NT - 14.12.1984, Blaðsíða 7
11
Af hvaða
Þórarinn Eldjárn: YDD. For-
lagið, Reykjavík 1984. 48 bls.
■ Menn taka líklega fyrst
eftir því að Þórarinn Eldjárn
hefur nú látið hefðbundna
bragi víkja. Ydd er allt hátt-
frjálst að „nútímasið". Þessi
breyting er þó á ytra borði
einungis. Þórarinn er enn sem
fyrr hæðinn og orðheppinn.
leikur sér að orðunum. sbr.
upphaf Ijóðs sem heitir Orðiö
okkar starf:
Enn verðaþau ú vegimínwn
orðin
orðin að starfi eða i leik
skrítin saga
atvik í myrkri alda
erindi
tilsvar eða nafn
allt lifandi málið
sem gladdi þig m;
Þetta er líklega frentur
óheppilegt dæmi fyrir höfund-
inn. Sem betur fer er texti hans
einatt beinskeittari en hér.
Engu að síður er Ydd í heild
furðu geigandi bók, líkt og
þetta dæmi ber vitni um. Það
er eins og Þórarinn viti ekki vel
til hvers hann vilji nota orð
sín. Að minnsta kosti á ég bágt
með að sjá „brýn erindi" í
bókinni, svo að vikið sé til
annarrar bókar höfundarins.
Við skulum í bili gera ráð fyrir
að Ydd sé millibók og skáldið
eigi eftir að ná sé betur niðri
næst.
Landið hefur þó allténd
sinn golfstraum
en Itvuðastraum liöfum vér?
Þannig segir í fyrsta ljóðinu.
Líkt og samtíðarskáldin flest
fjallar Þórarinn hér um rótslit-
ið líf, sundrað og ófullnægt,
allsherjar leiöindi þessa svo-
kallaða nútímalífs þar sem há-
vaðinn vex í réttu hlutt'aili við
tómleikann innanrifja. En það
sem mér finnst skorta hér er
tilfinning fyrir tómleikanum.
sársaukann sjálfan. Orðaleikir
Þórarins eru stundum
skemmtilegir, en þegar til
lengdar lætur verða þeir líkir
yfirbreiðslu, líkt og höfundur
fleyti sér yfir vatnið í stað þess
að kafa. Og skáldin eiga að
kafa - ef þau ætla Ijóðuni
sínum annað erindi en að
skemmta lesandanum með til-
fyndni. Að vísu dettur Þórar-
inn sjaldan niður í klisjur,
lætur þó nærri í Þjóðráði (til-
einkað Þjóð Minni)
Varast skaltu
ffugumenn
veðurfarsimperíalismans
með því að taka
hnattstöðuna
á hverjum morgni
Er þetta skáldskapur? Það
held ég varla. Kannski svolítið
hnyttið, ekkert fram yfir það.
Texti Þórarins er jafnan
vandlega unninn, og mér þóttu
einatt skemmtilegust prósa-
Ijóðin. Lokaskýrsla kemur á
framfæri minnilegu oröi:
■ Þórarinn Eldjárn.
...mikið dái ég Adolphe Sax,
manninn sem gaf okkur saxó-
fóninn eða tregahornið eins og
ég kysi að nefna þetta hljóðfæri
nú á þessari stundu.“
Ennþá undirfurðulegra er
ljóðið Ráðstefna þar sem segir
frá því er skáldiö situr fyrir
svörum ásamt Guðmundi
Árnasýni dúllara sem „hafði
meðferðis forkunnarfagran
kvenvettling sem hann
smeygði undir olnboga sinn
áður en hann brá litlafingri í
eyra. Og það verð ég að segja
að mikið öfundað ég hann af
þessum græjum."
Þannig mætti tína til eitt og
annað sem gaman er að í þessu
kveri Þórarins. Hann er einatt
laginn að nota gamlar tilvísanir
í nýstárlegu sanrhengi, en íroní-
an nær sjaldan inn að beini.
eða alla leið að húðinni eins og
sagt er í smellnu Ijóði unt
rakvélarnar sem sækja alltaf
nær og nær.
