NT

Ulloq

NT - 23.11.1984, Qupperneq 25

NT - 23.11.1984, Qupperneq 25
nu Föstudagur 23. nóvember 1984 25 Utlönd Þing Palestínuaraba: Arafat vill al- þjóðaráðstefnu Amman-Reuter ■ Á þingi Palestínuaraba sem hófst í Amman í Jórdaníu í gær lýsti Yasser Arafat, formaður PLO, því yfir að hann styddi hugmyndir um alþjóðaráð- stefnu um málefni Miðaustur- landa þar sem allir deiluaðilar ættu fulltrúa. Hussein Jórdaníukonungur, sem ávarpaði þingið, hvatti Pal- estínuaraba til sameiningar og bauðst til að tala máli þeirra í arabaheiminunr og annars staðar. Margir höfðu áhyggjur af því að ekki tækist að fá tilskilinn, fjölda þingmanna til að mæta á þingið þar sem hluti af þeim skæruliðasamtökum, sem eiga aðild að PLO, neituðu að sækja það. En Arafat segir að sér hafi samt tekist að fá rúmlega tvo þriðju þingmanna ti! að koma sem gerir þingið löglegt. Utgóngubann í Sri Lanka Colombo-Reuter ■ Stjórnvöld á Sri Lanka settu á útgöngubann í gærmorgun til að koma í veg fyrir kynþátta- átök eftirmannskæða árásskæru- liða af Tamila þjóðflokki á lögreglustöð fyrr í þessari viku en þá létust 29 lögregluþjónar. Utgöngubannið gilti í allan gærdag og þvf átti ekki að aflétta fyrr en um sexleytið nú í morgun. í yfirlýsingu frá stjórnvöldum segir að nokkrar tilraunir hafi verið gerðar til að skapa óróa sumstaðar og væri útgöngu- bannið sett á til að koma í veg fyrir að það tækist. Stjórn Sri Lanka heldur því fram að öfgamenn erlendis hafi skipulagt árásina á lögreglu- stöðina síðastliðinn þriðjudag. Með þessu á hún greinilega við hópa Tamila á Indlandi þar sem Tamilar eru mjög fjöl- mennir. Einnig segist stjórnin telja að árásin standi í sambandi við fyrirhugaðar kosningar á Indlandi.. Samtök Tamila, sem kalla sig Tamil Eelam frelsis- samtökin, hafa lýst ábyrgð á hendur'sér vegna árasarinnar í fréttatilkynningu sem þau sendu frá sér í indversku hafnarborg- inni Madras. Um fimmtíu þúsund Tanrilar eru á Indlandi og styðja margir þeirra sjálfstæðisbaráttu Tamila í Norður-Jaffna á Sri Lanka. í yfirlýsingu stjórnar Sri Lanka er fullyrt að ofbeldisaðgerðir Tamilaskæruliða á Sri Lanka sé m.a. ætlaðar til að efla þá indversku stjórnmálamenn sem styðja sjálfstæðisbaráttuTamila á Sri Lanka. Fyrrverandi njósna- foringi fellur frá London-Reuter ■ Graham Russell Mitchell, fyrrverandi aðstoðarfram- kvæmdastjóri gagnnjósna- þjónustu Breta lést síðastlið- inn mánudag 79 ára að aldri. Mitchell var um tíma grun- aður um að vera sovéskur njósnari vegna mikils skák- áhuga sem m.a. varð til þess að hann hafði samband við sov- éska skákmenn. Breskir leyni- þjónustumenn létu rannsaka bréfaskriftir Mitchells vegna gruns um að leikirnir væru leynileg boð til sovésku leyni- þjónustunnar. Breskir skák- sérfræðingar fundu hins vegar ekkert grunsamlegt við leik- ina. Kínverjar kaupa vopn frá ísrael London-Reuter ■ Breska varnarmála- tímaritið „Jane's defence weekíy" fullyrðir að Kín- verjar hafi keypt vopn frá ísrael allt frá árinu 1979 þótt Kína og ísrael hafi ekki stjórnmálasamband sín í milli. Tímaritið segir að fyrstu merkin um hernaðarsam- vinnu milli Kínverja og ísraela hafi verið ísraelsk- ar fallbyssur á kínverskum skriðdrekum á hersýningu 1. október síðastliðinn í tilefni af 35 ára afmæii byltingarinnar. Kínverjar hafi sérstakan áhuga á hernaðarsamstarfi við ísra- ela vegna þekkingar hinna síðarnefndu á sovésk- um vopnum sem þeir hafa náð á sitt vald í stríðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Samkvæmt tímaritinu hafa Kínverjar og ísraelar skrifað undir samninga um hernaðarsamvinnu sem séu metnir á 3 milljarða Bandaríkjadala. Sjötugur sundmaður með sjötíu báta ■ Fólk heldur upp á afmæl- in sín með ýmsum hætti. Jack Lance nokkur lét sig ekki muna um að synda um höfnina í Long Beach í Kali- forniu með sjötíu smábáta í eftirdragi í tilefni sjötugs af- mælis síns fyrr í þessari viku. POLFOTO-Símamvnd Tölvutengt tollakerfi fyrir öll EBE-löndin Brussd-Reuler ■ Stjórn EBE hefur lagt til við aðildarríki Efnahagsbandalags- ins að þau komi á fót samtengdu tölvukerfi sem tengi saman toll- stöðvar og tollskrifstofur í bandalaginu til að auðvelda og flýta fyrir verslun á milli þeirra tíu ríkja sem eiga aðild að bandalaginu. Slíkt kerfi myndi tengja sam- an