NT - 14.11.1984, Blaðsíða 28
Miðvikiidagur 14.nóvember 1984
HRINGDU ÞÁ í SflX/IA 68-
Við tökum vid ábendingum um fréttir allan sólarftirincjinn.
Greiddar verða 10OO krónur fyrir ftiverja ábendingu sem leiðir
til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir
til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
Islenska lambaketið
á völlinn í morgun
Leyft fyrir þrýsting yfirvalda. Vonlítill markaður?
■ íslcnskt lambakjöt veröur
nú í dag í fyrsta sinn selt í
matvörumarkaði bandaríska
hersins á Kellavíkurnugvelli.
Það eru Sláturfélag Suðurlands
og SÍS sem koma sér upp hvor
sinni frvstikistunni í markaðin-
um og hefur kista Sláturfélags-
ins væntanlega verið fyllt strax í
morgun. Kjötið er selt með
útnutningsbótum en er engu að
síður dýrara en svína og nauta-
kjötið sem herinn kaupir frá
heimalandinu. Frumkvæði að
þessari sölu er komið frá Fram-
leiðsluráði en einnig hefur land-
búnaðarráðuneytið beitt sér í
þessu máli.
„Það verður alltaf að reyna,“
sagði Vigfús Tómasson hjá SS
en kvaðst annars ekki trúaður á
að þarna gæti orðið um veruleg-
an markað að ræða. „Þrátt fyrir
þessar niðurgreiðslur er kjötið
dýrara en annað kjöt þarna og
svo stoppa flestir þeir Banda-
ríkjamenn sem þarna eru frekar
stutt, þannig að mjög erfitt er
að vinna markað þarna.“ Sagði
Vigfús að helsti hugsanlegi
ávinningur af þessari sölu væri
að bandarískir hermenn, sem
hér dvelja, lærðu að meta kjötið
og héldu svo áfram að kaupa
það eftir að heim er komið svo
fremi að það takist að bjóða
upp á kjötið á markaði þar.
Kista sem Sláturfélagið hefur
sett upp er tveggja metra löng
og í dag setur SIS upp hliðstæða
kistu. Þessum fyrirtækjum var
báðum gert viðvart af Fram-
leiðsluráði um að nú væri
möguleiki á að komast á markað
hersins en hann hefur verið
íslensku kjöti alfarið lokaður til
þessa.
Þá hefur Sláturfélagið nú um
nokkurn tíma selt lambakjöt í
mötuneyti á vellinum þó í litlum
mæli sé og er búvörudeild Sam-
bandsins að hasla sér völl á
sama markaði. Þriðji markaðs-
möguleikinn þar sem Sláturfél-
agið hefur enn forskotið en SÍS
fylgir fast í kjölfarið er sala á
lambakjöti í matarveislur hinna
ýmsu klúbba á vellinum, meðal
annars hinn fræga offiséra-
klúbb.
Þá má geta þess að Osta- og
smjörsalan hefur um nokkurra
ára skeið selt vörur sínar á
vellinum en í harðri samkeppni
við erlendar vörur sem meira
eru niðurgreiddar og ódýrari.
Engu að síður kvað Óskar H.
Gunnarsson hjá Osta- og smjör-
sölunni söluna hafa aukist veru-
lega að undanförnu. Því fer þó
fjarri enn að um svo mikið sem
helmings markaðshlutdeild sé
að ræða. Þá selur mjólkursam-
salan sínar vörur á vellinum og
er eitt um hituna, engin mjólk
er flutt til landsins og hefur
herinn verslað við íslenska aðila
frá fyrstu tíð.
Þá fer þetta að rætast full-
komlega sem skáldið kvað '•
“... íslenskir vermenn
og amrískir hermenn
, eta nú samskonar graut...“
Stefnuræðu
frestað
■ Stefnuræðu forsætis-
ráðherra, sem áætlað var
að flutt yrði á fundi sam-
einaðs þings á fimmtudag,
hefur verið frestað.
NT hafði samband við
Steingrim Hermannsson í
gærkvöldi og sagði hann
ástæðu frestunarinnar vera
þá að ekki væri búið að
fullvinna efnahagsráðstaf-
anir er ríkisstjórnin hyggst
gera.
Afhenda þarf stjórnar-
andstöðunni afrit stefnu-
ræðunnar með viku fyrir-
vara og sagði Steingrímur
að enn væri of snemmt að
skýra frá efnahagsráð-
stöfunum, þar sem þær
væru ekki fullmótaðar.
Þá hefur afgreiðslu fjár-
lagafrumvarpsins verið
frestað, og haft er eftir
Albert Guðmundssyni, að
hann flytji ekki frumvarp-
ið fyrr en eftir að stefnu-
ræðan hafi verið flutt.
Ríkið býður lífeyrissjóð-
unum upp á 9,29% vexti!
