NT - 10.01.1985, Blaðsíða 1

NT - 10.01.1985, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. janúar 1985 - 8. tbl. 69. árg. Gott hjá 11 Fjkniefnasmygl í Frakklandi: landanum ■ Jóhann Hjartarson og norska ungstirnið, Simen Agde- stein, eru efstir og jafnir eftir fjórar umferðir á svæðamótinu í Gausdai með 3 vinninga. Jó- hann vann Curt Hansen snyrti- lega í gær í 26 leikjum með svörtu og er skákin birt á síðu 2 í blaðinu í dag. Helgi Ólafsson vann Finnann Yrjola einnig með svörtu, en Margeir Péturs- son gerði jafntefli við Norð- manninn Ostenstadt. Önnur úrslit urðu þau að Bent Larsen vann Svíann Ernst, mjög örugglega, og sýnist nú vera kominn á <i;r;ö efrir höfinaiegff byrjun. Agdestein vann Vesterinen, en skák Schús- slers og Moen fór tvisvar í bið. Helgi Ólafsson, Margeir Pét- ursson og Ostenstadt eru í þriðja til fimmta sæti með 2 V: vinning. Sjá bls. 2. Islendingur fangelsaður lingur Islendingur situr nú í gæsluvarðhaldi í borginni Valenciennes í Norður-Frakklandi, grunaður um að hafa ætlað að smygla ffkniefnum inn í landið. Samkvæint áreiðanlegum heimilduni NT var insðudrsR að koma frá Amsterdam "'SSb hanri nafa verið með 2-300 grömm af r.assi í farangri sínum. Íslendingurinn var hand- ráðuneytið og sendiráð ís- tekinn 13. desember, en það lands í París hafa gengið úr var ekki fyrr en um hálfum skugga um, að maðurinn mánuði síðar, að íslensk yfir- njóti mannréttinda í fangels- völd fengu upplýsingar um inu og hefur hann fengið fangavist hans. Utanríkis- lögfræðing sér til aðstoðar. Mál Íslendingsins verðurtek- ið fyrir hjá dómstóli í Valenc- i?nn£5 CÍnhVem xíma í febrú- ar. Hjá dómsmálaráðuneyt- inu treystu menn sér ekki til að segja hversu þungt Frakk- ar tækju á svona brotum, en samkvæmt heimildum blaðs- ins gæti maðurinn átt yfir höfði sér hálfs til eins árs fangelsi. Hart deilt um næsta forstjóra Flugleiða Ágreiningur milli fjármálaráðherra og fulltrúa hans í stjórninni ■ í dag verður tekin ákvörðun um ráðningu nýs forstjóra hjá Flugleiðum, en það mál hefur ekki geng- ið átakalaust fyrir sig. Sam- kvæmt heimildum NT nýt- ur Sigurður Helgason yngri, núverandi yfirmaður Flugleiða í Bandaríkjunum fylgis 5 stjórnarmanna, en Sigurgeir Jónsson aðstoð- arbankastjóri Seðlabank- ans annar fulltrúi fjármála- ráðherra í stjórn Flugleiða nýtur stuðnings fjögurra. Sú flókna staða er komin upp samkvæmt sömu heimildum að hinn fulltrúi fjármálaráðherra í stjórninni, Kári Einarsson verkfræðingur, styður Sigurð Helgason yngri, gegn vilja yfir- manns síns, Alberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra, sem vill fá Sigurgeir Jónsson inn. í gær var því haldið fram að Albert hefði hótað Kára því að víkja honum úr stjórninni ef Kári greiddi ekki atkvæði með Sigurgeir. Albert neitaði því í samtali við NT í gærkvöldi, en sagðist geta vikið honum úr stjórninni hvenær sem væri sam- kvæmt hlutafélagalögum. „Ég skammta ekki mínum mönnum skoðanir," sagði Al- bert í samtalinu. „Ég hcf mínar skoðanir og þeir sínar.