NT - 14.11.1984, Blaðsíða 2

NT - 14.11.1984, Blaðsíða 2
Kúrekar norðursins: Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Dísarfell ............19/11 Dísarfell ............ 3/12 Dísarfell ........... 17/12 Rotterdam: Dísarfell .... Dísarfell .... Dísarfell .... . . . 20/11 . ... 4/12 .... 18/12 Antwerpen: Dísarfell .........21/11 Dísarfell ......... 5/12 Dísarfell .........19/12 Hamborg: Dísarfell .........23/11 Dísarfell ......... 7/12 Dísarfell .........21/12 Helsinki: Patria ............28/11 Hvassafell.........23/12 Lubeck: Arnarfell .........29/11 Falkenberg: Arnarfell .........30/11 Hvassafell.........17/12 Leningrad: Patria ............29/11 Larvik: Jan ...............26/11 Jan ...............10/12 Gothenburg: Jan ...............27/11 Jan............... 11/12 Copenhagen: Jan ...............28/11 Jan................12/12 Svendborg: Jan .............. 15/11 Jan................28/11 Jan .............. 13/12 Aarhus: Jan .............. 15/11 Jan ...............29/11 Jan................13/12 Gloucester, Mass.: Skaftafell....... . 16/11 Skaftafell.........17/12 Halifax, Canada: Skaftafell.........17/11 Skaftafell.........18/12 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik Sími 28200 Telex 2101 Miðvikudagur 14. nóvember 1984 2 ■ Aðstaða fyrir olíulestun er að komast á lokastig úti í Örfirisey og áður en langt um líður verður hægt að lesta fyrsta strandfcrðaolíuskipið. NT-mynd: Róbert Metaðsókn á Skagaströnd - menningarmafían afvopnuð ■ Kvikmynd Friðriks Pórs Friðrikssonar, Kú- rekar norðursins, var frum- sýnd á heimaslóðum, á Skagaströnd, um síðustu helgi að viðstöddum helstu framámönnum staðarins. Var myndinni vel fagnað og hlaut hún metaðsókn í heimabæ Ffallbjarnar. Sigurður Snæberg Jóns- son klippari myndarinnar flutti ræðu fyrir hönd ís- lensku kvikmyndasam- steypunnar, sem fram- leiddi myndina, þar sem hann réðst að svokallaðri menningarmafíu, sem hef- ur rakkað niður framtak Flallbjarnar. „Peir eru gramir yfir því hve kántrí- ið hefur náð mikilli hylli og þeir eru æfir út í það, að þetta skuli hafa verið fest á filmu og þar með gert ódauðlegt," sagði Sig- urður m.a. í ávarpi sínu. Undir lok þess. sagði hann um menningarmafíuna: „Kúrekar norðursins af- vopnuðu þetta lið.“ Olíulestunarstaður fyrir landsbyggðina ■ Á nxstu vikum verður tek- inn í notkun jöndunargarður fyrir olíuskip í Örfirisey og er það Olíufélagið h.f. (Esso) ásamt Skjeljungi sem stendur að framkvæmdunum. Garður- inn verður notaður til að lesta olíuskip félaganna sem sigla á ströndina en ekki verður að- staða til að taka á móti stórum skipum sem flytja eldsneyti er- lendis frá. Að sögn Árna K. Þorsteins- sonar hjá Olíufélaginu h.f. var farið út í þessa framkvæmd að ósk hafnarinnar á sínum tíma, til að losna við alla olíuafgreiðslu út úr innri höfninni. Hefur höfn- in annast uppbyggingu garðsins en olíufélögin tvo eiga leiðslur og annan tækjabúnað. Sagði Árni að þessi aðstaða fyrir lest- un olíuskipanna Stapafells og Kyndils yrði til mikilla hagsbóta og yrði í framtíðinni hægt að afgreiða allar tegundir eldsneyt- is frá sama stað, Örfirisey, en hingað til hefur Esso verið með bensínbirgðir sínar í Hafnar- firði, því ekki hefur verið hægt að afgreiða það innan innri hafnarinnar vegna eldhættu. íslenska hljómsveitin hefur sitt 3. starfsár: