NT - 04.12.1984, Side 12
Þriðjudagur 4. desember 1984 12
Skemmtileg
plata
frá Frankie
Frankie Goes
To Hollywood
- Welcome To
The Pleaseure
Dome
Útg.
Útg. ZZT • Fálkinn
■ Flestir ættu að kannast við
hljómsveitina Frankie Goes
To Flollywood (FGTFI) frá
Liverpool á Englandi. Þessi
hljómsveit hefur átt tvö gííur-
lega vinsæl lög í Bretlandi,
Relax og Two Tribes. Þessi lög
hafa bæði selst vel yfir 1 milljón
hvort um sig, og er hljómsveit-
in sú langvinsælasta í Englandi
á þessu ári. FTér á fslandi hefur
hljómsveitin ekki orðið eins
vinsæl, en liefur þó verið að
vinna á.
Líklegt má teljast að með
þessari plötu, LP-plötunni
Welcome To The Pleasure
Dome, muni FGTH auka mjög
vinsældir sínar hér á landi. þar
sem hljómplötumarkaðurinn
hér er meira LP-markaður en
smáskífumarkaður.
Welcome To The Pleasure
Dome er tvöfalt albúm, og þar
af leiðandi fjórar hliðar, sent
heita F,G,T, og H. Á hlið F
eru lögin The World Is My
Oyster og Welcome To The
Pleasure Dome (aðallega).
Fyrra lagið er mjög stutt, en
það síðara tekur yfir næstum
alla hliðina. Þetta lag, titillag
plötunnar, er í rólegra kantin-
urn, en þó töluvert kröftugt.
Lagið er í þessum sérstaka
Frankie diskó stíl sem ein-
kennir hljómsveitina, en mér
finnst það líka minna töluvert
á Simple Minds. Þetta er mjög
gott lag sem batnar við hverja
hlustun.
Á annarri hlið, eða hlið G,
eru lögin frægu Relax og Two
Tribes ásamt laginu War, sem
var á B-hlið Two Tribes öll
þrjú lögin eru að sjálfsögðu í
nýjum útsetningum, og öll er
hliðin hin áheyrilegasta. Það
eru þó kannski nokkur von-
brigði að hafa ekki eitthvað
nýtt á þessari hlið.
Á hlið T, þriðju lilið, eru
síðan þau lög sern mest koma
á óvart. Fyrst er gamalt Mers-
ey-Beat lag að því að mér
skilst, Ferry Ácross The
Mersy. Það er stutt, en síðan
kemur skyndilega lagið Born
To Run eftir Bruce Springste-
en, eins og sprengja. FGTH
flytja það mjög vel, eru trúir
upprunalegu útgáfunni, en
bæta samt miklu við frá eigin
brjósti. Síðan kemur ljúftdæg-
urlag eftir Bacharach, San
Jose. Hliðinni lýkur svo á lagi
eftir FGTH sjálfa, og er það
síðasta lagið á þessari hlið, en
þó alls ekki slæmt, heldur
bráðskemmtilegt og sprell-
fjörugt.
Síðustu hliðina er ég enn ekki
búinn að melta að fullu (kurt-
eislegt orðalag fyrir að mér
finnist ekkert gaman að þess-
ari hlið). Það ríkir þó engin
lognmolla þarna, fremur en
annarsstaðar á plötunum 2.
Eitt frábært lag er þó á þessari
hlið, The Power Of Love. Það
er eina raunverulega vangalag-
ið sem frá Frankie kemur í
þessari unrferð.
Heildardómur yfir plötuna
er sá að hér sé um verulega
hressilega plötu að ræða. Hún
hefur sjaldgæfan og sérstakan
eiginleika, hún rífurmann með
sér upp úr sleninu og hleypir
fjöri í tilveruna. Ekki skaðar
frábær upptökustjórn og
hljómur á plötunni, fyrsta
flokks vinna Trevor Horn.
Það er ferskur blær yfir
þessu.
(9af 10)
Margt gott
hjá Kan!!
- Kan-Í
ræktinni
Bjartsýni
■ Ég tek ofan hattinn í að-
dáunarskyni við hljómsveitina
Kan sern hefur nú oftast nær
gert út frá henni Bolungarvík.
