NT - 14.12.1984, Blaðsíða 19
r
w—
Kjaftaglaðir mafíósar:
Upplýsa
150 morð
Turin-Reuter
■ ítalski dómarínn Francesco
Marzachi segir að 30 mafíósar
hjálpi nú lögreglunni að upplýsa
meira en 150 morð sem voru
framin á síðustu tíu árum og
hafa hingað til veríð óupplýst.
ítalskir dómarar hafa farið
fram á lagabreytingu sem leyfi
þeim að létta dóma yfir þeim
sem eru samvinnuliprir við lög-
regluna. Þeir segja að aldrei
fyrr hafi jafnmargir glæpamenn
úr röðum mafíunnar fengist til
að ljóstra upp um leyndarmál
hennar. Dómararnir telja að
það yrði ennþá auðveldara að fá
glæpamennina til samstarfs ef
lögin heimiluðu léttari refsingar
fyrir uppljóstrara. Slík lög árið
1980 urðu til þess að lögreglunni
reyndist auðveldara en ella að
brjóta skæruliðasamtök Rauðu
herdeildanna á bak aftur.
Uppljóstranir mafíósanna
hafa nú þegar leitt til handtöku
98 grunaðra glæpamanna í Tur-
in og á Sikiley. Rúmlega fimmtíu
menn eru ennþá eftirlýstir og
103 aðrir hafa verið handteknir
vegna ýmissa mála sem talin eru
tengd starfsemi mafíunnar.
■ Miles Davis á blm. fundi á sviði Þríggjafálaleikhússins í
Kaupmannahöfn. Símamynd: POLFOTO
Föstudagur 14. desember 1984 19
Miles Davis úthlutað
Sonning-verðlaununum
■ Hinum heimsfræga, 58 ára
gamla djass-trompetleikara,
Miles Davis hefur verið úthlut-
að Sonning verðlaununum í ár
og veitir hann þeim viðtöku í
Kaupmannahöfn í dag.
Miles Davis gerðist atvinnu-
músíkant aðeins 15 ára gamall
og 1948 var hann kominn með
eigin hljómsveit ásamt Charlie
Parker og fleirum í New York.
1949 gaf hann út plötu sem
markaði brautina fyrir millistórar
djasshljómsveitir og spilaði þá
með mönnum eins og Sonny
Rollins. Árið 1953 stofnaði
liann kvintett rneð John Colt-
rane og 1958 slóst Bill Evans
píanóleikari í hópinn.
Pað hefur verið sagt um Miles
Davis að hann nýti möguleika
trompetsins til hins ýtrasta og
einnig er hann af mörgum talinn
vera skapari djass-rokksins eða
bræðingstónlistarinnar sem
svo er kölluð.
V-Þýskaland:
Borgarskæruliðar
í hungurverkfalli
Stuitgart-Reuter _ _ Leiðtogar hópsins, Christian’ Rauði herinn stóð fyrir fjölda
■ 35 dæmdir eða grunaöir vinstri- Klar og Brigitte Mohnhaupt, lýstu mannrána, flugvélaránaogskotár-
sinnaðir borgaraskæruliðar eru hungurverkfailinu yfirþann4. des- ása á síðasta áratug. Félagar í
nú í hungurverkfalli í vesturþýsk- ember. Aðrir fangar bættust síðan honum hafa verið ákærðir fyrir
uni fangelsum. Þeir krefjast þess fljótlega í hópinn. Borgarskæru- níu morð.
að verða fluttir sanian í fangaklefa. liðarnir fóru síðast í hungurverkfall Lögfræðingar borgarskærulið-
Fangarnir eru félagar í þýska árið 1981. Það stóð í tíu vikur og anna fóru fram á það í gær að
hryðjuverkahópnum, Rauða því lauk ekki fyrr en eftir að einn réttarhöldum yfir þeim yrði hætt
hernum, sem einnig er þekktur skæruliðanna hafði látist vegna þar sem þeir væru stríðsfangar
undir nafninu Baader-Meinhop hungurs. Hungurverkfallið varð sem ætti að meðhöndla í samræmi
hópurinn. Þeir eru hafðir í haldi í þá til þess að vekja upp ofbeldi og við Genfarsamþykktina um stríðs-
Stammheimfangelsinu í Stuttgart sprengjuárásir í mörgum vestur- fanga.
þar sem öryggi er talið mjög gott. þýskum borgum.
Svisslendingar í
Sameinuðu þjóðimar?
Bem-Keufer
■ Svissneska þingið sam-
þykkti í gær tillögu þar sem
lýst er yfir stuðningi við það
að Svisslendingar skuli ganga
í Sameinuðu þjóðirnar.
