NT - 14.11.1984, Blaðsíða 27
■ Sævar Jónsson og Pétur Pétursson (innfelld mynd) eiga báðir við smá meiðsl að etja - vonandi að
báðir verði hressir í kvöld.
Tony Knapp;
»Möravandamál“
Við gerum okkar besta
■ „Well, I guess you heard
that we have a lot of problems
already" sagði Tony Knapp
landsliðsþjálfari í viðtali við
NT í gærkvöldi. „Þessi vanda-
mál eru þau að Asgeir, Janus
og Atli verða ekki með og
Lárus gefur ekki kost á sér,“
bætti Knapp við.
Er hann var spurður um byrj-
unarliðið í leiknum í kvöld sagði
hann: „Það verður ekki ljóst
fyrr en í fyrramálið hvort Sævar
og Pétur geta spilað og því verð
ég að bíða með að ákveða
fullkomlega hverjir spila með.
Sævar hefur ekki æft neitt síðan
á mánudagsmorgun og hefur
verið í rannsóknum af og til en
ég hef trú á því að hann sé á
batavegi. Sama má segja um
Pétur. Vandamálin núna eru
hvort þessir leikmenn verða
tilbúnir í slaginn í dag “
sagði Knapp.
„Ég tel að það hafi verið
skynsamlegt að velja 17 menn
til að fara til Wales og þá
sérstaklega með tilliti til þess
að við vorum í nokkrum vafa
um hvort tækist að fá alla
atvinnumennina lausa og síðan
geta meiðsl alltaf komið upp.
Eins og ástatt er núna þá var
gott að hafa talað við Guðna
Bergsson því hann var strax
tilbúinn að koma til móts við
hópinn.“
„í kvöld (gærkvöldi) förum
við út á leikvöllinn og hreyfum-
okkur lítið eitt. Þetta verður
þó meira að venja piltana við
ljósin (flóðljósin) og koma
mönnum í rétt skap fyrir leik-
inn,“ sagði Tony Knapp.
Knapp sagði ennfremur að
lið Wales væri nú mun sterkara
en það var á íslandi í fyrri leik
■ Tony Knapp landsliðs-
þjálfari
liðana og taldi hann þar muna
mestu um Ian Rush. „Við
munum samt spila okkar leik
og reyna að hafa ekki áhyggjur
af Rush, við höfum nógar
áhyggjur af okkar liði svo við
séum ekki að bæta honum á
okkur,“ sagði Knapp og virtist
hvergi banginn.
„Eg hef aldrei lent í jafn
miklum erfiðleikum með ís-
lenska liðið meðan ég hef verið
þjálfari en það er mitt starf og
landsliðsmannanna að gera
okkar besta úr því sem við
höfum. Ég er mjög ánægður
með ungu mennina í liðinu,
þeir hafa lagt mikið að sér og ef
við missum Sævar og Pétur þá
er ég ekkert hræddur um að
piltarnir leggi ekki sitt besta af
mörkum í leiknum og það verð-
ur dýrmæt reynsla fyrir þá að
spila svona leik,“ sagði Tony
Knapp landsliðsþjálfari að lok-
um í samtali við NT.
Celtics unnu
■ Boston Celtics eru
enn á sigurbraut í banda-
rísku atvinnumanna-
deildinni í körfuknatt-
leik. í gær unnu þeir
sigur á Indiana Pacers,
132-115. Annarleikur var
einnig í deildinni í gær,
Utah Sazz vann Dallas
Mavericks 123-97.
Miðvikudagur 14. nóvember 1984 27
Ísland-Wales:
Sævar og Pétur
spurningamerki
- eiga báðir við meiðsl að stríða
■ Það verða líklega fimm at-
vinnumenn sem byrja leikinn í
Wales í kvöld fyrir hönd ís-
lenska liðsins. í fyrri leiknum
gegn Wales þá voru þeir sjö
talsins. Þeir Atli Eðvaldsson.
Janus Guðlaugsson og Ásgeir
Sigurvinsson verða ekki með
nú en í staðinn kemur Arnór
Guðjónssen í liðið. Líklegt er
að Knapp stilli upp eftirtöldum
mönnum:
Bjarni Sigurdsson ÍA
Þorgrímur Práinsson Val
Arni Sveinsson í A
Sævar Jónsson
Gudmundur Þorbjörnsson
Sigurdur Jónsson
Kagnar Margeirsson
Sigurdur Grétarsson
Arnór Guðjónssen
Pétur Pétursson
CS Brugge
Val
ÍA
ÍBK
Iraklis
Anderlecht
Feycnoord
Eins og fram kemur í viðtali
„Allir hressir“
■ „Við eruin allir hressir
og vorum að koma hér á
hótelið, síðan er létt æfing á
Ninian Park í kvöld“, sagði
Ársæll Kristjánsson lands-
liðsmaður í samtali við NT í
gærkvöldi. íslcnska liðið
kom á hótclið,þar sem búið
verður á ineðan á lciknum
stendur,um kl. 17 í gærdag.
