NT - 15.11.1984, Qupperneq 14
Vandræðabarnið Wankel vaxið upp
Mazda uppsker loks launtryggðarinnar við Wankel-vélina
■ Svona lítur ein nýjasta og kraftmesta Wankelvélin út.
Jafn létt, einföld og fyrirferöarlítil 300 hestafla vél fæst ekki
í dag.
■ Af Mercedes Benz Clll voru smíöuð nokkur eintök til prófunar á ýmsu varðandi
hraöakstursbíla og vélarnar voru kraftmestu Wankelvélar sem gerðar hafa verið,
fjögurra snúða og yfír 320 hö.
■ Þverskurður af Wankelvél Mercedes
Benz frá 1970. Hún var afar fullkomin eins og
ætla mátti frá Benz, en fullnægði þó ekki
öllum kröfum sem gerðar voru til hennar og
öll eintökin voru eyðilögð, nema eitt sem Felix
Wankel kom undan og setti í eigin bfl.
■ Frá því að fyrsti stimpil-
hreyfíllinn byrjaði að berja út
átak og færa hestlausar kerrur
milli staða með gauragangi og
látum hefur menn dreymt um
bflvél án stimpla og sveifarása,
ventla og með knastása sem
skoppa upp og niður og út á
hlið. Þetta tókst ungum manni
að fínna upp í Þýskalandi eftir
fyrri heimsstyrjöldina, kallaði
Kreiskolbenmotor, eða snún-
ingsstimpilvél og skráði einka-
leyfí fyrir. Það nafn festist þó
ekki við þessa cinföldu, ventla-
lausu vél, heldur hefur hún
jafnan verið kennd við
„skapara" sinn: Felix Wankel.
Ekki munaði miklu að
Wankel hyrfi á valdatíma Hitl-
ers þar sem hann lenti þversum
í hálsi kerfisins og var ekki
nægilega sammála nasistum.
Verkfræðingi nokkrum hátt-
settum í flokknum var falið að
skoða uppfinningu Wankelsog
komast að þeirri niðurstöðu að
hún væri einkis virði, en hann
skilaði áliti þess efnis að þessi
hugmynd gæti komið Þriðja
ríkinu að afar góðum notum
og tókst að ná Wankel úr
steininum og setja upp rann-
sóknarstofur fyrir hann. Sjálf-
ur Goebbels jós í þær fé. Þar
hefur Wankel starfað að mestu
síðan og unnið stöðugt að
endurbótum á grunnhug-
myndinni að Wankel-vélinni
og fleiri uppfinningum.
Felix Wankel er maður
vandvirkur og flanar ekki að
neinu. Fyrst prófaði hann
snúningsstimpilvél sína sem
forþjöppu fyrir mótorhjól því
hann vissi að þéttikantar í
hornum stimpilsins væri aðal-
vandamálið og einbeitti sér að
því að finna efni og form sem
dygðu. NSU bílaverksmiðjan
þýska gerði einkasamning við
Wankel og NSU Spider, fyrsti
bíllinn með Wankelvél, lítill
sportbíll, kom á markað 1964.
Spiderinn litli var fram-
leiddur í sárafáum eintökum
sem lítið er til af nú, en 1967
byrjaði sala á NSU Ro80, ein-
um mesta framúrstefnubíl í
sögunni, 5 manna með afar
litla loftmótstöðu, fullkomna
fjöðrun, ríkulegan útbúnað og
tveggja hólfa Wankelvél. Bíll-
inn var frábær nýr en þétt-
ingarnar fyrrnefndu dugðu
ekki baun. NSU fékk bílana í
hausinn aftur og þeir hættu að
seljast, fyrirtækið varð gjald-
þrota og rann saman við Audi.
A tímabili í kringum 1970
lega þannig að ekkert verði
eftir, og mikill varmi úr elds-
neytinu tapast í gegn um yfir-
borð sprengirýmisins og út um
kælikerfið.
Þennan galla verður aldrei
hægt að yfirstíga en sé Felix
Wankel bent á þetta segir hann
það eigi ekki að skipta máli.
Þegar hannaður sé bíll með
Wankelvél geti hann verið
minni, léttari o.s.frv. og auk
þess hafi Wankelvélin mun
minni innri núningsmótstöðu.
Þannig sparast bensíneyðsla og
fleira segir hinn áttatíu og
tveggja ára gamli maður sem
af óbilandi trú og bjartsýni
hefur varið nær allri sinni löngu
starfsævi í þágu þessarar vélar
sem ber nafn hans.
Samningurinn sem Yama-
moto og félagar hjá Mazda
gerði við NSU á sínum tíma
hljóðaði.m.a. upp á að bílarnir
utan Japansmarkaðs mættu
ekki vera kraftmeiri en 115
hestöfl. Þegar það ákvæði
rennur út nú um áramótin
fáum við Evrópubúar líka RX7
Turbo eins og verið hefur í
Japan um allnokkra hríð og
getur hann þá farið að hrella
Porsche 944 og slíka. For-
þjappan er af verksmiðjunum
sögð passa mjög vel við eigin-
leika Wankelvélarinnar og
eyðslan sé afar lítii.
Þegar arftakinn, RX8 kemur
til okkar er búist við að hann
verði mjög fullkominn miðað
við verð og ef fram fer sem
horfir með Evrópubúana
munu þeir ekkert svar eiga við
honum, það cru helst hinir
Japanirnir sem gætu keppt á
jafnréttisgrundvelli - en þá
vantar alia eitt tromp sem er á
hendi Mazda: Wankelvélina.
