NT - 14.11.1984, Blaðsíða 23

NT - 14.11.1984, Blaðsíða 23
Útlönd Miðvikudagur 14. nóvember 1984 23 Malta: 2000 kennarar færðir milli skóla eftir 7 vikna verkfall Fengu kröfum sínum ekki framgengt Valetta-Reuter ■ Tvö þúsund kennarar á Möltu aflýstu sjö vikna verkfalli um síðustu helgi þótt stjórnvöld hefðu á engan hátt komið til móts við kröfur þeirra um hærri laun og bætta vinnuaðstöðu. Þegar kennarar mættu svo til vinnu sinnar í þessari viku kom í Ijós að menntamálaráðuneytið hafði látið færa þá á milli skóla. Menntamálaráðuneytið held- ur því fram að þetta hafi verið gert „vegna hagsmuna kennara til þess að þeir þyrftu ekki að koma í þá skóla sem þeir hefðu yfirgefið í verkfallinu/' Kennar- ar segja hins vegar að þetta sé gert til að refsa þeim vegna verkfallsins. Lögregluvörður var við skól- ana fyrsta daginn en ekki kom til átaka. Fulltrúar kennara og stjórnvalda hafa nú hist til að ræða kröfur kennara. Pólsk stjórnvöld umbera ekki mannréttindahópa Umsjón: Ragnar Baldursson, og Egill Helgason Skólar kaþólikka eru samt ennþá lokaðir vegna þeirrar ákvörðunáf stjórnvalda að leggja skuli skólagjöld niður í skólum þeirra eins og öðrum skólum. Kaþólska kirkjan á Möltu segist ekki hafa efni á að reka skóla sína án skólagjald- anna og mótmælir afskiptum stjórnarinnar af þeint. Stjórn sósíalista á Möltu segir hins vegar að skólar kaþólikka hafi verið byggðir fyrir almannafé og ekki sé hægt að leyfa þeim að taka skólagjöld frekar en öðrum opinberum skólum. Blaðamenn mótmæla fangelsun London-Rcuter ■ Alþjóða blaðamanna- stofnunin (IPI) skoraði fyrr í vikunni á tyrknesk stjórn- völd að náða Ismet Imset, tyrkneskan blaðamann sem verið hefur fréttaritari UPI- fréttastofunnar í Ankara. í síðustu viku var Imset dæmdur í fjögurra ára og tveggja mánaða fangelsi, auk sextán mánaða útlegð- ar innanlands, eins og áður hefur verið greint frá í NT. Imset var gefið að sök að hafa átt þátt í að skipuleggja vopnaðan samblástur gegn stjórninni. Peter Galliner, forseti IPI, sendi Turgut Ozal, forsætisráð- herra Tyrklands, skeyti þar sem sagði að hér væru á ferðinni pólitískar ofsóknir og greinilegt að með þessu væri einnig verið að vara tyrkneska borgara við því að starfa fyrir erlenda fjöl- miðla. Imset mun hafa verið óþreyt- andi við að senda vestrænum ^Ejölmiðlum fréttir af mannrétt- indabrotum í Tyrklandi. ■ Bandarískir geimkúrekar handsama fjarskiptahnöttinn Palapa sem nú verður fluttur aftur til jarðarinnar, þar sem hann verður seldur nýjum eigendum og síðan sendur aftur á loft. simamynd: polfoto. Gerfihnettir handsamaðir Canaveralhöfði-Reuter. ■ Bandarísku geimfararnir um borð í geimferjunni Disc- overy gripu til eigin aðferða við gerfihnattabjörgun í fyrradag eftir að í Ijós kom að vélmenn- ahönd ferjunnar gat ekki höndl- að Palapa-gerfihnöttinn. Joe Allen geimfari neyddist til að handsama sjálfur þennan 700 kflóa villuráfandi gerfíhnött og halda honum föstum í heilan hring í kringum jörðina. Þrátt fyrirþessa „tækniörðug- leika“ tókst björgun hnattarins með ágætum og hyggjast geim- fararnir nota svipaða aðferð við björgun Westar-gerfihnattarins nú í dag. Nú er samt ætlunin að nota vélmennahönd ferjunnar að hluta til við björgunina. Joe Allen verður bundinn við hönd- ina þegar hann grípur til hnatt- arins þannig að auðveldara á að vera að hreyfa hnöttinn og mjaka honum inn í geimferj- una. Allen sagði í gær að honum hefði reynst auðvelt að hemja hinn 700 kílóa gerfihnött í þyngdarleysinu þótt hann hefði verið farinn að finna fyrir hönd- unum eftir að hafa beitt kröftum sínum nær eingöngu með þeim í lengri tíma. Að sögn bresku lögreglunnar særðust að minnsta kosti 43 lögreglumenn í átökunum í gær sem þó voru ekki jafn hörð og í fyrradag. Bresk stjórnvöld halda því'fram að nú séu um 56.000 námumenn við vinnu af samtals 181.000 og að vikulega séu framleidd um 500.000 tonn af kolum. Margrét Thateher forsætis- ráðherra hefur hótað því að setja ný lög til að kveða ofbeldið niður. Biskupar í Englandi og Wales hafa lýst miklum áhyggj- um vegna áhrifa ofbeldisins á samfélagið þar sem „ofbeldi leiði til ofbeldis.