Fyrstu tónleikarnir á Selfossi Tónleikar á Flúðum ■ Már Magnússon tenór- söngvari og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda tónleika í félagsheimilinu á Flúðum n.k. föstudag, 16. nóvember kl. 21. Á efnisskránni eru ítalskar aríur og sönglög, þar á meðal nokkur vinsælustu verk söng- bókmenntanna. Aðgangseyrir er kr. 250 og eru miðar seldir við innganginn. ■ Már Magnússon ■ íslenska hljómsveitin liefur þriðja starfsár sitt með tón- leikum i íþróttahúsi Gagn- fræðaskólans á Selfossi næsta laugardag. Stjórnandi verður Ragnar Björnsson en einleikari á píanó Stephanie Brown. Tónleikarnir verða síðan endur- ■ Vísitala byggingarkostnað- ar hækkaði um 0,45% frá sept- emberbyrjun til byrjunar októ- bermánaðar, samkvæmt áætlun Hagstofunnar og var þá komin í 168,7 stig (des. 1982=100). Hagstofan tekur fram að hér sé um áætlun að ræða en ekki teknir í Bústaðakirkju á sunnu- dag á fyrstu áskriftartónleikum vetrarins. íslenska hljómsveitin stefnir að því að sinna landsbyggðinni meira en undanfarin ár, og t.d. stendur til að næstu tónleikar verði haldnir á Akranesi. útreikning lögformlegu vísi- tölunnar, sem reiknuð er á 3 mánaða fresti, þannig að þessi áætlun skiptir ekki máli varð- andi verðbætur fjárskuldbind- inga eða annað sem fylgja skal byggingarvísitölu. Lítil hækkun byggingarkostnaðar Spænskudeild Hl: Tvær spænskar í Regnboganum ■ Spxnskudeild Háskóla ís- lands efnir til tveggja kvikmynda- sýninga í Regnboganum í þess- um mánuði. Fyrri myndin verð- ur sýnd næstkomandi laugardag og heitir hún Lasarus frá Tormes. Leikstjóri er César Ardavín. Myndin er gerð eftir safnefndri skáldsögu, sem Guð- bergur Bergsson hefur þýtt á íslensku. Þar segir frá pilt- hnokkanum Lasarusi, sem býr við kröpp kjör í Salamanca. Hann gerist fylgdarmaður blinds manns og ferðast með honum og lenda þeir í margvis- lcgum ævintýrum. Lasarus frá Tormes (El Lazarillo de Tormes) var gerð árið 1959. Hún verður sýnd í E-sal á 1. hæð kl. 15 og 17.15. Síðari myndin heitir Gary Cooper, þú sem ert á himnum (Gary Cooper, que estas en los cielos) frá árinu 1980. Leikstjóri er Pilar Miró, sem einnig leik- stýrði Glæpnum í Cuenca, sem sýnd var á kvikmyndahátíð fyrir skömmu. Gary Cooper segir frá ungri konu, dagskrárgerðar- manni í sjónvarpinu, sem hrær- ist þar í heimi harðrar samkepp- ni. Hún á von á barni með sambýlismanni sínum, en hann vill ekki að hún ali barnið, og er henni ótrúr. Þessi mynd verður sýnd föstudaginn 23. nóvember kl. 19.30 og 21.30 íE-sal. Hvor tveggja myndanna hef- ur fengið verðlaun. Lasarus fékk Gullbjörninn í Berlín 1960 og Gary Cooper hlaut sérstök leikstjórnarverðlaun spænsku kvikmyndastofnunarinnar. Að- gangur að myndunum er ókeyp- is. ■ Úr myndinni Lasarus frá Tormes, sem verður sýnd í Regnboganum á laugardag. ■ Eiður Guðmundsson Eiður Guðmunds- son á Þúfna- völlum látinn ■ Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum í Hörgár- dal lést s.l. laugardag. Hann fæddist 2. október árið 1888 að Sörlatungu í Hörgárdal. Eiður útskrif- aðist búfræðingur frá Hól- um árið 1906, og hefur búið á Þúfnavöllum frá árinu 1917. Hann var hreppstjóri og oddviti í Skriðuhreppi um margra ára skeið og sat í stjórnum margra félagasamtaka enda félagsmálagarpur mikill og rithöfundur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.