í síðasta Ijóöinu er látin í Ijós
vonin um að komst að sjálfum
hlutunum áður en þeir verða
yrkisefni „ekki táknskata kæst
/ þá skriplar ekki á_ henni
lengur."
Hér virðist mér að Þórarinn
sé að vísa frá sér eins og áður
þeirri symbótík sem er þó þrátt
fyrir allt líftaug skáldskapar-
ins, þ.e. ef skáldið getur breitt
henni meö persónulegum
hætti. Heföir skáldskaparins,
eins og þær birtast meðal ann-
ars í táknmálinu sem óðar
verður staðnað, einnig í mód-
ernismanum eins og dæmin
sanna, - allt er það þung byrði
að bcra. Skáldið vill gcta séð
h'lutina ferskri sýn, og slík
sjóngáfa er forsenda þess að
skáldskapur rísi undir nafni.
En efniviður skáldskapar er
líka fólginn í bókmenntahefð-
inni, táknum sem leiða út frá
sér, og það er við þetta sem
glíma skáldsins er háð, ekki
við orðin ein. Þar skilur á nrilli
þess skáldskapar sent nær inn
að kviku og hins sem kemst
þangað ekki.
Þórarinn Eldjárn sýnir enn
að hann er natinn höfundur og
kann sitthvað fyrir sér í texta-
nieðferö. En dálítið víöara
sjónarsvið og djarfari tök
rnyndu gefa Ijóðum hans þann
slagkraft sem þessa bók skortir
augljóslega.
Gunnar Stefánsson
Snjall trompetleikari
■ Síðustu tónleikar Sinfón-
íuhljómsveitarinnar fyrir jól
voru haldnir í Háskólabíói 6.
desember; Páll P. Pálsson
stjórnaði en Ásgeir Hermann
Steingrímsson lék einleik á
trompet. Fyrst flutti hljóm-
sveitin „Orgíu" eftir Jónas
Tómasson (f. 1946), sem segir
þetta um verkið: „Sú orgía
sem hér er flutt er ekki b jál-
æðislegsvallveisla. Grískaorð-
ið orgía var upphaflega notað
um athöfn, leynilega helgiat-
höfn, blót eða fórn." Jónas er
sjálfur flautuleikari, auk þess
að vera tónskáld, kennari og
stjórnandi í sínu byggðarlagi.
enda er flauta mikilvæg í Org-
íu: Jósef Magnússon lék á alt-
flautu, og stundum minnti
verkið helst á Strayhorn-verk
Dukes Ellington, þar sem lúðra-
samhljómar skapa andrúmsloft
en einsömul flauta eða klarin-
etta flytur innhverft stef.
Næst flutti einleikarinn Són-
ötu fyrir trompet og strengi
eftir Purcell. Einhvern veginn
náðist ekki hinn rétti Purcell-
andi þarna, og Ásgeir virtist
vera ögn óstyrkur þannig að
flutningurinn varð órólegri og
minna markviss en æskilegt
væri. En það átti allt eftir að
breytast.
Þá kom 85. sinfónía Haydns
í B-dúr, „La Reine" eða
„Drottningin". Haydn átti
ennþá eftir að ná fullri stærð
og semja margar sinfóníur þeg-
ar hér var komið sögu, og
tónlistin náði sér ekki almenni-
legaástrikhjáS.Í. íþetta sinn.
Nú flutti hljómsveitin og Ás-
geir Steingrímsson konsert eft-
ir Armeníumanninn Alexand-
er Arutjunjan (f. 1920), mjög
skemmtilegt og litríkt verk,
sem Ásgeir spilaði afburðavel
og af lygilegu öryggi. Ásgeir er
Húsvíkingur og stundaði síðast
trompetnám í New York en
kom heim fyrir svosem ári
síðan. Hann er sýnilega bæði
snjall og efnilegur listamaður.
og verður fróðlegt að fylgjast
nreð honum í framtíðinni.
