NT - 04.12.1984, Side 10
Þriðjudagur 4. desember 1984
ncflur haf
Haukur Clausen, íþróttastjarna á „gullaldarárunum“ - nú aðhlátursefni útlendinga.
Davíð Scheving býður.
íslenskir tannlæknar aðhlátursefni!
- og svo er það Soda-stream hugsjónin
■ Tveir gríðarlegir kapps-
menn og dugnaðarforkar hafa
haft uppi stórar yfirlýsingar í
hlöðum nýveriö og þykir báð-
um nokkuö gert á sinn hlut.
Haukur Clausen, hlaupa-
gikkur og tannlæknir, lætur
hafa eftir sér citthvað á þá leið
að íslenskir tannlæknar gcti
vart látið sjá sig lengur meðal
erlendra starfsbræðra sitrna.
Ástæðan er sú að þegar ís-
lenskir tannlæknar birtast á
alþjóðavettvangi setur slíkan
hlátur að útlendum tannlækn-
um aö þeir mega ekki vatni
halda og vart mæla.
Peir hlæja, segir Haukur,
vegna þess að íslenskir tann-
læknar þéna svo lítið og búa
nánast við sultarkjör.
Ég sem dyggur stuönings-
maður tannlæknastéttarinnar-
sjálfsagt hcf ég ekki síður en
aörir lagt mitt af mörkum í
eitthvað af steinsteypunni í
Arnarnesinu - skal lofa Hauki
Clausen því, fyrir mína liönd
og annarra, að hlæja aldrei að
íslenskum tannlæknum. þess-
um þrautpíndu galeiðuþræl-
um.
Eina rangfærslu lield ég að
Haukur liafi farið með í blaða-
viðtalinu. Hann segir að ís-
lendingar sem búsettir eru er-
lendis komi hingað til lands til
að láta gera við tennurnar í sér
og nefnir sem dænti flugfólk
sem býr í Luxemburg.
Ég hef góðar heimildir fyrir
því að þessu sé ekki svona
farið.
Öðrum atorkumanni þykir
nokkuð gert á sinn hluta þessa
dagana. Það er hann Davíð
Sch. Thorsteinsson, sem ekki
má gefa einhverjum af tuttugu
þúsund íslenskum eigendum
sóda-stream tækja ítalska fíat-
bifreið. Davíð vill gefa bílinn
og er reiðubúinn að fara á
Litla-Hraun til að verja þenn-
an rétt sinn.
Þessi veglega gjöf, segir
hann, komi því ekkert við.
segir hann, að hann sé nteð
ofsafenginni auglýsingaher-
ferð í fjölmiðlum þessa dagana
að reyna að koma sóda-stre-
am-tæki inn á hvert íslenskt
heimili.
Hann langar einfaldlega að
gefa bílinn, sem er greiddur af
ágóða fyrirtækisins, en samt
ekki með ócðlilega háu verði
á soda-stream tækjum.
Er hann þá kannski greiddur
með óeðlilega háu verði á
smjörlíki eða amerískum app-
elsínusafa?
Ég beini þeim tilmælum til
Davíðs Sch. Thorsteinssonar
að fyrst gjafmildin brennur
svona á honum, ætti hann
kannski frekar að nota þessa
dularfullu fjármuni til að
gleðja starfsmenn fyrirtækja
sinna um jólin - eða kannski
einfaldlega til að hækka hjá
þeim kaupið.
Magnús Kjartansson rit-
stjóri skrifaði einhvern tíma
fræga austragrein um smjörlík-
ishugsjónina og man ég ekki
betur en að Davíð Sch. Thor-
steinsson hafi átt þar einhvern
hlut að máli. Kannski er hér í
burðarliðnum ný hugsjón -
soda-stream hugsjónin?
Örvar
10
Og það varst þú
■ Eg var fullur eftirvænt-
ingar þegar mér barst í
hendur platan „Og það
varst þú", sem Útgáfan
Skálholt sendir frá sér nú
fyrir jólin. I’að er þó ekki
svo að hér sé á ferðinni
jólaplata í hefðbundnum
skilningi þess orðs, heldur
hefur hún að geyma 11 lög
og texta, sem notuð hafa
verið í barna- og æskulýðs-
starfi þjóðkirkjunnar og
auk þeirra eru 2 lög úr
öðrunt farvegi með textum
sem fjalla um hið daglega
líf og vekja mann til um-
hugsunar.
Mér finnst vel hafa tekist
til við val og blöndun efnis,
við val á flytjendum svo og
við útsctningar upptöku og
frágang. Plata mcð
boðskap.
Eins og áður sagði eru
flest lögin þekkt úr barna-
og æskulýðsstarfi þjóð-
kirkjunnar en það var ein-
mitt á hennar vegunt sem út
kom árið 1977 söngheftið
„Allt er þitt“, þar sem eru
yfir 50 söngvar úr ýtnsum
áttuim Sænski presturinn
Lars Áke Lundberg á þar
mörg lög og hefur sr. Krist-
ján Valur Ingólfsson þýtt
texta við þau öll utan eitt,
en þar er textahöfundur
óþekktur. Þessir söngvar
eru uppistaða efnis plöt-
unnar, en þeim til viðbótar
eru lögin „í bljúgri bæn“,
bandarískt lag en texti eftir
sr. Pétur Þórarinsson og sr.
Kristján Val, „Er vasapen-
ing ég fæ“, ókunnur höf.,
texti: Iðunn Steinsdóttir,
„Hringrás" lag: Joni Mitc-
hell.texti: Iðunn Steinsdótt-
ir, „Sumarmorgunn“ lag:
Torgny Erséns, texti: sr.
