NT - 14.12.1984, Blaðsíða 24

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 24
HRINGDU ÞÁ í SÍMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Grathefill, kjúlla, og andlit úr birki Aldamótaverkfæri og ný listverk viö aö hefla bogna hiuti. Er NT leit við á sýningunni hittum viö fyrir Helga Gunn- laugsson, trésmiö, en liann hcfur unniö við smíöar síðan I930, og læröi að nota flest þau verkfæri sem þarna eru sýnd. Helgi sagði að þegar þessi gömu verkfæri voru notuð, svo sem eins og hcflar og sagir, hefði þurft að gæta þess að þau bitu vel, og einnig að velja viðinn vel. Nú væri vinn- an auðveldari vegna tilkomu fræsara og véla, en stöku sinnum þyrfti þó að grípa til sérstakra verkfæra, eins og getið er að ofan. Grétar Þorsteinsson, for- maður Trésmiðafélags Reykja- víkur sagði tilgang sýningar- innar vera tvíþættan , annars vegar í tilefni 85 ára afmælis félagsins, en það var stofnað 1899,10. desember. Hinsveg- ar sem hvatning til félags- manna til að huga að þessum gömlu verkfærum, en frani kom hjá Grétari að mörg gömlu verkfæranna eru að verða ófáanleg, og sagði hann í mörgum tilfellum mikið skeytingarleysi hafa verið sýnt. Á sýningunni ei einnig fjöldi listaverka eftir trésmiði, og sagði Halldór Jónasson, starfsmaður Trésmiðafélags- ins, að verkin væru eftir sömu menn og sýndu á samsýningu Félags málmiðnaðarmanna og Sambands byggingar- manna s.l. vor. Sýningin er opin almenn- ingi frá 10-I2 og l-5 í dag og einnig verður hún opin á morgun, laugardag, en lýkur á sunnudag með lokuðu hófi fyrir eldri trésmiði. ■ Húlkilhefill, skjulpa, kjúlla, strikmát ng gratsög. Strikhefill, grindasög, grat- hefill og hrífuhausasniö. Öll þessi vcrkfæri. sem mörg hvcr heyra fortíðinni til, eru nú til sýnis í húsnæði Trésmiðafélags Reykjavíkur að Suðurlandsbraut 30. Auk verkfæranna eru sýnd lista- verk eftir trésmiöi, bæði málverk, smíðisgripir og út- skurður. Flest verkfæranna eru frá því um og fyrir aldamót. En stundum er gripið til verkfæra frá þessum tíma, dugi nýtísku- rafmagnsverkfærin ekíci, svo sem við srníði snúinna hand- riða, gerð beygja á stiga og ■ Stórviðarsagir, notaðar til að kljúfa reka, en sú efri af skipasmiðum til að þverskera. NT-myndir: Róbcri ■ Helgi Gunnlaugsson smiður sýnir hvernig unnið er með ýmsurn gerðum gamalla hefla. ■ Víkingaskip Ríkarðs með þanin segl. ■ Andlit í birki eftir Birgi A. Eggertsson. Ekkert jólaveður r*\ +9 + 6 - +4 Gráöur á Celcíus °C ■ Það verður ekki beinlínis jólaveður um helgina, 5 til 9 stiga hiti og rigning um mestallt land þannig að vafaiaust gerir auða jörð i lág- lendi. En enn er rúm vika til jóla og því ekki öll von úti enn að jólin verði jólaleg. Það verður sunnanátt um ailt land og gæti orðið nokkuð hvöss vestanlands á laugar- dag en strengurinn færir sig austur á land og verður þar á sunnudag. Vel gæti kólnað á vest- anverðu landinu seinni- part sunnudags. Ferðaskrifstofubrúðkaup á Akureyri: Útsýn og FA sameinast ■ Ferðaskrifstofa Akureyrar og útibú Útsýnar á Akureyri hafa nú verið sameinuð. Að því er segir í sameiginlegri frétta- tilkynningu frá ferðaskrifstof- unum, hafa umræður um sam- eininguna farið fram að undan- förnu og lyktaði þeim með því að Útsýn keypti 18% eingarhlut í Ferðaskrifstofu Akureyrar. Tilgangurinn með sameining- unni er sagður sá að efla og treysta ferðaþjónustu á Akur- eyri og Norðurlandi í heild. Ekki síst mun ætlunin að vinna að auknum ferðamannastraumi til Norðurlands og skapa með því aukna atvinnu í þessum landshluta. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sem veitti Akureyrarskrifstofu Útsýnar forstöðu, hefur nú ver- ið ráðinn sölustjóri hjá Ferða- skrifstofu Akureyrar en Gísli Jónsson verður áfram fram- kvæmdastjóri.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.