NT - 15.11.1984, Side 5
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 5
■ Á massanum hefurðu það... eða er þetta annars ekki Massey Ferguson traktor sem þama veður elginn.
Traktorar komast í hann krappann
• torfærurallýfyriraustan
■ Árlegt traktorsrallý
Ungmennafélagsins Egils
rauða á Norðfirði var hald-
ið í verkfallsmánuðinum.
Meðfylgjandi myndir tala
sínu máli um þær torfærur
sem dráttarvélunum var
boðið upp á.
Sigurvegari í mótinu var
Skúli Hjaltason, Leifur
Jónsson var í öðru sæti og
Axel Jónsson í því þriðja.
Alls voru keppendur átta
en keppnin miðast við
ákveðna leið sem keppend-
ur eiga að fara á sem
skemmstum tíma. Á leið-
inni eru svo stikur og er
gefinn refsitími fyrir þær
stikur sem brotnar eru.
Mótið var haldið rétt við
svokallaða Grænunes-
bakka og mættu vel hundr-
að manns til þess að fylgjast
með keppninni.
■ Sigurvegarinn Skúli í miðið, Axel til vinstri og Leifur til hægri. NT-myndir: Svnnfnðyr
Pax Vobis:
Ný plata og tón-
leikar á Borginni
■ Hljomsveitin Pax Vobis heldur tónleika á leikarnir hefjast kl. 22.
Hótel Borg í kvöld, fimmtudaginn 15. nóvem- Pax Vobis er skipuð Ásgeiri Sæmundssyni,
ber í tilefni af nýútkominni hljómplötu sveit- Skúla Sverrissyni, Porvaldi Þorvaldssyni, Pór-
arinnar. Húsið opnar kl. 21.00 en hljóm- steini Jónssyni og Þorsteini Gunnarssyni.
Loksins í höfn, þó reyndar sé langt því frá að þurrt land sé undir
fótum.
Samvinnuferðir-Landsýn:
50% aukning
erlendra
ferðamanna
■ Starfsemin hjá Sam-
vinnuferðum-Landsýn
gekk mjög vel í sumar og
jókst tala erlendra ferða-
manna sem notfærðu sér
þjónustu ferðaskrifstof-
unnar um 50%. 8-10%
fjölgun farþega varð einn-
ig í sumarleyfisferðum
skrifstofunnar til útlanda
frá árinu á undan.
Sumarleyfisferðir Sam-
vinnuferða-Landsýnar
gengu mjög vel og tókst
að halda sama verði í
sumar á ferðunum og var
í fyrra, er haft eftir Helga
Jóhannssyni, frkvstj. í
Sambandsfréttum. Var
fjöldi erlendra ferða-
manna sem komu til lands-
ins og notuðu sér þjónustu
Samvinnuferða-Landsýnar
um 6 þúsund í ár á móti
um 4 þúsundum í fyrra.
687733
FASTÐGNASAUN
FJÁRFESTING
lASlLKXASAt A ARMUIA I 105 WYKIAV1K SIMIM77JJ
I001NA0INUJR PfTURÞOHSICURLSSON Hdl
Símatími 13-15
Sýnishorn úr söluskrá.
Athugið möguleiki
á 60% útborgun
2ja herb. -
Hlíðavegur
60 fm íbúð á jarðhæð. Ákv.
sala. Góð eign. Verð 1250 þús.
Kambasel
Stórglæsileg 80 fm 2ja herb.
íbúð í Kambaseli. íbúðin er á
jarðhæð. Sér inng. Glæsileg
eign. Verð 1750 þús.
Álftamýri
Góð ibúð á 3. hæð, 55 fm. Verð
1450 þús.
3ja herb.
Álfhólsvegur
75 fm íbúð á 1. hæð í fjórbýli.
Glæsilegt útsýni. Góð eign.
Verð 1700 þús.
Hamraborg
Glæsileg 104 fm íbúð á 2. hæð.
Bílskýli. Þvottahús innan íbúð-
ar. Verð 1950 þús.
Hraunbær
Mjög góð 95 fm íbúð á 2. hæð.
Verð 1750 þús.
Njörfasund
2 góðar íbúðir í kjallara. Verð
1550 þús.
Langholtsvegur
68 fm nettó góð kjallaraíbúð.
Verð 1450 þús.
Laugarnesvegur
Góð íbúð á 4. hæð. 75 fm nettó.
Verð 1600 þús.
Hafnarfjörftur -
Suðurbraut
íbúð á 1. hæð í mjög góðu
ástandi. 97 fm. Verð 1700 þús.
4ra-5 herb.
Kríuhólar - Bílskúr
íbúð á 8. hæð um 120 fm.
Glæsilegt útsýni. Laus strax.
Verð 1900 þús.
Þingholtsbraut - Kóp.
127 fm íbúð á jarðhæð með
sérinng. Gott útsýni. Verð 2,3
millj.
Háaleitisbraut -
m. bílskúr
5-6 herb. góð íbúð um 135 fm
á 1. hæð. Vestursvalir. Laus
strax. Verð 2750 þús.
Krummahólar
Góð íbúð á 7. og 8. hæð. íbúðin
er á 2 hæðum. Möguleiki á 2ja
herb. íbúð á efri hæð með
sérinng. Glæsilegt útsýni. Laus
eftir samkomulagi. Ákv. sala.
Verð 2,3 millj.
Raðhús og einbýli
Hálsasel - Rafthús
m. bílskúr
7 herb. hús á 2 hæðum. Vönduð
eign. Verð 3,6 millj.
Heiftarás
Stórglæsilegt 300 fm einbýlis-
hús á 2 hæðum ásamt 40 fm
bílskúr. Innréttingareinstaklega
vandaðar. Gott gufubað. Mikið
útsýni. Verð 6,5 millj.
Jórusel
Mjög gott 215 fm einbýlishús á
2 hæðum ásamt 30 fm frístand-
andi bílskúr. Góð eign. Verð 5
millj.
Mýrarás
Stórgott 167 fm einbýlishús á
einni hæð 7 herb. þar af 5
svefnherb. Stórglæsilegur
garður fullfrágenginn. Verð 5,4
millj.
Seilugrandi
Glæsilegt 180 fm tvílyft timbur-
hús ásamt bílskúr. 4-5
svefnherb. Verð 4,3 millj.
Skerjafjörður -
Skildinganes
280 fm einbýlishús á 2 hæðum.
I húsinu eru 9-10 herb. þar af
eru 2 veislustofur og 5-6
svefnherb. Glæsileg eign. Verð
6,5 millj.