NT - 14.12.1984, Blaðsíða 21

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 21
 m Föstudagur 14. desember 1984 21 lil lí X Útlönd Spánskir sósíalistar þinga Með svima vegna eigin upphefðar ■ Fyrsta þing spænskra sósía- lista frá því, að þeir komust til valda á Spáni, hófst í gær. Þingið mun standa fram á sunnudag. Hinn 42 ára leiðtogi spænskra sósíalista, Felipe Gonzales for- sætisráðherra, hóf þingið með 90 mínútna ræðu þar sem hann varði m.a. efnahagsstefnu stjórnarinnar. Hann viður- kenndi að stjórninni hefði ekki tekist að uppfylla loforð um 800.000 ný atvinnutækifæri en sagðist búast við því að atvinnu- ástandið mundi batna ört á næstunni þar sem allar forsend- ur væru nú fyrir hraðfara efna- hagsuppbyggingu. Atvinnuleysi á Spáni er nú rétt undir 20 prósentum. Gonzales sagði að hann fengi stundum svima þegar hann hugsaði um þann ótrúlega árangur sem sósíalistar hefðu náð á þeim tíu árum sem nú eru liðin frá því að flokkur þeirra var leyfður eftir áratuga neðan- jarðarstarfsemi. Næstum því 4000 manns tóku þátt í opnunarathöfn þingsins en 769 þingfulltrúar hafa at- kvæðisrétt. Búist er við hörðum Kambódía: Pyntingar algengar ■ Alþjóðleg mannréttindanefnd lögfræðinga, sem hefur aðsetur í New York, segir að pyntingar séu algengar í kambódískum fangelsum á svæðum stjórnarinnar sem Víetnamar styðja. Tveir iögfræðingar á vegum nefdnarinnar, Floyd Abrams og Diane Orentlicher, sóttu um leyfi til að ferðast um Kambódíu en var neitað um vegabréfsárit- un. Þeir fengu hins vegar að ferðast um svæði sent voru á valdi skæruliða og ræddu við fjölda manns í flóttamannabúð- um við tailensku landamærin. Lögfræðingarnir ræddu bæði við fyrrverandi fanga í fangels- um kambodísku stjórnarinnar og lögreglumenn sem höfðu flú- ið frá Kambódíu vegna and- stöðu við Víetnama. Flótta- mönnum bar öllum saman um að pyntingar væru algengar í kambodískum fangelsum. Fangar væru oft barðir með kylfum eða byssuskeftum og stundum væru þeir hengdir upp í klefum sínum og gefið raf- magnsstuð. Einnig væru notuð ýrnis pyntingartæki eins og til dæmis málmhringir sem væru skrúfaðir fastir á höfuð fang- anna og síðan þrengt að. Skýrsla lögfræðinganna mun vera skýrsla mannréttindahóps um mannréttindabrot í Kamb- odíu í 15 ár. Samkvæmt henni eru nú mörg þúsund fangar í Kambódíu. Skýrslan fjallar einnig um mannréttindabrot á svæðum sem skæruliðarstjórna. Þar er ferðafrelsi almennings mjög takmarkað, sérstaklega á svæðurn Rauðu Kmeranna þar sem fólki er refsað fyrir að reyna að yfirgefa svæðið nteð því að það er sent í afskekkt þorp eða vinnubúðir. Hin alþjóðlega mannrétt- indanefnd lögfræðinga hefur áður birt skýrslur um mannrétt- indi í ýmsum öðrum löndum. t.d. Argentínu, El Salvador, Pakistan, Filipseyjum, Póllandi og Sovétríkjunum. deilum á þinginu þar sem margar ályktanir liggja fyrir því sem ganga þvert á stefnu stjórnar- ínnar. Meðal annars liggja fyrir ályktunartilllögur þar sem hvatt er til úrsagnar Spánar úr NATO, niðurlagningu banda- rískra herstöðva og lagt til að Spánverjar fylgi hlutleysistefnu á alþjóðavettvangi. Einnig liggja fyrir þinginu tillögur um aukinn sósíalisma í efnahags- málum. En embættismenn flokksins segja að Gonzales sé öruggur um stuðning meirihluta þing- fulltrúa við stefnu