NT - 14.11.1984, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 14. nóvember 1984 20
Sjónvarp kl. 22.15:
Gleymdur her
dreginn fram
í dagsljósið
■ Nú cru órólegir tímar í
Indlandi, scm hala haft miklar
blóðsúthellingar í för mcð sér.
En því miður eru slíkir atburðir
engin nýlunda í sögu Indlands,
sem með sanni má segja að sé
blóði drifin. Það viröist ekki
einu sinni hafa linnt látunum
eftir að Indland hlaut sjálfstæði
frá Bretum, en til skamms tíma
hefur það verið látið í veðri vaka
aö þeir hafi a.m.k. veriðnokkuö
samtaka á m'eðan þeir börðust
við sameiginlegan óvin, bresku
nýlendustjórnina, og óumdeild-
ur foringi þeirra í baráttunni
hefði verið Mahatma Gandhi,
sem boðaði baráttu án ofbeldis
fyrir frelsi sameinaðs Indlands.
Nú hafa verið rifjaðir upp
atburðir frá þessuni tímum, sem
Itafa til skamms tíma legið í
þagnargildi og reyndar vcrið
gengið hart fram í því að afmá
þá af spjöldum mannkynssög-
unnar. Frá þeim segir í sjón-
varpsþætti í kvöld, sem hcfst kl.
22.15. Hann hcfur á íslensku
hlotið nafnið Tígrisstríðið og
dregur nafn af mcrki því sem
indverski þjóðarherinn, sem alls
voru í 40.000 manns, hafði valiö
sér í þjóðírelsisharáttunni í stað
spunarokks Gandhis.
Foringi indverska þjóðarhers-
ins var Subhas Chandra Bose,
fyrrum náinn samstarfsmaður
Gandhis. Hann gerðist ósam-
þykkur baráttuaðferðum
Gandhis og stofnaði eigin her,
skipaðan að mestu leyti lið-
hlaupum úr indverska hernum,
sem barðist með allt öðrum
aðferöum en Gandhi predikaði.
Bose hneigðist aö þeirri skoðun,
að Indverjum gæfist gullið tæki-
færi til að fá sjálfstæði frá
Bretum mcö því aö sameinast
helstu óvinum þeirra á stríðstím-
um, Japönum og Þjóðverjum.
Auk þess hafði hann taug til
sovéskra kommúnista. Filmu-
bútar fengnir úr skjalasöfnum í
Japan, Þýskalandi og Indlandi
eru dregnir fram í myndinni í
kvöld.
Indverski þjóðarherinn tapaði
hverri einustu orrustu, sem hann
tók þátt í og sjálfur lét Bose
lífið, þegar hann var á lcið til
Rússlands til að lcita aðstoðar
fyrir sig og sitt fólk. En þess var
vandlega gætt að skýra ekki frá
þessum atburðum í samtíma-
fréttum. Þó fórst Bretum ekki
hönduglegar en svo í stríðslok,
þegar þeir drógu eftirlifandi for-
ustumenn þjóðarhersins til saka
fyrir stríðsglæpi, að þeim tókst
aö láta þá líta út eins og frelsis-
hetjur í augum fólksins.
Atburðir þeir, sem sagt er frá
í Tígrisstríðinu, koma líka mikið
við sögu í framhaldsflokknum
Dýrasta djásnið, sem hefur
göngú sína n.k. sunnudags-
kvöld.
■ Hermann verður í Wales og lýsir beint í útvarpinu
tæpar tvær stundir...
Beint í útvarpi og sjónvarpi kl. 19.25:
Bjarni lýsir beint með mynd úr sjónvarpshúsinu á
sama tíma....
Landsleikurinn við Wales
■ í kvöld leikur íslenska
landsliðið í knattspyrnu lands-
leik gegn Wales í undankeppni
Heimsmeistarakeppninnar á
Ninian Park í Cardiff.
Leiknum verður bæði sjón-
varpað og útvarpað beint til
íslands, og er það í fyrsta sinn
sem slíkt gerist hér á landi.
