NT - 14.12.1984, Blaðsíða 1
Happdrætti Háskóla íslands:
Hæsti vinningur
á ógildan miða
miðinn óendurnýjaður,
maðurinn nýlátinn
■ Samkvæmt heimildum NT
féll hæsti vinningur Happ-
drættis Háskóla íslands á miða
sem ekki hafði verið endur-
nýjaður að þessu sinni. Mun
miðinn vera eign dánarbús,
eftir mann.sem átt hefur mið-
ann í 25 ár og jafnan endurnýj-
að rcglulega, en lést nýlega.
NT fer f ram á opinbera rannsókn
■ Særokið við Ástarbraut-
ina út á nes er sauri blandað.
I fjörunni leika börn sér
vaðandi í klóaki og húsmæð-
ur þvo klóakdrífuna af eld-
húsgluggum sínum.
Blaðamenn Helgarblaðs
NT hafa farið fram á opin-
bera rannsókn á miklu
ófremdarástandi sem nú ríkir
í skólpmálum Reykvíkinga.
í ljós kemur að reglugerðir
um frágang skolplagna eru
þverbrotnar og líkur eru á að
ýmsir sjúkdómskvillar sem
hrjá höfuðborgarbúa eigi
beint og óbeint uppruna sinn
í klósettrörum. Sjá nánar
umfjöllun helgarblaðsins á
morgun.
■ Ekki vitum við í hvaða fjöru þetta ungviði liggur. Vonandi ekki
í (jörunni við Ástarbrautina. NT-mynd Róbert
Verðkönnun á Akureyri:
Verðmunur á
hveiti 250%
■ í verðkönnun sem Neyt-
endafélag Akureyrar fram-
kvæmdi á dögunum, reyndist
verðmunur á hveiti vera upp
undir 250% eftir tegundum og
verslunum.
Pað borgar sig líka fyrir þá
sem búa á Svalbarðsströndinni
að taka á sig krókinn inn fyrir
Pollinn og versla á Akureyri,
því verðlag í Kaupfélaginu á
Svalbarðseyri reyndist um þriðj-
ungi hærra en í Hagkaupum á
Akureyri.
Niðurstöður könnunarinnar
eru birtar í heild á neytendasíð-
unni í dag.
Fáum fimmtán þúsund
tonna kvóta við USA
- yfirgnæfandi líkur á að íslendingar fái fiskveiðiheimild við strendur Bandaríkjanna
■ Míklar likur eru á að íslendingar fái úthlutað kvóta við
strendur Bandaríkjanna, þar af 10.000 tonnum af þorski
við vesturströndina og 5.000 tonnum af ufsa einnig.
Fiskveiðiráð Norður-Kyrra- Bandaríkjanna að íslendingar
hafsins lagði til við fiskveiðiráð fengju 15.000 tonna kvóta við
Alaskastrendur og búist er við
að fiskveiðiráð vesturstrandar-
innar mæli einnig með ein-
hverjum kvóta okkur til
handa.
Halldór Ásgrímsson hefur
undanfarið ár látið kanna
möguleika á fiskveiðiheimild-
um hjá öðrum þjóðum, og að
sögn Finns Ingólfssonar, að-
stoðarmanns Halldórs, er
þessi ákvörðun ráðsins liður í
40 HURFU FRÁ NÁMI
VEGNA FJÁRSKORTS
Konur 2 af hverjum 3
■ Um 11% þeirra fyrsta
árs nema háskólans sem
sóttu um fyrirframgreiðslu í
bönkum nú í haust fengu
ekki fyrirgreiðslu. Allflestir
þeirra hættu námi vegna
fjárskorts.
Tveir af hverjum þremur
sem fengu nei bankanna voru
konur, einn þriðji karlar.
Petta er niðurstaða
könnunar sem Félag um-
bótasinna við Háskóla Is-
lands stóð fyrir og er birt í
blaði þeirra umbótamanna,
Nýr vörður, í dag. Stjórn
LIN hafði áður hafnað að
standa að slíkri könnun.
í>á kemur fram í niður-
stöðum könnunarinnar að
þessar hlutfallstölur þýða að
um 40 námsmenn hurfu frá
námi vegna þessa, og einnig
að mikilvægt hafi verið að
þekkja bankastjórana pers-
ónulega eða hafa haft við-
skipti við viðkomandi banka
nokkur ár.
Þá þykir sýnt að náms-
menn af landsbyggðinni hafi
verið verr settir en aðrir, þar
sem algengara er að þeir búi
í leiguhúsnæði og hafi dýrari
framfærslu en þeir er búa hjá
foreldrum sínum.
Þá kemur fram að aðeins
einn tíundi þeirra er fengu
lánafyrirgreiðslu hafi þurft
að sýna einhvern gögn frá
Lánasjóðnum og sú ályktun
er dregin, í niðurstöðum
könnunarinnar, að lán hafi
verið háð geðþóttaákvörð-
unum bankastjóra hverju
sinni.
þeim aðgerðum ráðherra.
í haust undirrituðu íslend-
ingar svokallaðan GIFAR-
samning, en slíkan samning
þurfa þær þjóðir að undirrita
sem hyggjast sækjast eftir fisk-
veiðiheimildum við strendur
Bandaríkjanna.
Að sögn Finns er veiði við
vesturströndina mun fýsilegri
kostur fyrir íslendinga, en enn
er ekki fullkannað hver sé
áhugi útgerðarmanna á að
senda skip sín þangað.
Verði af veiðum væri bæði
hægt að frysta um borð eða
vinna í saít , en Spánverjar
hafa hafið veiðar á þessu
svæði, og vinna saltfisk, sem
að sögn þeirra hefur hlotið
góðar móttökur á spænskum
og portúgölskum mörkuðum.
Finnur sagði að hann teldi
mikilvægt að þessi kostur
yrði kannaður til hlýtar V
og sagði að einnig //
væri unnið að öflun
heimilda við Costa
Rica, S-Yemen, Oman
og Capo Verde.
Uppsagn-
irnar vekja
reiði
■ Yfir 300 manns missa
atvinnu sína í næstu viku
hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur og ísbirninum en
þessi fyrírtæki hafa sagt
upp öllu fiskverkunar-
starfsfólki sínu með viku
fyrírvara eins og sagt var
frá í NT í gær.
Konur eru í miklum
meirihluta í þessum hóp og
þegar NT fór á vettvang í
vinnslusa! BÚR í gær var
mikill urgur í fólki og það
óhresst með réttleysi sitt,
sem sýndi best að það væri
litið á starfsfólk í fisk-
vinnslu sem 3-4 flokks
vinnukraft. Sjá nánar frétt
og viðtöl á bls. 4.