NT - 04.12.1984, Side 6
[lU_____Viðskiptalífið_
Fara 10-15 skip á
nauðungaruppboð?
■ Ríkisstjórnin mun í dag
ræða um hvort grípa eigi til
sérstakra aðgerða til að koma
í vega fyrir að 10-15 íslensk
fiskiskip fari á uppboð á næst-
unni vegna vanskila á lánum
við Fiskveiðasjóð. Þegar hefur
einn togari, Óskar Magnússon,
verið boðinn upp vegna van-
skila við sjóðinn, og telja
margir að ekki verði komist
hjá þvf að á annar tugur skipa
fylgi í kjölfarið eftir að Ijóst
var að þau gátu ekki uppfyllt
skilyrði um skuldaveð og
greiðsluábyrgð sem Fiskveiða-
sjóður setti.
Enn hefur ekki verið birtur
listi yfir þau skip sem hér um
ræðir. Kristján Ragnarsson,
formaður LIÚ, sem sæti á í
stjórn Fiskveiðasjóðs, sagði
NT þó í gær að skipin væru öll
nýleg og öll smíðuð í íslenskum
■ Cafe Torg-konditori, heitir nú kaffihúsið á annarri hæð
Hafnarstrætis 20, við Lækjartorg. Valdimar Bergsson hefur tekið
við rekstrinum á kaffihúsinu, og er það nú rekið í tengslum við
Kökubankann í Hafnarfirði. Þar verður, auk rjúkandi kaffis,
boðið upp á fjölbreytti úrvai af tertum og kökum.
■ Agnar F. Hjartar, deildarstj óri, t.v., og Sveinn
Matthíasson, verslunarstjóri, í hinni nýju varahlutaversl-
un Búnaðardeildar Sambandsins. NT-mynd Kóhert
Sameinuð
varahluta-
verslun
■ í framhaldi af samein-
ingu Véladeildar Sam-
bandsins og Dráttarvéla
h.f. hefur hin nýja Búnað-
ardeild Sambandsins flutt
varahlutaverslun sína í
glæsilegt húsnæði að Ár-
múla 3, Hallarmúlamegin.
f>ar er rekin umfangsmikil
varahlutaverslun fyrir all-
ar þær vélar sem deildin
hefur umboð fyrir, og
véladeildin og Dráttarvél-
ar höfðu áður, en alls eru
um 35 þúsund varahluta-
númer á skrá verslunar-
innar.
Meðal umboða Búnað-
ardeiidar eru Massey
Ferguson, Perkins, Alfa
Lava, Yamaha og Inter-
national.
Nýlega urðu eigenda-
skipti á International Har-
vester; nýi eigandinn er
bandaríska vélafyrirtækið
Tenaco, en fyrirtækið á
fyrir Cays vélaverksmiðj-
urnar. Að sögn Agnars F.
Hjartar, deildarstjóra hjá
Búnaðardeild, er enn ekki
Ijóst hvað þessi eigenda-
skipti hafa í för með sér
varðandi framleiðslu-
breytingar hjá Internati-
onal, eða umboðsverslun
Búnaðardeildar.
pr
skipasmíðastöðvum. Er um að
ræða ýmsar tegundir skipa,
togara, loðnuskip og smærri
báta.
„Það er að koma í ljós, sem
við höfum áður sagt, að það
var ekki af umhyggju fyrir
útveginum heldur fyrir íslensk-
um skipasmíðastöðvum sem
þessar skipasmíðar voru leyfð-
ar og greitt var fyrir þeim,“
sagði Kristján.
Nú kæmu smíðarnar niður á
útgerðarmönnum, sem ekki
gætu uppfyllt skuldbreytinga-
skilyrði fiskveiðasjóðs. Þeir
hefðu sett verulega fjármuni í
kaupin á skipunum, en myndu
nú líklega tapa öllum þessum
peningum.