Svisslendingar fylgja mjög
ákveðinni hlutleysisstefnu á
alþjóðavettvangi. Þeir hafa
nú deilt um það í nærri 40 ár
hvort þeir eigi að ganga í
Sameinuðu þjóðirnar. And-
stæðingar inngöngunnar
halda því fram að hún bryti
gegn hlutleysisstefnu þjóðar-
ínnar.
Endanleg ákvörðun urn
inngöngu Svisslendinga í SÞ
verður sarnt ekki tekin fyrr
en eftir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Samkvæmt skoð-
anakönnunum síðastliðið
sumar eru 44% Svisslend-
inga á móti aðild en aðeins
34% styðja hana, 22% voru
óákveðin. Svisslendingar
taka nú þegar þátt í ýmsum
alþjóðastofnunum sem
tengjast Sameinuðu þjóðun-
■ Lik bænda sem skæruliðar Tamila felldu fyrír skömmu á Srí Lanka. Sagt er að stjórnarhermenn
hafí einnig ráðist á óbreytta borgara af Tamila-þjóðarbrotinu og drepið þá í hefndarskyni.
Símamynd-POLFOTO
Colombo-Reuter
■ Stjórnvöld á Sri Lanka segj-
ast hafa handtekið meira en 725
menn, sem væru grunaðir um
að vera skæruliðar, á rúmlega
tveimur sólarhringum.
Útgöngubanni var aflétt í
norðurhluta Sri Lanka í gær
eftir að það hafði verið í gildi í
61 klukkustund. Mikill fjöldi
hermanna tók þátt í víðtækri
leit að skæruliðum og vopnum á
Stríðsglæpamað-
ur leitar ásjár
hjá Páfagarði
Páfagardur-Reuter
■ Walter Reder, austur-
rískur stríðsglæpamaður sem
setið hefur í fangelsi á Ítalíu
síðan 1959, hefur farið þess á
leit við Jóhannes Pál páfa að
hann reyni að beita sér fyrir
því að hann verði látinn laus.
Talsmaður Páfagarðs segir
að umleitan Reders verði
tekin til athugunar.
Reder. sem er 69 ára og
fyrrum majór í SS, var
dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir hlutdeild sína í fjölda-
morðum sem framin voru á
undanhaldi Þjóðverja á
Ítalíu. Um 3000 manns létu
lífið í fjöldamorðunum.
Árið 1980 ákvað herdóm-
stóll að heimilt væri að láta
Reder lausan árið 1985. Þá
mótmæltu borgarstjórar
þorpanna þar sem fjölda-
morðin voru framin harð-
lega. Árið 1982 fór Bruno
Kreisky, þáverandi kanslari
Austurríkis, þess á leit að
Reder yrði látinn laus vegna
góðrar hegðunar og slæmrar
heilsu.
meðan útgöngubannið var í
gildi. Að sögn stjórnvalda fund-
ust miklar vopnabirgðir við leit-
ina.
Þegar útgöngubanninu hafði
verið aflétt þyrptist fólk í versl-
anir í Norður-Jaffna og Kilin-
ochchi-héröðum til að kaupa
sérmatvæli. Útgöngubannið var
sett á eftir hörð átök á milli
stjórnarhersins og skæruliða
sem berjast fyrir sjálfstæði
þeirra svæða á Sri Lanka þar
sem Tamilar eru í meirihluta.
Yfirvöld segja að skæruliðarnir
hafi verið þjálfaðir á Indlandi
þar sem Tamilar eru einnig
fjölmennir. Bæði skæruliðar og
stjórnarhermenn hafa verið
ásakaðir um fjöldamorð á
óbreyttum borgurum.
Forsætisráðherra Indlands,
Rajiv Gandhi, hefur ásakað
öryggissveitir hersins á Sri
Lanka um að skjóta á almenn-
ing og ráðast á indverska togara.
Upplýsingamálaráðherra Sri
Lanka, Anandatissa De Alwis,
segir að í ásökunum Indverja
séu margar rangfærslur sem
stjórnvöld á Sri Lanka muni
leiðrétta.
Á Indlandi búa um 50 milljón
Tamilar sem hafa náin trúarleg
og þjóðernisleg tengsl viö þá 2,5
milljón Tamila sem eiga heima
á Sri Lanka.
YITA-BAR
Hverfisgötu 82
Þú pantar -
Yið sendum
* Smurt brauð
* Snittur
ir Samlokur
+ Hamborgara
* Ogfranskar
Einnig
Gos - Sælgæti
Tóbak og blöð
í flestum tilvikum sendum við ykkur
að kostnaðarlausu á Reykjavíkur-
svæðinu