NT - 04.12.1984, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 4. desember 1984 4
Útsýnar og FRÍ-klúbbskvöld á Broadway:
Léttur andi og
fólkáðllum aldri
■ FKÍ-klúbburinn ug Útsyn héldu skemmtikvöld á Broadway í
gærkvöldi með tilheyrandi FRÍ-klúbbsfjöri og skemmtiatriöum.
Vetrarstarfsemi klúbbsins var kynnt og boðið var uppá skemmtiat-
riði og dans, að ógleymdum Ijúffengum kvöldverði.
Þótt þáttaka væri frekar í minna lagi náðist þó upp hinn eini sanni
FRI-klúbbsandi, sem ku ríkja í Útsýnarferðum, og skemmtu gestir
sjálfum sér og öðrum með alls kyns sprelli og uppákomum, undir
ötulli stjórn FRÍ-klúbbsfararstjóra frá liðnu sumri.
FRÍ-klúbburinn var stofnað-
ur í janúar sl. og voru helstu
hugmyndafræðingar á bakvið
tilurð hans Ingólfur Guðbrands-
son forstjóri Dtsýnar og Jónína
Benediktsdóttir sem flestum
landsmönnum er vel kunn úr
leikfimiþáttum útvarps. Klúbb-
■ Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar,
bauð gesti velkomna á FRÍ-klúbbskvöld og kynnti
nýráðinn framkvæmdastjóra klúbbsins, Pálma
Pálmason.
■ FRÍ-klúbbsgestir skemmtu sjálfum sér og
öðrum með ýmsu sprelli og einbeitingin og
keppnisskapið leynir sér ekki hjá þessum FRI-
klúbbsfarþega.
urinn er byggður á reynslu ná-
grannaþjóða okkar í ferðamál-
um og sérstaklega eru breskir
ferðaklúbbar hafðir að leiðar-
ljósi. „Ingólfur skoraði glæsi-
lega í blá hornið með FRÍ-
klúbbnum", voru orðkynnisins,
Hermanns Gunnarssonar, við
opnun hátíðarinnar, en nýráð-
inn framkvæmdastjóri FRÍ, er
Pálmi Pálmason.
Fyrir fóik á öllum aldri
Pað konr fram í viðtali við
Pálma rnilli skemmtiatriða að
FRÍ-klúbburinn væri alls ekki
ætlaður ungu fólki eingöngu,
eins og sumir virðast halda,
heldur getur hver sá er hefur
áhuga á að ferðast og fer í ferð
með Útsýn orðið félagi. Pegar
eru yfir 6000 manns orðnir
meðlimir og njóta hinna sér-
stöku kjara sem klúbburinn
býður uppá. Má þar m.a. nefna
hagstæðari kjör á ferðum með
Útsýn, afslátt í verslunum heima
og erlendis allt frá 10-20%, auk
lánafyrirgreiðslu í Útvegsbank-
anum, svo eitthvað sé nefnt.
Ýmsar nýjungar eru á döfinni
hjá FRÍ-klúbbnum í vetur og
ber þar fyrst að nefna tungu-
málanámskeið, þar sem reyndir
og hæfir leiðbeinendur munu
veita væntanlegum FRÍ-klúbbs-
farþegum tilsögn í tungutaki
■ Þessi dama sýndi ótrúlega takta á þríhjólinu í keppninni á milli
farþega á Spáni, Italíu og Portúgal á síðasta sumri. Var hún ekkert
að tvínóna við hlutina, kippti upp um sig pilsinu og lagði
grundvöllinn að frækilegum sigri portúgölsku sveitarinnar.
þeirra þjóða er þeir hyggjast
sækja heim og einnig verður
kynning á menningu og matar-
gerðarlist viðkomandi þjóða.
Af öðrum þáttum má nefna
leiðsögn í ljósmyndun og allt á
þetta að stuðla að því að ferða-
langar geti notið betur frísins á
erlendri grund.
Út á land eftir áramót
Þjónusta FRÍ-klúbbsins er af
nokkuð öðrum toga en hin hefð-
bundna fararstjórn og meira
gert af því að virkja hvern
einstakling og auka fræðslu og
NT-myndir: Árni Bjarna
þjónustu við hvern farþega og
sinna sérþörfum hvers og eins.
Gat Pálmi þess að það fylgdu
því engar kvaðir að vera með-
limur í FRÍ-klúbbnum. Hann
væri opinn öllum farþegum Út-
sýnar í gegnum árin, núverandi
og verðandi.
í framhaldi af þessu fyrsta
kynningarkvöldi FRÍ-klúbbsins
verður farið á stærstu staði úti á
landsbyggðinni eftir áramótin
og í maí á næsta ári verður mikil
Útsýnar og FRÍ-klúbbshátíð í
Reykjavík þar sem valdir verða
fulltrúar Útsýnar á næsta starfs-
ári, Herra og Ungfrú Útsýn.
■ Dansnýjung Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur skemmti gestum með danssýningu og í tilefni kvöldsins
var kynntur nýr dans, Arena, sem þessar ungu stúlkur dönsuðu af mikilli innlifun við músík
hljómsveitarinnar Duran Duran.
■ Ester Albertsdóttir stakk af með 25 þúsund króna vinninginn í bingóinu og var að vonum yflr sig
ánægð. Engar vöflur voru á henni þegar spurt var hvert ferðinni yrði heitið í september. „Auðvitað til
Spánar" svaraði hún að bragði. Veislustjórinn, Hermann Gunnarsson, afhendir henni hér aukavinning-
inn sem var mánaöar þjálfunarprógram í einni af mörgum vaxtarræktum borgarinnar.
Blaðbera vantar
fyrir Laugaveg
Síðumúlil 5. Sími 686300