NT - 14.12.1984, Blaðsíða 4

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 4
Föstudagur 14. desember 1984 4 Uppsagnir hjá BÚR: Konur íi Mikill urgur í starfsfólki yfir réttleysi sínu ■ Mikill urgur er í starMólki fískvinnslu Bæjarútgerðar Reykjavíkur yfir því réttleysi sem það lifir við hvað varðar uppsagnir. Eins og greint var frá í NT í gær fengu á annað hundrað manns afhent uppsagnarbréf sín með viku fyrirvara og verður vinnslustöðinni lokað frá og með 21. desember og óvíst hvenær áramót. Samtímis fckk starfsfólk út- borguð vikuluun sín og er vart hægt að segja að þar hafi veriö mikill glaöningur á ferðinni. Laun flestra losuðu þctta 2-3000 kr. þegar búið var að draga frá skatta og önnur gjöld og á starfsfólk aðeins eftir að fá út- borgað cinu sinni fyrir jól, þann- ig að það er Ijóst að jólahuldiö verður ekki niikiö á mörgunt heimilunum. vinnsla hefst að nýju eftir Alls eru það 150 manns sem missa vinnu sína hjá BÚR, þar af eru konur í miklum meiri- hluta eða unt 110 talsins. NT fór og ræddi við 3 starfsmenn um þessi mál og var hljóðið í þeim allt annað en ánægjulegt. ■ Enn er unniö við karfann í vinnslusal BÚR eins og þessi mynd ber með sér en ekki er nema tæp vika þar til ástandið verður eins og á innfelldu mynd- inni og enginn veit ennþá með vissu hversu lengi vinnslustopp- Íð varir. IST-mynd: Árni Bjarny „Atvinnuleysisbætur hærri en tímakaup!“ - segir Ágúst Vernharðsson tækjamaður hjá BÚR sem líkir fiskvinnslustörfum við þrælahald til forna „2 þúsund krónur eftir í umslagi“ - þegar búið er að taka fyrir sköttunum ■ Hjördís Björnsdóttir vinnur við pökkun í BÚR og er búin að starfa hjá fyrirtækinu í 41/: ár. Hún var fyrst spurð að því hvernig stöðvunin kæmi sér fyrir hana. „Petta kernur sér engan veg- inn vel núna fyrir jólin og allra síst nú í þessari dýrtíð", sagði hún. Kvaðst hún ekki hafa í neitt annað starf að hiaupa og yrði hún að láta sér nægja þær atvinnuleysisbætur sem hún fengi. „Ég veit ekki hvað það er mikið, en það er ljóst að það er ekkert miðað við það sem við getum haft hér með bónusn- um“, bætti Hjördís við. Og hún hélt áfram: „Mér finnst 'það ægilega óréttlátt að það skuli vera hægt að segja okkur hérna upp með viku fyrirvara, en ef við sem erum fastráðin viljum hætta, þá þurfum við að segja uppmeð3 mánaðafyrirvara." Pað kom fram hjá Hjördísi að fjárhagsafkoman væri ekki upp á marga fiska um þessar mundir, minna hefði verið að gera-oft áður og tímavinna verið mikil, en eins og allir vita þá eru tímalaun fiskvinnslufólks með því lægsta sem gerist. „Ég skal segja þér það, að það voru 2000 kr. eftir í umslaginu mínu, þeg- ar búið var að hirða af mér skattana og það eru að koma jólsagði hún og kenndi meir ■ Hjördís Björnsdóttir: „Óeðlilegt að konum skuli sagt upp frekar en körlum", NT-mynd: Árni Bjarna uppgjafar en reiði í röddinni. Mun fleira kvenfólk verður fyrir barðinu á þessum uppsögn- um en karlar og þegar Hjördís var spurð hvað henni fyndist um þessa mismunun kynjanna, sagði hún hana mjög óeðlilega. Uppsagnirnar ættu að ganga jafnt yfir karla sem konur, án tillits til starfs eða kynferðis. ■ Ágúst Vernharösson vinnur á tækjunum hjá BÚR og gegnir staifi tækjaförmanns í augna- hlikinu. en honuin hefur verið sagt upp cins og svo niörgum öðrum frá og með 21. desem- her. „Petta er leiðinda ástand,“ sagði hann er blm. NT hitti hann að máli í gær, „en það er í sjálfu sér skárra að vera sendur heim heldur en að gutla hérna á dagvinnunni án þess að hafa bónusinn, því tímakaupið er svo lágt aö maður fær meira út úr atvinnuleysisbótunum!" Hann sagðist vera með um 80 kr. á tímann í dagvinnu en eftir því sem hann best vissi væri tckjutryggingin um 81-82 krónur. Ekki sagðist Ágúst sjá neitt útlit fyrir það að komast í annað starf og það eina sem við blasti væri atvinnuleysi. „Auð- vitað reynir maður að finna sér eilthvert annað starf en ef það gengur ekki kemur maður lík- lega hingað aftur þegar vinnsla hefst, einsog alltaf", sagði hann þegar framtíðarhorfurnar á næsta ári bar á góma. „Það er.