Kristján Valur og „Á
surnrtn" lag: Per E. Styf,
texti: sr. Kristján Valur.
Allir textarnir flytja
boðskap, boðskap um Guð,
sem gefur lífinu tilgang og
manninum von, um lífið
sem er svo fjölbreytt og
hefur margar hliðar og um
þörf mannsins fyrir elsku
og umhyggju.
Lögin eru fjölbreytt að
gerð, en hafa yfir sér ein-
faldleika og hreinleika og
þjóna textunum yfirleitt
mjög vel. Hugmyndir
Sverris Guðjónssonar og
Jónasar Þóris uni framsetn-
ingu efnisins eru frekar
skemmtilegar og útsetning-
ar Jónasar Þóris eru fjöl-
breyttar og góðar og greini-
lega unnar af natni, vand-
virkni og mikilli virðingu
fyrir efninu svo að textar og
lög fá notið sín og gefa
plötunni um leið góðan
heildarsvip. Þá er öll tækni-
vinna, svo sem upptaka,
hljóðblöndun, pressun og
frágangur til fyrirmyndar
og fyrir minn smekk finnst
mér hljómur (sánd), plöt-
unnar mjög góður. Þess ber
að geta að efnið er líka
fáanlegt á snældu sem einn-
ig hefur mjög góðan hljóm.
Flutningur efnisins rekur
svo smiðshöggið á það sem
á undan er talið, ef ég má
orða það svo. Þar á stærstan
hlut gamla barnastjarnan,
sem nú er mótaður, mjög
góður söngvari, Sverrir
Guðjónsson, ásamt Páli
Hjálmtýssyni, sem nú í lok
barnasöngferils síns heillar
mann með hreinni og tærri,
en um leið styrkri og ör-
uggri rödd. Þeir skila báðir
söng sínum og túlkun frá-
bærlega vel og raddir þeirra
hljóma mjög vel saman og
einnig finnst mér frábært
hvernig þeir skipta með sér
hlutverkum og syngja til
skiptis í hinum ýmsu
lögum, án þess að nokkurs
misvægis gæti. Þá koma
börnin sem syngja með
þeim líka vel út, bæði stúlkna-
kórinn úr Melaskóla og
6 ára krakkarnir, nemendur
Sverris úr Fossvogsskóla.
Þar finnst mér Sverri takast
sérstaklega vel að ná fram
óþvinguðum og lifandi blæ,
í samtali sínu við börnin og
söngnum með þeim. Bak-
raddir og kór fullorðna
fólksins er til prýði og í
undirleiknum er valinn
maður á hverjum stað.
Hér er því um plötu að
ræða, þar sem fer saman
vandað efni, góð tónlist og
frábær flutningur, sem á
erindi til allra, a.m.k. allra
sem ekki hafa glatað hinu
barnslega úr hjarta sínu.
Mér kæmi ekki á óvart þó
mörgum þyki þessi plata
vera friðar og gleðisending
inní eril dagsins og allt
stressið og veki til lífs barn-
ið í hjörtum þeirra - ef þeir
gefa sér tíma tií að hlusta.
Umslag plötunnar er
tvöfalt, smekklegt og líflegt
og hæfir vel tilefninu. Það
gefur því aukið gildi að
textarnir eru allir prentaðir
á það, en þess má einnig
geta að í söngheftinu „Allt
er þitt“ eru allir textarnir
nema tveir og þar fylgja
þeim nótur og gítargrip, ef
einhvern langar til að
syngja og spila sjálfur, en
langbest er að eignast
plötuna, hlusta, læra lögin
og syngja með. Góða
skemmtun.
Þorvaldur Halldórsson.
■ Þorvaldur Halldórsson skrifar um söng þeirra Páls Hjálnitýs-
sonar og Sverris Guðjónssonar á nýju plötunni „Og það varst þú.“
ekki Skorpa
Skopra
Heiðraða blað.
■ Um daginn birtist í NT
stóðhestaskrá, sem mér þótti
mikið framfaraspor hjá blað-
inu. Kærar þakkir.
Það hefur nefnilega fleirum
en mér þótt með ólíkindum
hvað NT hefur sneitt hjá hesta-
mennsku og því sem henni
fylgir í sumar. T.d. voru haldin
2 fjórðungsmót í sumar og
óteljandi önnur mót. Það er
hart að þurfa að kaupa Mogg-
ann til að fá fréttir af þessu.
Svo var annað sem mig lang-
aði til að koma á framfæri, en
það er hvort ekki væri hægt að
fá sjónvarps og útvarpsdagskrá
fyrir alla vikuna, því hér kemur
föstudagsblaðið á þriðjudegi,
svo þá eru ekki eftir nema tveir
dagar af dagskránni.
Aðalerindið var þó að koma
á framfæri leiðréttingu við
stóðhestaskrána, eða öllu
heldur til þess sem samdi hana.
í þessari skrá er Stjarni 948
frá Húsafelli. Móðir er sögð
Skorpa 5052 en þessi hryssa
heitir ekki Skorpa heldur
SKOPRA. Á þessum nöfnum
er mikill munur (sjá orðabók).
Þessa hryssu á bóndi nrinn
og þykir okkur því ansi súrt í
broti að nafnið skuli ekki með
nokkru móti komast óbrenglað
á prent. Á það við fleiri en NT.
Gott væri að þetta kæmist til
Þ.G. áður en þetta kemur fyrir
aftur. Kærar þakkir.
Kristín Gunnarsdóttir
Skrífíð til:
NT
Lesendasíðan
Síðumúla 15108 Reykjavík
...edahríngiðísíma 686300
millikl. 13og 14