AA
15. nóvember 1984 14
voru flestallir alvarlegir bíla-
framleiðendur að hamast við
að búa til Wankelvélar (með
einkaleyfi frá Audi-NSU sem
keypti réttinn af Wankel fyrir
slikk) og sýndu stoltir eintök af
bílum með „framtíðarvélinni"
sem fékk fólk hreinlega til að
halda að stimpilvélin væri b'úin
að vera. Sterkar fullyrðingar
voru settar fram um hina al-
geru yfirburði Wankelvélar-
innar en alltaf stóð á því að
fólk fengi kost á að kaupa
Wankelbíla.
Og þá kom reiðarslagið.
Tæknimönnunum gekk illa að
fá vélarnar til að endast og
svolgra minna bensín og þegar
GM (sem sýnt hafði m.a. Cor-
vettur sem að sögn áttu að fara
í framleiðslu, og tilkynnt um
komu Wankelbíla inn á mark-
aðinn innan eins til tveggja
ára) tilkynnti að þeir hefðu
lagt niður alla starfsemi í kring
um Wankelhugmyndina og
brætt upp tilraunastykkin,
gerðu nær allir aðrir eins því í
þá daga hafði GM alltaf rétt
fyrir sér.
Þessi ákvörðun var gerð
mjög snögglega og var ýmislegt
komið í framkvæmd þá sem
eimir eftir enn. Chevrolet
Monza og fleiri bílar frá amer-
ískum framleiðendum voru
gerðir til að taka fyrirferðarlitl-
ar Wankelvélarnar með miðju-
ás vélarinnar frekar hátt uppi.
Þess vegna er td. svo erfitt að
komast að kertum í t.d. V6 og
V8 Chevrolet Monza og stokk-
urinn milli sætanna hár.
Citroén voru að setja fram-
leiðslu í gang, Mercedes-Benz
gerði miklar og afar kostnaðar-
samar tilraunir eins og svo
margir aðrir, en svo var það
allt búið, allar milljónirnar í
vaskinn, nema á þrem stöðum
í heiminum. Það var hjá einka-
leyfishafanum Audi, Curtiss-
Wright í Bandaríkjunum og
Toyo Kogyo í Japan sem fram-
leiddi Mazda bíla. Curtiss-
Wright heldur enn áfram há-
þróuðum rannsóknum til að
finna landamæri Wankelvélar-
innar en hluthafar Audi felldu
áætlanir um framleiðslu á
Wankel vélum endanlega 1980
vegna hræðslu um að fá minni
arð greiddan í nokkurn tíma.
Bíla með Wankelvél var því
hvergi að fá nema frá Mazda
og svo er enn. Hársbreidd
munaði að stolt Toyo Kogyo
yrði banabiti þess, því véla-
þéttingar fyrstu bílanna entust
illa og höfðað var mál á mál
ofan í Bandaríkjunum og kraf-
ist skaðabóta. Bara þar numu
beinar bótagreiðslur milljón-
um dollara, en Mazda gafst
ekki upp. Þeir hönnuðu
nýjan bíi utan um Wankelvél-
ina sína, sportbíl með vélina
fram í (allir fyrri Wankelbílar
Mazda höfðu verið upphaflega
gerðir fyrir stimpilvél og feng-
ust þannig líka), og þar er
Wankel vélin einmitt á réttri
hillu. í sportbílum skiptir
eyðsla ekki eins miklu máli og
í öðrum bflum, þar er hægt að
nýta sér hina litlu fyrirferð út í
ystu æsar, gangurinn er silki-
mjúkur (ekkert æðir upp og
niður, vélin er í jafnvægi) og
hún snýst eins mikið og menn
vilja án titrings. Vegna þess
hvað vélin er létt verður
þyngdardreifing Mazda RX7
jöfn framan og aftan og verðið
er hagstætt.
Þó er annað sem öðru frem-
ur hefur tryggt árangur Mazda
RX7, það er lausn á
þéttikubbavandamálinu. Hún
felst í því að í álhúsið sem
þríhyrningslagaður snúðurinn
snýst í er rekin járnslíf sem er
harð-krómuð að innan, en síð-
an er krómið krómað með
„mjúku“ krómi með sérstakri
■ Meðan rallbflar verða æ flóknari þarf Mazda ekki annað en að einfalda sína vél til þess að nærri þrefalda orkuna. Tæknimenn
Mazda hafa náð mjög langt í þróun Wankelvélarinnar en þeir vita líka vel að enn er löng leið eftir.
tækni sem gerir að smurolían
loðir við. Þéttingarnar sjálfar
eru bara úr venjulegu járni og
þetta hefur reynst duga yfir
100.000 km áður en skipta þarf
um þéttikubbana. Þurfi að
skipta um eitthvað getur það
aldrei orðið margt, í tveggja
snúða Wankelvél eru nefnilega
þrisvar til fjórum sinnum færri
hlutir en í sambærilegri
stimpilvél.
Ef þetta er orðið svona gott,
afhverju eru þá ekki allir
komnir með þetta? Jú, Wank-
elvélin eyðir meira og eitrar
meira vegna lögunar sprengi-
rýmisins. Það er langt og
mjótt, bruninn tekur langan
tíma og lýkur sjaldnast alger-
■ Þetta er japönsk útgáfa af RX7 með forþjöppu og um 165 heslöfl, væntanlegur á næsta ári hingað til F\ röpu.