NT - 08.12.1984, Blaðsíða 1

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 1
Námslánin greidd út - vandi lánasjóðsins leystur ■ Námslán verða greidd út fyrir desember. Fjárhags- vandræði Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna leystust að hluta til í gær er fjármála- ráðherra samþykkti beiðni menntamálaráðuneytisins unt aukafjárveitingu til sjóðsins. Upphæðin sem afgreidd var í fjármálaráðuneytinu í gær var 27.5 milljónir króna og nægir það til að greiða út námslán, að 95% fjárþarfar, eins og menntamálaráð- herra, Ragnhildur Helga- dóttir, hefur sagt að sé stefna hennar. Það sem upp á vantar að fjárþörf sjóðsins sé að fullu sinnt er nú til athugunar, en það er til lausnar rekstrar- vanda sjóðsins og fjármagns- kostnaði og sagðist Ragn- hildur vonast til að þau mál leystust í næstu viku. ir i i ~ - - i ii ' Davíð Sch. sleppur við fangelsið - sátt við verðlagsráð ■ Davíð Scheving Thorsteinsson og verðlagsráð hafa sæst á að Sól hf. hætti auglýsingum þar sem væntanleg gjöf Sól hf. á bifreið til einhvers eiganda Soda Stream gosvéla er auglýst. Verðlagsráð álítur þessa auglýsingu stangast á við lög um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskiptahætti, en Davíð hafði lýst því vfir að fyrr færi hann í fangelsi en að hætta við fyrirhugaða gjöf. Stríð gæsabænda og heilbrigðisyfirvalda heldur áfram: Sala stöðvuð vegna vanmerktra umbúða! Valdníðsla eða eðlilegar kröfur um umbúðaprentun? Marmari á gólf til sparnaðar ■ Sala á aligæsum borgfirskra bænda hefur nú verið bönnuð í Reykjavík vegna mistaka við prentun umbúða. Það er heil- briðiseftirlit Reykjavíkur sem gaf þessa fyrirskipun en áður hefur verið sagt frá stríði milli þessarra aðila í NT. Engin áhöld eru um að gæsakjötið sé fram- bærilegt frá heilbrigðissjónar- miði en þar sem umbúðir eru vanmerktar hefur Oddur Rúnar Maðurundir vörubifreið ■ Slys varð þegar maður varð undir vörubifreið sem hann var að gera við í Vélamiðstöð borgarinn- ar í gærdag. Búkki sem hélt bíln- um uppi gaf sig og lenti maðurinn þá að einhverju leyti undir bílnujn. Ekki lágu fyrir upplýsingar um það hversu alvarleg meiðsli mannsins eru en að sögn Rann- sóknarlögreglu var ekki talið að hann væri í lífshættu. Hornfirðingar: Kaupa skut- togara ■ í gærmorgun var undirritaður samningur um sölu á skuttogaran- um Erlingi GK-6, sem gerður hefur verið út frá Garði, fyrir 90 milljónir króna. Kaupandinn er hlutafélagið Borgey á Höfn í Hornafirði, en það er að 75% í eign Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga. Skipið var aflient hinum nýjueigendumígær oghéltþegar af stað til veiða. Það er fyrirtækið Fjörður hf. í Garði sem átti skuttogarann, en það er í eigu Guðbergs Ingólfsson- ar og fjölskyldu hans. Skuttogar- inn mun hljóta nafnið Þórhallur Daníelsson SF-71 í höfuðið á ein- um helsta brautryðjanda verslunar og útgerðar á Höfn í Hornafirði. „Við vonumst til þess að togar- inn efli atvinnulíf á staðnum og tryggi öruggari og jafnari afla að landi á Höfn," sagði Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri KASK, í samtali við NT. Hjartarson yfirmaður heilbrigð- iseftirlitsins stöðvað söluna. Bændur saka Odd um vald- níðslu og að nota sér embættið til persónulegs stríðs. í samtali við NT sagði Oddur aftur á móti að þar eð vörurnar væru van- merktar bryti það í bága við lög og reglur að þær væru seldar. Þessvegna hefur hann boðið bændum að mæta til Reykjavík- ur og líma á umbúðirnar þann hluta merkingar sem vantar. Þá og ekki fyrr mega kaupmenn hefja söluna að nýuju. A umbúðum skal samkvæmt reglugerð skýra frá að meðferð vörunnar hafi verið samkvæmt ákvæðum hcilbrigðisskoðunar. Þctta láðist Borgfirðingum að setja á sínar gæsir og beitir heilbrigðisfulltrúinn því lagaá- kvæði sem heimildar að stöðva sölu. Þar segir að slíkri stöðv- un skuli þó aðeins beitt að um alvarleg eða ítrekuð brot sé að ræða. Aðspurður taldi Oddur að hér væri um að ræða tilvik sem félli undirnefnda lagagrein. En þá er bara að skreppa í Hafnarfjörðinn, senr er utan sýslu Odds og kaupa gæsina þar. Sjá nánar í blaðinu á mánu- dag. ■ Ótrúlegt, en satt. Háskóli íslands lét leggja hvítan marm- ara á gólf nýja Hugvísindahúss- ins til þess að spara. Þegar tilboða var leitað í gólflagningu í húsið, kom í ljós, að marmar- inn var 400 þúsund krónum ódýrari en steinflísar, svipaðar þeim, sem eru í öðrunr húsum á Háskólalóðinni. „Þetta er ekki dýrasta gerð af marmara, en hann var tiltölu- lega hagkvæmur og nægilega fallegur að mati byggingar- nefndarinnar. Sumum finnst, að flísar hefðu farið betur, en við töldum okkur ekki geta gengið framhjá þetta miklum mismun," sagði Ragnar Ingi- marsson prófessor, sem sæti á í byggingarnefndinni í samtali við NT. Bygging Hugvísindahússins - sem heyrst hefur að sé kallað Klakahöllin af sumum vegna þess að innan dyra er það hvítt í hólf og gólf - er langt komin, og í haust voru nokkrar kennslustofur teknar í notkun. Að sögn Ragnars er vonast til að kennarar geti flutt inn á skrifstofur sínar í þessum mán- uði, og reiknað er með að húsið verði að mestu leyti tilbúið unr áramót. Þó verður eftir einhver frágangur við innréttingu á bókasafni á efstu hæðinni. Bláfjallasvæðið: Ein lyfta í gang í dag ■ Bláfjallasvæðið verður opn- að fyrir skíðamenn í fyrsta sinn á þessum vetri í dag. Aðeins verður ein lyfta í gangi, stóla- lyftan í Kóngsgili, en þar er nú ágætur snjór. Þá er ágætt færi fyrir þá sem vilja fara á göngu- skíði. Margvíslegar framkvæmdir hafa verið á Bláfjallasvæðinu í sumar og m.a. hefur vegurinn úr Hafnarfirði verið tengdur, sem styttir verulega leiðina fyrir Hafnfirðinga og Suðurnesja- menn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.