„Nú slöppum við aðcins af
og síðan er æfíng í kvöld og
þá verða lagðar síðustu lín-
urnar fyrir leikinn“ sagði
Ársæll ennfremur.
„Sævar Jónsson og Pétur
Pétursson eru að verða góðir
af meiðslunum, hafa náð
þeim að undanförnu og
vondandi verða þeir báðir til
í slaginn. Við erum ákveðnir
að standa okkur þrátt fyrir
að ýmsa lykilmenn vanti“,
sagði Ársæll að lokum.
■ Ian Rush mun örugglega
gera íslendingum marga skrá-
veifuna í kvöld. Hann er stór-
hættulegur.
við Tony Knapp landsliðsþjálf-
ara þá veltur allt á því hvort
Sævar og Pétur verði orðnir
heilir fyrir leik. Þeir eru báðir
á batavegi en ekki verður Ijóst
fyrr en í dag hvort þeir verða
nægjanlega góðir til að spila
leikinn.
Guðni til
Skotlands
■ Á sanra tíma og landsleikur
íslendinga og Walesbúa fer
fram í kvöld eigast Skotar og
Spánverjar við í Glasgow. Sá
leikur er í sama riðli og leikur
íslands og Wales og skiptir því
miklu máli fyrir íslendingana.
Búast má við að Spánverjar
spili uppá að halda jöfnu í þeim
leik enda myndu þeir þá standa
best að vígi í riðlinum eftir það.
Þessi tvö lið eru almennt talin
munu berjast um sigurinn í
riðlinum.
Guðni Kjartansson, fyrrum
landsliðsþjálfari, mun fara á
leik Skota og Spánverja til að
fylgjast með þessum liðum. ís-
lendingar leika báða leikina
gegn Spánverjum á næsta ári
og seinni leikinn gegn Skotum.
Ef hagstæð úrslit fást á móti
Wales og leikur Skota og Spán-
verja endar með jafntefli þá
eru möguleikar íslendinga í
riðlinum fyrir hendi.
■ Gudni Kjartansson
HM í kvöld:
Punktar ■■■ Punktar...
...Leikur Spánverja og Skota
sem fram fer á Hampden Park
í Glasgow verður trúlega mest
spennandi leikurinn í heims-
meistarakeppninni af þeim sem
leiknir verða í kvöld.
Skotar hafa að baki tvo ný-
lega heimasigra og Spánverjar
unnu Wales 3-0, einnig heima.
...Skotland er aðeins eitt af
fimm löndum innan breska
heimsveldisins sem leikur í
heimsmeistarakeppninni í
kvöld:
Englendingar heimsækja
Tyrki til Istanbúl í 3. riðli,
Wales mætir íslendingum í 7.
riðli í Cardiff, N.-írar taka á
móti Finnum í Belfast í 3. riðli
og írar leika við Dani í Kaup-
mannahöfn í 6. riðli.
...Englendingar eru nokkuð
borubrattir fyrir leikinn gegn
Tyrkjum og miða við það að
Finnar unnu Tyrki á útivelli
með 2-1 en Englendingar höfðu
stuttu áður unnið Finna 5-0 á
Wembley....
Walesbúar telja að nærvera
Ian Rush sé nóg til að endur-
vekja vonir þeirra um að kom-
ast í úrslitakeppnina í Mexíkó
og vilja meina að tvö töp til
þessa í riðlinum, fyrir íslend-
ingum 0-1 og Spánverjum 0-3
sé að miklu leyti vegna fjarveru
hans...
...í Vínarborg mætast Austur-
ríkismenn og Hollendingar í 2.
riðli og Portúgalir leika við
Svía í Lissabon í sama riðli.
Portúgalir eru sigurvissir þó þá
vanti tvo fastamenn vegna meið-
sla, þá Pacheo og Chalana.
Þeir unnu leikinn í Stokkhólmi
1-0 í september...
Sjónvarp og útvarp
■ Landsleiknum í kvöld
gegn Wales 'verða gerð
góð skil í ríkisfjölmiðlum.
Leikurinn verður sem sé
sýndur beiní f sjónvarp-
inu og útvarpað beint
líka.
Sjónvarpsútsendingin
hefst kl. 19.25 á eftir
fréttum sem verða færðar
fram til 18.45.
Hemmi Gunn byrjar
svo lýsingu sína í útvarp-
inu kl. 19.30.