NT - 23.11.1984, Side 27
UM
helgina:
Körfubolti:
■ Körfuboltinn verður nokk-
uð á ferðinni um helgina. A
laugardaginn verður einn
ieikur í úrvalsdeildinni, Hauk-
ar fá ÍS í heimsókn í Fjörðinn
og hefst leikurinn kl. 14.00.
Strax á eftir þeim ieik spila
Haukar gegn KR í 1. deild
kvenna.
Tveir leikir verða í 1. deild
karla. í Hagaskóla leika Fram
og Þór Akureyri kl. 14.00 og í
Keflavík ÍBK og Grindavík á
sama tima.
Á sunnudag verða tveir leik-
ir í úrvalsdeildinni, KR og
Valur leika í Hagaskóla og í
Seljaskóla eigast við IR og
UMFN. Þessir leikir fara fram
á sama tíma, kl. 20.00. Strax á
eftir leik IR og UMFN í
úrvaldsdeildinni leika sömu
félög í 1. deild kvenna.
Einn leikur verður í 1. deild
karla, á sunnudag, Laugdælir
leika gegn Þór Ák. í íþrótta-
húsinu á Selfossi kl. 14.00.
Handbolti:
■ Enginn leikur verður um
helgina í 1. deild karla vegna
Evrópuleikjanna, en í 1. deild
kvenna leika í kvöld á Akra-
nesi ÍA og FH kl. 20.00 og í
Laugardalshöll Valur og Þór
kl. 21.15
í 2. deild karla leika á
Akureyri KA og Haukar Id.
20.00 og á sama tíma í Laugar-
dalshöll Fram og Ármann.
Á laugardag leika Haukarn-
ir við Þór á Akureyri kl. 20.00
og í Kópavogi mætast HK og
Grótta. í fyrstu deild kvenna
verður einnig leikið á laugar-
dag.
Tveir leikir eru á dagskrá og
báðir í Höllinni.
Víkingur og Þór leika kl.
13.30 og KR mætir Fram kl.
16.00.
■ Pálmar Sigurðsson er ekki árennilegur í vörninni, með sína miklu útsjónarsemi og sprengikraft.
Það linnst Árna Lárussvni líka og svipur hans ber það með sér. Árni og félagar höfðu þó betur að
lokum. NT-mynd: Sverrir.
Njarðvíkurmaskínan
mallaði snurðulaust
Föstudagur 23. nóvember 1984
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Stúdentar
sigruðu ÍR
67-65 - ÍR-liðið hörmulega lélegt
■ Þau tíðindi gerðust í íþrótta-
húsi Kennaraháskólans í
gærkvöld, að lið ÍS vann leik í
úrvalsdeildinni. Fórnarlambið
var hið óútreiknanlega lið IR.
Stúdentar unnu leikinn verð-
skuldað 67-65 og eiga hrós
skilið fyrir mikla baráttu.
Stúdentar byrjuðu strax af
mikluni krafti. Þeir komust
yfir og voru ával.lt yfir eftir
það, ef frá er skilið þegar
IR-ingar skoruðu 51-50. cn
það var strax leiðrétt af Stúd-
entum. í fyrri hálfleik var mun-
urinn 4-6 stig, en ÍR tókst að
minnka ntuninn fyrir luilfleik
og þá var staðan 31-30.
í síðari háltleik var uppi
svipuð staða. í lokin var ÍR
fimm stigum undir, en skoraði
og fiskaði svo boltann. Víti var
dæmt eítir brot á Kristni Jör-
undssyni, og hann skoraði úr
fyrra vítaskotinu. ÍR náði frá-
kastinu þegar 8 sek. voru eftir,
en skotið fór framhjá.
Leikurinn var illa leikinn,
sérstaklega af Itálfu ÍR. Sókn
liðsins var óákveðin og menn
sofandi í vörninni. Stúdentar
voru baráttuglaðir og upp-
skáru samkvæmt því. Árni
Guðntundsson var þeirra besti
maður og gerði mikinn usla í
vörn IR. Hreinn og Ragnar
voru skástir hörmulegra ÍR-
inga.
Dómarar voru Jón Otti
Ólafsson og Bergur Stein-
grímsson og voru á svipuðu
plani og ÍR-ingar.
Stigin: ÍS: Arni 21, Valdi-
mar 13, Guðmundur 12,
Þröstur 10, Eiríkur 4, Ágúst 4
og Jón 3. ÍR: Hreinn 15,
Ragnar 15, Gylfi 10, Karl 9,
Hjörtur 8, Kristinn 4 og Jón
Örvar 4.
Norðurlandamót í karate um helgina:
Island með
■ Norðurlandamótið í
karate ve'rður haldiö í
Kalstad í Svíþjóð á morg-
un 24. nóvember. Keppt
verur í 6 þyngdarflokkum
karla og 3 þyngdarflokk-
um kvenna, liðakeppni og
kata (skylduæfingar)
karla og kvenna. Valið
hefur verið í það lið sem
taka mun þátt í mótinu
fyrir íslands hönd. Þau
eru Atli Erlendsson, Árni
Einarsson, Karl Sigur-
jónsson, Stefán Alfreðs-
son, Ómar ívarson, og
Jónína Olsen. Þjálfari
landsliðsins er Ölafur
Wallevik.
Markviss undirbúning-
ur hefur farið frant fyrir
keppnina síðan í septeni-
ber. Landsliðsþjálfari er
vongóður urn að hinar
ströngu æfingar skili sér í
góðum árangri á mótinu.
