NT - 23.11.1984, Síða 12

NT - 23.11.1984, Síða 12
Föstudagur 23. nóvember 1984 12 Rás 2 föstudag kl. 23.15-3. Aldeilis ekki einmana- legt á næturvaktinni! ■ Næturvaktina á Rás 2 hafa þeir með höndum Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvalds- son. Hún stendur yfir frá kl. 23.15-3.00, en Rásir 1 og2 eru samtengdar kl. 24. Vignir segir þá félaga fara rólega af stað í kvöld og fyrstu 45 mínúturnar spiii þeir bland- að efni, gamalt og kannski lítið þekkt. En strax þegar rásirnar samtengjast taka þeir til við að spila ný lög, bæði innlend og erlend, en nú er hljómplötu- markaðurinn einmitt að fyllast af nýjum plötum. En þeir félagar fást við fleira en að setja plötur á fóninn. Þeir fá leigubílstjóra í heim- sókn, sem ætlar að segja frá næturlífinu á höfuðborgar- svæðinu frá sínum bæjardyrum séð. Þá hafa þeir einnig í hyggju að hringja eitthvað út á land og jafnvel út á sjó, til að forvitnast um hvað fólk er að fást við á þessum tíma sólar- hrings. Þá er mikið að gera við að svara í símann, en fleiri hringja en hægt er að svara. „Fólk virðist hlusta mikið og vill alveg taka þátt í þess'u, maður verður var við það,“ segir Vignir og bætir því við að það sé aldeilis ekki einmana- legt á næturvaktinni á Rás 2, „það er eilíft líf og fjör,“ segir hann. ■ Vignir Sveinsson hefur langa reynslu í stjórn popp- þátta í útvarpi, en hann var í 5 ár samfleytt stjórnandi Popp- hornsins. Svo er hann líka lögregluþjónn og ökukennari, svo að hann hefur mörg járn í eldinum. Utvarp föstudag kl. 10.45: „Allir Islendingar þekkja Jón Helga- son af kvæðum hans“ ■ Þáttur Torfa Jónssonar, „Það er svo margt að minnast á“ er á dagskrá útvarps í dag kl. 10.45. Þar verður fjallað um Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn. „Þetta verður svona samtín- ingur og sitthvað," segir Torfi Jónsson. Þetta smásafn er tek- ið upp úr tímaritum og blöðum, að meginefni til úr aldarspegli, sem birtist í Vik- unni fyrir alllöngu. Ekki er tekið sérstaklega efni úr Ijóða- bókum Jóns, en þó flýtur kvæðið í Árnasafni með í þættinum, þar sem það er birt i einni greininni, sem leitað er fanga í. En „það þekkja allir Islendingar Jón af kvæðum hans,“ segir Torfi. Jón Helgason er fæddur 30. júní 1899 og varð því 85 ára í sumar sem leið. Hann var orðinn doktor rúmlega tví- tugur, prófessor áður en hann varð þrítugur og starfaði í Árnasafni í Kaupmannahöfn sinn starfsaldur, auk þess sem hann var prófessor í íslenskri tungu og bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla. Flytjandi með Torfa er dótt- ir hans, Hlín. ■ Jón Helgason prófessor er m.a. höfundur Ijóðabókarínn- ar Úr landsuðri. ■ Þær Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín Hjartardóttir hafa séð um Skonrokk-þættina síðan í júní. Sjónvarp föstudag kl. 21.20: Eitthvað fyrir alla í Skonrokki ■ Oft heyrast þær raddir meðal unglinga, að lítið sé fyrir þá gert í sjónvarpinu. Það eru þættir fyrir yngstu börnin og fullorðna fólkið, en þessi óútskýrði mannflokkur, ung- lingarnir verða alltaf útundan. Eina undantekningin segja þeir allra bölsýnustu er Skonrokk, en þó ekki nema á hálfsmánaðarfresti og þá að- eins hálftíma í senn. Umsjónarmenn Skonrokks eru nú Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín Hjartardóttir og hafa þær séð um þáttinn síðan í júníbyrjun. Þær reyna að vera sem síðast á ferð við að taka til efni í þáttinn, bæði til að hafa úr sem mestu að velja og svo að tryggt sé, að efnið sé eins nýtt og kostur er á. Efni Skonrokks í kvöld segir Anna Hinriksdóttir okkur vera: Philip Okay með lagið Together in Electric Dream, Hall and Oates með lagið Out of Touch, Paul McCartney með lagið No More Lonely Nights, Kiss