allar stærstu tollstöðvar í EBE. Alþjóðaflugvellir og hafnir myndu tengjast því að mörg stór verslunarfyrirtæki gætu fengið beinan aðgang að því. Slíkt myndi auðvelda mjög allar skjalavinnu vegna verslun- ar á rnilli bandalagsríkjanna. Nú þegar hefur náðst sám- komulag um eitt staðlað tollskj- al fyrir öll ríki EBE í stað 60 til 70 skjala sern hingað til hafa verið notuð. Stjórn EBE tók samt fram að þessar hugmyndir um einföldun tollamála feli ekki í sér brott- hvarf frá fríverslunarhugmynd- um. Markmiðið sé eftir sem áður að afnema alla tolla milli Ibandalagsríkjanna. ; ■ Spænskir lögreglumenn við vegatálmanir í Bilbao í gær en þá var þar eins dags allsherjarverkfall vegna jarðarfarar stjórnmálaleiðtogans, Santiago Brouard, sem barðist fyrir sjálfstæði Baskalanda. Símamvnd-POI.FOTO Oeirðir í Bilbao Egyptaland: Lögregla ber á stúdentum Kairó-Reuter ■ Egypskir lögregluþjónar réðust að stúdentum, börðu þá með kylfum og beittu táragasi gegn þeim í Al-Azhar háskóla í gær. Al-Azhar háskólinn er uni þúsund ára gamall. Stúdentarn- ir kröfðust betri aðstöðu við skólann auk þess sem þeir kröfðust þess að kvennemendur klæddust í samræmi við arabísk- ar hefðir. Sjónvarvottar segja að um 2000 lögregluþjónar hafi umkringt mótmælendur sem lokuðu sig inni á skólalóðinni með götuvígjum. Margir stúd- entar særðust í átökunum. Upphafleg kveikja að mót- mælaaðgerðunum var umferð- arslys sern lögregla átti þátt að þar sem einn nemandi frá skól- anum lét lífið. Evrópa árið 2000: Helmingur rafmagns kjarnorku- framleitt Brussel -Reuter ■ Stjórn Efnahagsbandalags Evrópu spáir því að árið 2000 verði um helmingur alls raf- magns í löndum EBE framleitt í kjarnorkuverum. Kjarnorkuframleitt rafmagn verður um 35% af öllu rafmagni í EBE árið 1990 samkvæmt þessari spá og fimm árurn síðar verður það um 40%. Bilbao-Reuter ■ Verkalýðsfélög í Baska- löndum og stjórnmálaflokkar þar lýstu yfir allsherjarverkfalli í gær vegna morðsins á Santiago Brouard einum helsta leiðtoga aðskilnaðarsinna á þriðjudag. Hann var fyrsti leiðtogi Herri Batasuna, frelsisfylkingar Baska, sem hefur verið myrtur síðastliðin sextán ár. Hörð átök urðu í gær og.í fyrrakvöld milli lögreglu og mótmælenda á ýmsum stöðum í Bilbao vegna morðsins. Alls- |nfjj|í|||rf« herjarverkfallið var kallað til að 1 minnast Santiago Brouard á meðan útför hans stæði yfir. Hann var myrtur af dauðasveit sem berst gegn aðskilnaðar- sinnum í röðum Baska með morðum og öðru ofbeldi. Pessi hópur hefur drepið níu aðskiln- aðarsinna, sem hafa aðsetur sitt í Frakklandi, frá því að hann var stofnaður á síðasta ári. 300 þúsund pílagrímar skoða líkama dýrlings sem dó fyrir 434 árum Goa, Indiandi-Reuter Auknum flugvallarþrengslum spáð í Evrópu á næsta sumri Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, spá því að mikil örtröð á evrópskum flugvöllum geti skapað vandamál næsta sumar. í yfirlýsingu frá IATA segir að tillögur flugfélaga um flugáætl- anir næsta sumar sýni að þau geri ráð fyrir fimm til tíu prósent aukningu á ferðum sínum. Margir flugvellir í Evrópu eru því sem næst fullnýttir á mesta annatímanum yfir daginn þann- ig að líklega verður að fjölga flugum utan þess tíma. I yfirlýsingunni segir að það sé stöðugt erfiðara að koma tímaáætlunum flugfélaganna saman þrátt fyrir ráðstefnur sem fjalla sérstaklega um þær tvisvar á ári. ■ Pílagrímar hvaðanæva að úr heiminum þyrpast nú til gömlu portúgölsku nýlendunnar, Goa, í Indlandi til að sjá líkama heilags Francis Xavier sem lést í Goa árið 1552. Heilagur Francis Xavier var spænskur jesúítatrúboði sem kom til Goa árið 1542 til að boða kristna trú í Asíu. Einni öld eftir lát hans rannsakaði franski sagnfræðingurinn Simon Bayard líkama hans og komst að því að hann hafði varðveist ótrúlega vel. Síðan hefur líkami heilags Francis Xavier verið geymdur í marmaragrafhýsi í Goa sem merki urn heilagleika hans. Einu sinni á hverjum tíu árum er líkami hans sýndur almenn-- ingi þar sem hann liggur í silfurkistu. Að þessu sinni verð- ur hann hafður til sýnis í 54 daga. Á þeim tíma vonast faðir Vasco Rego, sem hefur yfirum- sjón með þessari sjaldgæfu helgiathöfn að um 300.000 manns muni koma til að sjá dýrlinginn.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.