NT - 23.11.1984, Blaðsíða 26

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 26
- fyrri leik sinn gegn Sigurði Gunnarssyni og félögum á Kanaríeyjum ■ Bjarni Friðriksson verður meðal keppenda á opna skandin- avíska meistaramótinu. Júdó: ■ „FerðirnarniðurtilSpánar eru hreint ótrúlega dýrar. Pað kostar um 400 þúsund krónur að senda 16 ntanna hóp þangað, og eftir Noregsleik- ina, þar sem við töpuðum um 200 þúsund krónum var okkur ekki fært að leika heima og að heiman. Spánverjarnir voru líka með á þessu, og það kom aldrei annað til greina en að báðir leikirnir yrðu leiknir ann- að hvort þar eða hér. Við buðum þeim sömu skilmála og þeir buðu okkur, en niðurstað- an varð sú að við förum niður- eftir“, sagði Hallur Hallsson stjórnarmaður í handknatt- leiksdeild Víkings í samtali við NT í gær, en í kvöld leika Víkingar fyrri leik sinn gegn Corona Tres de Mayo á Kanarí- Fimm á opna skandinavíska eyjum í 16 liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. „Við sleppum taplausir út úr þessu, en hefðum horft fram á amk. 200 þúsund króna tap ef við hefðúm tekið Spánverjana hingað upp. Jafnvel þó við hefðum troðfyllt Höllina í báð- unt leikjum hefðum við tapað á þessu. Okkur leist ekki á að hafa upp undir hálfa milljón í mínus eftir tvær umferðir", sagði Hallur. Víkingar leika fyrri leik sinn gegn Corona í kvöld. Hallur sagði Víkinga ekki vita mikið um liðið. „Þeir urðu í 6. sæti í spænsku méistarakepninni í fyrra og bikarmeistarar. Þeir hafa sænska ntarkvörðinn Hellgren, sem er mjögsterkur, en fregnir herma að hann sé meiddur. Nú Sigurður Gunn- arsson leikur með liðinu og við þekkjum hann, en við höfum heyrt að liðinu hafi gengið mjög illa það sem af er spænska keppnistímabilinu. En við vit- um ekki annað um leikmenn liðsins en um þá Hellgren og Sigurð, og svo spænskan lands- liðsmann mjög' góðan sem leikur í horninu", sagði Hallur Hallsson. Allir sterkustu leikmenn Víkings verða með í leiknum. „Víkingsliðið er á mikilli upp- leið. Bogdansstimpillinn er að koma á liðið og ég er mjög bjartsýnn á veturinn",.. sagði Hallur. ■ Opna skandinavíska meistaramótið í Júdó verður haldið í Gautaborg í Svíþjóð á morgun og sunnudag. Fintm keppendur frá íslandi verða á mótinu og meðal ann- arra Bjarni Friðriksson verð- launahafi á Ólympíuleikununt. Bjarni keppir í +95 kg. flokki en hinir sem allir eru landsliðsmenn í júdó eru: Kolbeinn Gíslason + 95 kg flokki. Magnús Hauksson +86 kg flokki. Karl Erlingsson +71 kg flokki. Rúnar Guðjónsson +65 kg flokki. Tveir dómarar verða einnig nteð í förinni og munu þeir gangast undir alþjóðlegt dóm- arapróf meðan mótið fcr fram, svokallaö B-stigs próf. Þeir eru Þóroddur Þórhalls- son og Jóhannes Haraldsson. Samkvæmt tilkynningu frá Júdósambandinu hefur Bjarni Friðriksson fengið freistandi tilboð um að taka þátt í mótum erlendis eftir áramótin en hann hefur ekki enn ákveðið hvaða mót verða fyrir valinu. Það er því ljóst að Bjarni hefur aukið Itróður sinn og möguleika sent keppnismaður mjög á Ólympíuieikunum í sumar og verður ábyggilega í mörgu að snúast hjá þessurn frábæra íþróttamanni á næstu árunt. Ekki myndi skemma fyrir honum ef hann stæði sig vel nú um helgina og legði nokkra af frændum vorum. ■ Þorbergur Aðalsteinsson og félagar í Víkingi eru í eldlínunni um helgina, leika báða leiki sína gegn Corona Tres de Mayo á Kanaríeyjuin, hinn fyrri í kvöld og hinn síðari á sunnudag. Blak: Stórleikur í kvöld ■ í kvöld er stórleikur í 1. deild karla í blaki, HK í Kópavogi mætir íslands- meisturum Þróttar á heimavelli sínum í Digra- ncsi í Kópavogi. Fyrir leikinn er lið HK taplaust og efst í deild- inni. Liðið lagði ÍS að velli fyrir hálfum ntánuði, en IS lagði Þrótt