NT - 10.01.1985, Blaðsíða 2

NT - 10.01.1985, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 10. janúar 1985 2 Jóhann vann Curt Hansen D Jóhatin Hjartarson vann fal- legan sigur á Dananum Curt Hansen i íjórðu umferð svæða- nrótsins, Gausdal í gær. Skákin fer hér á eftir: Hvítt: Svart: Curt Hansen Jóhann Hjartars. 1. d4 Rfó 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Bd3 Rc6 6. Rf3 Bxc3 7. bxc3 d6 8.0-0 e5 9. Rg50-0 10. f4 exd4 11. cxd4 cxd4 12. exd4 Rxd4 13. Bb2 Rf5 14. Dc2 R^3 15. Bxh7t Kh8 16. Dd3 Rxfl 17. Hxfl Bg4 (Hingaðtilþekkt- irleikir.enhérfer Jóhannútúr bókinni). 18. Khl De7 19. Dc3 Hae8 20. Bc4 Rh5 21. Bd3f6 22. Rh7 Hf7 23. Bg6 De2 24. Hgl He3 25. Da5 b6 26. Dd5 Rf4 27. Gefið Helgi Ólafsson skrifar Eigum við að moka saman Steini minn? ísfilm kaupir tækjabúnað ísmyndar: „Góður stubbur í öðru geimi!“ -segir Indriði G. Þorsteinsson stjórnarformaður ■ ..Nei, við eigum ekki öll tæki ennþá sem þari ilí að Í2f2 af stað með sjónvarpsrekstur en við erum komnir með það sem heitir góður stubbur í öðru geimi í bridge“, sagði Indriði G. Þorsteinsson stjórnarformaður ísfilm, en í gær festi fyrirtækið kaup á tækjabúnaði tsmyndar sf. Það kom fram hjá Indriða að öll tæki sem ísfilm hefur keypt er hægt að nota til sjónvarps- sendinga, hins vegar sagði hann ekki hafa verið tekna endanlega afstöðu um sjónvarp í stjórn ísfilm. Það yrði ekki gert fyrr en iiý Úíyarpsiog hefðu verið samþykkt. Indriði sagði enn fremur að búið væri að undirbúa þessi mál hjá þeim en engar endanlegar skuldbindingar um kaup á tækj- um sem vantaði hefðu verið gerðar. Þeir biðu lokaþáttar þessa máls. „Svo á þessu stigi get ég ekki sagt neitt annað en áð viö enfiit væníaniega tilbúnir í þetta þegar þar að kemur", sagði Indriði að lokum. Afleikjasyrpa í tímahrakinu Sinfonían: „Vorblót“ ■ Tvö af stórvirkjum tónlistarsögunnar, Júpí- tersinfónía Mozarts og Vorbót eftir Stravinsky, verða á dagskrá Sinfóníu- hljómsveitarinnar í k völd. Auk þess er á dagskrá Elegie, eða harmljóð, eftir Szymon Kuran annan konsertmeistara hljóm- sveitarinnar. Er verkið samið í Gdansk 1982. Stravinsky samdi Vorblót fyrir mjög stóra hljómsveit og taka 90 hljóðfæra- leiksrar bátt í flutningi þess. Stjórnandi er Jean P. Jaquillat. Frá svæðamólimi í Guusdal ■ Eins og nú horfir geta Norð- menn horft vonaraugum til tveggja sinna manna í stað eins á því svæðamóti sem komið er á góðan rekspöl hér í Gausdal. Eftir þrjár umfcrðir var sú óvenjulega staða komin upp að 6 keppendur höfðu raðað sér í efsta sætið, allir með tvo vinn- inga. Þar áttu Norðmenn auk íslendinga tvo l'ulltrúa, Simcn Agdestein og Berg Ostenstadt. Ostenstadt, sem skaust í mótið á síðustu stundu, hefur unnið báða landa sína. Sigurinn yfir Agdestein er enn umtalaður hér, en þar greip sá forni fjandi skákmanna, klukkan, all hastar- lega inn í rás viðburða: m gilll#;il tllllllll 1101 i II A IIIIIIilH H 2, lii ÍAI lllll 111 ■ 01 m iiiiiiiiiiiii 1101 iioii n Agdestein-Ostenstadt Staðan kom upp eftir 32. leik svarts. 32... Db2-c3. Skák- mennirnir áttu aðeins örfáar sekúndur eftir og framhaldið varð því ein hringavitleysa frá upphafi til enda. Glöggir menn sjá á augabragði besta leik hvíts: 33. Hf5!!, sem þvingar fram mát í örfáum leikjum. Ofurspenntur á taugum og al- veg að falla lék Agdestein þeim leik sem markar upphafið að sjónarspili miklu: 33. Hxc5?? Bxc4! 34. Hc8 (Það er varla kostur á betri leik úr því sem komið er). 34...De5t (Enn teflir svartur óaðfinnan- lega). 35. f4 Dc3t (Dugar til sigurs, en ennþá betra er 35. ...Dxe4 og hvítur verður fljótlega mát). 36. Kh4 Bb5?? (Ótrúlegur afleikur. Svartur vinnur örugglega eftir 36. ... He7. En Agdestein virðist al- veg úr sambandi tekinn). 