Síðast og mest á efnisskránni
var hið sinfóníska ljóð Richards
Strauss, „Till Eulenspiegels
lustige Sdtreiche" (Hrekkja-
brögð Eulenspiegels), op. 28.
Strauss (1864-1949) er af mörg-
um talinn hafa verið meðal
■ Þegar Helga Ingólfsdóttir
semballeikari hélt hljómleika
sína í Kristskirkju á Listahátíð
1984 og spilaði Bach þótti
öllum sem þá hefði hátíðin
riálgast hámark sitt. Helga
flutti þarna þrjú meiri háttar
sembalverk Bachs. Forleik að
frönskum hætti í h-moll, Kons-
ert í ítölskum stíl í F-dúr og
Franska svítu nr. IV í Es-dúr.
og fór allt saman: Háleit tónlist
Bachs, vandaður og glæsilegur
flutningur Helgu og umhverf-
ið þar sem kirkjan var, með
prýðilegum hljómburði sínum
og byggingarstíl sem er til þess
fallin að leiða hugann til hæða.
Nú hefur Fálkinn gefið út
hljómplötu með leik Helgu
fremstu tónsetjara fyrir hljóm-
sveit, enda voru þarna í þeim
tilgangi 4 flautur, 5 horn, 3
klarinettur og bassaklarinetta,
3 óbó og enskt horn, 3 fagott
og kontrafagott, 3 trompetar,
3 básúnur og túba, og 4 menn
r slagverki - þ.á.m. 2 hrossa-
brestir - auk Patreks Neuba-
uer pákuleikara. Sinfóníu-
hljómsveit íslands tekst oft vel
upp með „spektakel" eins og
þetta, sem raunar er ákaflega
Ingólfsdóttur, þar sem hún
flytur þessi þrjú verk. Upptak-
an var gerð í Garðakrikju á
Álftanesi nú í sumar, með
aðstoð upptökumeistara ríkis-
útvarpsins, og hefur tekizt af-
burða vel í hvívetna. Platan
sannar það, sem haldið var
fram í tilefni af ofangreindum
tónleikum í Kristskirkju, að
Helga er í fremstu röð sembal-
ista, afar heilsteyptur listamað-
ur og vandaður, vel menntuð
og heils hugar í list sinni. Ég
hygg að þessi plata gefi hvergi
eftir erlendum hljómplötum
viðurkenndra meistara sem
flutt hafa þessi verk, hvorki að
því er lýtur að leik Helgu
sjálfrar eða tæknilegunr frá-
gangi plötunnar. Sumir segja,
áheyrilegt í sjálfu sér, og var
mjög gaman á að hlýða.
- Till Eulenspiegel er þýzk
þjóðsagnapersóna, óforbetr-
anlegur skelmir, sem mig
minnir að hafi verið mynda-
sögupersóna í Þjóðviljanum
seint á Stalínstímabilinu, og
tónaljóð þetta á að verða „pró-
grammtónlist" sem lýsi ævin-
týrum hans sem enduðu með
hetjuna hangandi í snörunni.
Sig.St.
að maður eigi aldrei að reyna
að endurlifa stórkostlega at-
buðri ævinnar - slíkt jafnist
aldrei á við endurminninguna,
og verði fremur til að spilla
henni. En leikur Helgu og
tónlist Bach hefur sig hátt yfir
slík sjónarmið, og ættu allir
þeir, sem góðum semballeik
unna, eða Jóhanni Sebastían
Bach, að verða sér úti unr
gersemi þessa. Ekki spillir lær-
dómsfull umfjöllun Reynis Ax-
elssonar á umslaginu, þar
sem varpað er fersku ljósi hinn
undarlega snilling sem samdi
þau verk er óbrotgjörnust
kunna að reynast allra afreka
mannsandans.
Sigurður Steinþórsson
BACH-plata Helgu
Ingólfsdóttur
Föstudagur 14. desember 1984
Málsvarí frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Framkvæmdaslj.: Siguröur Skagfjörð Sigurösson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. —
Sími: 686300, Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, taeknideiid
686538.