einmitt að velli síaðstliðinn mið- vikudag. Allt stefnir því í jafna keppni þessara þriggja liða, og verður fróðlegt að fylgjast nteð viðureigninni í kvöld. Leikurinn hefst klukk- an 20.00. í 1. deild kvenna verða tveir leikir í kvöld, KA og ÍS leika í Glerárskóla á Akureyri kl. 20.15 og UBK og Víkingur í Digra- nesi kl. 21.30. Á laugar- I daginn leika KA og ÍS [ stclpurnar seinni lcik sinn fyrir norðan kl. 15.00. Föstudagur 23. nóvember 1984 26 Iþróttir Barcelona efst á Spáni ■ Barcelona er nú efst í spönsku 1. deildinni í knatt- spyrnu og hefur fimm stiga for- ystu eftir að hafa unnið Hercu- les 2-0 á heimavelli sínum. V-Þjóðverjinn Bern Schuster gerði fyrra markið eftir 19 mín. leik úr aukaspyrnu sem breytti um stefnu af varnarmanni. Julio Alberto, bakvörðurinn knái, skoraði seinna markið með föstu skoti fyrir utan víta- teig eftir mikinn barning leik- manna Barcelona við harða vörn Hercules. ... Valencia sem nú er í öðru sæti á eftir Barcelona náði að- eins öðru stiginu gegn Sporting Gijon á útivelli. Gijon náði forystunni með marki Olaya en gestirnir jöfnuðu rétt fyrir hlé er Uruguay-maðurinn Wilmar Ca- brera lék á tvo varnarmenn og skoraði... Real Madrid sem er í þriðja sæti var heppið að vinna Osasuna með einu gegn engu. Landsliðsmaðurinn Car- los Santillana skoraði markið nteð skalla síðla leiks. ■ Kristján Arason og félagar í FH mæta Honved í Höllinni á sunnudag. Þar verður fyrsti stórleikur vetrarins í Höllinni. FH-Honved á sunnudag - í Evrópukeppni meistaraliða - FH á góða möguleika ■ Á sunnudag leika FH og Honved Búdapest síðari leik sinn í 16 liða úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða í hand- knattleik. Leikið verður í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn klukkan 20.30. FH stóð sig frábærlega í fyrri leik liðanna í Ungverjalandi fyrir tæpri viku, tapaði 27-29, og á verulega möguleika á að kom- ast áfram ef liðið fær nægan stuðning. Ekki er spurning um að boðið verður upp á topphand- knattleik. Geta ungverskra liða er þekkt, og líklegt að Honved sé sterkasta lið Ung- verjalands í dag. Liðið hefur orðið ungverskur meistari fjögur ár í röð, og vann góða sigra síðastliðinn vetur á ung- verska liðinu Tatabanya sem sló FH út í fyrra. Liðið er eingöngu skipað hermönnum, sem fá að helga sig íþrótt sinni algjörlega, svo aö í raun er um atvinnumenn að ræða. FH leikur á sunnudag sinn 42. Evrópuleik. Oft hefur liðið staðið sig vel, og svo ætti einnig að veröa nú. þar sent liðið er það sterkasta hér á landi um þessar mundir. einu sinni áður hefur FH mætt Honved, árið 1967. þegar Ung- verjarnir slógu FH naumlega út. Enn fjármálahneyksli í Belgíu: Anderlecht sektað ■ Anderlecht, lið Arnórs Guðjohnsen í Belgíu, hefur verið dæmt til að greiða 42 milljónir franka (725.000 dollara) í vangoldna skatta og sektir, fyrir óreiðu og misferli með söluverð leik- manna. Anderlecht var fundið sekt að því að gefa ekki upp allt söluverð leikmanna sem seldir hafa verið frá félaginu og leggja mismuninn inn á bankareikning í Sviss. Önnur félög t' Belgíu eru einnig undir smásjánni hvað þetta varðar, þar á meðal Antwerpen og Standard Liege. Eins og enn er í fersku minni er stutt síðan allt fór í háaloft í Belgíu vegna mútu- hneykslis. Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: Víkingar leika í kvöld Dregið í aðra umferð ■ í fvrrukvöld var dreg- ið í aðra umferð í enska bikarnum svo brátt fer að saxast á fjöldann og von á betri jiðunum í keppn- ina. Önnur umferðin verður leikin 8. desem- ber. Það bar helst til tíðinda að Bristol liðin, Bristol Rovers og Bristol City lenda saman og leika á heimavelli City.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.