Spennandi verður að sjá
hvernig íslenska liðinu
reiðir af í baráttunni við
hin Norðurlöndin, sem
eru einhver hin sterkustu
í karate í heiminum í
dag. Sent dæmi má nefna
að Svíar höfnuðu í 2.
sæti á heimsmeistarmót-
inu í október. Öll hin
Norðurlöndin unnu til
verðlauna á sama móti.
27
og var of sterk fyrir Hauka - úrslit 93-87 í skínandi leik
■ í skínandi leik þar sem
leikgleði. góður körfuknatt-
leikur og spenna voru öll til
staðar, sigruðu Njarðvíkingar
Hauka í íþróttahúsinu í Hafn
arfirði í gærkvöld 93-87, er
liðin mættust þar í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik. Liðin
léku bæði mjög góðan sóknar-
leik, og varnarleikurinn var af
hæstu gæðum. Þriggja stiga
skot. fallegar fléttur, frábærar
blokkir og harðfylgi í frá-
köstum sáust á báða bóga.
Haukar byrjuðu af miklum
krafti og höfðu forystu mest-
allan fyrri hálfleik, t.d. 17-13
og 27-17, en Njarðvíkingar
jöfnuðu 41-41. Haukar höfðu
svo yfir 47-44 í hálfleik. Njarð-
víkingar voru ákveðnari í síð-
ari hálfleik, náðu fjögurra stiga
forystu, og höfðu 1-4 stig yfir
fram yfir miðjan hálfleik. Svo
náðu þeir góðum kafla og
sneru stöðunni úr 72-73 í 82-
72. Það gerði útslagið.
Valur Ingimundarson, aðal-
sprauta Njarðvíkinga var útaf
þegar Haukar komust í 73-72.
En án Vals með ísak Tómas-
son í fararbroddi skoruðu
Njarðvíkingar grimmt. ísak
skoraði m.a. úr tveimur
þriggja stiga skotum í röð, og
staðan varð 82-72. Haukar
söxuðu aðeins á, en munurinn
var 6-8 stig til loka.
ísak og Valur voru langbest-
ir Njarðvíkinga, og hittu nán-
ast úr hverju skoti hvar sem
var. Árni Lárusson var lipur
og Gunnar Þorvarðarson
traust kjölfesta. Pálmar Sig-
urðsson og ívar Webster voru
bestir Hauka. Pálmar lék af
snilld þó hann væri í gæslu
tveggja manna allan tímann.
Það hélt honum þó niðri í
stigaskoruninni. ívar Webster
var magnaður í vörn i og tók
alls 18 fráköst, jafnmörg stig-
unum sem hann skoraði. Ólaf-
ur var ágætur og Hálfdán
sterkur.
Dómarar voru Kristinn Al-
bertsson og Sigurður Valur
Halldórsson. Þeir áttu við erf-
itt verkefni að glíma og kom-
ust vel frá. Hefðu þó mátt taka
ögn harðar á brotum.
Stigin: Njardvik: Valur 30, ísak 22,
Árni 19, Gunnar 12, Jónas 6, Helgi 4.
Haukar: Pálraar 24, Webster 18, Ólafur
17, Hálfdán 14, Kriatinn 6, Reynir 6 og
Henning 2.
Staðan i úrvalsdeildinni:
Njardvik .......... 7 6 1 610-492 12
Valur.............. 5 3 2 425-395 6
Haukar............. 5 3 2 434-408 6
KR ................ 4 2 2 301-288 4
ÍR................. 6 1 5 422-468 2
ÍS ................ 5 1 4 332-472 2
Aðalfundur
■ Aðalfundur íþrótta-
félags Kópavogs og jafn-
framt aðalfundur knatt-
spyrnudeildar verður
haldinn á Þinghóli,
Hamraborg 11 á morgun
laugardag 24. nóv. og
hefst kl. 14.00.
Frakkland vann Búlgaríu:
Platini
skorar og
skorar...
■ Frakkar unnu Búlgari í
undankeppni heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu í
fyrrakvöld með einu marki
gegn engu.
Frakkar sóttu látlaust allan
leikinn en tókst ekki að pota
inn nema þessu eina marki
sem Platini skoraði úr víta-
spyrnu.
Frakkar hafa nú unnið 11
landsleiki í röð og Platini hefur-
skorað mark í síðustu sjö
leikjum. Hann skoraði í öllum
5 leikjunum í úrslitum Evrópu-
keppninnar sem Frakkar unnu
og hann skoraði einnig er
Frakkar unnu Lúxemborg 4-0
í síðasta mánuði.
Frakkar eru efstir í sínum
riðli hafa 4 stig eftir tvo leiki og
Júgóslavar koma næstir með 3
stig eftir jafn marga leiki.
italía:
Maradona í bann
■ Argentínski knattspyrnuguU-
kálfurinn Maradona var dæmdur í
eins leiks bann vegna atviks sem
leiddi til þess að hann var rekinn af
leikvelli í deildarleik með Napólí
um síðustu heigi.
Nicolini, fyrirliði Ascola, sem
var rckinn af velli um leið og
Maradona fékk hinsvegar tveggja
leikja bann svo segja má að lukku-
dísirnar hafi verið Maradona hlið-
hollar.
Fyrir bragðið missir kappinn af
heimaleik Napólí á sunnudaginn
gegn Cremonse sem er neðsta liðið
í ítölsku 1. deildinni.
J