Þeir félagar Hermann Gunn-
arsson á útvarpinu og Bjarni
Felixson á sjónvarpinu eru því
báðir á fullu gasi í beinum
lýsingum hvor á sínum fjöl-
miðli, og hvor í sínu landi,
Hermann er í Wales.
Dagskrá sjónvarpsins færist
allnokkuð úr skorðum vegna
beinu sendingarinnar, óg ekk-
ert nema gott um það að segja
þegar um slíka stórviðburði er
að ræða. Sjónvarp hefst klukk-
an 18.15 með barnaefni, fréttir
koma klukkan 18.45, og beina
sendingin hefst klukkan 19.25
Hún stendursíðan í tæpartvær
stundir, framhaldsmynda-
flokkurinn um Þyrnifuglana
hefst klukkan 21.20.
í útvarpi verður öllum lands-
leiknum lýst beint, og hefst
lýsing Hermanns Gunnarsson-
ar frá Ninian Park klukkan
19.30. Hermann verður einnig
að í tæpar tvær stundir, kátur
og hress, laus við stress og
segir væntanlega bless klukkan
21.15 eða þar um bil.
Eins og áður var nefnt ei
þetta í fyrsta sinn sem íslend-
ingar geta fylgst með beinni
sendingu í sjónvarpi og útvarpi
samtímis frá iþróttakappleik.
Það er því fróðlegt fyrir þá
sem áhuga hafa á að bera sam-
an muninn á því þegar lýst er
með mynd og því þegar lýst er.
með orðum einum saman.
Góða skemmtun og áfram
ísland....
■ Mohan Singh var einn forkólfa indverska þjóðarhersins. Það
er rætt við hann í þættinum í kvöld.
Útvarpkl. 11.15:
„Hún var 1jölhæf gáfukona
sem lyfti umhverfi sínu“
■ í fyrravetur flutti Björg
Einarsdóttir í útvarp reglu-
bundið erindi, sem hún nefndi
„Úr ævi og starfi íslcnskra
kvenna." Þar sagði hún frá
mörgum og merkum formæðr-
um okkar, sumar þeirra eru
þekktar en öðrum hefur verið
haldið minna á loft. Þættir
Bjargar þóttu athyglisverðir
mjög og hefur nú verið boðuð
útkoma þeirra í bókarformi.
Björg hefur nú hafið að nýju
flutning erinda sinna um ævi
og störf íslenskra kvenna.
Þættirnir eru á dagskrá viku-
lega á miðvikudögum kl.
11.15. Við snerum okkur til
hennar og spurðumst fyrir um
hvaða konu hún fjallaði í dag.
„í þættinum í dag,“ sagði
Björg „mun ég fjalla um konu
sem fæddist á Áusturlandi árið
1862 en lést 1958 í Höfn í
Melasveit eftir 60 ára búsetu
þar. Hún hét Þórunn Richards-
dóttir Sívcrtsen og var vel-
þekkt á sinni tíð fyrir erinda-
flutning og greinaskrif um
margvísleg efni. Þórunn var
velmenntuð og fær í tungumál-
um, fjölhæf gáfukona sem
gerði garð sin frægan og lyfti
umhverfi sínu.
Atvikin höguðu því svo að
hún fór ung til Skotlands að
leita sér lækninga og dvaldist
þar hátt á fjórða ár. Hún
starfaði þar meðal annars sem
herbergisþerna á heimili
skosks lávarðar. Heimkomin
fékkst hún við kennslu í
Kvennaskólanum í Reykjavík
og var heimiliskennari á Gils-
bakka í Borgarfirði. Eftir að
hún ásamt Torfa Sívertsen eig-
inmanni sínum hóf búskap í
Höfn hafði hún oft börn og
■ Þórunn Richardsdóttir Sí-
vertsen
unglinga til námsdvalar á
heimili sínu og ungar stúlkur
sóttust eftir að njóta hand-
leiðslu hennar. Þórunn fékk
Fálkaorðuna 1932.“
Miðvikudagur
14. nóvember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þátturSigurð-
ar G. Tómassonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Frétfir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Guðmundur
Hallgrímsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Frétlir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.15 Úr ævi og starfi islenskra
kvenna Umsjón: Björg Einarsdótt-
ir.