í rauninni lítill munur á okkur sem vinnum í fiski og þrælunum í gamla daga, þetta er sú mesta svívirða sent hægt er að bjóða fólki uppá." voru hans orð um Itinn stutta uppsagnar- frest sent er í gildi í fiskvinnsl- unni. Sagðist hann ekki sjá fram á að nein breyting yrði á þessum hlutum, það hefði að vísu verið samþykkt ályktun á nýafstöðnu ÁSÍ þingi þar sem þetta Itefði verið fordæmt, en ósóminn væri bundinn í lögum. „Maður er nú farinn að kunna utanbókar 3. gr. laga nr. 19 frá 1979. í fyrstu grein þeirra laga cr fjallað um uppsagnarfrest og sagt að hann skuli vera 1-3 mánuðir en 3. grein segir að það gildi bara urn aðra en fiskverkunarfólk." Hann sagði að þetta væri dæmigert ástand. Pað væri talið allt í lagi að sparka í fiskvinnslu- fólkið, þótt þaö héldi uppi þjóð- félaginu. Það kom fram hjá Ágústi að það væri almennt þungt hljóð í mönnum og málin ntikið verið rædd. Hins vegar hefði starfsfólk verið undirbúið undir þetta, en hefðu uppsagn- ■ Ágúst Vernharðsson: „Það er taliö alit í lagi að spraka í okkur, þótt við höldunt uppi þjóðfélaginu." M-mynd: Árni Bjarna irnar komið eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær hefði allt orðið vitlaust. Hann kvað á- standið svipað hjá öllum hvað peningamálin varðaði og eitt væri Ijóst að heimilin hjá fólki stefndu í gjaldþrot, eins og nú háttaði: ntenn fengju þetta 2-3 þúsund krónur útborgaðar eftir vikuna og aðeins væri eftir ein útborgun fram að jólum. Þrír í gæslu ■ Þrír ungir menn voru úrskurðaðir í allt að einnar viku gæsluvarðhald að kröfu Rannsóknarlög- reglu ríkisins í gær, vegna innbrota í sjoppur, þar sem m.a. var stolið tóbaki. RLR tekur myndbönd ■ Rannsóknarlögreglan lagði hald á nokkrar myndbandaspólur í fyrra- kvöld í myndbandaleig- unni Vídeóheiminum við Tryggvagötu í Reykjavík, og eru þær til skoðunar hjá embættinu. Aðgerðir lögreglunnar komu í fram- haldi af kæru frá lögfræð- ingi rétthafa viðkomandi ntyndbanda. „Réttlaus og stimpluð sem 3-4 flokks vinnukraftur“ - segir Margrét Friðriksdóttir pökkunarstúlka hjá BÚR ■ Margrét Friðriksdóttir: „Það hefur enginn efni á þessu ttoppÍ.“ NT-mynd: Árni Bjnrna ■ „Það hefur enginn efni á þessu stoppi," sagði Margrét Friðriksdóttir, sem er búin að vera í 5 ár hjá BÚR. „Kaupið sem fólk er með er alltof lítið og það lifir enginn af því." Taldi hún þetta lýsa því alveg hvaða mat stjórnvöld legðu á það fólk sem vinnur í fisk- vinnslu. Þetta væri fólk sem hægt væri að grípa til, sérstak- lega konur, í neyðartilvikum og síðan hægt að senda það heim þegar ekki væri lengur þörf fyrir það. „Viö erum alveg réttlaus og stimpluð sem 3-4 flokks vinnukraftur," bætti Margrét við með þunga. Hún var spurð að því hvort ekki væri einhver vilji hjá þeirra félagi til að bæta þetta og sagði hún það vera meira í orði en á borði. Umræðurværu töluverð- ar en þær skiluðu sér ekki. Fjárhagsstöðuna sagði Margrét vera á núlli og ekkert starf í sikti og ekki kvaðst hún heldur vita hversu háar atvinnuleysisbæt- urnar væru, en efaðist urn að þær dygðu til að lifa sómasam- legu Iífi, hvað þá að veita sér eitthvað fyrir jólin. Deild um fiskverð - málið til Yfirnefndar í dag orðið um verð á skelfiski og loðnu, en ágreiningur er um verð á bolfiski. Vegna ósamkomulags í verðlagsráði fer málið til Yfirnefndar, en þar situr oddamaður, skipaður af rík- inu, Jón Sigurðsson. Fundur hefur verið boðaður þar kl. hálf fjögur í dag. ■ Ósamkomulag varð í Verðlagsráði í gær þegar ákveða átti fiskverð frá 21. nóvember s.l. til ágústloka á næsta ári. Fulltrúar kaup- enda gerðu tillögu um 10% meðalfiskverðhækkun, mis- ntunandi eftir tegundum, en fulltrúar sjómanna og út- vegsmanna vildu meiri hækkun . Samkomulag hafði

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.