Lærum af
gesti okkar
■ Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar gistir
ísland í opinberri heimsókn í dag. í heimalandi sínu
og innan Norðurlandanna þykir Palme einna litrík-
astur og gáfaðastur stjórnmálamanna, en jafnframt
er hann í hópi hinna umdeildustu eins og títt er um
mikla stjórnmálamenn. Á alþjóðavettvangi er Palme
án nokkurs vafa þekktastur og virtastur allra norr-
ænna stjórnmálamanna.
Pað er í tísku um þessar mundir á íslandi að níða
niður skóinn af þeirri sam_félagsgerð sem þróast
hefur undanfarna áratugi meðal frænda okkar á
Norðurlöndunum. Boðbefar frjálshyggju og óheftrar
markaðshyggju hafa fundið á Norðurlöndum forynju
mikla, sem aíbúin sé að taka í land á íslandi. Pessi
forynja er verferðarþjóðfélagið. Margir gildir blek-
bændur hafa skipað sjálfa sig landvætti og búist til
varnar eins og þeir landvættir sem tóku óblíðum
tökum á móti sendingu Haraldar konungs Gormsson-
ar forðum. Árás á velferðarhugsjónir granna okkar
er auðvitað í innsta eðli sínu barátta gegn velferðar-
ríki á íslandi.
í þeim sviptivindum, sem gengið hafa yfir í
stjórnmálum á vesturlöndum þau ár sem liðin eru
síðan Olof Pajme tók við forustu í flokki sænskra
jafnaðarmanna af Tage Erlander, hefur mikið mætt
á sænska velferðarþjóðfélaginu og þeim hugmyndum
sem liggja því til grundvallar. Það hefur verið skrifað
upp á mörg dánarvottorð því til handa, en það lifir
enn og hefur sannað að það verður ekki svo
auðveldlega kveðið í kútinn. Það hcfur reynst betur
í stakk búið en flest önnur þjóðfélög á vesturlöndum
til að mæta erfiðleikum síðustu ára. Og það án þess
að kasta fyrir_ borð þeim meginhugmyndum, sem
hefur verið kjölfesta þess í áratugi. Hugmyndum um
samhjálp þegnanna og félagslegt öryggi öllum til
handa. Þar hefur auðmannssonurinn frá Östermalm
verið hinn óþreytandi fyrirliði. Hollt er fyrir okkur
íslendinga að spyrja sjálfa okkur hvort við sækjum
betri fyrirmyndir til Bretlands Thatchers, þar sem
stöðugur innanlandsófriður ríkir, eða Bandaríkja
Ronalds Reagan. Vill nokkur í alvöru fórna hugsjón-
um Norðurlanda um félagslegan jöfnuð á altari þess
frelsis sem búið er íbúum fátækrahverfa Chicago,
héimaborg Miltons Friedman.
Á alþjóðavettvangi hafa Svíar verið ötulir tals-
menn friðar og afvopnunar og jöfnuðar meðal þjóða
hefms. Þeir hafa afneitað fylgispekt við risana tvo í
austri og vestri. Olof Palme hefur verið í fararbroddi
í þeirri baráttu. Nefnd, sem ber nafn hans, hefur
unnið ítarlegar tillögur um leiðir út úr þeim vftahring
ögrana og vígbúnaðarkapphlaups, sem nú ógnar öllu
lífi. Hann hefur einnig barist fyrir hugmyndinni um
að Norðurlönd lýsi sig kjarnorkuvopnalaust svæði.
Tillaga um stuðning við þá hugmynd liggur nú fyrir
Alþingi, borin fram af fólki úr öllum stjórnmála-
flokkum.
íslendingar eiga sænsku þjóðinni mikla skuld að
gjalda. Þúsundir íslendinga hafa sótt til hennar
menntun og þekkingu og flutt heim. Notið gistivin-
áttu hinnar örlátu og trygglyndu sænsku þjóðar. Olof
Palme er því velkominn gestur og þeim sjónarmiðum
sem hann er fulltrúi fyrir vottuð virðing.