NT - 14.12.1984, Blaðsíða 13

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 13
 Vináttan við Andrewprins varð þeim hrein gróðalind ■ Það er sagt að Andrew Bretaprins hafi svipuð áhrif og Midas kóngur, sem hafði þá náttúru að allt sem hann snerti varð að gulli. A.m.k. er þetta sagt eiga við um þær stúlkur, sem Andrew hefur átt vingott við, þær hafi óðar orðið eftirsótt vinnuafl og hafi nánast getað verðlagt vinnu sína sjálfar. Katie Rabett er ein þessara stúlkna. Hún hafði reynt að hasla sér völl sem fyrirsæta með heldur takmörkuðum árangri, áður en það kvisaðist, að hún hefði haldið upp á 24 ára afmæli prinsins heima hjá sér. Þá þýddi ekki lengur að bjóða henni 200 sterlings- pund fyrir að sitja fyrir hjá ljósmyndara á Föstudagur 14. desember 1984 13 ■ Koo Stark er nu bum að taka ser stöðu á bak við myndavélina og þykir pluma sig vel. leynileg ástkona prínsins, en hún hefur ekki enn gert sér neina peninga úr því. ■ Andrcw príns fær ekki mik- inn frið fyrir fréttasnápum og Ijósmyndurum. Hann dett- ur stundum úr náðinni hjá mömmu sinni þegar upp kemst um strákinn Tuma, en vin- stúlkurnar njóta góðs af. eftir?ð"það snurrV?h*kkaðiíla einhvern fimaP|la<.,*S uf að *ún i um. ma hafa snætí med pr sundbol. Nú er ekki mir.nst á minna en 8.500 sterlingspund og er giskað á að árslaunin hennar séu komin upp í 100.000 pund. Og frægð hennar hefur komið fleirum til góða. Sagt er að fyrrverandi kærasti hennar, skoski dansarinn Alan Curry, hafi þegið 15.000 sterlingspund fyrir að segja satt og rétt frá þeim þrem árum, sem þau áttu samleið! Katie neitar þó að nokkuð sé alvarlegra en vinátta á milli hennar og prinsins og segja sumir það örugga vísbendingu um að hún sé bara að hylma yfir ástarævintýri prinsins og Clare Park, sem hefur ekki haft annað upp úr krafsinu enn sem komið er en orðróminn einan. Koo Stark er frægasta dæmið um hvað má hafa gott upp úr því að umgangast prinsinn. Það þótti augljóst í upphafi að fortíð hennar, en hún hafði í æsku leikið í klámmynd, yrði til þess að hún fengi ekki prinsinn sinn. En sérfræðingar í að verð- leggja endurminningar þeirra, sem frá ein- hverju hafa að segja, álíta að hún þyrfti ekki að láta sér nægja minna en 250.000 pund, ef hún fengist til að skrifa þær. En Koo þegir. Að vísu hefur hún fengist til að koma fram í sjónvarpsviðtali í Ástralíu og þegið að launum 30.000 pund, en þar stóð hún af sér allar árásir spyrla, sem vildu fræðast um einkalíf prinsins. Að ástarævintýrinu loknu hefur hún hins vegar komið sér upp nýju starfi í óbeinu framhaldi af látunum í kringum hana og prinsinn. Hún fékk nefni- lega óþyrmilega að kenna á forvitni frétta- Ijósmyndara á þeim tíma og fannst nú alveg tilvalið að hagnýta sér þá reynslu og slást í hóp með þeim. Hún hefur fengið hrós fyrir myndir sínar og þykir efnileg á því sviði, sem er kannski eins gott, því að ekki virtist bíða hennar mikill frami á kvikmyndatjald- inu. A.m.k. tókst henni ekki að krækja sér í hlutverk í James Bond-myndinni Octop- ussy. Það tókst hins vegar enn einni stúlku, sem orðuð hefur verið við prinsinn, fegurðar- drottningunni Carolyn Seaward, sem hlotið hefur titilinn Ungfrú Bretland. Að vísu segir prinsinn aðspurður, að hann rámi ekki í að hafa hitt ungfrúna nema tvisvar, en eftir að kvisaðist út að hún myndi hafa snætt með honum við rómantískt kertaljós, hefur verðskrá hennar í fyrirsætustarfi snarhækk- að. Og þá má ekki gleyma Vicki Hodge, 37 ára gamalli konu, sem gerði sér gróðamögu- leikana strax ljósa, þegar hún hitti prinsinn í fríi á Barbados í kjölfar Falklandseyja - stríðsins. Hún kom því svo fyrir að hún fór að synda í sjónum með prinsinum, sem skemmti sér svo vel að hann sá ástæðu til að fara úr sundskýlunni og veifa henni í kringum sig. Undarlegt nokk reyndust Ijósmyndarar vera á sveimi í grenndinni, þó að prinsinum væri ókunnugt um það, og von bráðar voru myndirnar á leið á markað í Bretlandi. Sagt er að frökenin hafi fengið 35.000 pund fyrir viðvikið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.