37. Hxe8t?? (Kórónan á vitleysuna. Drottningin á c3 vakti ekki athygli hans). 37. ...Bxe8 38. Hdl Hb3 39. Hhl Dg3 mát! Skák fyrir áhorfendur en því miður eru áhorfendur teljandi á fingrum annarrar handar í bókstaflegri merkingu. Yfir- leitt er keppnissalurinn ger- samlega tómur og helst að þangað slæðist inn þátttakend- ur af opna mótinu sem fram fer hér samtímis. Þriðja umferð: Menn virtust þrungnir mikl- urn baráttumóð í þessari um- ferð ef undan eru skildir Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson, sem sömdu um jafntefli eftir 12 leiki. Bent Larsen komst loksins á blað með því að sigra Finnann YrjolS, sem féll á tíma í tapaðri stöðu í 33. leik. Ostenstadt vann Moen og Agdestein virð- ist kominn á gott skrið, því hann vann Schússler örugglega með svörtu. Undirritaður tefldi mikla baráttuskák við heimsmeistara unglinga, Curt Hansen. Ég náði mun betri stöðu út úr byrjuninni, en þessi piltur er sleipur í vörn og eftir að hafa misst af sigurvænlegri leið lenti ég í miklu tímahraki þar sem Daninn hafði heldur vænlegri möguleika. Eftirnokkrar svift- ingar leystist skákin upp í jafn- tefli. Að lokum skal svo getið um jafnteflisskák Svíans Ernst og Finnans Vesterinen, en þar dró aldrei til verulegra tíðinda. ■ Stækkuð Sinfóníuhljómsveit íslands æfir Vorblót undir stjórn Jaquillat. Samband drykkju og áfengis... ■ „ .. .bg kom skýrt fram að eigi að minnka áfengisbölið séu engar aðar leiðir raun- hæfar en að draga úr heild- arneyslu áfengis." Þannig hljóðar megin niðurstaða ályktana 16. þings Lands- sambands gegn áfengisböl- inu sem haldið var fyrir skemmstu. Þá segir á öðrum stað í ályktunum Landssambands- ins: „Með aukinni og almennri neyslu áfengis eykst fjöldi drykkjusjúklinga." Ennfremur ályktaði Landssambandið gegn sölu og bruggun á sterku öli í landinu og mælir með því að fylgt verði þeirri stefnu að torvelda fólki leiðir að áfengi. Öl á árshátíðinni ■ Bjórsmyglið á Eskifirði vefur upp á sig og embættis- menn þar eystra standa í önnum við að yfirheyra skip- verja á togaranum Hólma- , nesi svo og aðra þá sem tengjast málinu á einhvern hátt. Hefur dropateljari fyrir satt að yfir 20 manns hafi verið kallaðir inn á teppið hjá sýslumanni Sunnmýlinga og fógeta þeirra Eskfirðinga. Sögusagnir um smygl ganga fjöllunum hærra á Eskifirði og meðal þess sem þar er skrafað, er að togaran- um Jóni Kjartanssyni hafi næstum verið strandað í Vaðla- vík, yst við Reyðarfjörð, er smyglgóssi var komið þar í land. Og svo mikill á hama- gangurinn að hafa verið að einn skipverji lenti í sjóinn og var nærri því drukknaður. Biðskák í Moskvu: Kasparov peði yfir Kasparov peði yfir ■ Fertugasta einvígisskákin milli Karpovs og Kasparovs var tefld í Moskvu í gær og fór í bið eftir 40 leiki. Kasparov hefur peð yfir og einhverjar vinnings- líkur. Hvítt’Kasparov SvartKarpov 1 d4 Rf6 21. Dxe2Bb5 2. c4 e6 22. Hxb5 axb5 3. RB(!-5 23. Dxb5 Hxa2 4. Rc3 Be7 24. Re3 Ha5 5. Bg5h6 25. Db7 De8 6. Bh4 0-0 26. Rxd5 Hb5 7. e3b6 27. Da8Dd7 8. Be2Bb7 28.Rc3Hb4 9. Bxf6 Bxf6 29. d5 Dc7 10. cxd5 exd5 30.RdlHb5 | Il.b4c5 31. Re3 Da5 ; 12. bxc5 bxc5 32. Dxa5 Hxa5 13. Hbl Da5 33.HdlRd7 14. Dd2 cxd4 34. g4 g6 15. Rxd4 Bxd4 35.Kg2Ha4 16. exd4Bc6 36.h3Kg7 17. Rb5 Dd8 37.d6Ha6 18.0-0 a6 38. f4 Hc6 19. Ra3 He8 39.h4Kf8 20. Rc2 Hxe2 40. g5 hxg5 Biðskák NT-mynd: Árni Bjama En þótt eskfirskir smyglar- ar hafi átt erfiða daga að undanförnu mun staðan þó ekki hafa verið verri en það, að á árshátíð stærsta fyrir- tækisins í plássinu,sem haldin var milli jóla og nýárs, var veitt öl með matnum. Má því e.t.v. ráða af þessu, að enn- sé mögulegt að næla sér í bjórleka á Eskifirði, ef menn þekkja rétta aðila.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.