Fimm ágætis hljóðfæraleikarar
og lagasmiðir hafa þrykkt 8 lög
á plast og gefa þetta út sjálfir.
Flott hjá ykkur strákar.
Það þarf töluvert hugrekki
til að fara út í svona „mál" og
ckki fyrir hvern sem er að
standa í að gefa út plötu. Það
er dýrt fyrirtæki og mjög ó-
sennilcgt að það borgi sig, þó
skal maður aldrei segja.
Platan sem strákarnir í Kan
hafa gefið út heitir í ræktinni
og inniheldur vel danshæfa
tónlist, 8 lög í allt sem t'yrr
segir. Þekktasti meðlimur
sveitarinnar er e.t.v. söngvar-
inn Herbert Guðmundsson,
fyrrum söngvari Pelican og
Éikar nt.a. Ásamt honum
skipa hljómsveitina þeir Magn-
ús Hávarðarson, gítarleikari,
Finnbogi Kristinsson, bassa-
leikari Alfreð Erlingsson,
hljómborðsleikari og trymbill-
inn Hilmar Valgarðsson.
Platan hefst á laginu Brjálið.
Það er einfalt að uppbyggingu
eins og reyndar flcst lögin, í
þrumutakti og vel grípandi.
Líklegasti smellur plötunnar
og Herbert stendur sig vel í
söngnum. Hins vegar einkenn-
ir það þetta ágæta lag hve
ferlega slakur textinn er. Það
sama gildir um hina texta
plötunnar og það dregur hana
nokkuð niður, segi ég.
Likkið á gítarinn er gott.
Þá kernur lagið Steypa og
glcr, í svona Dúkkulísustíl,
svo lagið Ertu í ræktinni sem
er ágætis rokkari og í síðasta
laginu á hlið eitt syngur Her-
bert ekki ósvipað Bryan Ferry
í Roxy Music, lagið Megi sá
draumursem erágætt. Herbert
nær Ferry-stílnum bara
skrambi vel.
Vestfjarðaóður og Hver er
orginal? heita fyrstu tvö lögin
á hlið 2. Þau eru með gamal-
dags hljómsamsetningum finnst
mér, forhljóms„fílingurinn“
heldur mikill. Höfum liátt er
grípandi melódía og gæti orðið
vinsælt lag en textinn afleitur.
Flogið suður er síðasta lagið
og það venst ágætlega.
Útkoman hjá strákunum í
Kan er bara nokkuð góð og
næsta plata ætti að geta orðið
enn betri ef rétt er haldið á
spöðunum. Sándið er mjög
gott. Gítarleikur Magnúsar er
sérlega snyrtilegur og sándið
hjá honuni skemmtilegt. Ég
hafði að mörgu leyti gaman af
þessari plötu og hér er á ferð-
inni ágætis aíþreying.
NB: Umslagið er skemmti-
legt...
(6 af 10) j„i
Frábær
plata
Pax Vobis -
Pax Vobis
Útg. Steinar
B Pax Vobis hafa nú sent frá
sér sínu fyrstu plötu, LP-plötu
með 8 lögum. Þeir sem að
þessari hljómsveit standa hafa
verið lengi í bransanum, leng-
ur en flesta grunar, og löngu
kominn tími til að þeir sendu
frá sér piötu.
Meðlimir Pax Vobis eru þeir
Ásgeir Sæmundsson söngvari
og hljómborðsleikari, Skúli
Sverrisson bassaleikari og Þor-
valdur Þorvaldsson gítarleik-
ari. Auk þeirra leikur Stein-
grímur Sigurðsson á trommur,
en hann er nú hættur í hljóm-
sveitinni. Tómas Tómasson sá
um upptökustjórn. Bassaþurs-
inn og Stuðmaðurinn virðist
vera orðinn guðfaðir nærri allr-
ar nýrrar og áhugaverðrar
popptónlistar í landinu.