1500 milljóna léttir
Sigurður P. Sigmundsson,
fulltrúi í sjvárútvegsráðuneyt-
inu, sagði að aðgerðirnar til að
létta byrðum af útgerðinni,
þar með taldar lánveitingar
fyrir vanskilum, lenging lána
frá einu til sjö ára, og 60%
afsláttur á vöxtum, þýði
samanlagt um 1500 milljónir
króna á árunum 1984 og 1985.
En á verðlagi í árslok 1983 er
talið að afborganir og vextir
útgerðarinnar á þessu og næsta
ári nemi samtals 2,6 milljörð-
um króna.
Sigurður sagði að reikna
mætti með að heildaráhvílandi
skuldir hjá skipum í Fiskveiða-
sjóði næmu 6-7 milljörðum
króna.
Milljarða-
hagnaður SAS
■ SAS hefur tilkynnt um
methagnað samsteypunnar á
nýliðnu reikningsári, sem
byrjaði á síðari hluta árs
1983. Hagnaðurinn nemur
1,2 milljörðum danskra
króna eða 4,4 milljörðum
íslenskra króna. Er þetta
61% meiri hagnaðurenfyrir-
tækið skilaði á síðasta ári.
Af einstökum þáttum í
starfsemi SAS varð lang-
mestur hagnaður af fluginu,
eða sem nemur 3,3 milljörð-
um króna. Flutti félagið 10,1
milljón farþega á reiknings-
árinu, og fjölgaði farþegum
um 10%.
Pað vekur athygli að velta
SAS á árinu varð um 82
milljarðar íslenskra króna,
og hafði aukist aðeins um
13%.
■ í húsnæði fyrirtækisins við Bolholt er tekið á móti framleiðslu yfir 300 manna sem prjóna söluvörur Hildu.
Hilaa er
og í stöðugum vexti
■ 150 milljóna króna útflutn-
ingur á síðasta ári; 50% aukn-
ing á föstu verðlagi - frá því
fyrir fimm árum; 100% aukn-
ing frá því fyrir sjö árum.
Hilda h.f. hefur öðlast veg-
legan sess í útflutningi ís-
lenskra ullarvara síöan fyrir-
tækið var stofnað fyrir réttum
tuttugu árum. Um 30% af
öllum útflutningi okkar á þess-
um vörum fer nú frarn á vegum
fyrirtækisins, um 38% af út-
flutningnum til Vesturlanda,
og um 60% af útflutningnum
til Bandaríkjanna.
Hjónin Tomas og Hanna
Holton, stofnendur og aðal-
eigendur Hildu, buðu blaða-
mönnum nýlega í heimsókn í
tilefni tvítugsafmælis fyrir-
tækisins. Þau sögðu meðal
annars frá því að í byrjun
hefðu þau sjálf orðið að máta
allar þær lopapeysur sem þau
tóku við til sölu til þess að
ákveða stærð þeirra. Nú starfa
hins vegar hjá Hildu um 90
manns; á skrifstofu, sauma-
stofu, hönnunardeild, útflutn-
ingsdeild, ullarvöruverslun og
prjónastofu.
Ullarpeysur, sem Hilda
kaupir af 3 til 4 hundruðum
prjónafólks víðs vegar um
landið, nema nú aðeins 12% af
útflutningi fyrirtækisins.
Megnið af sölunni er í vélofn-
um ullarfatnaði af ýmsurn
gerðum, en allur þessi fatnaður
er hannaður á hönnunardeild
Hildu; fatnaðurinn er m.a.
framleiddur á saumastofunni
Hlín h.f., sem er í eigu Hildu.
Hilda á ennfremur prjóna-
stofu á Selfossi, og hluta í sex
verslunum erlendis; þreniur í
Bandaríkjunum, tveimur í
Japan og einni á Bermuda.
Hilda selur um þessar mund-
ir 154 tegundir af stórum
flíkum, um 40 gerðir af hand-
prjónuðum lopapeysum og 90
tegundir af smávöru.