“ Stjórn bresku kolanámanna heldur því fram að hið aukna ofbeldi sé merki um örvæntingu verkfallsmanna vegna þess að stöðugt fleiri snúi til vinnu Efnt til mót- mæla í Chile Santiago-Reuter ■ Andstæöingar einræöisstjórn- ar Pinochets í Chile hafa komið sér saman um að helga dagana 27. og 28. nóvember mótmælum gegn herforingjastjórninni og hunsa þar með herlögin sem voru sett í síðustu viku. Ekki hafa verið meiri takmark- anir á ritfrelsi og fundafrelsi í Chile síðan herforingjarnir tóku völdin 1973. Auk þess hefur fjöldi manns verið handtekinn síðan her- lögin voru sett á. Heimildir úr stjórnarandstöðu- herbúðum segja að mótmælaað- gerðirnar muni njóta stuðnings allra stjórnarandstöðuflokka og verkalýðssamtaka, en að erfitt verði að boða til mótmælanna vegna strangrar ritskoðunar. Með mótmælaaðgerðunum vill stjórnarandstaðan sýna að óá- nægjan í Chile verði ekki lengur kæfð með hervaldi og ofbeldi. Varsjá-Reuter. ■ Jerzy Urban, talsmaður pólsku stjórnarinnar, sagði á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld hyggðu á aðgerðir gegn mannréttindahópum sem sprottið hafa upp víða í Póllandi í kjölfar morðsins á prestinum Jerzy Popieluszko í síðasta mánuði. Síðustu daga hafa verið stofnaðar mannréttindanefndir í Varsjá, Wroclaw og Krakow, að sögn til að vekja athygli á ofbeldisaðgerðum lögreglu, en meðal stofnenda nefndanna eru fyrrum leiðtogar Samstöðu, hinna bönnuðu verka- lýössamtaka, fyrrum meðlimir KOR, andófshóps sem starfaði meðal pólskra verkamanna á síðasta áratug, og þekktir menn- tamenn. Urban vildi ekki tjá sig um það til hvaða ráða stjórnvöld myndu grípa, en lagði áherslu á að í fararborddi þessara nefnda væru stjórnmálafangar, sem voru gefnar upp sakir í sumar. í skilmálum sakaruppgjafarinnar segir að hún geti ógilst af þeir sem hlut eiga að máli taka aftur þátt í ólöglegri stjórnmála starf- semi. Hann sagði ennfremur að hér væru á ferðinni öfgamenn sem vildu nota morðið á Popieluszko til að ala á óvild gegn stjórninni. Markmiðið væri það eitt að snúa aftur til stjórnleysistímans árið 1981. Á blaðamannafundinum sagði Urban að enn væri ekki ljóst hvort Popieluszko hefði verið lífs eða liðinn þegar hon- um var hent út í eitt uppistöðu- lón árinnar Vislu. Þótt þrír lögregluforingjar hefðu játað morðið á prestinum, þá væri ekki ætlunin að draga þá fyrir dóm fyrr en ljóst væri hve víðtækt samsærið um að ráða prestinn af dögum hefði verið. ■ Flakið af þessum bfl ber vitni um ofbeldi síðustu tveggja daga í Yorkshire þar sem námumenn hafa barist við lögreglu og verkfalls- brjÓta. Símamynd-POLFOTO Bretland: Aukið ofbeldi kolanámumanna London-Reuter ■ Breskir kolanámumenn börðust við lögreglu og verk- falisbrjóta í gær og í fyrradag. Þeir kveiktu í og veltu bílum, og fleygðu grjóti og bensínsprengj- um í lögreglumenn. sinnar. Á síðastliðnum tveim dögum hafi 2.700 manns snúið aftur til vinnu eftir að hafa fengið loforð um sérstakan jóla- bónus. V-Þýskaland: Rúmenskir diplómatar frá reisu- passann Bonn-Reuter ■ Fimm rúmönskum sendifulltrúum var vísað frá Vestur-Þýskalandi fyr- ir seinustu helgi eftir að þýska dagblaðið „Die Welt“, hélt því fram að þeir væru að skipuleggja sprengjuárás á bandarísku útvarpsstöðina, „Frjáls Evrópa" sem er starfrækt í Munchen og sendir áróður til Austantjalds- ríkja. Die Welt fullyrti einnig að sendifulltrúarnir ætluðu að ræna,eða myrða, rúmönskum flóttamanni í Vestur-Þýskalandi. í tilkynningu frá vestur- þýsku ríkisstjórninni er einungis sagt að sendifull- trúarnir hafi gert sig seka um „athæfi sem sé ekki í samræmi við stöðu þeirra". Rúmenska sendi- ráðið neitar því harðlega að nokkuð sé til í ásök- unum um að sendifulltrú- arnir hafi verið að skipu- leggja nokkur ofbeld- isverk.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.