■ Ýmsir lífeyrissjóðir -
þeirra á meðal sumir hinna
stærstu - hafa að undan-
förnu haldið að sér höndum
Vírussjúkdómur leggst
ábörní Reykjavík:
Áekkertskylt
við gin og
klaufaveiki
■ „Þetta á ekkert skylt
við gin og klaufaveiki og
engin ástæða til að gera
neitt veður út af þessu,"
sagði Margrét Guðnadótt-
ir, prófessor á rannsókna-
stofu Háskólans í veiru-
fræði, er hún var innt eftir
því hvort vírussjúkdómur,
sem nokkuð hefur borið á
hjá börnum og lýsir sér
með útbrotum í greipum,
á fótum og í munni, væri
samstofna svokallaðri ein
og klaufaveiki, sem leggst
mjög þungt á búfénað.
Margrét sagði að þetta
væri allt önnur tegund af
vírus, enda legðist ekki
gin og klaufaveiki á menn.
Þetta væri sármeinlaus vír-
us og alltaf einhver tilfelli
á fcrðinni, eins og væri
með kvefpestir. Sagði hún
þetta lýsa sér eins og kverka
skítur; menn fengju útbrot
en þau löguðust á nokkr-
um dögum. Kvað Margrét
álíka orðróm hafa komið
upp einum tvisvar sinnum
áður og þá blásinn upp í
blöðunum. Fólk hefði orð-
ið dauðskelkað og haldið
að eitthvað hættulegt væri
á ferðinni, ert það væri
ástæðulaust að óttast,
þessi vírus væri ekkert al-
varlegri en venjulegt kvef!
við skuldabréfakaup af
fjárfestingalánasjóðum
ríkisins, þar á meðal
byggingalánasjóðunum,
vegna þess að ekki hafa
þótt nógu háir vextir í boði
hjá ríkissjóði miðað við það
sem bankarnir bjóða. Þetta
hefur m.a. gert Byggingar-
sjóði ríkisins erfitt fyrir með
að standa við lánaútborgan-
ir til húsbyggjenda/kaup-
enda á áætluðum tíma.
Til þess að ná í aukið lánsfé
frá lífeyrissjóðunum hafa
stjórnvöld nú ákveðið að bjóða
þeim val á milli fjögurra kosta
um ávöxtunarkjör: Breytilega
vexti, þ.e. jafn háa útláns-
vöxtum bankanna að mcðaltali,
sem nú eru 9,29%, kaup á
ríkisskuldabréfum sem bera 8%
vexti og eru uppsegjanleg eftir
3 ár, og tvennskonar fasta vexti,
þ.e. 5% á 15 ára bréfum og 7%
á 10 ára bréfum. Allt eru þetta
vextir umfram verðtryggingu.
Að sögn Höskuldar Jónsson-
ar, ráðuneytisstjóra, eru skulda-
bréfakaup lífeyrissjóðanna á-
kaflega misjöfn. Sumir þeirra séu
búnir að Ijúka sinni kaupskyldu
til áramóta (þ.e. 40% af ráð-
stöfunarfé), m.a. Lífeyrissjóður
sjómanna og Söfnunarsjóður
lífeyrisréttinda og einnig hefur
sjóður ríkisstarfsmanna keypt
samkvæmt áætlun. Aðrir sjóðir
hafa engin skuldabréf keypt á
árinu. Þykir einna merkilegast
að lífeyrissjóðir sveitarfélag-
anna eru í þeim hópi. Höskuld-
ur tók fram að viðskipti við
SAL-sjóðina hafi öll gengið
sæmilega. Þeir hafi yfirleitt valið
breytilegu vextina.
Vestir á bilinu 7-9% eru bygg-
ingarlánasjóðum ríkisins greini-
lega ákaflega óhagstæðir þar
sem þeir endurlána húsbygg-
endum/kaupendum þetta fé
með l% til 3,5% vöxtum og
jafnframt til meira en tvöfalt
lengri tíma.
Davíð fyrstur yfir!
Gullinbrú opnuð:
■ Davíð Oddsson, borgarstjóri, opnaði Gullinbrú að viðstöddu
nokkru fjölmenni í gær og mundaði skærin fagmannlega er hann
klippti á borðann...
■ Gullinbrú var formlega
tekin í notkun af borgarstjór-
anum í Reykjavík við hátíð-
lega athöfn í gær. Bað hann
þess að gæfa og gifta fylgdi
brú þessari og hún yrði Graf-
arvogshverfi og íbúum þess
svo og allri borginni til fram-
dráttar.
Það kom fram í ávarpi
borgarstjóra að fyrir 2xh ári
hefði verið ónumið land í
Grafarvoginum en nú væri að
rísa þar öflug byggð og mætti
búast við því að næsta haust
hefðu þar búsetu á annað
þúsund íbúa, sem væri álíka
margir og í sæmilega stórum
kaupstað úti á landi.
Eins og komið hefur fram
í NT kostar gerð Gullinbrúar
um 20 milljónir og hefur
brúin, sem er 58 m löng,
verið u.þ.b. 10 mánuði í
smíðum. Norrænir menn
kölluðu vetrarbrautina Gull-
inbrú í heiðinni trú og er
vonandi að þetta reynist rétt-
nefni á mannvirkinu fyrir
íbúa Grafarvogsins.
... síðan settist hann uppí rennireið sína og lét einkabQstjórann
aka sér fyrstu ferðina yfir mannvirkið.
NT-mjndir: Ámi Bjama