með lagið Hea- vens on Fire, Duran Duran með lagið Wild Boys, Billy Ocean með lagið Carribean Oueen og Ray Parker jr. með lagið Ghost Busters. Flestöll þessi lög segir Anna hafa verið mjög ofarlega á vinsældalistum síðustu vikur og reyndar séu sum þeirra það ennþá. Útvarp kl. 21.30: KORRÍRÓ - fræðilegur tónlistarþáttur ■ Tónlistarstjóri Útvarpsins, Jón Örn Marinósson, var beð- inn að útskýra fyrir lesendum (og hlustendum) hvers konar tónlistarþáttur væri á dagskrá kl. 21.30 og nefndist í kynn- ingu KORRÍRÓ. - Þetta eru 3 þættir, sem hafa verið kalíaðir einu nafni KORRÍRÓ, sagði Jón Örn. Umsjónarmenn þessara þriggja þáttaeru ungt fólk^em lauk prófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík í vor í því, sem hægt er að kalla „músíkólógía“ eða tónlistarfræði. Karólína Eiríksdóttir tónskáld var kenn- ari þeirra. Eitt af því sem tiiheyrir þessu námi, er að nemendur eiga að læra að skrifa um eða kynna tónlist við fjölmiðla, sjá um þætti, skrifa fræðilegar rit- gerðir um tónlist og svo fram- vegis. Við eigum hér tiltölu- lega fáa tónlistarfræðinga enn þá, en þau - umsjónarfólk Korríró-þáttanna voru á þess- ari sérstöku námsbraut og luku prófi sl. vor. Hluti af prófverk- efni þeirra var að setja saman þætti um eitthvað úr tónlist fyrir útvarpið, og þá urðu þess- ir þættir til. Þau unnu þetta í vor undir leiðsögn kennara síns, og það eru þessir Korríró- þættir, sem við erum nú að útvarpa á föstudagskvöldum. - Sá fyrsti, sem var á dagskrá sl. föstudag, fjallaði um samband texta og tónlistar. Þau Hulda B. Guðmundsdóttir og Ríkharður H. Friðriksson veltu þessu efni fyrir sér og léku tóndæmi með. í kvöld tala þeir ívar Aðal- steinsson og Ríkharður H. Friðriksson um það sem við köllum „hljóðblæ" í músík, og þeir verða líka með mikið af tóndæmum. Þessir þrír tónlistarþættir eru frekar fræðilegir og til- gangur þeirra er fræðsla. Þetta er hluti prófverkefnis flytjenda, eins og áður segir. - Ja, nafnið KORRÍRÓ bendir helst til að þáttur þessi sé „eitthvað til að svæfa fólk með“, eins og tónlistarstjóri sagði, en hann tók fram að nafngiftin væri ekki frá útvarp- inu komin, en hafði orðið til hjá flytjendum er gengið var frá þáttunum. ■ Jón Örn Marinósson tónlistarstjórí: KORRÍRÓ, - ja kannski er þetta eitthvað til að svæfa fólk með...“ Föstudagur 23. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurö- ar G. Tómassonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorö - Jón Ó. Bjarnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Breiðholtsstrákur fer í sveit" eftir Dóru Stefánsdóttur. Jóna Þ. Vern- harðsdóttir les (18). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkvnningar Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Frettir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Það er svo margt að minnast á“. Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Á léttu nótunum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a. Daniel Benyamini og Parísarhljómsveitin leika Víólukonsert eftir Béla Barfok; Daniel Barenboim 'stj. b: Robert Cohen og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leika Sellókonsert eftir Joaquin Rodrigo; Enrique Bát- iz stj. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Að vera vinur dýranna Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum les úr Dýravininum og flytur formálsorö. b. Ég syng þér Ijóð Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún) les Ijóð eftir Guðrúnu Valgerði Gísladóttur. c. (slenskar kvenhetjur. Þáttur af Jakobinu Jensdóttur Stær eftir Guðrúnu Björnsdóttur frá Kornsá. Helga Einarsdóttir flytur. 21.30 Korriró Tónlistarþáttur í um- sjón ivars Aðalsteinssonar og Rík- harðs H. Friðrikssonar. I þættinum er rætt um hljóðblæ. