NT - 08.12.1984, Blaðsíða 13
IÍÉ
Laugardagur 8. desember 1984 13
undir mikinn nýrnauppskurð
1981, og þá tók eiginmaðurinn
sér frí til að geta verið öllum
stundum hjá henni. Mariana
hefði mikinn áhuga á að eign-
ast barn með Borg, en það
tókst ekki í þessu sex ára
hjónabandi þeirra.
Þeir sem hafa fylgst með
ferli tenniskappans Björns
Borg í gegnum árin segja, að
hann hafi aldrei átt neina
venjulega æsku - allt snerist
um tennis - svo nú sé hann að
bæta sér upp þann missi með
sambandi sínu við hina 18 árcT
fegurðardís Jannike Björling,
en sjálfur er Björn nú 28 ára.
Þau hafa þeyst um heiminn
milli heimsálfa, verið í leikhús-
á Broadway, haldið til í
brúðkaups-svítunni í Caesar's
Palace í Las Vegas, leiðst um
breiðgötu Parísar o.s.frv.
Björn Borg vinnur sér inn
stórfé með að sýna föt og sitja
fyrir hjá Ijósmyndurum í
herrafötum frá heimsfrægum
íyrirtækjum.ogJannikeerlíka
í model-bransanum.
Nú hefur Björn Borg dregið
sig í hlé sem tennisleikari á
heimsmælikvaröa í kappleikj-
um, én segist ætla áð taka þátt
í „sýninga-leikjum" svbna einu
sinni til tvisvar á ári.
Undanfarin 6 ár hefur allt
hennar líf snúist um tennishetj-
una hennar, Björn Borg. Sjálf
gaf Mariana sinn tennisframa
upp á bátinn, og gekkst upp í
sínu hlutverki sem félagi og
eiginkona. „Aumingja Mari-
ana varð oft að líða fyrir fýluna
í mér og þunglyndið, sem sótti
stundum að mér. Ef við rifumst
var það undantekningariaust
mér að kenna." Þetta sagði
Björn Borg nýlega í viðtali og
hann' ber alltaf fyrrverandi
konu sinni mjög vel söguna.
Þegar þau hittust fyrst, í
París 1976, höfðu þau bæði
orðið fyrir mótlæti í tenn-
iskeppni. Mariana hafði tapað
fyrir Sue Barker, bresku tenn-
isstjörnunni, sem árum saman
hefur verið vinkona söngvar-
ans Cliffs Richard (en sam-
band þeirra hefur víst kólnað
um þessar mundir) - en Björn
Borg hafði tapað fyrir ítalan-
um Adriano Panatta. Þau
Mariana og Björn eyddu fyrstu
nótt sinni í það að hugga hvort
annað, sögðu þau bæði seinna
og gerðu gaman að.
Mariana varð að gangast
Þyrstir þig í góðan drykk?
___ er
áleiðíverslanir
Gosi er nýr appelsínudrykkur
sem inniheldur minnst 15% hreinan appelsínusafa
og sætuefnið Nutra Sweet (aspartame).
Góður þessi GOSI - þú kemst að þvi!
::'.-: SsaSBfiBfiSSg
.¦¦¦,¦¦....::. ¦ ;,,.: ¦ ¦ .¦ ¦ ¦¦ : :¦.,¦:; ¦ ¦¦¦ ¦ ¦ ¦
nmr