NT - 14.11.1984, Blaðsíða 24

NT - 14.11.1984, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 14. nóvember 1984 24 Útlönd London-Keuter. ■ MargaretThatcherforsætis- ráðherra upplýsti í vikunni hver væri kostnaður Breta viö stríðið suður á Falklandseyjum. í apríl næstkomandi er áætlað að kostnaðurinn viö stríðið og hersetuna muni nema um 1.2 milljónum sterlingspunda (rúml. 50 milljónum ísl. króna) á hvert mannsbarn á eyjunum. íbúar Falklandseyja eru að- eins um 1800. Á þeim þremur árum sem þá verða liðin frá því að Argen- tínumenn réðust á Falklands- eyjar2. apríl 1982 mun kostnað- ur bresku stjórnarinnar af stríð- inu því hafa numið um 2.1 milljörðum sterlingspunda (rúml. 90 milljörðum ísl. kr.). Til samanburðar má geta þess að íslensku fjárlögin í ár eru rúmlega 20 milljarðar. Á Falklandseyjum er nú breskt setulið sem í eru 4000 hermenn, þeir eru meðal annars að byggja nýjan flugvöll á eyj- unum. ■ Tvö börn á Falklandseyjum ganga á móti vindi. Kostnaður Breta af hernaðaraðgerðunum við eyjarnar verður orðinn 50 milljónir ísl. kr. á hvert manns- barn þar í aprfl á næsta ári. Bretar hætta að nota pund- seðlana sína I.ondon-Kcutcr ■ Nýr myntpeningur er nú í þann veginn að taka við af hinum 70 ára gamla pundscðli í Bretlandi mörgum íhalds- mönnum til mikillar hrellingar. Hin nýna eins punds mynt var fyrst sett í umferð fyrir 18 mánuöum og notkun hennar er nú orðin töluverð. Alls hafa 180 milljón pundmyntir verið slegnar. Fjármálaráðherra Breta segir að myntslátturinn spari ríkinu um þrjár milljónir punda á ári þar scm myntin cndist 50 sinnum lengur en seðl- arnir þótt hún sé dýrari í fram- leiðslu. Þegar nvj pundpeningurinn kom til umræðu í breska þinginu á mánudaginn lýstu nokkrir íhaldsmenn yfir mikilli andúð á honum' og einn þeirra kallaði hana „hræðilégan lítinn hnapp." Nú er líka hætt að slá minnstu og elstu mynt Breta sem var hálft pens. Hún haföi vcrið í umíeröi 704 ár eða allt frá árinu 1280 þegar hálf pens voru slegin úr silfri. Aðdáendur gamla pundseðils- ins geta huggað sig við að þótt breska ríkið telji prentun hans óhagkvæma ætla þrír skoskir bankar, sem hafa leyfi til seðla- prentunar, að halda áfram að prenta þá. Orðsending til áskrifenda Stjórn útgáfufélagsins Nútímans hf. hefur ákveðið að beina því til áskrifenda NT og annars áhuga- fólks um blaðið að þeir eigi nú kost á að kaupa hlutabréf í félaginu. Minnsti hlutur er kr. 1.000.- Hlutabréf má annað hvort stað- greiða, eða greiða með jöfnum greiðslum á nokkrum mánuðum. Þeir sem vilja taka þátt í útgáf- unni og hafa áhrif á hana með þessum hætti snúi sér til skrif- stofu blaðsins að Síðumúla 15. Uppbyggingarstarfið heldur áfram- Stjórn Nútimans Gæsir taka þátt í mengun- arvörnum ■ Ibúar Mið-Evrópu telja sig ekk.^mgur geta horft aðgerða sir á eyð- ingu skógai “ vegna mengunar frá iðnaði og útblæstri bifrciða. í Fýska- landi, Sviss, Austurríki og víðar hefur almenningur krafist aukinna mengunar- varna og sums staðar hefur verið settur hámarkshraði fyrir bílaumferð til að minnka mengun frá út- blæstri þeirra. í Grinzing- hverfi f Vínarborg hafa íbúarnir tekið gæsir í þjón- ustu sína í baráttunni gegn menguninni. Þeir létu þessar föngulegu gæs- ir spássera r. undan um- ferðinni til að leggjaáherslu á að bílarnir verði að tak- marka hraða sinn. Simamvnd-POLFOTO Nígería: Skert prentfrelsi