11.45 íslenskt mál Endurtekinn þátt-
ur Jóns Aðalsteins Jónssonar frá
laugardegi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Gunn-
vör Braga.
13.30 Zara Leander, Marika Rökk
og Roland Cedermark syngja og
leika.
14.00 „Á íslandsmiðum" eftir Pi-
erre Loti Séra Páll Pálsson á
Bergþórshvoli les þýðingu Páls
Sveinssonar (15).
14.30 Miðdegistónleikar
14.45 Popphólfið.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
•17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjurn" eftir Jón
Sveinsson Gunnar Stefánsson
les þýðingu Freysteins Gunnars-
sonar (3).
20.20 Hvað viltu verða? Starfskynn-
ingarþáttur i umsjá Ernu Arnardótt-
ur og Sigrúnar Halldórsdóttur.
21.00 „Let The People Sing“ 1984
Alþjóðleg kórakeppni á vegum
Evrópubandalags útvarpsstöðva.
21.30 Útvarpssagan: Grettis saga
Óskar Halldórsson byrjar lesturinn.
Hljóðritun frá 1981. Hjörtur Páls-
son flytur formálsorð.
22.00 Horft í strauminn með Krist-
jáni frá Djúpalaek. (RÚVAK).
12.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Tímamót Þáttur í tali og tónum.
Umsjón Árni Gunnarsson.
23.15 Nútímatónlist Þorkell Sigur-
björnsson kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
14. nóvember.
10.00-12.00 Morgunþáttur. Róleg
tónlist. Viðtöl. Gestaplötusnúður.
Ný og gömul lög. Stjórnendur:
Kristján Sigurjónsson og Jón
Ólafsson.
14.00-15.00 Út um hvippinn og
hvappinn. Létt lög leikin úr ýmsum
áttum. Stjórnandi: Inger Anna
Aikman.
15.00-16.00 Nú er lag. Gömul og ný
úrvalslög að hætti hússins. Stjórn-
andi: Gunnar Salvarsson.
16.00-17.00 Nálaraugað. Djass-
rokk. Stjórnandi: Jónatan Garðars-
son.
17.00-18.00 Ur kvennabúrinu.
Hljómlist flutt og eða samin af
konum. Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
Miðvikudagur
14. nóvember
18.15 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni. Sögu-
hornið - Velvakandi og bræöur
hans. Sögumaður Eiríkur Stefáns-
son, myndir eftir Tómas Tómas-
son. Litli sjóræninginn, Tobba
og Högni Hinriks.
18.35 Fréttaágrip á táknmáli !
18.45 Fréttir og veður
19.15 Auglýsingar og dagskrá
19.25 Heimsmeistarakeppnin í
knattspyrnu Wales-lsland Bein
útsending frá Cardiff.
21.20 Þyrnifuglarnir Fjórði þáttur.
Framhaldsmyndaflokkur í tíu
þáttum, gerður eftir samnefndri
skáldsögu Colleen McCulloughs.
Efni síðasta þáttar: Meggie er nú
orðin átján ára friöleiksstúlka og
fer ekki leynt með ást sína á séra
Ralph sem stenst þó freistinguna.
Mary Carson deyr, nóttina eftir 75
ára afmæli sitt. Talið er víst að hún
arfleiði Paddy og fjölskyldu hans
að eigum sínum en í Ijós kemur að
hún hefur ánafnað katólsku kirkj-
unni auðæfum sínum. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
22.15 Tigrisstriðið Bresk heimilda-
mynd um Þjóöaher Indverja og
leiðtoga hans. Þeir höfnuðu hug-
myndum Gandhis um andspyrnu
án ofbeldis og háðu strið gegn
Bretum við hlið Japana. Tákn
þeirra var ekki spunarokkur heldur
tigrisdýr. Atburðir þeir sem hér er
lýst koma við sögu í nýjum fram-
haldsmyndaflokki: „Dýrasta
djásnið" sem hefst á sunnudags-
kvöldið. Þýðandi Helgi Skúli Kjar-
tansson.
23.15 Fréttir í dagskrárlok.