuldarans, hversu vitlaust sem það er út frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Skattakerfið hefur í sér inn- byggða hvatningu til að fela tekjur, sem eru skattlagðar og koma peningum undan í fast- eignum, (húsum, vélum og tækjum), sem bera lága skatta. Þetta er það sem gerðist á verðbólguáratugnum. Þessi „fjárflótti", sem leitaði í arð- lausa fjárfestingu, bæði einka- aðila og ríkisins, var síðan að miklu leyti fjármagnaður með erlendum lánum, þarsem inn- lendan sparnað þvarr að mestu. Það er þessi arðlausa offjár- festing seni hefur keyrt lífs- kjör þjóöarinnar niður, skert greiðslugetu fram- leiðslu- og útflutningsat- vinnuvega, skert samkeppn- ishæfni þeirra, og veðsett framtíð þjóðarinnar, þrátt fyrir uppgripaafla í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar í 200 mílur. Tapaö fé íslenska þjóðin sýpur nú seyðið af skammsýni og óskynsamlegri stjórnarstefnu kerfisflokkanna á vitlausa ára- tugnum. Hagfræðingar Vinnu- veitendasambandsins slá því nú föstu, að þjóðarframleiðsla okkar væri 30-40% hærri en hún er nú, ef fjármunir þjóðar- innar hefðu nýtst jafn vel og áður en verðbólgunni var hleypt lausri. Margt væri öðruvísi nú í íslensku þjóðfélagi, ef þessi verðmæti væru til skiptanna. Margir hefðu notið góðs af hagvextinum, ekki síst þeir sem minnst mega sín. Við hefðum efni á umfangsmeira velferðarkerfi fyrir liina verst settu, heilsugæsla væri öflugri, tryggingarbætur rausnarlegri og betur væri búið að skólum og menningarstofnunum. Þess vegna var þetta áratugur hinna glötuðu tækifæra. Fórnar- kostnaður verðbólguáratugar- ins birtist okkur nú í bágborn- um lífskjörum og dökkum framtíðarhorfum. Það var á þessum áratug sem hið spillta fyrirgreiðslu- kerfi stjórnmálamanna kerfis- flokkanna, festist í sessi. Inn- lend sparifjármyndun gufaði upp vegna neikvæðra vaxta og óðaverðbólgu. Stjórnmála- mennirnir völdu auðveldustu leiðina og slógu sífellt stærri erlend lán. Þessu erlenda lánsfé var ráðstafað, gegnum stjórnir fjárfestingarlánasjóð- anna, - án tillits til þjóðhags- legrar arðsemi, en með at- kvæðavonina að leiðarljósi. Og lélegar fjárfestingar skila sér fljótlega í lélegum lífs- kjörum. Allt í skuld Helmingurinn af erlendum skuldum þjóðarinnar er bund- inn í orkumannvirkjum. Mannvirkin, sem risið hafa í óbyggðum eru járnbent stein- steypa og flutningsvirki, sem skila ekki arði, nema stórir orkunotendur nýti orkuna og breyti henni jafn óðum í er- lendan gjaldeyri. Sérviska Al- þýðubandalagsins í orkumál- um hefur kostað þjóðina marga milljarða króna í töpuð- um gjaldeyri, lakari lífs- kjörum. M.a. þess vegna er orkuverð á íslandi til almennra nota orðið hið dýrasta á Norðurlöndum. Krafla er minnismerki um þessa óráð- síustefnu. Hún hefur kostað íslenska skattgreiðendur um 3 milljarða króna, sem er allt í skuld. Vextir og afborganir af Kröflu nema 401 milljón króna á þessu ári, en tekjur af rekstri virkjunarinnar aðeins 43 mill- jónum. Það sem upp á vantar, 358 milljónir kr., er töluvert hærri upphæð en kostar að reka Háskóla íslands á ári. „Velferðarkerfi fyrirtækjanna“ Fjárfestingarmistök kerfis- flokkanna, sem réttlætt voru í nafni byggðastefnu, hafa orðið þjóðinni dýr. Hin þunga greiðslubyrði vaxta og afborg- ana erlendra lána mun hvíla eins og mara á þjóðinni mörg ókomin ár. Léleg nýting þeirr- ar fjárfestingar, sem kostuð var með þessum lánum, birtist i þjóðhagsreikningum í formi minnkandi þjóðartekna, en launþeganum í færri krónum í launaumslaginu. Það stoðar ekki að steypa orkuver, ef eng inn markaðurerfyrir orkuna. Það stoðar ekki að byggja frystihús, ef markaðurinn borgar best fyrir ferskan fisk. Uppbygging skuttogaraflotans og hraðfrystihúsanna skilaði ekki því sem hún átti að skila. Reikningurinn fyrir Kröflu- ævintýrið er ógreiddur enn. Nú er svo komið að þjóðfé- lagið, þ.e.a.s. skattgreiðend- ur, verða að taka á sig hinar gengistryggðu erlendu skuldir, sem hvíla á nýjustu togurun- um. Smám saman hefur verið byggt upp sérstakt „velferðar- kerfi fyrirtækjanna.“ Það birt- ist okkur á fjárlögum ríkisins með margvíslegu móti: í bein- um styrkjum, í óafturkræfum lánum, í skuldbreytingum, niðurgreiðslum, útflutnings- bótum, innflutningsvernd, eftirgjöf á sköttum og beinum framlögum. Allar þessar ráð- stafanir kosta skattgreiðendur milljarða króna á ári hverju. Að læra af reynslunni Allt var þetta á sínum tíma réttlætt sem framkvæmdahug- ur, framfarir og uppbygging. Þegar upp er staðið skila stjórnmálamennirnir bak- reikningum í formi gjaldfall- inna skulda og rekstrarvanda atvinnuveganna. Niðurstaðan er ævinlega hin sama: Hún birtist forystumönnum laun- þega við samningaborðið; at- vinnurekendur reka raunir sín- ar um skuldasöfnun, hallarek- stur og rekstrarfjárvanda; það eru engir peningar til. Við getum ekki borgað laun, sem hægt er að lifa af. Ríkið verður að hlaupa undir bagga. í tvo áratugi hafa skattgreiðendur borið þungar byrðar vegna of- fjárfestingar og offramleiðslu í landbúnaði. Og nú er komið að skattgreiðendum að greiða bakreikninga vegna offjárfest- ingar í verslun, milliliðastarf- semi, bankakerfi, í frystiiðnað- inum og vegna stækkunar skipastólsins, umfram afrak- stursgetu fiskistofna. Þess vegna geta framleiðslu- atvinnuvegir þjóðarinnar ekki lengur greitt mannsæmandi laun. Þess vegna eru lífskjör þjóðarinnar orðin hin þriðju verstu í Evrópu. Þess vegna verðum við nú að læra af mistökum „Framsóknarára- tugarins.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.