NT - 14.12.1984, Blaðsíða 11

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 11
 Föstudagur 14. desember 1984 11 Ba ekur o g rit frá Garðsvík: Gott fólk ■ Jón Bjarnason frá Garðsvík er löngu kunnur fyrir kvæði sín og stökur. Hann hefur ritað æviminningar sínar í fjórum bindum og á síðasta ári kom út eftir hann bókin, Fólk sem ekki má gleymast, þar sem birt eru viðtöl við fólk og frásagnir af ýmsum er hann hefur kynnst á lífsleiðinni. í þessari bók, Gott fólk heldur Jón áfram með frá- sagnir sínar. Fjöldi fólks kemur við sögu og margar myndir eru í bókinni. Skjaldborg gefur út. Áhrifamikil, átakanleg og spaugileg ný skáldsaga ■ Almenna bókafélagið hefur sent frá sér skáldsöguna Oskrið eftir nýjan höfund, Lilju K. Möller. Lilja er ungur Reykvík- ingur, fædd 1953, víðförul og víðlesin. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: „Öskrið er áhrifamikil skáld- saga, í senn átakanlega og spaugileg, um unga og draum- lynda konu sem ber nafnið Ára. Hún leitar árangurslaust að ást og skilningi í tilfinningasnauð- um heimi og berst fyrir því að viðhalda einstaklingseðli sínu gagnvart móður, sambýlis- manni og samfélagi...“ Hvað gerðist á islandi 1983? ■ Út er komið hjá Erni ög Örlygi fimmta bindið í árbóka- flokknum Hvað gerðist á íslándi og tekur þetta bindi til ársins 1983. Höfundur er Steinar J. Lúðvíksson en myndaritstjóri Gunnar Andrésson. Flcstir kunnustu fréttaljósmyndarar þjóðarinnar eiga myndir í bók- ínm. Hvað gerðist á íslandi 1983 geymir ítarlega samtímasögu. Fjallað er um allt það helsta sem gerðist á íslandi og í ís- lensku þjóðlífi á árinu og fjöl- margar myndir eru í bókinni. Bókin er því í senn til ánægju þeim sem ýmist tóku þátt í viðburðunum, sem sagt er frá, eða fylgdust með þegar þeir gerðust og jafnframt verður hún ómetanlegt heimildarrit þegar tímar líða og öðlast æ rneira gildi með árunum. Þegar spurt verður um Hvað gerðist á íslandi 1983? í framtíðinni þá er svarið að finna í þessari bók. Atburðir eru flokkaðir eftir eðli sínu þannig að auðvelt er að finna það sem leitað er að. Höfundur bókarinnar, Steinar J. Lúðvíks- son, hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir skýra og glögga uppsetningu efnis og næmt mat á efnisvalinu. Efni bókarinnar er þannig raðað niður eftir eðli atburð- anna og í tímaröð: Alþingi - stjórnmál, Atvinnuvegirnir, Bjarganir - slysfarir, Bók- menntir - listir, Dóms- og saka- mál, Efnahags- og viðskipta- mál, Eldsvoðar, Fjölmiðlar, íþróttir, Kjara- og atvinnumál, Menn og málefni, Náttúra landsins og veðurfar, Skák og bridge, Skóla- og menntamál, Úr ýmsum áttum. STOFNFJÁRREIKNINGUR SKATTAIÆKKUN , OG EIGIN FJARFESTING Framlög einstaklinga til atvinnurekstrar eru frádráttarbœr frá skatt- skyldum tekjum að vissu marki skv. nýjum ákvœðum skattalaga. Frádráttur má vera allt að kr. 20.000.- á ári hjá einstaklingi eða kr. 40.000.- hjá hjónum. SKILYRÐI Til þess að njóta þessara skattafríðinda geta einstaklingar m.a. lagtfé inn á stofnfjárreikning í því skyni að stofna síðar til eigin atvinnu rekstrar. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenœr sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. INNLÁNSKJÖR Stofnfjárreikningarnir eru sérstakir innlánsreikningar bundnir í 6 mánuði. Innstœður eru verðtryggðar samkvœmt lánskjaravísitölu. HAGDEILDIN AÐSTOÐAR Hefur þú í hyggju að stofna til eigin atvinnurekstrar með þessum hœtti? Sé svo geturþú leitað til sérfrœðinga Hagdeildar Landsbankans að Laugavegi 7 Reykjavík og ráðfœrt þig við þá um rekstur fyrirtœkja þér að kostnaðarlausu. Upplýsingar um stofnun stofnfjárreikninga eru veittar í sparisjóðs- deildum Landsbankans LANDSRANKINN Græddur er geymdur eyrir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.