NT - 23.11.1984, Blaðsíða 9

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. nóvember 1984 9 ■ Veislugestir Leikfélags Hafnarfjarðar gæða sér á guðaveigum. Samsýning þriggja leikfélaga í Hafnarfirði: „Græn brúðkaupsveisla“ á fjölunum í Bæjarbíói ■ Á ferð til skugganna grænu er lýsing á lífsgöngu konu frá VÖggU til grafar. Sveni, ■ Leikfélag Hafnarfjarðar, Leikfélag Kópavogs og Leik- félag Mosfellssveitar frumsýna á morgun, laugardag, 3 ein- þáttunga með samheitinu „Græna brúðkaupsveisian“ í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 20.00. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir „Veisluna" eftir ungverska höfundinn Ferenc Molnár í þýðingu Vigdísar Finnboga- dóttur og leikstjóri er Pétur Einarsson. „Veislan" er glettin lýsing á óvæntri uppákomu í kvöldverðarboði og taka 13 leikarar þátt í henni. Leikfélag Kópavogs sýnir „Brúðkaupsferðina“ eftir bandarískan höfund, Dorothy Parker, í þýðingu og leikstjórn Bergljótar Stefánsdóttur og Helgu Harðardóttur. „Brúð- kaupsferðin" lýsir á skoplegan hátt samskiptum nýgiftra hjóna á brúðkaupsferð. Tveir leikarar taka þátt í sýningunni. Leikfélag Mosfellssveitar sýnir „Ferðina til skugganna grænu" eftir danann Finn Methling í þýðingu Jóns Sævars Baldvinssonar, sem einnig leikstýrir ásamt Guðmundi Daníelssyni og Bjarna Stein- grímssyni. „Ferðin til skugg- anna grænu“ lýsir á áhrifamik- inn hátt lífshlaupi konu frá vöggu til grafar. Aðeins einn leikari kemur fram í sýning- unm. Ástæðan fyrir samvinnu leikfélaganna er sú að Leikfé- lag Kópavogs og Leikfélag Mosfellssveitar eru húsnæðis- laus í vetur en þar sem Leikfé- lag Hafnarfjarðar hefur nýver: ið tekið við rekstri Bæjarbíós þótti tilvalið að efna til sam- vinnu þessara þriggja stærstu áhugaleikfélag á höfuðborgar- svæðinu. 2. sýning verður 27. nóv., 3. sýning 29. nóv. og 4. sýning sunnudaginn 2. desember og hefjast þær allar kl. 20.30. islenskur módernismi kynntur í Norræna húsinu: Birtingsárin í brennidepli Tónlist, upplestur og um- fjöllun kl. 20.30 í kvöld. ■ Úr sýningu Leikfélags Kópavogs á Brúðkaupsferðinni eftir Dorothy Parker. Leikendur eru Helga Harðardóttir og Finnur Magnússon. NT-my»d: Sv«t» ■ Norræna húsið gengst fyrir kynningu á íslenskum mód- emisma á næstu mánuðum og verður fyrsta dagskráin í kvöld kl. 20.30. Hefur hún hlotið nafnið „Birtingsárin“ og verð- ur helguð tónlist og bók- menntum. Eysteinn Þorvalds- son cand. mag. flytur erindi um upphaf módernismans i. bókmenntum, flutt verður tónlist frá Birtingsárunum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Leif Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson og Fjölni Stefáns- son. Atli Heimir leikur þessi verk á píanó og Elísabet Erl- ingsdóttir syngur við undirleik Kristins Gestssonar. Þá munu rithöfundarnir Einar Bragi, Thor Vilhjálmsson og Jón Óskar lesa úr bókum sínum, sem komu út á þessum árum. Ennfremur fjalla tónskáld um tónlist þessa tíma og í anddyri Norræna hússins verður sýning á bókum, tímaritum, hand- ritum og myndum fráBirtings- tímanum. Knut Ödergárd, forstöðu- maður Norræna hússins, sagði á blm. fundi sl. miðvikudag að þetta tímabil í íslenskri menn- ingu hefði alltaf heillað sig og því hefði hann ákveðið að byrja dagskrá Norræna hússins undir sinni stjórn með kynn- ingu á þessum umbrotatímum. Róttæk stefnubreyting varð í íslenskri listsköpun kringum 1950, ný stefna, módern- isminn tók við af liinum hefð- bundnu tjáningaformum í bók- menntum, tónlist, myndlist og víðar. í þessu umróti var tíma- ritið Birtingur, sem kom út á árunum 1953-1968 í brenni- depli og boðberar módernism- ans á Islandi sátu í ritstjórn. Það voru þeir Einar Bragi, Thor Vilhjálmsson, Hörður Ágústsson, Jón Óskar og síðar Atli Heimir Sveinsson og fleiri. Birtingur var vettvangur ís- lenskra módernista og þó að ýmsir listamenn af eldri kyn- slóðinni hefðu áður hneigst að stefnunni, var það fyrst með útkomu tímaritsins Birtings, sem módernisminn náði að festa sig í sessi og marka tíma- mót í íslenskri list. Á næstu mánuðum ætlar Norræna húsið að freista þess að kynna þetta gagnmerka tímabil í íslensku menningar- lífi enn frekar og verða settar upp sýningar á myndlist, bygg- ingarlist og hönnun og fluttir fyrirlestrar og erindi. ■ Knut Ödegárd á tröppum Norræna hússins ásamt þremur af boðberum módernismans á íslandi, þeim Thor Vilhjálmssyni, Atla Heimi Sveinssyni og Einari Braga. NT-mynd: Róben

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.