NT - 14.12.1984, Blaðsíða 9

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. desember 1984 Bækur og Irií 9 Flækings-Jói Ný unglingabók frá Indriða Úlfssyni ■ Flækings-Jói er 18. ung- lingabók Indriða Úlfssonar skólastjóra og rithöfundar og segir frá Jóni Karli. sem á í erjum í skóla en verður að sætta sig við að vera komið fyrir hjá vandalausum þegar móðirhans, sem er einstæð, veikist skyndi- lega. Hann kynnist mörgu fólki og lendir í ýmsum ævintýrum og kynnist loks pabba sínum, en um þann mann vildi mamma hans aldrei tala. Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri og listmálari teiknaði kápu og myndir í bókina og það er Skjaldborg sem gefur út. Amsskw! iasék Góði dátinn Vfkurútgéfan: Góði dátinn Svejk ■ Höfundurinn Jaroslav Has- ek var Tékki. Hann skrifaði Sveijk og andaðist 1923, tæp- lega fertugur, en bók hans var ætlað lengri lífdaga. Pað mun vera sameiginlegt álit flestra bókmenntafræðinga, að bókin um góða dátann Svejk sé eitthvert hið snjallasta skáldverk, sem nokkru sinni hafi verið ritað um styrjaldir og ekki er um þessar mundir útlit á, að þvílíkur Fróðafriður sé í vændum, að hún verði ekki í fullu gildi enn um stund, segir m.a. á bókarkápu. Stórverki lokið ■ Almenna bókafélagið hefur nú sent frá sér 3 síðustu bindin af stórverkinu Don Kíkoti eftir Cervantes. Er þá allt verkið komið út, alls 8 bindi, í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Hvert bindi er um 230 bls. Don Kíkoti er eins og kunn- ugt er eitt af stórverkum heims- bókmenntanna sem olli straum- hvörfum þegar hún kom út. kvað niður heila þókmennta- grein - hinar rómantísku ridd- arasögur - og markaði um leið upphaf nútíma skáldsögunnar. Sagan er sífellt lesin víða um heim vegna þess hve skemmti- lega glettin hún er og raunar kátbrosleg. Upphaflega var litið á hana eingöngu sem háðska ádeilu á lífsblekkingar hinna rómantísku ástar- og hetjusagna miðalda og samtimans, en nú hrífast menn af henni fyrst og fremst fyrir hjartahlýju hennar og ástúðlega kímni og hinar skemmtilegu mannlýsingar - annars vegar hinn afar mikli hugsjónamaður Don Kíkoti og hinsvegar hinn jarðbundni og raunsæi Sjanso Pansa. Þeirnálg- ast hvor annan smátt og smátt, bera hvor af öðrum. Þýðing Guðbergs Bergssonar á þessu stórverki óstyttu er sannkallað afrek til auðgunar íslenskum bókmenntum. m i/ min nhtiti.svórn/t FHÁGAKM , afveéi „Villt af vegi“ ■ Skjaldborg gefur út sjöttu skáldsögu Aðalheiðar Karls- dóttur frá Garði, „Villt af vegi." Hún fjallar um stúlku, sem yfirgefur unnusta sinn er hann fatlast og gengur á vit frægðar og ríkidæmis erlendis. Sögusafn heimilanna: Uggur í lofti ■ Elínborg Kristmundsdóttir hefur hér þýtt skáldsögu Jane Blackmorc er fjallar um ástir og grimmileg örlög ungrar stúlku. Dularfuilir atburðir gerast, sóst er eftir lífi ungu stúlkunnar Díönu og að lokurn, nei annars það er ekki rétt að skýra frá því. ■ Út er komin á vegum Al- menna bókafélagsins minninga- bók Sveins Einarssonar frá því að hann var leikhússtjóri í Iðnó. Bókin er kynnt þannig á bókar- kápu: „Sveinn Einarsson var leikhússtjóri í Iðnó á gróskuár- A .N I SVEINN EINAI5SSON Það sem leik- húsgestum er ekki sýnt um Leikfélags Reykjavíkur 1963-1972. Þá voru tekin til sýningar hin margvíslegustu leikverk, sum sannarlega mikils háttar, og leikhúsið var afar vel sótt. Sveinn segir hér frá þessum ágætu 9 árum sínum í hinu þrönga en vinalega leikhúsi, árum sem einkenndust af fram- sækni og bjartsýni. Hann segir frá kynnum sínum og samvinnu við leikara, lífinu á vinnustaðn- um Iðnó og lýsir því hvernig leikverkin hlutu þá ásýnd sem leikhúsgestir fengu að sjá. Að baki þeirri ásýnd lágu oft mikil átök, stundum brosleg, en um- fram allt mikil vinna. En leik- húsgestir fá ekkert um það að vita. Níu ár í neðra fjallar um þá Iðnó sem leikhúsgestum er ekki sýnd.“ N íu ár er með mörgum mynd- um og frá leiksýningum í Iðnó, nafnaskrá og leikritaskrá. Hún er 220 bls. og unnin í Prent- smiðjunni Odda. Husqvarna Optima er fullkomin saumavél, létt og auðveld í notkun. Husqvarna Optima hefur alla nytjasauma innbyggða. Husqvarna Optima saumar allt frá þynnsta silki til grófasta striga. Husqvarna Optima óskadraumur húsmóðurinnar Husqvarna Optima Verð frá kr. 12.000.- stgr. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbrnut 16 Simi 91 35200 Husqvarna LIFANDI LESNING Aldarspegill? Hvað skyldi það nú vera? Jú, bókaflokkur, sem spegla mun örlagaríka atburði og ólgandi mannlíf á fyrri hluta þessarar aldar. Fyrsta bókin er nýkomin á markað og ber undirtitilinn Atök milli stríða. Þetta er forvitnileg bók fyrir fólk á öllum aldri og því tilvalin jólagjöf. Elías Snæland Jónsson hefur skráð þessa áhugaverðu heim- ildaþætti. Hann byggir á traust- um gögnum og færir efnið í einkar læsilegan búning með léttum undirtón þar sem við á. Andalæknar dregnir fyrir rétt Deilt um haka- krossfána nasista. Stórsmygl á bannárunum... Hannibal handtekinn í Bolungarvík... Lnandi og óhugoverö lesning! Siðumúla 29 Simi 32800 'í> {}, 9 r*

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.