Lagos-Reuter. ■ Blöð í Nígeríu hafa lengi haft orð á sér fyrir djarfa frétta- mennsku og sjálfstæði. En frelsi blaðanna til fréttaflutnings hefur verið heft mikið með nýjum lög- um sem banna blöðum að flytja fréttir sem koma sér illa fyrir stjórnvöld. Lög þessi banna blöðunum einnig áð flytja fréttir sem síðar reynastrangar og brot á þeim getur leitt til að allt að tveggja ára fangelsis auk skaðabóta. Nú þegar hafa tveir blaða- menn verið dæmdir í fangelsi og blað þeirra hefur verið dæmt til að greiða 50.000 naria (rúml. 2 millj. ísl.kr.) vegna brota á þessari löggjöf. Þeir voru dæmdir fyrir að segja frá því að peningum var stolið úr banka- reikningi, sem háttsettur emb- ættismaður í fjármálaráðuneyt- inu, Abubakar Alhaji, átti í erlcndum banka. Blaðið benti á að burt séð frá þjófnaðinum úrbankareikningnum væri eign embættismannsins á peningum í erlendum banka í hæsta máta furðuleg . Fyrrverandi ríkis- stjóri í Nígeríu, Melford Okilo, var eirtnritt dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að eiga fé crlendis á meðan hann fór með emb- ætti. Þessi fréttaflutningur kom stjórnvöldum ekki nægjanlega vel og þau bönnuðu allan frekari fréttaflutning um málið um leið og þau létu handtaka blaða- mennina tvo sem báru ábyrgð á fréttinni. Fréttaflutningur nígerískra blaða þykir því daufur um þess- ar mundir þar sem þau þora ekki að brjóta bann stjórnvalda á fréttaflutningi sem stjórnin sættir sig ekki við. 86 ára gömul kona: Flúði til himna vegna skatt- anna I.ondon-Rcutcr ■ 86 ára görnul kona af þýskurn uppruna framdí sjálfsmorð vegna fangels- ishótunar frá skattayfir- völdum ef hún borgaði ekki hiðsnarasta 17pund (urn 700 ísl. kr.) sem hún skuldaði í fasteignagjöld. Hverfisráðið í Kensing- ton Borough hafði sent konunni tövluunniðhótun- arbréf án þess að hafa ■ hugmynd um að um var að ræða gamla konu sem kunni lítið í ensku. Hverf- isráðsmenn hafa lofað að athuga hvort nauðsynlegt sé að gera breytingar á rukkunaraðferðum. Kína: Eignaríbúdir koma í stað leiguhúsnæðis ■ Kínversk stjórnvöld hafa nú í undirbúningi að selja íbúðir til einstaklinga í 80 borgum í staðinn fyrir það kerfi leiguhúsnæðis sem hing- að til hefur nær eingöngu verið tíðkað. Þetta er gert til þess að ná inn meira fjármagni í bygging- ariðnaðinn sem hefur lengst af verið mjög fjársveltur svo að ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn eftir nýju húsnæði í kínverskum borgum. Nú munu aðeins vera um fimm fermetrar af íbúðarhúsnæði á hvern íbúa í borgunum en það er langt frá því að vera full- nægjandi. Á undanförnum tveim árum hafa hin ríkisreknu bygging- arfyrirtæki gert tilraunir með að selja húsnæði í stað þess að leigja fyrir lágar upphæðir sem varla duga til venjulegs viðhalds. Alls hafa um 2.140 íbúðir verið seldar þannig til einstaklinga í borgum. Kaupendum hefur verið boðið upp á hagkvæm greiðslukjör með afborgun- um. Húsnæðið er einnig selt töluvert undir kostnaðarverði þannig að kaupendur greiða aðeins um þriðjung heildar- kostnaðarins. Auk þess geta þeir oft fengið lán eða beina styrki hjá fyrirtækjunum sem þeir vinna hjá. íbúðir í einkaeign verða undanþegnar öllum opinber- um gjöldum þannig að eigend- ur þeirra þurfa ekki einu sinni að greiða af þeim fasteigna- gjöld svo fremi sem þeir búa sjálfir í þeim.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.