NT - 14.12.1984, Blaðsíða 3
fíí? Föstudagur 14. desember 1984 3
IlIÍ F» ■1
Ríkisstyrkir til norsks fiskiðnaðar:
„Við erum ekki glaðir“
- segir Steingrímur Hermannsson. „Áhrifin ýkt,“ segir Villoch
■ Káre Villoch forsætisráð-
herra Noregs varði ríkisstyrki
stjórnar sinnar til norska fisk-
iðnaðaríns á fundi forsætisráð-
herra Norðurlanda með blaða-
mönnum í gær. Villoch sagði að
norskar fiskveiðar væru auðvit-
að takmarkaðar hvað magn
snerti og áhrif ríkisstyrkjanna á
markaðshlutdeild íslendinga
væru ýkt.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra andmælti
stjónarmiðum Villochs. „Við
skiljum byggðavandamál
Norðmanna," sagði Steingrím-
ur, en bætti við að hinir um-
fangsmiklu ríkisstyrkir Norð-
manna og Kanadamanna yllu
íslendingum miklum áhyggjum.
„Við erum ekki glaðir,“ sagði
íslenski forsætisráðherrann.
Forsætisnefnd Norðurlandaráðs:
Setur ofan í við ríkisstjórnirnar
- fyrir seinagang á tillögum um atvinnumál
■ „Ég lét í Ijós þá skoðun við
starfsbræður mína að við þyrft-
um meira af framkvæmdum og
minna af pappír, og ég held að
við séum allir sammála um
það," sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra er
hann kynnti fréttamönnum
niðurstöður funda forsætisráð-
herra Norðurlandanna, sem
staðiö hafa í Reykjavík undan-
farna tvo daga. Þessi athuga-
semd átti við um aðstoð við
þjóðirnar í sunnanverðri Afr-
íku, en gæti e.t.v. gilt um fleira.
Alla vega sá Karin Söder fulltrúi
Svíþjóðar í forsætisnefndinni
ástæðu til að kvarta yfir því að
nefndin hefði engar raunhæfar
tillögur fengið unt atvinnumál
og baráttuna gegn atvinnuleysi
ungmenna, sem hún sagði alvar-
legasta félagslega vandamálið,
sem Norðurlöndin Rlima við.
Þær tillögur hefðu þó átt að
liggja fyrir frá ríkisstjórnunum.
1 tilkynningunni frá forsætis-
nefndinni, sem fréttamönnum
var afhent segir að áætlanir um
lausn þessa vandamáls verði nú
að öðlast innihald, eins og það
er orðað. Forsætisráðherrarnir
sögðu að sameiginlegt álit ríkis-
stjórnarinnar myndi liggja fyrir
í janúar.
Það kom fram á fundinunt að
Norðurlöndin hafa skorað á
bresk stjórnvöld að grípa til
aðgerða vegna loftmcngunar frá
breskum iðnverum. 20 ríki hafa
nú þegar undirritað samkomu-
lag, sem Norðurlöndin hafa haft
frumkvæði að, um að þau muni
gera ráðstafanir til að minnka
loftmengun innan landamæra
sinna fyrir árið 1994. Bretland
hefur ekki gerst aðili að þessu
samkomulagi, og stjórnvöld á
Norðurlöndum er sammála um
að þrýsta á að Bretar geri sitt til
að uppfylla þetta samkomulag.
Norrænt kjamorkuvopnalaust svæði:
Getur staðið
á eign fótum
- segir Palme
■ „Að mínu álit, þá stendur kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum fullkomlega á eigin fótum," sagði Olof
Palme á fréttamannafundinum í gær. Hann sagðist hins vegar
skilja að þau Norðurlönd, sem eru aðilar að NATO, þyrftu
að taka tillit til annarra aðildarlanda í því bandalagi .varðandi
þetta mál.
Káre Villoch, norski for-
sætisráðherrann andmælti
Palme, og sagði að þar skipti
NATO aðild ekki höfuðmáli.
Allir væru sammála um að
kjarnorkuvopnalaus Norð-
urlönd væri takmark
sem bæri að stefna að, en
skoðanir væru skiptar um
hvernig fara ætti að því að ná
þessu markmiði. Sumir, þar
á meðal hann sjálfur, teldu
að framgangur málsins væri
háður þeim árangri sem næð-
ist í afvopnunarviðræðum
stórveldanna.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra sagði að-
spurður að hann hefði gert
grein fyrir þeim upplýsing-
um, sem William Arkins
hefði komið með til íslands á
dögunum. Steingrímur
kvaðst hafa ítrekað þá af-
stöðu íslenskra stjórnvalda
að hér skyldu aldrei vera
kjarnorkuvopn. Káre Vill-
och sagði að Arkins hefði
aðeins haft fram að færa
getgátur, og hann hefði áður
komið fram með rangar upp-
lýsingar varðandi öryggismál
lslands.
' '■k
■ Forsætisráðherrarnir og fulltrúar úr forsætisnefndinni á blaðamannafundinum í gær.
Notaðir bflar
JÓLATILBOÐ
SKIPTIVERSLUN
ÞÚ KEMUR Á ÞEIM GAMLA OG EKUR í
BURTU Á NÝRRI BÍL.
VIÐ LÁNUM ÞÉR MILLIGJÖFINA.
NT-mynd: Árni Rjarna
AN UTBORGUNAR
í jólatilboðinu er einnig innifalið:
- Vetrardekk -
- Ábyrgðartrygging hjá SJÓVÁ
og útvarp - Með öllum notuðum bílum
bílor í eigu umbodsins
EGILL VILHJÁLMSSON
Smiðjuvegi4c, Kópav., símar 79944—79775.
Sífelld þjónusta.