Platan er sjaldgæft dæmi
um fágun, markvissar laga-
smíðar, alúð, vandvirkni og
eitthvað sem kalla mætti list-
rænt eðli í íslenskri rokktón-
list. Þetta eru engin dægurlög,
heldur vel gert rokk á línu með
Simple Minds, Japan og öðrum
vandaðri hljómsveitum ný-
rómantískrar tónlistar. Ef Pax
Vobis eru t.d. bornir saman
við Bara-Flokkinn, aðra aðal-
hljómsveit nýrómantíkur hér
á landi, hafa Pax Vobis vinn-
inginn.
Pax Vobis er ekki mjög
frumleg hljómsveit. Áhrif frá
erlendum fyrirmyndum eru of
áberandi til að hægt sé að segja
það með góðri samvisku, en
það verður að gera greinarmun
á geldri eftiröpun og hrárri
stælingu annars vegar og því
að nýta sér áhrif hins veganPax
Vobis falla í seinni flokkinn.
Hljóðfæralcikur er allur til
fyrirmyndar, sérstaklega er
bassaleikurinn eftirminnileg-
ur. Gítarleikuroghljómborðs-
leikur er einnig mjög vandað-
ur, og trommuleikurinn fjöl-
breyttur og traustur. Ásgeir
hefur ágæta rödd og beitir
henni vel.
Ef telja á upp og nefna bestu
lög plötunnar verður að byrja
á því fyrsta, og halda svo
áfram og telja upp nær öll
lögin. Warfare, fyrsta lagið, er
taktfast og danshæft, Mirror
Eyed, það næsta er gullfallegt
og ljúft lag. I Refill byggir á
skemmtilegri bassalínu og svíf-
ur áfram yfir í Somebody
Somebodies Affair, sem bygg-
ist á undarlegum og skemmti-
legum taktskiptum.
Á seinni hliðinni er fyrst
mest „commercial" lagið á
plötunni, Coming My Way,
grípandi og gott lag. Þá kemur
Men’s Hair Stylist sem er í
svipuðum dúr, og síðan Living
Drum, sem er eina lagið sem
ég sætti mig ekki við, vegna
þess að það er í meðallagi
meðan hin lögin eru yfir með-
allagi. Síðasta lagið er bráð-
skemmtilegt, Religions.
Semsagt, meiriháttar
skemmtileg plata, og líklega
besta plata ársins ásamt með
Auga Kuklsins. Þessár plötur
eru þó svo ólíkar að það er
eiginlega ekki hægt að bera
þær saman.
(9 af 10) ádj
Tvær
tradisjónir
U2 The Unfor-
gettable Fire
Island/Fálkinn
■ írska hljómsveitin U2 hef-
ur nú sent frá sér sína fimmtu
LP-plötu, og að þessu sinni er
það Eno, hinn frægi synthesis-
erleikari og tónsmiður, sem
eitt sinn var í Roxy Music, sem
stjórnar upptökum.
Stundum hefur verið talað
um að U2 sé hin nýja Led
Zeppelin. Ýmislegt er til í því,
að þó er sá reginmunur á að
Led Zeppelin voru heavy-rock
hljómsveit og sköpuðu í raun-
inni heavy-metal tónlistina, en
U2 hefur litlar tilhneigingar í
þá átt. Það er lítið um karl-
rembu og stæla í tónlist U2, en
því meira um mannlega hlýju.
Margir telja að þessi nýja
plata U2, Unforgettable Fire,
sé þeirra besta. Hún er a.m.k.
klárlega betri en sú síðasta,
War. Það er einhvern veginn
ntiklu meira varið í þessa
plötu, og maður endist jafnvel
til að hlusta á báðar hliðar í
einu, en það var gjörsamlega
ómögulegt með War.
Aðalsmerki U2 er dramatísk
og tilþrifamikil rokktónlist.
Fánum er veifað, gítarar
syngja hátt og mikið og Bono,
söngvari hljómsveitarinnar er
mikið niðri fyrir. Gítarleikari
hljómsveitarinnar, The Edge
er oft tilnefndur þegar nefna á
nútíma gítarhetju. Víst er að
hann spilar skemmtilega á
hljóðfærið, mun skemmtilegar
en Jimmy Page í Led Zeppelin
að mínu mati.
U2 hefur spilað mikið í
Bandaríkjunum og eru banda-
rísk áhrif áberandi á plötunni.