sína sem róttækir minnihlutamenn í sósíalistaflokknum segja að hafi fjarlægst mjög upphafleg markmið sósíalista. ■ Varaforsætisráðherra Spánar, Alfonso Guerra (t.v.) ræðir hér við Felipe Gonzales forsætisráðherra og leiðtoga spænskra sósíalista við upphaf þings Sósíalistaflokksins í gær. Gonzales, sem er 42 ára er sagður hafa dyggan stuðning meirihluta þingfulltrúa. Símamynd- POLFOTO Honda innkallar 300.000 bíla Tokyo-Reuler ■ Japanska stórfyrirtækið Honda hefur tilkynnt að það muni innkalla 326.775 bifreið- ar vegna galla sem hefðu komið í Ijós á rafleiðslum í þeim. Bifreiðarnar, sem verða innkallaðar voru framleiddai frá þvi' í júlí 1981 til ágúst 1982. Þær eru 1.750-cc Accord og Vigor-gerð og 1.601-cc Accord. 241.298 bifreiðar af þessum tegundum voru fluttar út. Sam- kvæmt upplýsingum frá jap- anska tlutningamálaráðuneytinu voru bílarnir aðallega fluttir út til Bandaríkjanna, Vestur- Þýskalands, Bretlands, Belgíu og Frakklands. Honda-fyrirtæk- ið hefur einsett sér að gera við verksmiðjugallann í öllum þess- um bílum. Fórnar- lömb flug- vélaráns ■ Lík Bandaríkjamann- anna tveggja. sem flugvéla- ræningjar myrtu í Teher- an, komu til Andrew-flug- vallarins í Bandaríkjunum á miðvikudag. Hér sjást kistur þeirra bornar frá flugvélinni sem flutti þá til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt yfirvöld í íran fyrir það hvernig hún stóð sig við lausn flugvélaráns- ins, sem lauk með því að íranskir hermenn tóku með áhlaupi kuwaisku flugvélina, sem flugræn- ingjarnir höfðu hótað að sprengja í loft upp. En farþegar vélarinnar, sem ræningjarnir héldu í gísl- ingu, segjast ekki getað kvartað yfír framgöngu ír- ana. Símamynd-POLFOTO Tollarar mega skoða klámblöð ■ Hæstirétturinn í Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að japanskir tollverðir megi halda áfram að skoða klámblöð. í Japan er bannað að flytja inn eða selja klámblöð þar sem sjá má kynfæri karla, sköp kvenna eða líkamshár sem vaxa þétt við þau. Sérstakir starfsmenn hjá japönsku tollgæslunni starfa við það eitt að fletta í gegnum póst þar sem grunur leikur á klámi. Finni þeir ósæmilegar myndir eru þær gerðar upptækar eða sérstakt ejni borið á hina óviðurkvæmilegu staði sem má þá út. Japanskt bókainnflutningsfyrirtæki kærði þessa ritskoðun tollgæslunnar á þeim forsendum að hún væri brot á stjórnarskránni. En tollverðirnir fá enn um sinn að fletta í gegnum klámpóstinn þar sem hæstiréttur féllst ekki á þau rök að þetta væri ritskoðun eða brot á friðhelgi einstaklingsins. Hvar er hann þessi Þriðji heimur? Luxembourg-Reuter ■ Fjórir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum hafa heyrt orðtakið „Þriðji heimurinn", segir í nýrri skýrslu unt viðhorf fólks á Vesturlöndum til þróunarlanda. Þó segir það ekki alla söguna því margir halda að Þriðji heimurinn sé hinn fjarlægi, himingeimur og aðrir að með því sé átt við heiminn eftir kjarnorkustyrjöld. KÍKTU í... ÖLKELDUNA og léttu af þér skammdegislejöanum viö Ijúffengar veitingar. Opið virka daga til kl. 1.00 og til kl. 3.00 föstudaga og laugardaga Boröapantanir í síma 13628. ÓLKELDAN Laugavegi 22, 2. hœö (gengiö inn frá Klapparstíg) Keisaralegur matseöill KEISARINN FRÁ KÍNA LAUGAVEGI22

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.