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Djassþáttur - Tómas Einars- son. 23.15 Á sveitalínunni: Umsjón Hilda Torfadóttir. (RÚVAK) 24.00 Söngleikir í Lundúnum 7. þáttur, „Jukebox". Umsjón: Árni Blandon.' 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút- varp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 24. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Halla Kjart- ansdóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúkl- inga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Herm- ann Gunnarsson. 14.00 Hér og nú Fréttaskýringaþáttur i vikulokin. 15.15 Úr blöndukútnum - Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 islenskt mái. Ásgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 17.10 Ungversk tónlist 2. þáttur - Franz Liszt. Umsjón: Gunnsteinn Ólafsson. 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldslns. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Veistu svarið? Umsjón: Unnur Ólafsdóttir. Dómari: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RÚVAK). 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón Sveinsson Gunnar Stefánsson les þýðingu Freysteins Gunnars- sonar (5). 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.50 Sögustaðir á Norðurlandi 1. þáttur: Munkaþverá i Eyjafirði. Umsjón: Hrafnhildur Jónsdótfir. RÚVAK). 21.35 Myndlistardjass - fyrri þáttur Myndlistarmennirnir Lealand Bell, Sigurður Örlygsson og Tryggvi Ólafsson velja skífur og ræða við Vernharð Linnet sem hefur umsjón með þættinum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Uglan hennar Mínervu Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason, 23.15 Hljómskálamúsik Guðmund- ur Gilsson kynnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút- varp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 25. nóvember 8.00 Morgunandakt Séra Jón Ein- arsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Hans Carste leikur. 9.00 Frétttir. 9.05 Morguntónleikar „Requiem" i d-moll K. 626 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Rachel Yakar, Orfrun Wenkel, Kurt Equiluz, Ro- bert Holl og kór Vínaróperunnar syngja með „Concentus musicus“- hljómsveitinni i Vínarborg; Niklo- laus Harnoncourt stj. 10.00 Frétttir. 10.00 Veðurfregnir. 10.35 Stefnumót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Skólaguðsþjónusta í Laug- arneskirkju Prestur: séra Ólafur .Jóhannesson. Organleikari: Sig- ríður Jónsdóttir. Hádegistónleik- ar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Glefsur úr stjórnmálasögu i camantekt Sigriðar Ingvarsdóttur. Þátturinn fjallar um Jón Magnús- son og lausn sambandsmálsins. Umsjón: Sigríður Ingvarsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir. 14.30 Miðdegistónleikar: Frá tónl- istarhátíðinni i Salzburg í sumar Alfred Brendel leikur Píanósónötu í B-dúr op. posth. D.960 eftir Franz Schubert. 15.10 Með bros á vör Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum út- varpsins. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um visindi og fræði. Sagnrit- un og söguskýring meðal Hebrea. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, flytur sunnudagserindi. 17.00 Placido Domingo á tón- leikum í sal Tónlistarfélagsins i Vínarborg í janúar s.l. Placido Domingo, Virginia Alonso, Paloma Perez-lnigo og Sinfóníuhljómsveit Útvarpsins í Vinarborg flytja spænska tónlist; Garcia Navarro stjórnar. 18.00 Á tvist og basts Jón Hjartar- son rabbar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Á bökkum Laxár - Jóhanna Á. Steingrimsdóttir í Árnesi segir frá. (RÚVAK).

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.