Það er sungið um Martin Luth-
er King, í tveimur af tíu lögum,
um „Elvis Presley and Amer-
ica“ og þjóðhátíðardag Banda-
ríkjanna, 4. júlí. Bandarísku
áhrifin eru ekki eins áberandi
í tónlistinni, hún er blessunar-
lega evrópskt og írskt rokk.
En það er greinilega keyrt stíft
á ameríska markaðinn með
þessari plötu.
Fyrstu þrjú lögin á plötunni
eru verulega góð. Þau eru
frekar ólík, fyrst kemur rólegt
lag, A Sort Of Homecoming,
svo Pride (In the name of
love), sem flestir ættu að vera
farnir að þekkja, og síðan
kröftugt lag og fremur hratt,
Wire. Annars er rólegur blær
yfir plötunni, sérstaklega seinni
hliðinni. Önnur lög en þessi
þrjú renna frekar saman í eina
Ijúfa heild en að vera sér-
lega áberandi góð.
U2 mun nú vera í íramlínu
jarðneskrar rokktónlistar ásamt
með hljómsveitum eins og Big
Country, Simple Minds og
Echo & the Bunnymen. Það
sameinast tvær tradisjónir í
þessum hljómsveitum, görnlu
góðu rokkhljómsveitirnar frá
því um 1970 (Led Zeppelin,
Pink Floyd), og pönktradisjón-
in frá 1976/78, að vísu í um-
breyttri mynd. Af þessum ástæð-
um hafa ofannefndar fjórar
hljómsveitir víðtækan
hljómgrunn og ættu að höfða
bæði til yngri og eldri. U2, og
þessi plata, Unforgettable
Fire, er ágætt dæmi um þetta
rokk eins og það gerist best.
(8 af 10)
ÁDJ
Hugrakkur
McCartney
- Paul Mc-
artney - Give
my regards to
Broad Street.
Parlophone/
Fálkinn
■ „Vissirðu að Paul McCart-
ney var í annarri hljómsveit
áður en hann byrjaði í Wings“,
sagði 14 ára stelpa við jafn-
öldru sína eitt sinn, ég heyrði
á tal þeirra og blöskraði. Paul
á að vera í sögubókum sem
fremsti dægurlagahöfundur
allra tíma. Og ekki orð um það
meir.
McCartney hefur sent frá
sér breiðskífu þá sem inniheld-
ur lögin úr kvikmyndinni Give
my regards to Broad Street.
Það er ekki laust við að mann
hlakkaði til útkomu plötunnar.
í myndinni tekur Paul nefni-
lega nokkur gömul Wings- og
Bítlalög til meðferðar á ný.
Gamlir Bítlaaðdáendur hafa
margir hverjir hrist hausinn og
sagt: „Hann betrumbætir ekki
neitt", og þeir hafa rétt fyrir
sér. Hins vegar eru rnargir eins
og stelpan sem hóf greinina
sem þekkja ekki tónlist Bítl-
anna. Paul hefur hér með
kynnt nokkur lög fyrir henni ef
hún heyrir plötuna og það er
vel. McCartney styttir flest
göntul Bítlalögin og breytir
útsetningum lítið sem ekki
neitt, enda var það eina vitið.
Þessi gömlu Bítlalög sem heyr-
ast hér á ný eru Yesterday,
Here, there and everywhere,
Good day Sunshine, For no
one, Eleanor Rigby og The
long and winding road.
Af gömlum Wings lögum
má nefna Ball room Dancing
og Silly love Songs.
Nýju lögin eru No more
lonely nights, Not such a bad
boy og No values. No more
lonely nights er hugguleg ball-
aða að hætti McCartneys og
flestir ættu að þekkja það nú-
orðið. Not such a bad boy er
þrumurokkari sem svíkur ei.
Það sama má segja um næsta
lag, það er noickuð flókin
hljómasamsetning og nokkuð
nútímaleg áberandi og kemur
vel út.
Diskóútgáfan á No more
lonely nights er alveg glötuð,
það er ekki deild herra
McCartneys.
Lokaorð: Paul er fínn og
ekki síður hugrakkur að gefa
aftur út gamlar perlur.
(7 af 10)
-Jól.