“ Hann sagðist hafa gert Kára ljóst hverjar skoðanir hann hefði á málinu, en hann hefði ekki í hyggju að víkja Kára úr stjórn- inni. Albert sagði að það væri eðlilegt að ríkið fengi meiri ítök innan stjórnar Flugleiða; ekkert fyrirtæki lægi eins á ríkisjöt - unni. Hann sagði að ábyrgðir 15þúsund ■ 15 þúsund kr. á dag kostar næsta sumar að renna fyrir lax í dýrustu ám Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en kostaði 9.900 kr. í fyrra. Þessa dagana er verið að úthluta félögum veiðileyfum og eru umsóknir síst færri en var í sem ríkið hefði gengist í vegna Flugleiða hefðu fallið á það í stórum stíl án þess að áhrif ríkisins hefðu aukist. Þeir sem styðja Sigurgeir til forstjórastöðunnar munu vera Halldór H. Jónsson stjórnarfor- maður Eimskips og ÍSAL, Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips, Sigurgeir sjálfur og Ólafur Johnson forstjóri O. Johnson & Kaaber. Sigurður Helgason nýtur stuðnings Flug- leiðaarmsins, m.a. nafna síns og Kristjönu Millu. Þeir aðilar málsins sem blaðið ræddi við í gær vildu ekkert láta hafa eftir sér, nema hvað Krist- jana Milla sagði að hún teldi störf nefndar, sem skipuð var fyrir áramót til að gera tillögur um forstjóra, fyrir neðan allar hellur. Sú ncfnd hefði aðeins komið saman einu sinni án þess að komast að niðurstöðu og hún taldi ófært að taka ákvörðun um ráðningu forstjóra eins stærsta fyrirtækis landsins á einum fundi. í þessari nefnd áttu sæti Sigurður Helgason eldri, Sig- urgeir Jónsson, Halldór H. Jónsson og Kristinn Olsen. ■ Á sunnudagskvöldið verður frumsýning á bandarískum söngleik, „Litla hryllingsbúðin,“ í Gamla bíói. Það er nýtt leikhús, Hitt leikhúsið, sem stendur fyrir þessari sýningu. Nánar segir frá þessu merkilega leikverki í Helgarblaði NT Um helgína. NI-myndAn dagurinn! fyrra, þrátt fyrir að veiði hafi verið með eindæmum léleg í sumar. Stangaveiðifélag Reykjavík- ur er með sömu vatnasvæði og í fyrra fyrir sína félagsmenn. Mest er verðhækkunin í Norðurá og Stóru-Laxá í Hreppum. BÚH - gamalt vígi félags hyggjunnar fallið í valinn - sjábls. 4 Akureyri: EkiðálO ára dreng ■ Ekið var á 10 ára dreng á Akureyri í gærdag. Hann var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans reyndust óveruleg. Óhappið átti sér stað á Hörgárbraut þarsem tveir drengir voru á leið yfir gangbraut á reiðhjólum sínum. Brautin er fjórar akrein- ar og stöðvaði bifreiö á hægri vegarhelmingi á suðurleið fyrir drengjun- um. Ökumaður fólksbíls sem kom eftir vinstri ak- rein á suðurleið veitti þessu enga athygli með fyrrgreindum afleiðing- um. Amfetamínsmygl- ari handtekinn: 120 g í enda- þarminum Þrjú í gæslu- varðhaldi ■ Þrjú ungmenni sitja inni vegna fíkniefnasmygls og sjö félagar þeirra hafa verið yfirheyrðir. 120 grömm af amfeta- míni fundust á einu þeirra við komu til Keflavíkur og 20 grömm til viðbótar við húslcit á heimili þeirra í Reykjavík. Maðurinn hafði amfetamínið í endaþarmin- um. ÖII tíu hafa áður komið við sögu fíkniefnalögregl- unnar. Einn þremenninganna var handtekinn af fíkniefnalögregl- unni við komu frá Amsterdam í fyrrinótt. í beinu framhaldi af því handtók lögreglan sambý- linga hans, sem höfðu verið undir eftirliti um nokkurt skeiö. Úrskurður um gæsluvarðhald verður felldur í dag. Allir sem tengjast málinu liafa átt aðsetur í íbúðinni, þarsem amfetamínið fannst. og eru á aldrinum milli tvítugs og þrítugs.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.